Vísir


Vísir - 15.05.1971, Qupperneq 5

Vísir - 15.05.1971, Qupperneq 5
5 Bænarefm kirkjurinar á bænadaginn að þessu sinni er eins og segir í boðskap biskups: KRISTIN UPPELDISMÓTUN. Innan skamms er það von manna að í Skálholtikomist á fót skóli sem móti nemendur sína í kristilegum anda. Það mætti gjarna vera efni bænargjörðar á morgun að minnast Skálholts og þess starfs sem kirkjan rekur þar nú (sumarbúðir) og hún hyggst reka þar í framtíðinni. rr K r í ■ Hinn alnienni bænadagur þjóðkirkjunnar er á niorgun, Hann er haldinn ár hvert 5. sunnudag eftir páska. Að þessu sinni er bænar- efnið að boði biskups: Kristin uppoldismótun. Hefur hann ritað bréf til presta og fjölmiöla. Það á sannarlega erindi til allrar þjóðarinnar og því vill Kirkjusíðan birta það í heild. J-Jinn almenni bænadagur, 5. sd. e. páska, er 16. maí þ. á. Ég leyfi mér aö mælast til, að hugleiðingar- og bænarefni dagsins verði: Kristin uppeldismótun. Hvert stefnir um mótun þjóðarinnar? Til skamms tíma . var það ekki umdeilt, að stefnu- márk þjóðaruppeldisins skyldi vera kristið trúarviðhorf og 'kristið síðgæði. Foreldrar viður- kenndu það sem frumskyldu að fræða börn sín um undirstöðu- atriði kristinnar trúar, kenna þeim bænir. leiða þau inn í hug- arheim Biblíunnar, kenna þeim að virða Guðs vilja og treysta frelsara sínum. Það var talið höfuðhlutverk almennrar skóla- fræðsiu, þegar skólahald og skólaskylda hófst í landinu, að véra heimilunum til aðstoðar í þessu. Barnaskólar skyldu taka að sér verulegan hluta þess verkefnis, sem fólgið er i skírn- arboði Krists: Að kenna þeim, sem skírðir eru, að rækja þaö, sem hann hefur boðið. Skóla- og uppeldismál hafa verið mjög á dagskrá að undan- fömu. Þess er ekki að dyljast, að í þeim umræðum gætir oft næsta óljósra hugmynda um það, hvert skuli stefna í upp- eldismálum og hvaða mótunar- afl skuli stutt til áhrifa á upp- vaxandi kynslóð. Hitt er einnig Ijóst, að áhyggjur gera vart við sig víða, bæði meðal kennara og foreldra, og að margir finna sárt til þess, að vandamál upp- eldisins eru þungbær og uggvæn leg. Enginn hefur á boðstólum neina allsherjar lausn á öllum vanda. En þeir, sem hafa orðið þeirrar blessunar aðniótandi að kynnast því , af eigin raun, hverju kristin trú fær orkað til heillaríkra áhrifa, þeir vita, að hér er um afl að ræða, sem þjóðin hefur ekki efni á að van- meta, gleyma og vanrækja. \ Skóla eru þjónar fólksins i Jandinu. Ríkisreknir fjölmiðlar, hljóðvarp og sjónvarp, hið sama. Það er fólkið, sem ber á- byrgöina á því hvaða stefnu- miðum er fylgt í starfsemi þess- ara áhrifamiklu aðilja. Það eru móðirinr og faðirinn. sem fyrst og fremst bera ábyrgðina á innri mótun barnsins og þar með á velfarnaði þess í lífinu. Þess vegna eru það foreldrarnir, heimilin, sem eiga að hafa úr- slitaatkvæðið um grundvöll og stefny þess uppeldis, sem rikið tekur að sér, bæði með skóla- kerfinu og öðru opinberu mót- unarstarfi. Allir góðir menn vilja vel. Hver og einn gegn og eóöfús maöur sem leiðir huna að imn- eldismálum, vill að þjóðlifið mótist á þánn veg. að börn og unglingar hafi sem greiðasta leið til alhliða þroska. Mörgum vorra ágætu skólamanna er Ijóst, að heilnæm skapgerðar- mótun er meginhlutverk alls uppeldisstarfs og að sannindi kristinnar trúar eru ómetanlega verðmætur grunnur og viðmið- un í þessu efni. En er almenn- ingur nægilega vakandi og nógu vel á verði i þessum sökum? Undir því er það komið, hvort hin mikla og vaxandi opinbera ihlutun í uppeldismótun áesk- unnar tekur meira eöa minna tillit til þeirrar óskar mikils meirihluta foreldra, að börn og unglingar fái, samfara almennri uppfræðslu, kristið veganesti ; og vegsögn til undirbúnings und ir lifið. Og sé ekki stefnt að því að hlynna að kristnum trúar- og siðgæðisáhrifum. á hvaða stoðum á þá að reisa hugsjónir samfélagsins um manngi'.di og mannúð, um á- byrgð i innbyrðis samskiptum þegnanna, urn mat verðmæta og mannlega reisn? Hvert á þá að stefna um mótun? Verjum bænadeginum til þess að hugleiðá þetta, kristnum al- menningi í landinu til vakning- ar og eindregnari samsföðu um að auka og styrkja áhrif