Vísir


Vísir - 15.05.1971, Qupperneq 9

Vísir - 15.05.1971, Qupperneq 9
I \ XTT 31R. Laugardagur TS. mal W71. Og kannski verður gróðnrsett á ísnum — talað við fvo hafisfræðinga — Volkov frá Sovétrikiunum og Dunbar frá Kanada Nokkrir tugir innlendra og er- lendra vísindamanna hafa þing að um hafís síðustu dagana. Þeir höfðu frá mörgu að segja í erind um sínum og eflaust frá persónu legri reynslu sinni við vinnu á is jökum á hafi úti, ferðum undir norðurpól og yfir suðurskautið, frá rannsóknastofum, sem geyma snjó og ís, frá tækjum sín nm sem verið er að bæta til þess að geta sagt fyrir um ísinn, en ísrannsóknir hafa alltaf verið erfiðar, um nýja tækni í flugi yfir norðurpólinn, meðan niða- dimmt myrkrið grúfir þar yfir. Á ráðstefnunni var aðstöðunni lýst eins og hún er og hverju megi búast við í framtíðinni, og menn af öllum mögulegum þjóðum báru saman bækur sín- ar. "l^ísir bafði tal af tveim vls- indamannanna, annar er Nioolai Volkov, sem er for- stöðumaöur ísspárdeildar ís- rannsóknarstöðvarinnar I Len- ingrad, sem er hin stærsta af sínu tagi i Sovétríkjunum. Það vakti athygli á ráðstefnunni, að í erindi sínu sagði Volkov frá því að fsspár eru gerðar fyrir íshafið 8—10 mánuði fram í tímann, en nákvæmni þeirra er ekki mikil segir jafnfrámt i er- indi hans þar sem þess er get- ið að langttmaveðurspár geti að- stoðað mikið við úrlausn á ná- kvæmari ísspám. ís er mikið vandamál f Sovét rfkjunum og Volkov vinnur aö þvi að leysa vandamál ísspáa, en aðferðirnar við þær hafa ver ið unnar upp á síðustu 25—30 árum. „Þetta er flókið vanda- mál“, segir hann „og snertir veðurfræði og haffræði“. Meö aðstoö túlks segir hann, að mis munandi aðferðir séu notaðar við ískönnun og isspá í Sovét ríkjunum flugvélar gervihnett- ir og skip. „Á tímabilinu fe- brúar til maí er farið ísflug í hverjum mánuði og teknar mynd ir af íshafinu milli Noregs og strandarinnar, ísinn er aldurs- greindur. Mánuðina júnf til október eru famar ferðir ttunda hvem dag. Hina mánuði árs- ins er myrkur yfir svæðinu, en á síðasta ári fór flugvél með radar yfir svæðið þannig að nú er hægt að ná, loftmyndum af því allt árið um kring, einnig dimmu mánuðina nóvember til janúar. Fyrir utan fsflugið eru veðurfræðistöðvar meðfram öll- um ströndum, meðfram Ishafinu og á eyjum. Við höfum einnig fljótandi rannsóknarstöðvar á ísnum og ég var sjálfur á ís- stöð árin 1955—56.“ 'Y7'olkov sagöist hafa haft gam ’ an af reynslu sinni á ísn- um enda sé það sitt sérfag að fást við ’isinn. Hann segist hafa sagt rrá dvöl sinní þar, þegar hann heimsótti ísland árið 1967 en þá hélt hann m. a. fyririest ur um efnið í Háskólanum. Hann bætir því við, að á ísn- um séu einnig sjálfvirkar stöðv- ar, sem sé stjórnað frá strönd- inni og útvarpi þær veðurfregn- um einu sinni á sólarhring tri strandarinnar. Þessar ísstöðvar hafi mikla þýðingu fyrir veður fræðina. Hann er spurður um kulda- skeiðiö. „Bezta tímabilið á ís- hafinu var áratugina 1920—40, það kólnaði árin 1943—45 og ísmagnið vex. Kuldinn færist frá íslandi og Grænlandi austur á bóginn og þetta hefur þau áhrif að skipaferðir verða erfið ari á íshafinu og skipatímabil- ið er nú styttra.