Vísir


Vísir - 28.04.1971, Qupperneq 3

Vísir - 28.04.1971, Qupperneq 3
VISIR . Miðvikudagur 28. apríl 1971. í MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND Skothríð á landamærum Indlands og Pakistan í nétt Skæruliðar taka upp eiginlegan skæruhernað Fðrnardýr loftárása liggja fallin á hjólvögnum sínum í A-Pakistan. Að minnsta kosti 25 manns létust og margir særðust, að sögn indversku frétta- stofunnar PTI, þegar her- menn frá Pakistan hófu skothríð á indverskt þorp við landamæri Austur-Pak istan. Fréttastofan segir hermennina einnig hafa ráðizt á annað þorp í ná- grenninu og kveikt þar í mörgum húsum. Nokkru síðar skýrði fréttastofan frá því, að komið hefði til vopna- viðskipta mHli hermannanna og indverskra landamæravarða á þrem ur stöðum við landamæri Indlands og Austur-Pakistan. Hefðu Pakist- anir byrjað skothríðina, en hætt, þegar Indverjar svöruðu í sömu mvnt. Þrátt fyrir þessar landamæraerj- ur telja kunnugir menn í Nýju- Edward Kennedy og kona hans Joan fóru ákaflega í taugarnar á þýzkum embætt- ismönnum og stjórnmála- mönnum, þegar þau voru þar í heimsókn i fyrri viku. í fylgd með þeim voru um 100 manns, þar á meðal hljóm- sveit frá Boston. Þóttu þau hjón vera ákaflega óstundvís, en sá breyzkleiki er ekki tal- inn vera útbreiddur í Þýzka- landi. Joan Kennedy hafði það hlut- verk að vera sögumaður í „Pótri og úlfinum" eftir Proko- fiev, þegar hljómsveitin frá Boston fór með verkið í Beet- hoven-höilinni. — Gagnrýnandi blaðsins Die Weit sagði, að frú- in hefði 'lesið upp eins og lang- þjáður fréttaþulur. Biðin eftir hjónunum hófst í Hamborg. Þar svaf Joan alian tímann, sem móttaka henni til heiöurs átti að standa yfir. Bið- in hélt síðan áfram í Bonn, höf- uðborginni, þar sem hún lét borgarstjórann, Peter Kramer bfða eftir sér í 40 mínútur. Þá mætti hún loks og var þá í blá- um gallabuxum. Á sama tíma lét Kennedy að- stoðarráðherra forsætisráðunevt isins þýzka, Horst Ehmke, bíöa eftir sér í háiftíma á tröppum Schaumburg-haillar. Þá voru þau hjón klukkutíma of sein f hana- stél hjá bandaríska sendiherran- um, Kenneth Rush. Ekki fengu aðrir betri útreið. Þau komu 90 mínútum of seint í móttöku hjá forsætisráðherra Rínarlanda og Pfalz, Helmut Kohl. Meðan þau voru þar beið Walter Scheel, ut- anríkisráðherra Þýzkalands, eft- ir þeim með kaldan kvöldverð í tvær klukkustundir. Loks komu þau hjón of seint á aðai- konsertinn. Dehii, höfuðborg Indlands, að hætt- an á sliti stjórnmálasambands milli ríkjanna tveggja sé úr sögunni. — Hafnar eru viðræður milii stjórn- anna um, að sendifulltrúarnir í Dacca í Austur-Pakistan og Cai- cutta í hinum indverska hluta Ben- gals verði sendir heim. Samkomu- lag hefur enn ekki náðst. Talið er, að herinn hafi nú náð á sitt vaid aliri strandlengju Aust- ur-Pakistans, þar á meðal hinni mik ilvægu hafnarborg Chittagong, en það hefur ekki fengizt staöfest enn. Indverska útvarpið segir, að skæru- iiðum hafi tekizt aö skjóta niður orrustuþotu frá hernum. Fara nú Bengalir æ meira inn á þá braut að forðast bein vopnaviðskipti við her- inn og hefja raunverulegan skæru- hernað. Hermálafræöingar telja, að her Pakistans muni fljótlega geta búið um sig í öllum borgum Bengals eða Austur-Pakistans, en skæruliðar muni verða alls ráðandi til sveita, að minnsta kosti meðan regntíminn stendur yfir. Að honum loknum er líkJegt, að þeir verði orðnir nógu þjáifaðir til aö haida í við her Pak- istans, að dómi hinna vfsu manna. PING- PONG ÞÍÐA í AL- GLEYM- INGI Brezka borötennisliðið, sem ver- ið hefur í hálfan mánuð I heim- sókn í Kína, fór flugleiðis heim í dag. Þessi heimsókn kom beint í kjölfar heimsóknar bandarísku tennisleikaranna, sem mikið hef- ur verið rætt um að undanförnu, og þykir boða nýja þíðu í sam- skiptum Kína og vestrænna ríkja. Er þessi þiða kölluð ping- pong þiðan, því að á alþjóða- máli er borðtennis kallaöur sínu kínverska heiti, ping pong. Kín- verjar hafa löngum verið heims- ins beztu borðtennisleikarar. Nú hefur verið upplýst, að kín- verskt lið fari til keppni til Bret- Iands f lok þessa árs eða í byrj- un næsta árs. gremst óstundvísi Kennedys i Sju-En-Lai forsætisráðherra býður bandaríska te nnisleikarann Tim Boggan velkominn til Kína. Park endurkosinn í Kóreu Eftir öllum sólarmerkjum að dæma hefur forseti Suður-Kóreu, Park hershöfðingi, verið endurkosinn í forsetakosningunum í landinu. Þeg- Edward Kennedy öldungadeildarmaður með Walter Scheel utanríkisráðherra Þyzkalands og konu hans í hinu frægu kvöldverðarboði. ar helmingur atkvæða hafði verið talinn, hafði hnan fengið 4.128.053 atkvæði, en andstæðingur hans 3.321.266 atkvæöi. Forsetinn er 53 ára gamall og hefur verið við völd síðan herinn gerði byltingu í landinu 1961. Hann er talinn munu auka forskot sitt, þegar tölur koma frá afskekktum héruðum, því að flokkur hans er sterkastur þar, en flokkur andstæð- ingsins, Dat Jung Kim. er sterkast- ur í Seoul og nágrenni. Áöur en talning hófst, var talið, að Kim þyrfti að fá 65% atkvæða í höfuðborginni Seoul, ef hann ætti að hafa von um sigur. í reynd fékk hann 60% atkvæða, og þá hrundu vonir hans um sigur í kosn ingunni... Wm

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.