Vísir - 28.04.1971, Blaðsíða 13

Vísir - 28.04.1971, Blaðsíða 13
13 VÍSIR . Miðvikudagur 28. apríl 1971. Að koma upp kryddgarði — talað við Óla Val Hansson garðyrkju- ráðunaut um krydd- og matjurtaræktun Jjað er einmitt á þessum árs- tíma, sem „garðyrkjufólk- ið“ vaknar til lífsins og fer að hugsa ti!l ræktunar á komandi sumri. Það má sjá á ösinni í þeim verzlunum þar sem seld eru garðáhöld, fræ og allt annað, sem þarf til, þegar byrja á rækt unina. Kartöfluræktin mun vera algengust og svo hirðing garðs ins. Matjurtarækt er einnig vin sæl, en þá hafa færri garð en svo ábendingar um matjurtirnar á eftir. Það sem byrjað er á er auðvitað að fá sér garðholu á góðum stað, en ekki þýðir að sá fyrr en seinni hluta maí eöa upp úr miðjum maí, þegar mold in er reiðubúin. Ekki sakar að hafa áburð og í krydd- og mat jurtagarða er hægt að nota blá- kornsáburð, en venjulegur garö- áburður er einnig vel nothæfur. í verzlunum fást margar tegund F'yrsti undirbúningurinn að ræktuninni er að kaupa fræið, þegar garðurinn er fenginn. Hér er ÓIi Valur Hansson með nokkrar tegundir af kryddfræi. vildu. „Kryddgarður“ mun e.t.v. vera á óskalistanum og þar eru möguleikamir fleiri, því krydd má rækta innanhúss, á svölum og svo í garöinum. Reyndar mun það borga sig fyrir flesta að taka eitt homið af kartöflugarðinum undir matjurtir og krydd og um leið vex áhugamálasviðið þegar þessar plöntur eru teknar með ásamt kartöflunum. Fjöl'skyldusíðan leitaði til Óla Vals Hanssonar garðyrkjuráðu- nauts og spurði hann hvað þyrfti til þess að koma upp kryddgaröi og auðvitað fylgdu ir af fræi bæði kryddi og mat- jurtum og er betra að kaupa kryddfræiö núna meöan úrval ið er mest. Garðvrkjufólkið ætti einnig að fá sér plast og galvaní seraðan vír til að halda því uppi og undir þessu „þaki“ mun krydd- og matjurtagarðurinn standa, en að hafa plastið flýtir fyrir sprettunni. ]\Ju segjum við aö sá eigi stein- seljufræi. Fræið spirar bet- ur ef það er tekið og lagt í bleyti og því haldið röku í 4—5 daga við stofu- eða eldhúshita. Þá er það þurrkað léttilega á dagblaði svo að fræin losni hvert frá öðru síðan má sá því beint út í röðum og hafa 15—18 c«i milli raðanna. Betra er aö ala plöntuna fyrst inni. Þá er sáð í svokallaðan sáðbakka, en marg ar tegundir þeirra eru til i verzl unum, og beðið eftir því að tvö- þrjú laufblöð skjóti upp kollin- um, síðan era plönturnar settar út í garð. Ef sáð er inni má reikna með að hafa plönturnar inni þar til fyrstu dagana í júní. Graslauk má ætla svolítiö meira rými í garðinum, því hann er fjölær planta og þarf meira vaxtarrými með tímanum. Cólseljan eða dillið er viðkvæm ^ kryddjurt og þarf helzt aö vera undir plasti. Fyrir utan þessar kryddtegundir má nefna kerfil, timían, sem verður að ala inni, karsa, sem má rækta allt áriö innanhúss, svokallað „gras“ sem er kryddtegund sem þrífst vel í inniræktun. Þegar ræktað er úti má búast við fyrstu upp skerunni fyrrihluta júli. En þeir, sem ekki hafa garð- inn, en svalir? Þeir geta sáð nokkram plöntum í potta úti á svölum, eftir að hafa alið þær upp inni, og þeir verða að gæta þess aö vökva