Vísir - 11.06.1971, Qupperneq 13
13
Vtfi IR. Föstudagur 11. júní 1971.
LEIKAÐSTÖÐU BARNA
ÁBÓTAVANT
— og það hefur i för með sér að jbau
lenda i fleiri umferðarslysum — spjallað við
Margréti Sæmundsdótiur fóstru
Jjað eru ekki sízt börnin, sem
lenda í slysum í umferð-
inni. Siðustu tveir mánuðir
a-príl og maí eru meiri slysa-
mánuðir hvað þetta varðar en
margir aðrir. Það kemur fram í /
könnun, sem Margrét Sæmunds
dóttir fóstra, sem starfar hjá
Umferöarráöi hefur gert. Mar-
grét flytur um þessar mundir
erindaflokk í útvarpið um þessi
mál og hafði Fjölskyldusíöan
samband við hana og drap hún
á helztu atriöi, sem hún ræöir
um og hefur ennfremur ýmis
legt að segja um leikaðstööu
barna.
„Þaö eru 5 og 6 ára börnin,
sem lenda í flestum slysum,
en síðan koma 7 ára börnin,“
segir Margrét. „Stúikur lenda í
helmingi færri slysum en dreng
ir og er sú reynsla ekkert eins
dæmi fyrir okkur. Hið sama hef
ur komið í ljós í könnunum,
sem hafa verið framkvæmdar í
Svíþjóð og Noregi. Ég tel að
þetta stafi af þVi að stúlkur
eru miklu minna úti en drengír
og þar af leiðandi ekk; eins
mikið í umferðinni. . Ég hef
einnig þá reynslu sem fóstra, aö
mæður halda stúlkunum miklu
meira inni viö en drengjunum,
og segja þær, að þaö sé miklu
' minni fyrirhöfn að hafa þær inni
en drengina. séu meiri læti
í þeim og þess vegna vilji þær
heldur hafa þá úti. Stúlkur eru
aidar öðruvísi upp, það er brýnt,
fyrir þeim að vera stilltar og
rólegar og þannig má segja, að
slysin í umferðinni séu mikið
undir uppeldinu komin, en einn
ig kemur þarna til, að drengir
eru seinþroskaðri á þessum aldri
II *Hhlt'‘ , ■— ......... m'-
— Á hvaða árstíma verða
flest umferðarslys á börnum?
„Það verða flest á haustin,
í september og október *og á
vorin í apríl og ma'i. Hugsan-
leg skýring á þessu getur ver-
ið, að börn eru lengur úti á
kvöldin á vorin. Mér hefur dott
ið í hug að aukinn slysafjöldi
á hausin geti stafað af því, að
þá eru börnin nýkomin úr sveit
og óvö'n umferðinni eftir sveita
dvölina.“
— En hefðurðu athugað á
hvaða tíma dagsins flest slys
veröa á börnum?
„Ég er byriuð að athuga slys
in á árinu 1970 en er ekki svo
langt komin meö þá athugun,
að ég geti sagt nákvæmlega um
það. En að þ\ð er virðist er
siðdegið hættulegast. Skýringin
á því getur verið, aö þá eru
•börnin þreyttari og gæta sín
ekki eins vel.“
Margrét ségir að í þriðja er
indi sínu um börn og umferð-
ina ræði hún hegðun barna í
umferðinni og af hverju slys-
in verði. Hvað viðvíkur böm
unum kæmi þroski þeirra þar
við sögu.
T eikaðstaðan hefur að sjálf-
sögðu mikið að segja, þegar
um það ræðir áf íóýðÉ^íböfniírn
,fr4- urhferðarsly^iirq., Þ^r ’skiþt"
ir máli að börnin noti ekkf göt-
una sem leiksvæði.
Margrét segir, að mörg slysa
undanfarinna ára hafi orðið með
þeim hætti að barn hafi verið
að leik á gangstétt og hlaupið
á eftir leikfangi sínu út á göt
una án þess að gæta að sér.
