Vísir - 28.04.1971, Blaðsíða 8

Vísir - 28.04.1971, Blaðsíða 8
? V í SIR . Miðvikudagur 28. apríl 1971, VISIR Otgefandi: Keytcjaprenr bt. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. RyjðKssaB Ritstjórl: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóbannesaon Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Augiýsingar: Bröttugötu 3b. Sitnar 15610 11660 Afgreiösla • Bröttugötu 3b Slmi 11660 Ritstjðrn: Laugavegi 178. Slml 11660 f5 liuur) Askriftargjald kr. 195.00 ð mðnuði innanlands t lausasölu kr. 12.00 eintaldð Prentsmirtia Vlsis — Edda hf. Innihaldið skipfir mestu Tekjur fræðslukerfisins hafa undanfarinn áratug aukizt margfalt meira en tekjur þjóðarinnar hafa aukizt á sama tíma. Ef tekið er tillrt til verðbólg- unnar, hafa tekjur fræðslukerfisins aukizt um 150% eða meira í raunverulegum verðmætum frá árinu 1958 til ársins 1971. Þessi mikla tekjuaukning kem- ur fram í gífurlegum skólabyggingum og margvísleg- um endurbótum í skólamálum. Samt er skólakerfi okkar engan veginn gott. Fyrir dyrum standa veigamiklar breytingar á því, svo sem bætt kennaramenntun, lenging skólaskyldunnar, auk- inn sveigjanleiki í námsbrautum, bætt aðstaða dreif- býlisins og margt fleira, sem skólamenn hafa á und- anförnum árum bent á, að gera þurfi. Þessar umbæt- ur koma fram í þremur frumvörpum, sem ríkisstjórn- in lagði fram á alþingi í vetur. í framkvæmdinni mun þessi endurskoðun kosta verulega mikið fé. Kostnaður við skólakerfið á enn eftir að aukast verulega á næstu árum, til viðbótar við þá aukningu, sem þegar er orðin. Og það mun ekki duga neinum að sjá eftir þessum peningum, svo nauðsynlegar eru hinar væntanlegu umbætur. Enda munu flestir íslendingar vera því sammála, að skóla- kerfið sé homsteinn atvinnulífs og menningarlífs þjóðarinnar. Nú þegar skólamálin eru að verða svona mikilvæg- ur þáttur í fjármálum þjóðarinnar, er eðlilegt, að menn spyrji, hvert sé og hvert eigi að vera inni- hald skólakerfisins, burtséð frá hinum ytra aðbún- aði þess. Til hvers ætlumst við af skólakerfinu? Hvernig stuðlar það að því markmiði að búa nemend- ur á sem virkastan hátt undir líf og starf í þjóðfélagi, sem er stöðugum breytingum háð? Flestir em sammála um, að nú taki skólakerfið mj'ög lítið tillit til atvinnulífsins, þótt vísindi, tækni og stjómunarkunnátta séu einmitt þau atriði, sem atvinnulífið þarf nú mest á að halda. Flestir eru líka sammála um, að skólakerfið standi sig ekki nógu vel í að ná því bezta úr hverjum einstaklingi. Margir óttast, að kerfið stuðli að meðalmennsku, steypi of marga í sama mót, framleiði ósjálfstæðar og óábyrg- ar hópsálir. Skólakerfið á að stuðla að því, að nemendumir verði sjálfstæðar og hugsandi persónur, framtaks- samir og ábyrgir borgarar, þroskaðir einstaklingar. Skólakerfið á að stuðla að því, að nemendumir læri að tjá sig á sjálfstæðan, gagnrýninn, ábyrgan og þroskaðan hátt. Skólakerfið á að gera börnin og unglingana að betri einstaklingum en foreldrarnir eru. Velgengni þjóðarinnar er um þessar mundir að gera henni kleift að byggja upp sómasamlegan að- búnað skólakerfisins. En jafnframt mun færast auk- inn þungi í kröfur um bætt innihald kerfisins, einkum þó að það nái hinu bezta úr hverjum einstaklingi. Landhelgisstefna Efnahags- bandalagsins stór biti í hálsi Bretar hafa eignazt „land- helgismál", sem horfir ööruvísi við þeim en stríð þeirra við íslendinga gerði. Jafnframt hafa hinir mörgu andstæðing- ar aðildar Bretlands að Efna- hagsbandalaginu fengið nýtt vopn. Þeir segja, að gangi Bret- land í bandalagið mimi allur fiskur þrjóta f hafinu næst landL Fiskimenn muni verða atvinnu lausir. Norðmenn ráða meira en ERE allt Óttinn stafar af stefnu Efna- hagsbandalagslandanna, sem þau komu sér saman um í októ ber síðastliönum án j>ess að spyrja ráöa þá, sem hafa sótt um inngöngu. Þó eru þau ríki, sem sækja um aðild, miklu meiri fiskveiðiríki en þau sex, sem fyrir eru í bandalaginu. Umsækjendumir fjórir eru Bret ar, Norðmenn, Danir og írar, og er afli Norðmanna einna meiri en núverandi efnahagsbanda- lagsríkja til samans. Efnahagsbandalagsríkin tóku ákvöröun þessa án mikils f jaðra foks. Hennar var Lítið getið í fyrstu, en síðustu vikur hefur hvert brezka blaðið af öðru gert þetta að stórmáli og hinu stærsta í sambandi við umsókn Bretlands um