Vísir


Vísir - 28.04.1971, Qupperneq 16

Vísir - 28.04.1971, Qupperneq 16
Miðvikudagur 28. aprfl 1971. Skokk- braut lögð við Laug- ardals- laugina Byggt v/ð sundlaug Vesturbæjar 0J Byrjað verður á að reisa við- bðtarbyggingu við Sundlaug Vest- urbæjar í sumar, en henni á að vera lokið seint á næsta ári. í bygg- ingunni veröur búningsaðstaða fyr- ir 300 manns, böð og sturtur. Bygg- ingin verður sunnan við núverandi byggingu. Útboðslýsing og teikning- ar veröa tilbúnar um næstu mán- aðamót. Stefán Kristjánsson iþróttafuH- trúi skýrði Vísi frá þessu. Hann s-kýrði einnig frá framkvæmdum við sundlaugina í Laugardal, en ganga á frá ’.óðinni í kringum sund- laugina á næstu vikum. Snemma í júní verður byrjað að malbika bílastæði og gangstígir hellulagðir. í fyrsta áfanga verða malbfkuð bfla- stæði fyrir nokkur hundruð 'bfla. Þá verður gengið frá öllu í kring- um sundfaugina aflt tfl móts við Hraunteig. Fyrrihluta næsta mánaðar verð- ur byrjað á að búa til skokkbraut við sundlaugina í Laugardalnum, milli sundlaugarinnar og íþróttavall arins, en búizt er við, að skottbraut in verði til í júní. Gert er ráð fyrir að áhöldum verði kotnið fyrir á skokkbrautinni fyrir skokkara til að spreyta sig á. — SB „CGIOFA mUODRUCN AB ítRA MITT BtlTA" stein var kjörinn for- maður með 582 atkvæð- um, en Gunnar Thor- oddsen hlaut 90 atkv. og Geir Hallgrímsson 19 atkv., en alls komu fram 703 atkvæðaseðlar. — sagði Jóhann Hafstein, nýkj'órinn formaður SjáHstæðisflokksins, Geir Hallgimsson kj'órinn varaformaður með 375 atkvæði, Gunnar Thoroddsen fékk 328 atkvæði. ■ „Ég finn að slíku fólki má aldrei bregðast,“ sagði Jóhann Hafstein, forsætiswáðherra, þegar hann ávarpaði landsf und Sjálfstæðisflokksins að loknu formannskjöri í gærkvöldi. „Ég get ekki lofað ykkur neinu öðru en því að gera mitt bezta." — Jóhann Haf- (396), Jón Sólnes (360), Guð- mundur H. Garðarsson (357), Ólafur B. Thors (321) og Ba-ld- vin Tryggvason (235). Fjórir fulltrúar gáfu ekki kost á sér tfl kjörs í miðstjórn- ina — Þorvaldur Garðar Krist- jánsson, Ragnhildur Helgadótt- ir, Sverrir Hermannsson og Ól- afur G. Einarsson — með þvl að þau skipa öll sigurstrangleg sæti á framboðslistum flokks- ins í alþingiskosningunum í vor. En þingflokkur Sjálfstæðis- manna mun kjósa 5 menn í mið- stjórnina úr sínum hópi. Auk þess verða 5 menn sjálf- kjörnir í miðstjórnina, formaö- ur, varaformaður og svo for- menn landssamtaka flokksins — EHert Schram, form. SUS Ragn- heiður Guömundsdóttir, formað- ur Landssambands Sjálfstæðis- kvenna og Gunnar Helgason, form. Verkalýðsráðs Sjálfstæð- isflokksins. Landsfundinum verður haldið áfram í dag með umræðum um stjórnmálayfiriýsingu og af- greiðslu hennar, en í kvöld verö ur sérstakur fagnaður fulltrú- anna á 3 stöðum ,Hótel Borg Hótel Sögu og Hótel Loftleiðum. — GP Að loknu formannskjöri fór fram kosning varaformanns og var Geir Hailgrímsson, borgar- stjóri kjörinn