Vísir


Vísir - 16.06.1971, Qupperneq 3

Vísir - 16.06.1971, Qupperneq 3
VIS1R. Miðvikudagur 16. jíiní 1971. Í MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN UTLÖND í MORGUN ÚTLÖND B MÖRGUN ÚTLÖND Umsjón: Haukur Helgason NIXON bak — Salinger segir, að enginn hagnist á birtingu leyniskýrslunnar um Vietnam nema Nixon — Frekari birting b'ónnuð —70 ára fangelsi? Mitchell dómsmálaráðherra lét stöðva birtinguna Nixon. Slagurinn um leyniskýrsl- una, sem blaðið New York Times hefur birt úrdrátt úr er í algleymingi. Undirrétt ur í New York hefur um sinn bannað frekari birt- ingu á efni þessarar leyni- skýrslu, sem fjallar um þátttöku Bandaríkjanna í Víetnamstríðinu. Hjá New York Times er litið á þetta sem skerðingu á málfrelsi. Ríkisstjórn Bandarikjanna telur birtingu skýrslunnar hættulega fyr ir öryggi rfkisins. í skýrslunni er gerð grein fyrir atburðum á leyni- legum fundum nefnda sem fjölluöu á sínum tíma um afstöðuna til Víetnam. Tímabilið, sem skýrslan tekur til, er fyrir valdatíð Nixons. Engu að síður þykir núverandi rík isstjórn birtingin háskaleg. Dómsmálaráðuneytið telur, að máliö hevri undir tvenn lög, þar sem kveðið er á um allt að 10 ára fangelsi og háar skaðabætur fyrir ólöglega birtingu á leynilegum skjölum. Pierre Salinger, sem var blaðafull trúi John Kennedys forseta á sinni tíð, sagði í útvarpsviðtali í gær- kvöldi að New York Times hefði væntanlega komizt yfir innihaldið frá embættismönnum í Washington. Hann segir, aö Nixon hagnist 16 barnsrán á 10 dögum Trylltur mannfjöldi réðist i gær á gamla konu í Saigon og myríi hana. Orsökin var sú, að þafi hefur veriö algengt i Saigon afi undanfömu að bömum hafi verið rænt Gamia konan var myrt eftir að hópur fólks hafði séð hana tala við litla telpu og fara síöan með telpuna burt. Offursti i borginni segir, að sex gamlar konur hafi verið teknar hönd- um í sambandi við barnsrán og 19 aðrir séu gmnaðir og hafi verið yfirheyrðir. Do Kien Nhieu offursti skýrði frá þessu atviki á fundi með blaðamönnum í morgun. Hann skoraði á alla foreldra ungbama að sýna stillingu. Lögreglan segir að 16 ungböm um hafi verið rænt síðustu 10 daga. Alls hefur verið tilkvnnt um 276 bamsrán í seinni tíö í héraði því sem er næst höfuð- borg Suður-Víetnam. Skólaböm i Saigon hafa verið í leyfi úr skólum undanfama daga og skelfdir foreldrar hafa haldið börnum sínum innandyra mestmegnis. Borgaryfirvöld segjast ekki vita um orsakir þessara tíðu bamsrána. kostar 2* milljón „Reynslan afleit af beim," segir norskur sérfræðingur Reynslan af hjartaflutningum hefur verið svo slæm að þeirn hefur eiginlega verið hætt. — Vandamálin eru svo mörg, að ómöguiegt er að segja hvort hjartaf'lutningur verður raunsær í framtíðinni. Þetta segir dr. Ole Jacob Brooh prófessor í fyr irlestri, sem verður fluttur í dag í þingi hjúkrunarkvenna í Þránd heimi. Hjartaflutningur kostar f Banda rfkjunum um tvær og hálfa millj íslenzkra króna. Það er miki'l greiðsla fyrir líf 1 ef til vil'l fá eina daga, sem sjúklingurinn hef ur enga ánægju af, segir dr. Broch. Dr. Broóh er í norskri nefnd sem fjallar um lagasetningu um hjartiaflutninga. Hann gagnrýndi mjög æsileg ummæili hins fræga dr. Bamards árið 1967, þar sem hjartaflutningur hefði verið aug- lýstur eins og sápa, sem ekki hefði verið í samræmi við sið- gæðiskröfur læknavísindanna. Skurðaðgerð dr. Bamards vakti svipaða athygli og fyrsta tungl- ferð manna gerði á sínum tíma. „Án alls efa var þessi skurð aðgerð dr. Barnands skaðlegur áróður, sem hefur spiMt viröingu manna á læknisfræðilegum rann sóknum", segir dr. Broch. bls. 10. Borgarstjóri og lögreglu stjóri misstu stöðuna Borgarstjórinn og lög- reglustjórinn í Mexíkóborg hafa báðir beðizt lausnar frá störfum. Þetta er afleið ing blóðugra átaka, sem arðu fyrir viku milli vinstri sinnaðra stúdenta og vopn aðra hægri sinnaðra ung- nenna. Vinstri sinnar hafa haldið því fram, að þessir forystumenn hafi átt sinn þátt í því, að mörg hundmð vopnuð ungmenni réðust skyndilega á þá. Að minnsta kosti tíu stúdent- anna voru skotnir til bana. Mörg hundmð lögreg'luþjónar horfðu ró- legir á það sem fram fór, án þess að gera neitt í málinu. Þessi átök 'hafa leitt ti'l mikilla deilna í ríkisstjórn. Afsögn borgar- stjórans og lögregilustjórans er talin vera sigur fyrir forseta landsins einn á birtingu skýrslunnar. Því mundi það ekki undra sig, þótt í ljós kæmi að háttsettir embættis menn í stjórn Nixons stæðu á bak viö „lekann“. John Mitchell dómsmálaráðherra hefur árangurslaust reynt að fá New York Times til að hætta birt- ingu skýrslunnar. Fyrsti hlutinn var birtur á sunnudag. Wi'Uiam Rogers utanríkisráðherra sagði á fundi með blaðamönnum, að lekinn væri alvarlegt mál og hann hefði nú þegar skapað vandamál í skiptum Bandaríkjanna við önnur ríki. Undirréttardómari segir, að á föstudag verði málið aftur tekið fyr ir, eftir að búið verði að athuga þau lög, sem koma til greina um tnáliö. New York Times tilkynnti í gærkvöldi að blaðið mundi virða úrskurð dðmstólsins, sem gefur til kynna, að í bili verði ekki meira af skýrs'lunni birt f blaðinu. Lögreglan FBI rannsakar nú, hvort lagabrot hafi verið framin. Luis Echeverria. Forsetinn hefur sagt að hann telji að hinir vopn- uðu árásarmenn hafi verið f sam- bandi við stjómendur borgarimnar. Echeverria er 49 ára. Hann hefur reynt að miðla málum mil'li vinstri og hægri sinna. Hann segir, að opin ber rannsókn, sem gerð hefur verið á árásinmi á stúdentana, hafi enn ekki komizt að kjarna málsins. Echeverria varð forseti fvrir sjö mánuðum. Sinatra kveður Frank Sinatra er hættur. Hann hélt sína seinustu söngskemmtun á sunnudaginn, að því er hann segir. Þá söng hann „Angel Eyes“ fyrir grátklökka aðdáendur sína í Hollywood.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.