Vísir - 28.04.1971, Blaðsíða 4

Vísir - 28.04.1971, Blaðsíða 4
4 V I S I R . Miðvikudagur zs. apm j»íi. Sementsverksmiðjan búin undir sumarhrotuna © „Hefði Sementsverksmiðjan ekki se'.t eins mikiö af sementi og raun varð á í vetur, værum við i stökustu vandræðum með að geyma það sement, sem við fram- leiðum. Sem stendur eru allir tank- ar fullir eða að fyliast, hefðum við ekki selt nema til jafns viö þaö sem var í fyrra, heföum við orðiö að setja sementið í geymslu úti“, sagöi Jóhann Jakobsson, fram- Ieiðslustjóri Sementsverksmiðjunn- ar á Akranesi. Fyrstu 3 mánuði þessa árs seldi verksmiöjan 12.415 smálestir, sem er mjög veruleg söluaukning frá þvi sem var í fyrra og hitteðfyrra. í fyrra seldust 7.020 smálestir fyrstu 3 mánuöina, og 1969 seldust 7.894 smálestir fyrstu 3 mánuðina. Jóhann Jakobsson sagði að verk- smiðjan heföi verið keyrð stanz- laust frá því verkfallið var í fyrra- sumar, og stæði nú fyrir dyrum að stöðva hana í vor til að yfirfara vélar. Það góða tíðarfar sem verið hef- ur í vetur, á án efa mikinn þátt í söluaukningu á sementi, og sem stendur er verksmiðjan ve'. búin undir að mæta þeirri hrotu sem verður ævinlega í byggingariðnaði á sumrin. ,,Við eigum ’i tönkum 20.000 tonn af möluðu sementi og af hálfunnu eigum við 45000 tonn“, sagði Jöhann. Lóðaeigendur hafa frest til 15. maí © ,,Lóðaeigendur í Reykjavík hafa frest til 15. maí til að snyrta lóðir sínar, eftir þann tíma förum við á stúfana og gefum þeim úrslitafrest, sem enn hafa ^Flóttamannasöfnunin gekk vel — en veðrið var n pönnunn ogí KÖKUFORmiÐ KKEinnn eldhús mEÐ r> ekki hreinsaö til kringum hús sín, , og dugi þaö ekk; tii, verða sendir vinnuflokkar á þeirra kostnað til að taka af þeim ómakið." Þetta sagði Pétur Hannesson hjá lóðahreinsunardeild borgarverk- fræðings í viðtaii við Visi í gær. Pétur sagði. að fólk virtist yfir- leitt vera fúst til að fegra um- hverfi sitt, þegar því bærust hvatn- ingar þess efnis, þó væru sumir dálítið seinir til, en þaö heyröi samt til undantekninga, ef ekki næðist vinsamlegt samkomulag um lóðahreinsunina. „Þaö er því miður víöa pottur brotinn varðandi lóðahreinsun í Reykjavík," sagði Pétur, ,,og það er fujl ástæða til að hvetja fó'.k tjl að taka nú til hendinnj og fegra um- hverfið, 'svo að- -«4yki}a»fk »h*fh»lS«0 aldrei verið fegurri en.nú í sumar.“ .anjfui({|^harká<ji Lélegasía vetrarsíld- veiði Norðmanna á öldinni © Vetrarsíldveiði Norðmanna varð í ár minni en nokkru sinni áður á þessari öld. Samtals veiddust 74 þús. hektól’itrar. Meö- alverð var hins vegar mun hærra en í fyrra, aö sögn biaðsins Fisk- aren. Árið 1969 varð annað versta ár- ið á öldinni. Nú voru í fyrsta sinn takmark- anir á vetrarsíldveiðum við Noreg, en markið var sett 150 þús. hektól. 85% af veiðinni fóru í sérsöltun. Um 5500 hektól. fóru í ísiflgu' og var sett riýt£"á inn- óþarflega gott. © „Veðrið á söfnunardaginn var kannski óþarflega gott,“ sagði Stefán Hirst, framkvæmdastjóri Flóttamannasöfnunarinnar í viðtali við Vísi í gær. „Margir voru úti að spóka sig, þegar söfnunarfólkið gekk í hús, en engu að síður náð- ust inn 2 milljónir og 45 þúsund krónur í Reykjavík.“ Enn hafa ekki fengizt tölur um, hversu mikið safnaðist úti á lands- byggöinni, en tö'.ur þaðan munu berast næstu daga. Ennfremur er tekið á móti fjárframlögum til söfnunarinnar í öllum bönkum, og eftir er að sjá, hver verða við- brögð fyrirtækja. stofnana og sveit- arfélaga, en til þeirra hefur verið leitað eftir fjárframlögum. VÍSIR í VIKULOKIN fylgir aðeins til fastra áskrifenda. Vönduð mappa getur fylgt á kostnaðarverði. VÍSIR í VIKULOKIN er orðin 360 síðna litprentuð bók í fallegri möppu, sem inniheldur allt sem viðkemur konunni og heimilinu. VÍSIR í VIKULOKIN er afgreiddur án endurgjalds frá byrjun til nýrra áskrifenda. (nokkur tölublöð eru þegar uppgengin) VISIR ÍVIKULOKIN

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.