varaformaður Sjálfstæðisflokksins með 375 atkvæðum. Gunnar Thoroddsen hlaut 328 atkvæði, aörir 8 atkv. og auðir og ógildir seðlar voru 6, en a’.ls komu fram 717 at- kvæðaseðlar. Því næst fór fram kosning 8 manna i miðstjórn flokksins og voru þessir kjörnir: Gunnar Thoroddsen (523 atkv), Kalmann Stefánsson (457), Geirþrúður Hildur Bern- höft (428), Friðrik Sóphusson Varaformaður og formaður Sjálfstæðisflokksins, Geir Hallgrímsson borgarstjóri og Jóhann Hafstein forsætisráðherra, sem kjörnir voru i gærkvöldi á 19. landsfundi Sjálfstæðisflokkslns. Yfir 2000 bíleigendur i Rvík. til- búnir til að láta innsigla útvarpið ■ „Yfir 2000 bifreiðaeigendur á Reykjavíkursvæðinu hafa skrifað undir þá stuðningslista, sem F.Í.B. lætur liggja frammi á bensínstöðvum, og tjáð sig fúsa til að láta innsgila bílaút- varpstæki sín, ef ekki næst rétt- læti I þessu máli,“ sagði Guð- laugur Björgvinsson hjá F.I.B. i viðtali við Vísi. „Okkar baráttumál er,“ hélt Guðlaugur áfram, ,,að útvarps- gjald verði innheimt sem nefskatt- ur og undirtektir þær, sem stuðn- ingslistarnir hafa hlotið hjá bif- reiðaeigendum sýna, að þetta bar- Hér háfði orðið slýs — en hinn slasaði var hvergi nærstaddur, því að hann hafði tekið til fótanna og stungið af. 0 „Hann stakk af frá slys- stað,“ sögðu menn við lög- regluna, þegar hún kom að gatnamótum Suðurlandsbrautar og Álfheima rétt eftir kl. 11 í gærmorgun. En það var hinn slasaði, sem stungið hafði af. Sex ára drengur hafði hlaupið út á götuna í veg fyrir bifreið, sem bar að, og varð þá fyrir henni. Ökumaðurinri ætlaðj að huga aö meiðslum hans, en þá spratt strákur upp. sneri sig úr höndum bílstjórans og tók til fótanna eins hratt og hann komst. Hann var eltur alla leið heim tii hans í Ljósheima, og þar náðist hann. Var hann settur í sjúkrabil og sendur á slysavarð- stofuna. En meiðsli hans reynd- ust óveruleg. — GP Hinn slasaði stakk af frá slysstaðnum áttumál á miklu fy’gi að fagna. Nú greiða um það bil 40 þúsund manns á landinu afnotagjald af út- varpstækjum, og um það bil sami fjöldi greiðir af sjónvarpstækjum. Nú er það vitað mál, að sjónvarps- tæki í landinu eru töluvert færri en útvarpstæki, svo að það sýnir, hversu þessi innheimta kemur ó- réttlátlega niður.“ Guðlaugur sagði ennfremur, að F.f.B.-menn væru staðráðnir að láta ekki hlut sinn í þessu máli, þar sem þeir teldu það ekki rétt að láta það viðgangast endalaust. að gengið væri á rétt bifreiðaeigenda. — ÞB Rak út á Sund Hafnsögumenn fóru á lóðsbát til aðstoðar 8 drengjum út á Sund in í gærdag, en drengirnir höfðu tekið nótabát gamlan, ófrjálsri hendi og farið á honum út á Sund. — Rak bátinn stjómlaust, og fengu drengirnir ekki við neitt ráð íð, en ti-1 þeirra sást úr landi og var rafnsögumönnum gert viðvart. Er þetta í annað sinn á stutium tíma, sem drengjum er bjargað á reki á stjórnlausum fleytum úti á Sundum. — GP

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.