Vísir - 21.05.1971, Síða 16

Vísir - 21.05.1971, Síða 16
Föstudagur 21. maí 1971, Flyfja Kópavogs- menningu tii Reykjavíkur Réttarhöldin, ópera þeirra Gil- berts og Sullivan var vinsæl í flutn- ingi Samkórs Kópavogs á dögun- um, svo og önnur söngverk innlend og erlend, sem flutt voru á tón- ieikunum. Var uppselt á þrjár söng- skemmtanir kórsins, — og nú á að fara með ,,prógrammið“ til ?.eykjavíkur. Á morgun, laugardag, verður Samkórinn með tónleika í Gamla bió og hefjast þeir kl. 15. — JBP Anna ekki eftirspuml riassra: eftir 11 lesta bátum i Finnst yður Reykja- vík hreinleg borg? „Það hefur aldrei áður verið önnur eins eftirspurn í þessari stærð báta — ellefu smálesta bátum. — Það liggja núna hjá okkur pantanir, sem við verðum fram á mitt næsta ár að sinna,“ sagði Þorbergur Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Bátalóns hf. í Hafnarfirði. Tvö undanfarin ár hefur skipa smíð'astöðin Bátalón unnið aðallega að smíði báta af þessari stærð og vart annað eftirspurn. „Við erum þó venjulega meö svona sex báta í smíöum í einu, en smíðatíminn er svona til jafn aðar 3]/2 til 4 mánuðir við hvem bát,“ sagði Þorbergur framkvæmda <g>stjóri. ,,Hver bátur er útbúinn 5—6 rafdrifnum handfæravindum, með lanuspili togútbúnaði, radar, dýptar mæli og svo auðvitað venjulegum öryggisútbúnaöi, eins og gúmbjörg unarbát o. s. frv. — En svona bátar koma til með að kosta kring um 3 milljónir króna,“ sagði Þor- bergur. Útgerð þessara báta ku hafa komið vel út, og einkanlega þykir þessi stærð hentug til rækjuveiða. — Eins og lánamálum er háttað f dag. hafa útgerðarmenn mögu- leika á lánum upp í állt að 80% af kaupverðinu, en bátarnir eru allir smíðaöir samkvæmt fyrirfram gerðum samningum, þar sem greidd ur er hluti kaupverðsins til stað festingar á kaupunum. — En til Þarna er unnið að því að smíða einn hinna vinsælu, litlu trébáta I Hafnarfirði. Tíu í lóðahreinsun — og hafa ærinn starfa „Það eru nú um tíu manns, sem starfa við lóöahreinsun, og þeir hafa allir nóg að gera,“ •sagði Pétur Bannesson hjá hreinsunardeild þorgarverkfræð- ings í viðtali við Vísi í morgun. Fá 700 þús. kr. fyrir hljómleikana — Deep Purple skemmtir i Laugardalsh'óll Það er ekki lengur neinum blöðum um það að fletta, aðl brezka pop-hljómsveitin Deep Purple komi hingað til hljóm- leikahalds. Allir samningar þar að lútandi hafa nú borizt' undirritaðir í hendur Ingibergi Þorkelssyni, sem unnið hefur I að því að fá hljómsveitina hingað. | Kemur hljómsveitin til Reykjavíkur með einkaflugvél áí þjóðhátíðardegi okkar fslendinga og kemur fram á hljómleik-1 um í Laugardalshöllinni að kveldi hins 18., sem er föstudags- J kvöld. Fyrir leik sinn tekur Deep Purple rúmar 700 þúsund krón- ur, en 500 krónur kostar aðg ' nniði að hljómleikum þeirra. Hefst aðgöngumiðasalan einhvern síðustu daga þessa mán-( aðar. _ I>JM, „Síöustu d'aga er eins og fólk hafi va'knað til meðvitundar um, að víöa er hægt að fegra umhverf ið meö því að taka til hendinni. Þessir tíu menn, sem vinna við lóöalhreinsunina, skipta bænum í hverfi. og athuga þá staði, 'þar sem umgengninni er áfátt, og síðan eru sendir menn á staðina til að hreinsa til. Og það getur kostað drjúgan skilding að fá þá í heimsókn.“ Hreinsunarherferð Vísis hefur hlotið ákaflega jákvæðar undirtekt ir hjá almenningi. Fjölmargir hafa hringt til blaðsins með kvartanir sínar út af sóðalegri umgengni, og mikill áhugi virðist vera á því aö gera það stórátak, sem þörf er á, í hreinsunarmálum. Pétur Hannesson sagöi enn fremur, að hreinsunardeildin vissi af mörgum stöðum í borginni, þar sem hreinsa þarf til. „Eigendum ilia hirtra lóða er gefinn kostur á því að snyrta til á eignum sín- um, en ef þeir daufheyrast við, þá eru sendir menn til að taka af beim ómakið — gegn gjaldi. Ástandið, sem víöa er slæmt, er þó hvergi eins bágborið og viö ýmsar nýbyggingar,“ sagði Pétur. ..Jafnvel nýbyggingar i eigu ríkis- ins eru skammarlega illa hirtar." —ÞB ’kaupa slíks báts þarf útgeröarmað ur að vera viðbúinn að leggja af eigin mörkum fram kr. 600 þús. „Á 2 undanförnum árum erum við búnir að afhenda 