Vísir - 28.04.1971, Blaðsíða 5

Vísir - 28.04.1971, Blaðsíða 5
Margir leikir voru framlengdir — á unglingameistaramóti Reykjavikur i badminton ■ Unglingameistaramót Reykjavíkur var háð fyrir nokkrum dögum í Laugar- dalshöllinni og var þátt- taka mikil og keppni skemmfileg í nær öllum flokkum, sem keppt var í. Þar komu fram mörg góð efni. I einliðaleik pilta 16—18 ára kepptu til úrslita Siguröur Haralds- son, TBR, og Jón Gíslason, sama félagi, og sigraði Sigurður 15:8 og 15:1. í tvíliðaleik í samflokki sigr- uðu þeir Sigurður og Jón þá Helga Benediksson og Ragnar Ragnarsson, Val, með 15:9 og 15:4. í einliðaleik í drengjaflokki 14— 16 ára) sigraði Gestur Valgarðsson, KR, Hrólf Jónsson, Val, eftir harða keppnj og framlengdan leik 11:6, 3:11 og 11:6, í tvíliðaleik í sama flokki sigruðu Gestur og Jónas Jónasson, KR. þá Hrólf og Einar Kjartansson, Val, einnig eftir framlengdan leik 15:10, 13:15 og 15:1. í sveinafiokki (12—14 ára) sigr- aði Jóhann Kjartansson, TBR, Ottó Guðjónsson, úr sama félagi, í skemmtilegasta leiknum á mótinu með 11:9, 10:12 og 11:7. Þarna var sem sagt hörku keppni og fram- lengdur leikur. í tviliðaleik í sama flokki sigruðu Jóhann og Sigurður Kolbeinsson, TBR, þó Ottó og Jó- hann G. Möller, TBR. 1 stúlknaflokki sigraði Steinunn Pétursdóttir, TBR, Sigríði M. Jóns- dóttur, KR, 1 framlengdum leik 11:6 9:11 og 11:6 1 tvíliðaleik i sama flokki sigruðu Steinunn og Guðrún Pétursdóttir, TBR, þær Kristjönu Bergsdóttur, KR, og Sig- ríði M. Jónsdóttur, KR, með 15:6 og 15:12. Sigurvegarar í drengjaflokki — Sigurður Kolbeinsson (kaupmanns Kristinssonar hástökkvara frá Selfossi) og Jóhann Kjartansson læknis Magnússonar, fyrrum landsliðsmanns í handknattleik). — Jóhann er til hægri. í tvenndarkeppnj stúlkna og pilta sigruðu Steinunn Pétursdóttir og Sigurður Haraldsson. TBR, Guð- rúnu Pétursdóttur og Jón Gíslason, TBR. með 15:11 og 15:9. Mótsstjöri var Einar Jónsson. Bréf til iþróttasiðunnar: Enn um Víðavangshlaup Hafnarfjarðar Þér birtið í gær bréf frá P.P. varðandi Víðavangshlaup Hafnar- fjarðar á sumardaginn fyrsta og áfellið í fyrirsögn forráðamenn hlaupsins. Þá er Víðavangshlaup Hafnar- fjarðar' var endurvakið fyrir rúm- um 13 árum var það í þeim tilgangi að efla hlaupagléði Háifnfiröinga af yngri kynslóöinni. Það hefur nú tekizt að nokkru því að þátttaka hinna yngstu hefur stöðugt færzt í aukana og keppnisflokkum fjölgað. Við það hefur verið miðað alla tíð, að réttir keppendur í hlaupi þessu væru þeir einir, sem lög- heimilj ættu 1 Hafnarfiröi, þá er hlaupið færi fram. Þeir, sem lög- heimili eiga í öðru sveitarfélagi þann dag. geta því aðeins keppt sem gestir, Verðlaunagripir og verðlaunapeningar eru því ætlaðir keppendum úr Hafnarfirði. Áður hefur komið fyrir að ungur maður úr Garðahreppi tók þátt í hlaupinu með góðum árangri og var tilkynntur sem gestur og urðu engin blaðaskrif út af því. Heitj hlaupsins gefur til kynna að það sé tengt Hafnarfirði. Vænt- anlegir keppendur í öðru sveitar- félagi hefðu því með réttu átt að athuga gaumgæfilega um heimild sína til hlaupsins og hefðu þeir talaö við forráðamenn þess mundu þeir hafa fengið þær upplýsingar, að þeir gætu aðeins fengiö að keppa sem gestir. Þau bekkjarsystkinin úr Garða- hreppi, Rágnhildur og Magnús, stóðu sig bæði meö prýði. Tilkynnt var að þau hefðu runnið skeiðið á skemmstum tíma og var fagnað sem sigurvegurum í