krist- innar trúar í öllu uppeldisstarfi. Biðjum fyrir heimilum og skól- um, fyrir foreldrum og kennur- um. Biðjum þess, að hinir ungu komi auga á hinn góða og rétta veg, hina æðstu og sönnu fyrir- mynd ‘i allri breytni oe hinn full- komna ráðgiafa í öllum vanda lifsins, Jesúm Krist, Drottin vorn. Kirkjuritið í nýjum búningi Um síðustu áramót lét sr. Gunnar Árnason af ritstjóm Kirkjuritsins eftir 15 ára starf — þar af í 11 ár einn ritstjóri þess. Ennfremur var sr. Gunn- ar mikiö starfandi í félagsmál- um prestastéttarinnar m. a. for maður Prestafélags íslands um tíma. Sýnir það vel hver afkasta maður sr. Gunnar er, að hafa getað sinnt slikum störfum sam hliða embætti sYnu í fjölmenn- asta prestakalli landsins — Enda þótt Kirkjuritið hafi verið eign Prestafélags fslands hefur það ekki, verið stéttarlegt áróðurs- rit, heldur fyrst og fremst vekj andi og fræðandi málgagn kirki unnar bæði lærðra og leikra, enda hafa leikmenn jafnan lagt til mikið af ágætu efni í ritið. í ritstj.tíð sr. Gunnars vöktu ,,pistlar“ hans ávallt mikla at- hygli. Voru þeir stundum endur prentaðir í öðrum blöðum. Var þar oft djarflega og drengilega á penna haldið og rætt um spurningar dagsins af hispurs- leysi og hreinskilni. Nú er Kirkjuritið komið út í nýjum búningi. 1.—3. tbl. þessa árs — 98 bls. -*-•( nokkru stærra broti en áður. Ritstjóri þess er sr. Guðmundur Óli Ólason í Skálholti, en ritnefnd er stjórn Prestafélagsins. For- maður þess er sr. Grímur Gríms- son. Þess má geta að Skál- holtsklerkur ritstýrir nú einu fallegasta t'imariti okkar, þ. e. Hesturinn okkar, sem gefiö er út af hestamannafélögunum i landinu. Hið nýjá Kirkjurit er fallegt útlits. Efni þess er all-fjölbreytt og verður hér fátt af því talið. Ferming eður ferming ei? heitir lengsta grein ritsins og kennir þar margra grasa. Fyrst er umræðuþáttur ungs fólks, síðan vitnisburður presta og leik- manna um gildi og framtíð þess arar kirkjulegu athafnar. Sr. Arngrímur Jónsson skrifar um föstuna og föstuhaldið í Tjósi sögunnar, þá ræðir ritstjórinn um Trú og lif eða Kristnihald Sr. Guðmundur Óli Ólason undir Fjöllum. Það er ferða- saga austan undan Eyjafjöllúm þar sem nokkrir verkamenn i víngarði Guös eru teknir tali, spurðir um trú og kirkjurækni, heimilisguðrækni, barnafræðslu, vakningaviðleitni og presta, fróðleg og léttskrifuð grein með ágætum viðauka um Eyvindar hólasókn eftir Þórð safnvörð Tómasson í Skógum. Þessu fylgja nokkrar ágætar myndir að austan. Þórður skrifar lika um Kirkju Ólafs kongs á Krossi (í Landeyjum). Væri gott að eiga von á meiru af svo góðu í Kirkjuritinu franivegis. — Þá skal nefnd grein um grunnskóla frumvarpið margrædda. Hún heitir ,,Að marki — án stefnu" og er eftir skrifstofustjóra fræðsluráðs Reykjavíkurborgar, Sigurð Pálsson kennara. Ágætt innlegg í umræðurnar um þetta umdeilda mál, sem verður of- arlega á dagskrá næsta þings. Af þýddum greinum í Kirkjurit- inu skulu nefndar þessar: Jes- ús sögunnar eftir dr. Joaohim Jeremías próf. og greinin: Frá Sr. Gunnar Árnason fermingarguðfræði til fermingar athafnar eftir dr. Bjafne Hareide í Oslo. Þá getur Kirkjuritið tveggja nýrra bóka: sr. Eiríkur Eiríksson skrifar um bók dr. Sig. Nordals um Hallgrím Pét- ursson og Passíusálmana og sr. Magnús Runólfsson um Kristna trúfræði, sem sr. Þórir Stephen- sen og fl. hafa nýlega þýtt úr sænsku. Fyrir utan það sem hér að framan er talið er margt af ýmsum smærri greinum í þessu hefti Kirkjuritsins auk kirk.iu- legra frétta innlendra og er- lendra. Eins og af þessari upptaln- ingu má s.iá er þetta hefti Kirkjuritsins bæði fiölbreytt og fróðlegt. í þvi eru margar ágætar myndir. Hefur ekkert verið til sparað að gera það vel úr garði. Þó beria útgefend ur sér og kvarta um fiárhags- örðugleika eins og búmanna er siður. I ráði er að annað hefti af ritinu komi út fyrir næáta árs fund Prestafélagsins sem mun taka frekari ákvarðanir um framtíff ritsins. — Ástæða er ti] að hvetja a'menning til að kaupa Kirkiuritið. — Það þarf ekki annað en hringja — svo kemur það. Áfgreiðslus’íminn er 85601.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.