17 báta af þessari stærð, ennfremur eru 5 bátar núna í smíðum og samninga höfum við þegar gert um smíði 8 báta til viðbótar," sagði Þor- bergur. Um þessar mundir starfa milli 50 og 60 manns viö Bátaión hf. Annað aðalverkefni skipasmíöa- stöðvarinnar er smíði tveggja ca. 70 smál. stálskipa fyrir Indverja, en smíði þeirra er þegar langt komin. Verða bátarnir með mexíkönsku Iagi, frambýggðir og útbúnaöur þeirra sniðinn eftir veiði'háttum Mexíkana við rækju- og humar- veiðar. „Við hófumst handa við smíði þeirra í júlí í fyrra, en ráðgert var, að þeir yröu tilbúnir í júní núna. Hugsanlega verða áframhaldandi samningar um smíði fleiri siíkra báta fyrir Indverja, en þó ekki fyrr en þeir hafa gengið úr skugga um. hvernig þessir tveir reynast þeim,“ sagði Þorbergur fram- kvæmdastjóri að lokum. — GP Frombjóðendur tii viðfais á hverfaskrifstofum „Hvaða augum líta frambjóðend- urnir efstu mál á baugi í dag? — Er þeir sammála kjósendum sín- um?“ — Úr skugga um þetta geta íbúar hinna ýmsu hverfa borgar- innar gengið í dag og næstu daga. Á hverfaskrifstofum Sjálfstæðis- flokksins verða frambjóðendur D- listans til viðtals við almenna kjósendur í dag milli kl. 5 og kl. 7. Þar verða þeir til skrafs og ráða- gerða alla daga framvegis, nema laugardag og sunnudga. Þessa nýbreytni tóku frambjóð- endur D-listans upp í næstsíðustu borgarstjórnarkosningum, og mælt- ist það vei fyrir, þegar borgarar gátu þannig fyrirhafnarlítið náð fuhdum við frambjóðendur sína Og skýrt þeim frá viðhorfum sínum. — GP islandsmótið sýnt á óhorfenda- töflu Af þéttsetnum áhorfendabekkj- um fylgdust menn með fyrstu um- ferð sveitakeppni ís'.andsmótsins í bridge, sem hófst ‘i gærkvöldi. Leikirnir voru sýndir á sýningar- töflu, en sömu spil voru sp'iluð á öllum boröum, svo aö áhorfendur fengu fylgzt með úrslitum hvers leiks, jafnóðum og hvert hinna 32 spila var spilað. Sex sveitir heyja úrslitabarátt- una um íslandsmeistaratitilinn, og fóru leikir þeirra þannig í gær: Sveit Skúla Thorarensen frá Kefla- vík vann sveit Guðmundar Guö- laugssonar frá Akureyri, 20—0. Sveit Stefáns Guðjohnsens frá Reykjavík vann sveit Þórarins Hallgrímssonar frá Egilsstöðum, 20---í-3. Sveit Hjalta Elfassonar frá Reykjavík vann sveit. Jóns Arason- ar frá Reykjavík, 17—3. í annarri umferð í kvöld etja kappi saman sveitir Guðmundar og Hjalta — Þórarins og Jóns — Skúla og Stefáns. ■ Tvær umferðir verða spilaðar á morgun og sú s'fðasta á sunnudag, en mótið fer fram í Domus Medica. — GP Olafur Jóhann Jónsson, læknir: — Nei, þaö get ég ekki sagt. Ekki þegar á heildina er litið. Hvímleiðastur þykir mér hinn mikli óþrifnaður á auðum svæð- um. Það er ekki einu sinni hægt að taka sér ánægjulega göngu- túra fyrir þeim óþrifnaði, sem viðast blasir við. Gísli Wíum, vélstjórnamemi: — Já, er þaö nú ekki svona frekar? Það er óneitanlega slæm um- gengni 'i kringum mörg íbúðar- hús og fiskverkunarstöðvamar á Granda, en svona yfirleitt er umgengnin í lagi, finnst mér. Sverrir Þórólfsson, skrifstofu- maður: — Ég er nú tiltölulega nýfluttur til Reykjavíkur, en þaö sem ég hef séð af hreinlæt- inu finnst mér ekkert frábært. Sérstaklega mættu verksmiðjur hreinsa í kringum sig. Anna Agnarsdóttir, saumakona: — Nei, ekki svo mjög hreinleg. Aðallega finnast mér úthverfin óhreinleg og eins umhverfi vérksmiðja. Svo held ég að Reykvíkingar séu upp til hópa sóöar, þeir gera t.d. of mikið að því að fleygja rusli úr bíl- um á ferð. Sigríður Austmann, hjúkrunar- kona: — Nei, ekki svo viðun- andi sé. Lóðir í kripgum margar ibúðir í úthverfum eru alltof víða einn ruslahaugur. Svo er fólki of tamt að fleygja rusli hvar sem vera skal. ■1 Garðar Jónsson, starfsmaður hjá Eimskip: — Það er svo sem vfða pottur brotinn, en miðað við margar borgir erlendis, eins og t.d. í Englandi, er Rvík snyrtileg. Við höfum líka, sem betur fer tekið Kaupmannahöfn okkur mikið til fyrirmyndar. Það eru helzt húsbyggjendur sem þyrftu að skammast sín, eða að minnsta kosti girða sóða- skap sinn af meðan á byggingar- framkvæmdum stendur.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.