sínum flokki. Þau nutu gistivináttu Hafnarfjarðar á sumardaginn fyrsta og fengu að sýna ágæta hlaupahæfni fyrir stór- um hópi áhorfenda og veröur ekki séð, að það eigi að vera forráða- mönnum hlaupsins sérstaklega til ámælis. Hafnarfirði, 26. apríl 1971. E. S. Jóhnnn Örn sigiurvegarR i horðfennis A t h.: Fyrirsögnin á bréfinu á mánudag var frá greinarhöfundi. Þessar þrjár ungu stúlkur, Lilja Guðmundsdóttir, Katrín ísleifsdóttir og Bjarney Árnadóttir, allar úr ÍR, geröu sér lítið fyrir og tóku þátt í Viðavangshlaupi ÍR á dögununi við góöan orðstír, en þetta er í fyrsta skipti, sem stúlkur taka j>átt i jæssu skemmtilega hlaupi. Vegalengdin í hlaupinu var rúmir 3 km. — og heldur óvenjulegt, að stúlkur taki þátt í svo löngu hlaupi. Firmakeppni borðtennisklúbbs- ins Arnarins lauk sunnudaginn 24. apr'il með keppni beirra 8 firma sern i úrslit komust. I fyrsta sæti varð Smjörlíki h.f., sem Jóhann Örn Sigurjónáson kepptj fyrir. í öðru sæti Kristinn Guðnason h.f., sem Ragnar Ragnarsson keppti fyrir. Keppnin tókst í aba staði vel. Örninn vill sérstaklega þakka Dunlop-umboðinu, sem gaf vegleg- an farandbikar til keppninnar og auk þess öllum þeim, sem gerðu keppnina mögulega með þátttöku sinni. Leicester í 1. deild Leicester City tryggði sér sigur í 2. deild <i ensku knatt- spyrnunni, þegar liðið vann Bristoi City með 1—0. Allister Brown skoraði þetta þýðingar- mikla mark á síðustu mínútu leiksins. Leicester féll niður í • aðra deild fyrir tveimur árum. • jNokkrir aðrir leikir voru háðir^ • á Englandi í gærkvöldi og urðu« • helztu útslit þessi: 1. deild: • Coventry—Derby 0—01 • Nottm. For.—Stoke 0—0» • Southampton—West Ham 1—2Í J 2. deild: * Charlton—Sunderland 1—11 ^Middlesbro—Birmingham 0—oj • Q.P.R.—Blackburn 2—0» 2 Sheff. Utd.—Cardiff 5—11 AHar líkur eru á. að það verði Sheffield United, sem féll niður með Leicester, sem fylgir með upp í 1. deild eftir stórsigurinn gegn Cardiff í gærkvöldi og þarf United aðeins eitt stig til að tryggja sér sæti í 1. deildinni. Blackburn féll Og af úrslitunum hér á undan sést einnig, að Blackburn er þar með fallið niður í 2. deild, svo að Lancashire missir því tvö fræg lið úr 2. deild á þessu leik- tímabili — Blackburn og Bolton, en síðar nefnda liðiö er i útborg Manchester. Staða efstu og neðstu liða í 2. deild er nú þannig: Leicestér 41 22 13 6 55:29 57 Sheff. U. 41 20 14 7 70:39 54 Cardiff 40 18 13 8 63:38 51 Bristol C. 41 10 10 21 44:62 30 Charlton 41 8 13 20 40:63 29 Blackb. 41 6 14 21 35:67 26 Bolton 41 7 8 25 34:73 23 Hvert lið leikur 42 leiki í deildinni og síðastj leikur Sheff. Utd. er á laugardaginn við Wat- ford. St. Mirren féll á Skotlandi Gamla félagið hans Þórölfs Beck i Skotlandi — St. Mirren fél! niöur i aðra deild í gær- kvöldi. þrátt fyrir hetjulega baráttu. í gærkvöldi lék liöið á heimavelli sínum í Love Street i Paisley (útborg Glasgow) gegn Celtic, sem sigrað hefur á Skotlandj síðustu fimm árin. St. Mirren þurfti að sigra til að halda sæti sínu í 1. deild, en eftir mjög skemmtilegan leik varð jafnteflj 2—2 og St. Mirren féll því þótt liðið næði sömu stigatölu og Dunfermline, en hafði lakara markahlutfall. Celtic á enn eftir að leika tvo leiki í dei'.dinni, báða á heimavellj sínum Parkhead í Glasgow og þarf aðeins tvö stig úr þeim til aö hljóta meistara- titilinn sjötta árið í röð.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.