“ Volkov segir, en það geti brugðizt til beggja vona um kulda næstu árin og býst hann við erfiðum ámm næstu ár. ísinn bráðnaði V ág- ústlok við Ishafið á heitara tímabilinu en nú fer ísinn ekki frá ströndum. Hann segir miklar framfarir hafa orðið á veðurspám og er veðri spáð allt að tíu ár fram í tímann, sem byggist á hring snúningi loftlags, en sérfræðing amir eru ekki alltaf ánægðir með þessar langtímaspár sín- ar. En af venjulegum spám eru um það bil 80% réttar í hverj um mánuði. — Er von á nýrri teöld? „Nei, nei. breytingarnar eru svo litlar, en ef það verður er ég viss um, að mannkynið mun verða tilbúið og hafa fundið tæknilega lausn til að ráða við ísinn." Volkov segir að þegar séu ýmsar hugmyndir á lofti hvernig megi ráða við fsinn í íshafinu. Ein hugmyndin sé að byggja kjamorkustöð í Berings- hafi og láta kalda vatniö úr íshafinu streyma inn í Kyrrahaf og veita Golfstraumnum inn í íshafið. „En þetta eru aðeins hugmyndir." Eins segir hann frá annarri hugmynd um að planta trjám á ísinn, sem verði við það dekkri og taki við meira sólarljósi en við það myndi fs- inn bráðna. En þetta er einnig aðeins hugmynd. „Og við munum fyrst og Þjóðfélagsfræði ein sælasta fræðigrein '"■ 'O i-irf imraev. i -laðiðtn claÍRR // -OB^. I vrn- USA — segir bandariskur þjóðfélagsfræðingur, sem meðal annars fjallar um bandarisku forsetakosningarnar væntanlegu — Efnahagsmálin munu skipta mestu máli f forsetakosn ingunum f Bandarikjunum á næsta ári, sagði bandarfski þjóð félagsfræðingurinn, Peter Grothe, prófessor við háskól- ann í Stanford, er Visir átti við hann stutt spjall. Próf. Grothe dvelst hér í nokkra daga og hefur haldiö fyrirlestra um þjóðfélagsfræðileg efni. Hann hefur verið ráðunautur Huberts Humphrey um erlend málefni síðan 1960. Hann mun meðal annars fjalla um væntanlegar kosningar í Bandaríkjunum í fyrirlestrum sínum hér. — Að sjálfsögðu er alltof snemmt að gera þvf skóna, hver verður næsti forseti Banda ríkjanna. L'ikurnar fyrir því að Wallace verði kandidat í næstu kosningum eru 30—40%. Það eru líklega 99% líkur á því að Nixon verði aftur frambjóðandi rebúblikana, en hins vegar eru sterkar líkur á að Spiro Agnew verði ekki í framboði sem vara forseti. Það mun ekki talið heppilegt fyrir flokkinn að bjóða hanp fram aftur. Kenne- dy kemur varla til greina sem kandidat f næstu forsetakosn-. ingum, gæti kannski orðið þar næstu, en Muskie mun vera talinn Kklegasti frambjóðandi demókrata. Humphrey er þó ef til vill ekki úr leik enniþá. Skoð anakannanir sýna að vegur hans hefur vaxið heldur. Þeir eru mjög nánir skoðanabræður og vinir, hvort sem þeir eiga svo eftir að keppa um framboðið. Hingað til hafa þeir stutt hvom annan. — Mun Víetnamstyrjöldin . .þetta er að verða auðveld- ara... seglr Dunbar um kon ur í hafísleiðöngrum fremst athuga hvaða breyting- ar sl’ikt myndi hafa f för með sér. hvað muni gerast, ef þetta verður gert við fsinn og hvaða áhrif það mun hafa á önnur lönd.“ Rússar hófu samvinnu við aðrar þjóðir í fsrannsóknum ár- ið 1957. „Svona ráðstefna er skref í áttina til samvinnu þjóö- anna til að vinna að rannsókn- um á íshafinu. Þegar hefur ver ið gerður alþjóðlegur samningur lun veðurfræðilega og haffræði rnm bfíf.t’ ekki hafa sitt að segja í kosn- ingabaráttunni? — Ekki svo mjög. Nixon hef ur gert það sem hann hefur getað með því að fækka í her liði Bandaríkjanna um helming. Demókratar hefðu naumastgert betur. — Þér hafið auðvitað ekki kynnt yður alþingiskosningamar, sem fram eiga að fara hér f næsta mánuði? — Nei, ég hef heyrt um þær, einungis. Og ég hef veitt þvV athygli