Vísir - 16.06.1971, Blaðsíða 16

Vísir - 16.06.1971, Blaðsíða 16
ISIR iggsae tt****m Miðvikudagur 16. júní BíS ekið yfir 4ra ára dreng • Fjögurra ára drengur lærbrotn aöi, þegar hann varð undir hjóli bíls, sem ekið var aftur á bak af stæðl hjá Fellsmúla 15 í gær. — Ökumaðurinn hafði ekki séö litla drenginn, sem var að Ieik fyrir aftan bílinn beint framan við heim ili sitt. — GP „Kosningaréttur" Vestfirðinga hrefalt meiri en Reykvíkinga Norðurlandskjördæmi eystra tapaði tveimur þingmönnum Útstrukanir í Rvik óvenjuiega dreifðor • Útstrikanir og aðrar breyting- ar á röö manna á listum voru í minna lagi í Reykjavík í þessum kosningum, eitthvað innan við 2000. Páll Líndal formaður yfirkjör stiórnar segir, að hann muni ekki eftir því, að breytingar hafi veriö iafn ,,óskipulegar“ og dreifðar. — Þar hafi ekki komið fram neinn „ter.dens“, og langt í frá, að þær hafi breytt nokkru um þingsæti. Meirih'.uti breytinganna konr á D-listann og nokkru meira en hlut fall en MutfaMslegt atkvæðamagn flokksins var annars. Breytingar sem kjósendur gerðu á rcð manna á þeim listum er þeir kusu, viröast hafa verið hverfandi um allt land. Á Vestfjörðum voru þær til dæmis óvenju fáar, að sögn formanns yfirkjörstjórnar þar — HH Miðað við þingmanna fjölda hefur Norður- landskjördæmi eystra sett nokkuð ofan við kosningarnar. Þaðan eru nú aðeins 6 þingmenn, allir kjördæmakosnir. Á fyrra þingi voru úr kjör- dæminu auk þess tveir uppbótarþingmenn. Langflest atkvæði eru á bak við hvem þingmann í Reykjavík Að meðtöldum uppbótarþing- mönnum heifur Reykjavik nú 16 þingmenn, 12 kjördæmakjörna og einn uppbóbarmann á hvem af fjómm flokkum. Miðað við kjörskrá eru 3100—3200 at- kvæði á bak við hvem þess- ara þingmanna. Reykjaneskjördæmi kemur næst. Þar vom rúm 20 þúsund á kjörskrá, og þingmenn kjör- dæmisins eru nú 8, þar af 3 í uppbót. Á hvern þingmann koma því um 2600 atkvæði. í Norðuriandskjördajmi eystra koma 2100—2200 atkvæði á hvem af 6 þingmönnum. 1750 atkvæði em á bak við hvem af 6 þingmönnum Suöur landiskjördæmis, sem aliir em kjördæmakosnir. 1 Vestinrlandskjördæmi em um 1250 atkvæði á bak við hvern af 6 þingmönnum. Þaðan er einn uppbótarmaður. Austurland fær nú einn upp- bótarmann í viðbót við 5 kjör- dæmakjörna þingmenn. Á hvem af þessum sex koma nú um Í'IOO atkvæði. Um 1000 atkvæði em á hvem af 6 þingmönnum frá Norður- landskjördæmi vestra. Af þing- mönnum er einn uppbótarmaö- ur. Á bak við hvern þingmann á Vestfjörðum em um 960 at- kvæði. Þaðan er einn uppbótar maður I viöbót við 5 kjöma. HH Minnkandi dragnótaveiðar Takmarkab leyfi veitt til dragnótaveiða 0 „Það er eins og dragnótaveið ar hafi dregizt saman á und- anförnum árum“, sagði Jón L. Am alds, ráðuneytisstjóri sjávarútvegs málaráðuneytisins í viðtali við Vísi í morgun, í sambandi við auglýs- ingu um takmarkað leyfi til drag- nótaveiða, sem birtist í Lögbirt- ingablaðinu í morgun. „Þessar hehnildir eru veittar ár- lega“, sagði Jón. „Fyrir Vestfirði em þessar heimildir þær sömu og Veittar voru í fyrra, fyrir Norður- landi þær sömu að öðm leyti en því, að tíminn færist aftar, þ.e.a.s. veiðin er heimil frá 15. júlí til 30. nóvember. ' ' ' ' •• Minn; heimildir en áður em nú veittar til dragnótaveiða fyrlr Austurlandi, engar heimiidir til dragnótaveiða fyrir Suðurlandl, nema hvað heimilt er að veiða þar með dragnót, sem veitt er með botti vörpu, og í Faxaflóa er dragnóta- veiði bönnuð með lögum.