aðiM. Ákvöröun EBE-ríkjainna í október gekk út á það, að fiskveiðitakmörk skyldu afnurn in þeirra í milli, þannig að hvert þeirra gæti stundað veið ar innan fiskveiðitakmarka hinna ríkjanna. Skip ríkjanna skyldu hafa ftjáls afnot af höfn- um þeirra ailra. Þetta virtist í anda hugsjónarinnar. Fiskimiö em næsta léleg við strendur ríkjanna í EBE, og skiptir ef til vill minnstu, hvort þau geta þar öli veitt að vild eða ekki. Hins vegar em miðin miklu auö ugri við strandur Bretlands, Noregs, Danmerkur og írlands. Bragð EBE-manna Umsækjendurnir fjórir hefðu aldrei samþykkt þessa stefnu, ef þeir hefðu verið orðnir aðilar í EBE. Þetta vissu EBE-menn, og ef tii vili hafa þeir þess vegna flýtt sér að gera þessa breytingu. Bretar, sem sækja fastast að komast í EBE af þjóð unum fjórum, neituðu strax að ganga að þessum skilmálum. Sumir hafa litið á málið sem enn einn vitnisburð óbiígirni sumra EBE-manna í viðskiptum við Breta, Andstæöingar aöildar innar hafa tvímælalaust styrkzt við þetta. Fiskveiðilögsaga Bretlands nær til tólf mflna norður af ,,ströndiijpj,,sííjan. L964..Tímarit- ið Economist, sem hefur stutt aðild að EBE, telur þetta mál ekki jafnmikilvægt og and- stæðingar aðildar hafa látiö S veðri vaka. Tímaritið segir, að síðan 1964 hafi bátar, sem stunda veiðar innan markanna, ekki aukiö svo neinu nemi afla sinn. Þess vegna hafi stækkun lögsögunnar úr þremur mílum í tólf ekki fært fiskimönnum gull. Miöin séu svo rýr, að ó- líklegt sé, að menn frá megin- landinu færu að sækja á þau að neinu ráði á litlum bátum sín- um yfir Norðursjó. Frakkar fengu að halda þremur mílum Ritið segir, að brezkir fiski- menn muni sem fyrr hafa vemd innan þriggja mílna, því að Frakkar, sem eru í EBE, hafi fengið undanþágu innan þriggja mílna. Það muni Bretar einnig fá. Economist segir einnig, að brezkir fiskimenn gætu komizt í veiði við strend- ur Grænlands, Færeyja og Nor- egs, ef þessi stefna yrði ofan á í bandalaginu eftir að rfkin fjögur hefðu bætzt í það. Frjáls aðgangur að höfnum mundi enn fremur gera brezkum skipum kleift aö seija að vild sinni til meginlandsins, þar sem fisk- verð sé hærra. íslendingar munu ekki taka gild rök Economist um sum þessara atriði, ef þeir ættu í hlut. Aöaltilgangur tímaritsins viröist hins vegar vera að draga úr ótta manna við vandræðin vegna stefnu EBE í sjávarútvegs málum. Skelfiskveiði stofnað í hættu Tímaritið viðurkennir þó, að skelf iskveiði Breta kunni að biöa tjón. Bretar hafi betri mið fyrir humar og rækju en meginlands- ríkin. Bretar veiði mikið af skel- fis-ki utan þriggja mflna en inn- an tólf mflna frá landi. Econom ist metur hugsanlegt tjön af að- ild á um 300 mil jónir láóna varð andi þessa veiði. Hlutur sjávarútvegs er ekki mikili hjá meginlandsríkjunum að tiltölu við aðrar greinar. — Jafnvel á Bretlandi er hhxtur hans af þjóðarframleiðslunni að- eins um 0,2 prósent og fer minnkandi. Við vitum þó, að Bretar hafa lagt ofurkapp á að vernda sjávarútveg sinn. Ful'l- trúar sjávarútvegsins hafa um- talsverð áhrif í brezkum stjóm- málum. Stór biti að kyngja Þótt Bretar kynnu um slðir að sætta sig við stefnu EBE-manna ef þeir ættu kost á einhverjum tilslökunum á öðrum vettvangi, er líklegt, aö Norðmönnum þyki bitinn stærri að kvngja. Miðað við núverandi fiskneyzlu í þess um ríkjum muni það gera Efna hagsbandalagið að útflytjanda fisks, ef Noregur gengi f það. Núverandi EBE-rfki flytja inn fisk í verulegum mæli. Norð- menn vernda sína tólf mílna fiskveiðilögsögu. Sama máli gegnir auövitað um Færeyjar og Grænland. Færeyingar segjast ekki mundu sætta sig við stefnu EBE, þótt Danir vildu að henni ganga. Af umsækjendunum fjórum eru írar einir sáttir að kalla við landhelgisstefnu efnahags- bandalagsins. EBE-málið er mjög umdeilt i Noregi og reyndar einnig í Bret landi og Danmörku. Borten for sætisráðherra Noregs féll, af því að hann hafði farið óvarlega með upplýsingar um umsókn Norð- manna. Skoðanakannanir á Bretlandi hafa ekki sýnt vinsældir hug- myndarinnar um aðild að efna- hagsbandaiaginu. Stjórnmála- menn virðast telja aö skoöana- kannanir skipti iitlu vegna fá- fræði almennings um mál<ð og megi breyta skoðunum fólks, þegar til komi. Nú bætist hins vegar deilan um þetta „land- helgismál“ ofan á.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.