„Þegar farið er um Reykja-
v£k og nágrenni kemur í ljós,
að leikaðstööu barna er víða
ábótavant. Skilningsleysi á þörf
um barna er svo til algert. Það
nægir ekki að skipa börnunum
að halda sig við húsin, ef ekk-
ert er gert til þess að þau geti
leikið sér þar, engin leiktæki
né aðstaða til leikja. Þriggja
ára barn getur ef til vill dund
að við að moka möl upp í föt-
una s'ina, að það þýðir ekki
að bjóða eldri börnum upp á
slíkt. Þau þurfa aðstöðu til að
geta leikið sér meö félögum
sínum. Ef sú aðstaða er ekki
fyrir hendi verður það til þess,
að þau freistast til að nota göt
una sem leikvöll. Þó að vega-
lengdin í kringum' húsið sé
ekkj löng fyrir hinn fullorðna
þá er hún öll önnur fyrir lítið
barn. Reynslan sýnir að börn-
um er þetta erfitt. Þau kjósa
fremur að leika sér fyrir fram
an útgöngudyrnar en fara bak
við húsið.
Fyrir þessu eru margar á-
stæður. Barnið hefur þörf fyrir
að geta skotizt inn til móður
sinnar án mikillar fyrirhafnar.
Það getur orðið hrætt eða eitt-
hvaö skemmtilegt hefur gerzt,
sem það vill láta móður sína
vera þátttakanda í. Ekki má
þánnig vanmeta það örýggi, sem
þau finna í því að vita af móð
ur sinni í nálægö við sig. Leik
svæðin þurfa þvt að vera þann
ig skipulögð, að þau séu rétt ut
an við aðalútgöngudyrnar og
algerlega aðskilin frá allri um-
ferð bifreiða og bifreiðastæð-
Tl/|argrét segir því næst um
þörh.áií gæzluíi'öAÍSm að þeir
þyrftu að vera miklu’ fleiri á
höfnélJöré«rsva»l6Sáaíri|llKLlið,
koma að fullum notum. Hún
segir, að það borg; sig að fara
með bamið á gæzluvöll eða
opið leiksvæði.
„Það hlýtur að fara miklu
meiri tími í að hlaupa stöðugt
út í glugga til að gæta að
baminu en það tekur að
fara á leikvöllinn. Margair
„... það fer meiri tími í að hlaupa stöðugt út í glugga til
að gæta að barninu en að fara með það á leikvöllinn...“
segir Margrét Sæmundsdóttir fóstra, sem hefur gert ýmsar
kannanir á slysum á bömum í umferðinni, en þar kemur
leikaðstaðan við sögu sem margt annað.
mæður. ségjá 'éflaust, að börn
þeirfa > Viljf ékki' véra á gæzlu
völlum, en það getur verið þeim
sjálfum að kenna. Börnin eru
t, d. látin vera allt of lengi í
byrjun, sem getur orðið til þess,
að barnið fáist ekki til þess að
fara aftur. Barnið þarf að sjálf
sögðu sinn aðlögunartíma, og
er það einstaklingsbundið
hversu langur sá tími er. Að
mínum dómi ættu börnin að-
eins að vera mjög stutt fyrst
¥ stað, og helzt ættj móðirin
að vera hjá þeim fyrsta daginn
eða dagana, síðan mætti lengja
tfmann eftir þvi sem bamið
færi oftar.
Þegar börnin eru höfð á opn
um vellj eða leikvelli við hús
ið verður auðvitað að sjá til
þess, að þau hafi með sér leik
föng, annars eiga mæðurnar á
hættu að þau rölti í burtu. Á-
gæta lausn sá ég í fjölbýlishúsi
í Svíþjóð. Það var leikherbergi
í kjallara tengt útileiksvæði
barnanna. Þetta var stórt og
rúmgott herberg; búið leiktækj
um sem komu frá íbúðum húss
ins. Eftir þvf sem ég komst
næst skiptust foreldrarnir í hús
inu á um það að vera í leik-
herberginu hjá börnunum.
Þessa aðstöðu getum við skap
að bömum okkar. Þar kemur
til ícasta foreldranna að hefjast
handa og vera virkir í því að
stuðla að færri slysum barna í
umferðinni.“ —SB
Dregið
í
kvöld
Skrifstofan opin i kvöld
til klukkan 11 —
Simi 17100
Einn bíli
Tveirbnar-þríi-hílar
• ••
.ef heppnin ermeð
DREGIÐ I KVOLD
LANDSHAPPDRÆTTI SJALFSTÆÐISFLOKKSINS