“ Jón L. Amalds sagði, að varla hefðu fleirj en 20 bátar þegar feng ið leyfj til dragnótaveiða, og ekki væru horfur á því að fleiri en á að gizka 40 mundu^ sækjast eftir leyfi, eða mun færri' en verið hef- ur undanfarin ár. Hið takmarkaða leyfj til drag- nótaveiða er veitt I samræmi við athuganir, sem Fiskifélag Islands hefur gert og í samráði við sveitar- stjómar og aðra aöila, sem hags- muna hafa að gæta i því efni. — ÞB Eldur kom upp í Búrfellsreykhúsinu við Skúlagötu um miðnætt- ið f nðtt og var slökkviliðið kvatt til að ráða niðurlögum eldsins. Fljótlega tókst að ráða niðurlögum hans og urðu skemmdir ekki miklar. „Við höfum orðið svo mikla æfingu og erum orðnir svo kunn- ugir íþessum reykhúsum I bænum, eftir allir ferðirnar þangað að víð vinnum okkur ekki léttara verk, en slökkva í þeim. — Við þekkjum orðið hvem krók og kima í þeim“, sögðu slökkviliðs- menn við blaðamann Vísis, sem kom aö þeim við slökkvistarfið í nótt. —GP Vísurnar hurfu Bezt gleymdar, segir Páll Lindal Við atkvæðatalninguna í Aust- urbæjarskólanum kosninganótt- ina komu í ljós á nokkrum kiör seðlum vísur, sem kjósendur höfðu skilað í stað atkvæðis. — Daginn eftir, þegar grípa átti til beirra, voru vísumar horfnar með einhverjum duiarfullum hætti. Þegar blaðamaður Vísis ætl- aði að forvitnast nánara um innihald þessara kosningavísna hjá formannj kjörstjórnar, Páli Líndal, sagði Páll: „Þær voru nú ekki svo merki legar, að taki því að birta þær. Þær eru bez.t gleymdar. I fyr.sta lagi þóttu þær hálf- gert klúður. — í öðru iagi voru þær lítið skemmtilegar. — í þriðja Iagi gátu þær vart talizt til prenthæfra bókmennta. — Og í fjórða lagi er búið að hnupla þeim frá mér, svo að ég hef ekki hugmynd um hvar þær eru niðurkomnar. Ég saknaði þeirra í fyrradag, þegar ég ætlaðj að vitja þeirra í möppuna mína. Heizt lítur út fyrir, að einhver fingralangur hafj komizt í þær[ meðan ég riafði ekki augun hjá mér.“ — C,P Jóhann Hafstein á leið á ríkistáðsfundinn í gær, þar sem afsögn hans var formlega tekin fyrir. Stjómin situr áfram til bráðabirgða. Eðlilegt að Olafur Jóhannes- son reyni stjórnarmyndun — segir Magnús Kjartansson — Forsendan að fraustur málefnasamningur takist Formenn allra stjómmálaflokk- anna voru boðaðir á fund forseta fslands, dr. Kristjáns Eldjárns, eftir hádegi í gær til óformlegra við- ræðna um viðhorfin til væntanlegra samsteypustjórna. Stjórnmálafor- ingjarnir komu á fund forseta í skrifstofu hans í alþingishúsinu í þeirri röð, sem stærð flokkanna segir tii um, þ. e. Jóhann Ilafstein fyrstur, en siöan þeir Ólafur Jó- hannesson, Ragnar Arnalds, dr. Gylfi I>. Gíslason og Hannibal Valdi marsson. Viðræður hafa enn ekki verið teknar upp milli flokkanna, en al- mennt munu stjómarandstæöingar telja eðlilegt að reynt verði, hvort stjórnarandstöðuflokkarnir geti myndað stjórnarsamstarf. — Að því er IVj'agnús Kjartansson ságði í viðtali við Vísi [ morgun telur Alþýðubandalagið rétt, að Ólafur Jóhannesson, formaður stærsta stjórnarandstöðuflokksins, Fram- sóknar, kanni þennan möguleik'a. — Ljóst er að forsenda slíks stiórn arsamstarfs er traustur/ málefna- samningur þar sem slík stjórn hefði aðeins 2 þingsæta meirihluta, sagði Magnús Kjartanssom. — VJ i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.