Vísir


Vísir - 28.04.1971, Qupperneq 9

Vísir - 28.04.1971, Qupperneq 9
VISIR . Miðvlkudagur 28. april 1971 Kvenfólkið er í meirihluta á leiðsögumannanámskelöínu. Litið við á leiðs'ógumannanámskeiði Ferðaskrifstofu rikisins: Staðgóð menntun á 27 klst. „Við reynum að hafa námsefn ið sem fjölbreytilegast“, seg- ir Þorleifur Þórðarson, for- stjóri Ferðaskrifstofu ríkis- ins. María Gunnarsdóttir: „Sum- ir koma bara af fróðleiks- fýsn.“ ■ Erlendir ferðamenn Ieggja sífellt meira og meira I þjóðarbúið. Þeir flykkjast hingað tugþúsundum saman til að kynnast landi og þjóð, og í leiðinni eyða þeir pen- ingum, sem ku vera velþegin aukning á þjóðartekjunum. ■ Ekki er alveg nóg að standa á bryggjum og flug- völlum, þegar ferðamenn koma, taka við peningunum þeirra, segja takk fyrir og senda þá aftur til síns heima; öðru nær, eitthvað vllja þeir fá fyrir aurana sína. Því er það, að um 70 til 80 manns sitja nú á skólabekk og hamast við að læra helztu staöreyndir um land og þjóð (staðreyndir, sem hver maður með barnaskólapróf ætti kannskj að þekkja). Þetta fólk er að læra að verða leiðsögu- menn ferðamanna, og skóla- haldið fer fram í næsta her- bergi við Flateyjarbók og Sæ- mundar-Eddu, nánar tiltekið i Árnagarðj á vegum Ferðaskrif- stofu ríkisins. Staðgóo menntun á mettíma Þetta námskeið hefur staðið frá 11. marz sl., og þVi lýkur 17. maí n.k. Fyrirlestrar eru á mánudögum og fimmtudögum, hefjast kl. 20.30 og standa I eina og hálfa klukkustund. Það er þess vegna einfalt reiknings- dæmi að finna út, hversu lang- an thna það tekur fólk að öðlast staðgóða menntun: Samtais 27 klukkustundir. En að þeim táma loknum eiga hinir væntanlegu leiðsögumenn að geta leyst úr flestum spurn- ingum varðandi land og þjóð, gáfulegum eða miður gáfuleg- um. Þörf á leiðsögu- mannaskóla Kannski þetta með hrað- menntunina sé eitthvað ýkt, þvi að flestir þátttakendur á nám- skeiðinu hafa góða undirbún- ingsmenntun og tala erlendar tungur reiprennandi. Þorleifur Þórðarson hjá Ferða skrifstofu ríkisins tjáði blaða- manni Vfsis, að námskeiðið væri einkum fólgið í u'pprifjun á almennum þekkingaratriðum um Island. Feröaskrifstofa rík- isins hefur áður gengizt fyrir sl'ikum námskeiðum, en Þorleif- ur sagði, aö nú væri málum svo komið, aö full þörf væri á, að samgöngumálaráðuneytið gæfi sem allra fyrst út reglu- gerð um skólahald fyrir leið- sögumenn, mun ýtarlegra og fastmótaöra en það, sem veriö hefur. Ekki allir þátttakendur gerast leiðsögumenn ' „Það eru Björn Þorsteinsson ságnfræðingur og Vigdís Finn- bogadóttir, menntaskólakennari sem hafa haft veg og vanda af að skipuleggja þetta námskeið,“ sagði Þorleifur. „Það er reynt að hafa námsefnið sem fjöl- breytilegast. Nú eru á námskeiðinu um 70 tii 80 manns. en það er ómögu- legt að segja um, hversu mikili hlutj þess fjölda mætir í prófið í námskeiðslok, og ennþá erfið- ara er að segja um, hversu margir af þeim, sem mæta í Prófessor Sveínn Skorri Hösk uldsson: „Hér er bókmennta sögunni sannarlega þjappað saman.“ prófið gerast leiðsögumenn að því loknu.“ „Hvað gizkar þú á?“ „Ég þori ekki að gizka. Það dregur bara kjarkinn úr fólki.“ „Tuttugu af þessum áttatíu?" „Kannski. Nei annars. Ég þori ekkert um það að segja.“ Leiðsögumenn fyrir eigin gesti Maria Gunnarsdóttir heitir ung og falleg aðstoðarstúlka Þorleifs, og hún segir okkur, að margir þátttakendur á nám- skeiðinu sæki fýrirlestraria ein- göngu til að fræðast sjálfir án þess að hafa í huga að ná sér í starf á sviði ferðamála. „Sumir koma bara af fróð- leiksfýsn,“ segir María. ,,Sumir til að verða leiðsögumenn, og enn aðrir eru hér, sem taka kannski sjálfir ofj- á móti er- lendum gestum og ferðast meö þá um landið.“ „Geta menn haft atvinnu af því allt árið aö vera leiðsögu- menn?“ „Nei, ferðamannatíminn er enn sem komið er varla nema um þrír mánuðir." „En er nóg framboð af fólki í þetta starf?" „Helzt er erfitt að fá fólk, sem er talandi á þýzku og frönsku, þvl að ferðamenn frá þeim löndum tala helzt ekki annað en sitt móðurmál." „Þýzka og franska eru mál, sem eru kennd hér f skólum.“ ,,Já, en það viröist ekki duga til. Það er eiginlega eingöngu fólk sem hefur dvalizt eitthvað að ráði í þessum löndum, sem treystir sér til að tala málin.“ Samþjöppuð bókmenntasaga Það var í frímínútunum, sem þessar samræður áttu sér stað. Fyrirlesturinn er að hefjast aft- ur. Prófessor Sveinn Skorri Höskuldsson flytur fyrirlestur um „Stefnur og strauma í 6- lenzkum bókmenntum á 19. og 20. öld“. „Er ekki erfitt að gera fs- lenzkum bókmenntum fullnað- arskil á fáeinum mínútum?“ „Jú,“ segir Sveinn. „Þetta er svo sannarlega samþjöppuð bókmenntasaga." Og áður en varir er Sveinn byrjaöur að fræða verðandi leiðsögumenn um raunsæj og rómantík í íslenzkum bókmennt- um. — ÞB fiuffn: — Kærðuð þér yður um meiri ferðamanna- straum til landsins? Þórir Hinriksson, skipstjóri og útgerðarmaður: — Það skiptir mig engu máli. Ingimar Sigurðsson, járnsmiður: — Ég hef nú bara ekkert séð af ferðamönnum á undanförn- um sumrum. Væri bara ekki gagn af því að fá þá fleiri hingað? Við veröum aö vera já- kvæð gagnvar^ ferðamanna- straumnum. Jón Sigurösson: — Ég er nú svo mikið innivið, að ég verð heldur lítiö var við ferðamenn- ina, sem hingað koma. Ég held nú að þaö ættj ekkj að verða neinum tij baga að fá fleiri ferðamenn hingað. Ingóifur Hafberg, kaupmaður: Það værj ágætt að fá þá fleiri, ferðamennina. Mér finnst ég annars vera farinn að sjá anzi marga nú þegar, sem er jú 6- venju snemmt. Vonandi boðar það aukningu ferðamanna- straumsins. Hinrlk’ Sveinsson, leigubílstjóri: — Já já, umfram allt vil ég fá fleiri ferðamenn Maður last- ar sízt aukinn ferðamanna- straum.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.