að fiskveiðilandhelgin er ofarlega á dagskrá f kosn- ingabaráttunni. Ég hefði gjarna viljað eyða meiri tt'ma hér. ísland er mjög ákjósanlegt land fyrir þjóðfélagsrannsóknir, hvers konar og hlýtur að vekja áhuga fræðimanna á þvf sviði, ekki sizt þar sem mannfjöldinn er ekki meiri. — Ég er um þessar mundir að hefja rannsókn í Svfþjóð og Noregi á afstöðu fólks til Banda ríkjanna. Ég hefði gjarna vilja gera slíka rannsókn hér á landi l’i'ka, ;en til þess vinnst ekki tfmi. Þessi rannsókn mun að talsverðu leyti beinast að fólki, sem ferðazt hefur til Bandaríkjanna. Grothe hefur meðal annars rannsakað breytingu á afstöðu amerískra ferðamanna í Sovét- ríkjunum, og hann hefur skrifað bók um áróður kommúnista í A-Þýzkalandi. — Áhugi á þjóðfélagsfræðum er mjög mikill í Bandaríkjun- um sagði hann. Hún er 3.—4. vinsælasta fræðigreinin ’i banda rískum háskólum. — Ég hef hins vegar frétt að hér sé ein ungis einn prófessor starfandi f þessum fræðum Ég vona að þeim eigi eftir að fjölga, sagði hann að lokum. —JH .. .mannkynið mun finna tsekni- lega lausn til að ráða við ísinn.. segir Volkov. lega rannsókn á Norður-Atlants- hafinu og Sovétríkin eru þegar byrjuð á rannsóknum á tengsl um Norður-Atlantshafsins og IshafsinS. í þessum tilgangi höfum við skip í Norður-Atlants hafi, við Bretland, Grænland og ísland.“ Tjað er sameiginlegt með Vol- kov og Moira Dunbar, að bæði hafa heimsótt ís- land áður. Dunbar er eini erlendi hafísfræöingurinn á þessari ráðstefnu, sem er kona og er hún ekki óvön því að vera eina konan í karlahópi. „Þetta er ekki 1' fyrsta sinn, sem ég hef verið á íslandi, og ég vonast til að koma aftur. Ég hef veriö hér sem ferðamaður og finnst þetta mjög fallegt land. Já, ég fór hér í reiðtúr fyrir löngu of löngu síðan til þess að segja hyenær" og hún hlær við. „Við höfum mikið af ís í Kanada, ekki aðeins við pólinn heldur einnig á austur- ströndinni." Hún segir að þar til árið 1958 hafi engin sigling verið á Lawrenceflóa en með tækninni sigli núna mikil! fjöldi skipa um flóann. Það gerist með aðstoð fsbrjóta, ísspáa og stöðva, sem segja hvaða leið sé hægt að fara. Deildin sem Dunbar vinnur við vinnur aðallega við rann- sóknir á hafís og safnar saman staðreyndum um ísinn og ferð ir hans. ) „Það eru ekki margar konur sem vinna við terannsóknir", segir hún, „ég er vön því að þær séu fáar eða engar á svona ráðstefnum. Það virðast ekki margar konur hafa áhuga á fs, hvaö þá hafís.“ — Hefur það ekki gert þér erfiðara í starfi að vera kona? „Jú, það hefur verið erfitt að komast í ísrannsóknir þótt það sé auðveldara núna. Þegar ég var miklu yngri og þurfti að gera slíkar athuganir var það ekki hægt, en núna hef ég far- ið margar ferðir með ísbrjótum. Núna eru margar konur i' haf- fræði og hafrannsóknaskip taka oft konur með. Þetta er að verða auðveldara." Hún te’ur fsvandamálið vera erfiðara á íslandi en í Kanada. „Þið hafið aðeins haft hafís sfð ustu árin á íslandi en í Kana- da höfum við aðeins meiri haf ís núna.“ Þá segir Moira Dunbar: „Ég held að svona ráðstefnur séu mjög gagnleaar og ég er miög ánægð með bessa. Það hefur ekki verið ráðstefna um hafís í breiöum grundvelli i lengri tfma. Það er miög gott að hafa svona ráðstefnu og á bessari eru ekki of margar manneskjur svo að við höfum haft góðan tfma til að ræða hlutina." ______SB

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.