Vísir


Vísir - 16.06.1971, Qupperneq 4

Vísir - 16.06.1971, Qupperneq 4
V1 S IR . Miðvikudagur 16. júní 1971. Merkjasala Sölufólk óskast til að selja merki þjóðhátíðar- dagsins 17. júní. Merkin eru afgreidd að Frí- kirkjuvegi 3 (Innkaupastofnun Reykjavíkur- borgar) í dag og til hádegis 17. júní, og í Laug- ardalshöll frá hádegi þann dag. Há sölulaun greidd. Þjóðhátíðarnefnd. IÐNSKÓLINN í REYKJAVÍK IÐNNEMAR Innritun iðnnema á námssamningi í 1. bekk næsta skólaárs, fer fram í skrifstofu yfirkenn- ara (stofu 312) dagana 21. til 26. þ. m. kl. 9—12 og 13.30—16.00. Inntökuskilyrði eru að nemandi sé fullra 15 ára og hafi lokið miðskólaprófi, með fullnægj- andi árangri. Við innritun ber að sýna staðfest vottorð frá fyrri skóla, nafnskírteini og námssamning. Nemendum, sem stunduðu nám í 1., 2. og 3. bekk á s.l. skólaári, verður ætluð skólavist á næsta skólaári og verða upplýsingar um náms annir auglýstar síðar. Innritun iðnnema á námssamningi utan Reykjavíkur verður gerð með fyrirvara um viðurkenningu hlutaðeigandi sveitarfélags á greiðslu námsvistargjalds sbr. lög nr. 18/1971 frá 5. apríl 1971. Skólastjóri. HELLU OFNINN AVALLT 1 SÉRFLOKKJ HF OFNASMIÐJAN Einholti 10. — Simi 21220. IÐNSKÓUNN í REYKJAVÍK VERKNÁMSSKÓLI IÐNAÐARINS Innritun í verknámsdeildir næsta skólaárs, fer fram i skrifstofu yfirkennara (stofu 312) frá 21.—26. júní, kl. 9—12 og 13.30—16. Inntökuskilyrði eru, að nemandinn sé fullra 15 ára og hafi lokið miðskólaprófi. Við inn- ritun ber að sýna staðfest prófskírteini frá fyrri skóla, nafnskírteini, en námgsamningur þarf ekki að vera fyrir hendi. Þær deildir verknámsskóla iðnaðarins, sem hér um ræðir, eru: Málmiðnadeild, fyrir þá, sem hyggja á iðnnám eða önnur störf í málm- iðnaði og skyldum greinum en helztar þeirra eru: allar járniðnaðargreinar svo og bifreiða- smíði, bifvélavirkjun, blikksmíði, pípulögn, rafvirkjun, skriftvélavirkjun og útvarpsvirkj- un. Tréiðnadeildir, aðallega fyrir þá, sem hyggja á iðnnám eða önnur störf í tréiðnum. Innritun nemenda (án námssamnings), með lögheimili utan Reykjavíkur verður gerð með fyrirvara um viðurkenningu hlutaðeigandi sveitarfélags á greiðslu námsvistargjalds sbr. lög nr. 18/1971 frá 5. apríl 1971. Skólastjóri. p AfJGJJJVég hvili fc I meó gleraugumfm lyil' 1 Austurstræti 20. Sími 14566. * VÍSIR í VIKULOKIN fylgir aðeins til fastra áskrifenda. Vönduð mappa getur fylgt á kostnaðarverði. VÍSIR í VIKULOKIN er orðin 360 sfðna litprentuð bók í fallegri möppu, sem inniheldur allt sem viðkemur konunni og heimilinu. VÍSIR í VIKULOKIN er afgreiddur án endurgjalds frá byrjun til nýrra áskrifenda. (nokkur tölublöð eru þegar uppgengin)

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.