plönturnar vel svo að rakasveiflur veröi ekki of miklar. Það er talið hæpið að rækta kryddjurtir innanhúss, en því ekki að reyna, ef áhuginn er fyrir hendi? Það krefst þó þolin mæði og þó nokkurs umstangs Plönturnar verða að vera á björt um stað, en þó mega þær ekki standa úti í glugga í breiskju hita, þá verður áð flytja þær til eftir sólargangi'og taka þær úr glugganum meðan mesta birtan er. Þær matjurtir, sem má rækta eru fyrir utan kál, sem ef til vill er betra að gróðursetja í plöntum, salat, gulrætur, radís- ur. Það má fara að sá gulrófna fræinu strax, ef klaki er farinn úr jörðu og betra er aö setja fræiö fyrst í bleyti eins og krydd fræið. Gulrótunum er sáð beint út í garðinn í raðir með 12— 15 cm bili milli raðanna. Þegar fyrstu laufMöðin fara að koma er beðið grisjað þannig, að það verði 2—3 om milli plantna. — Uppskeru er að vænta 90 dögum eftir sáningu. jDadísufræi má sá annaðhvort í raðir eða með því að dreifa því vítt og breitt í lítið beð. Fimm og há'lfri viku eftir sán- ingu má búast við uppskeru. Salati er bezt að sá inni í kassa eða pott og sá gisið. — Þegar tið er orðin öragg má fara að planta út með 20 sinnurn 20 cm mifflibili. Höfuðsalat er 20— 50 daga að myndast en hægt er að taka af blaðsalati dálítið fvrr og eru þá neðstu blöðin tekin, 1—2 blöð af plöntu en hin látin vaxa áfram. Blaðsalati er venju lega sáð beint út í garöinn. Hið sama er gert við grænkál og má fara til þess seint í maí. Þegar plönturnar eru farnar að vaxa vel upp úr miðjum júní má gefa þeim svolitla upplausn af áburðarvatni, 20 grömm éfcu notuð i 10 lítra af vatni. Þegar jörð er undirbúin til ræktunar er borin í hana t.d. blákomsáburður en af honum era notuð 15—20 kíló á hundrað fermetra. Þegar tjaldaö er yfir beðin með plasti er það sett á vír eins og fyrr segir. Vírinn er sveigður i hálfboga og settur upp með 60—80 cm millibi'li og hafður 45—50 cm á hæð. Plastið er sett yfir og látið ganga 30 cm niður í jörðina og fest þar. Þegar á að vökva er annarri brúninni á plastinu lyft upp. Plastið er haft yfir í 4—6 vikur og garðurinn vökvaður 2—3 sinniim á meðan. Óhætt mun vera að taka plastið af f júnílok. —SB Blaðburðarbarn vantar til blaðburðar í Bergstaðostræti Dagbloðið VÍSIR Simi 11660 Bifreiðarstjóri óskast Viljum ráða vanan bifreiðarstjóra, með réttindi til að aka fimm tonna vörubifreið. Verzlanasambandið, Skipholti 37. f Vön matreiðslukona Kona vön matreiöslu og bakstri óskast í mötuneyti í nágrenni Reykjavíkur frá 1. maí n.k. eða síðar. Þarf að geta starfað sjálfstætt. Hátt kaup. Tilboð sem greini aldur og fyrri störf skilist á augld. Vísis fyrir föstudagskvöld, merkt „Matreiðsla“. Afgreiðslustúlku vantar í skartgripaverzlun f maí til 1. september. — Tilboð sendist augld. Vísis fyrir föstudagskvöld merkt „Starf — 1190“. Smiður Húsasmiður og maður vanur byggingavinnu óskast strax í Garðahreppi. — Uppl. í síma 51S14 e.kL 6. roSmurbrauðstofan Njálsgata 49 Sími 15105 ROCKWOOL Steinullar einangrun 60x90 cm. 2", 3" og 4" Rockwool er rétta einangrunin HANNES ÞORSTEINSSON & Co. f Sími 85055

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.