Vísir - 21.06.1971, Síða 3
V í SIR. Mánudagur 21. júní 1971.
I MORGUN UTLÖNDI MORGUN ÚTLÖND i MORGUN UTLÖND I MORGUN UTLÖND
Umsjön: Haukur Helgasun
Fedossejev spurður spjönmum úr
— Bretar og Bandaríkjamenn fá svör
um hernaðalegar hliðar sovézkra
geimvísinda
Einn af fremstu eeimvís-
indamönnum Sovétríkj-
anna Anatolij Fedossejev
er sennilega háttsettasti og
„fróðasti“ Sovétborgarinn
sem beðið hefur um hæii
sem pólitískur flóttamaður
á Vesturlöndum síðasta
aldarfjórðung. Fedossejev
er nú spurður um hernaðar
legar hliðar starfs hans við
geimvísindi. Vestrænir
Hætt við stríði
— milli Indlands og Pakistan
Indverjar og Pakistanir ásökudu
hverjir aðra í gær fyrir árásir á
landamærunum. Pakistanir hafa
tvisvar á einni viku mótmælt árás
um á landamæraverði sína. Ind-
verski vamamálaráðherrann sagði,
að indverska stjómin vildi komast
hjá styrjöld við Pakistani, en stjóm
Pakistans hefði skapað ástand sem
bæti Ieitt til stríðs.
Indversk fréttastofa segir, að her-
menn frá Pakistain hafi skotið af
sprengjuvörpum á indverskt land,
64 kílómetrum frá borginni Kal-
kútta í gær. Kona og barn hafi
særzt. Indverjar hafi svarað skot
hríðinni og þaggað niður í byssum
Pakistana.
Síðan sökuðu Pakistanir Indverja
um skothríð á sitt land. Þá hafi f jór
ir borgarar særzt, þegar Indverjar
hafi skotið af sprengjuvörpum í
Rajshashi-héraði og ráðizt á landa
mæraverði meö vélbyssuskothríð og
handsprengjum.
Maðurinn bak v/’ð „lekann"
Bandaríska stjórnin segir, aö þessi maður, Daniel Ellsberg fyrrum
raðgjafi hermálaráðuneytisins, sé sá, er hafi látið blaðið New
York Times fá leyniskýrslur um Víetnam. New York Times og síð-
an blaðið Washington Post hafa undanfariö birt útdrátt úr mikl-
um leyniskiölum, þar sem greint er frá mörgu um Víetnammálið,
sem ekki var áður almennt vitað um. Skýrslan hefur komið sér
illa fyrir marga fyrrverandi leiðtoga Bandaríkjanna, ekki sízt
Johnson fyrrverandi forseta.
munu verða fróðari, eftir
að hann hefur svarað
spurningum þeirra.
Fedossejev flýði, þegar hann var
sendur í sovézkri sendinefnd til að
vera viðstaddur flugsýninguna í
París í byrjun þessa mánaðar. 1
fyrstu spurðist ekkert til hans en
í síðustu vi'ku komst hann á laun
til Bretlands.
Brezk stjórnvöld skýrðu frá þvf
í gær, að honum hefði verið veitt
dvalarleyfi í Bretlandi. Hann er
sagður vera „einhvers staðar í út-
hverfi í London“, og væntanlega er
um hann vopnaður vörður til að
hindna að honum verði rænt af
löndum hans.
Brezka leyniþjónustan er byrjuð
að yfirheyra Fedossejev um starf
hans að sovézkum geimvfsindum,
einkum um Luna og Sojus-ferðim
ar. Sumir telja, að upplýsingar, er
hann gefur, muni þegar í stað ganga
til bandansku leyniþjónustunnar.
Bandaríkjamenn munu einkum
vi'lja fá svör við þremur spurning-
um:
í fyrsta lagi þeirri spuminigu,
hvenær Sovétríkin ætli að senda
menn til tungilsins. í öðru lagi,
hvort þeir hafi ráðagerðir um aö
senda menn til Marz, og loks, að
hvaða leyti eru tilraunir þeirra með
Saljut og Sojus og geimstöð hem
aðarlegs eðlis. Er unnt að nota geim
stöðvar tíl að fýlgjast með banda
rísku Polariskafbátunum?
Einn Rússi, sem flýði til Vestur-
landa fyrir fimm árum, sagði f gær,
að Fedossejev kynni að hafa flúið
vegna þess hversu mikil spenna sé
rfkjandi í geimvísindum f Sovét-
ríkjunum. Þá er sagt að Fedossejev
sé ástfanginn af brezkri stúlku.
4 Johnson er nú í eldlínunni.
LEYNISKÝRSLAN:
Fulbright og McGovern
saka Johnson um fals
Muskie vill herinn frá Vietnam fyrir árslok — Johnson svarar fyrir sig
Edmund Muskie, sem er
líklegastur frambjóðandi
demókrata við næstu for-
setakosningar, sagði í gær
að ríkisstjóm Nixons ætti
að skuldbinda sig til'að
kalla alla hermenn heim
frá Víetnam fyrir árslok.
Muskie segir, að etoki verði unnt
að endurvinna traust almennings,
sem hafi farið forgörðum, eftir að
leyniskýrslur um Víetnam hafa ver
ið birtar, nema því aðeins að rfkis-
stjórnin ákveði að kalla herinn
heim fyrir ákveðinn tíma.
„Meöar rfkisstjómin neitað að á-
kveða timann munu milljónir
Bandaríkjamanna minnast fortíðar
innar og efast um allar fuMyrðingar
stjómvalda", segir Muskie. Hann
hvatti ríkisstjórnina til þess að
hætta við al'lar tilraunir sfnar ti'l
að stöðva dagblöðin í að birta
skýrsilumar. Ef ekki mætti birta
þær, mundu affltof margir Banda-
ríkjamenn álíta, að stjórnvöild
hefðu ennþá „meira að fela“ en þau
í rauninni hefðu. Hvemíg svo sem
aðstæður væm í rauninni, þá væri
það versta, sem fyrir gæti komið,
að „enn stærri alda vantrausts risi
gegn ríkisstjóminni“ í Víetnammál
inu.
George McGovem öldungadeild-
armaður, sem sækist eftir aö verða
frambjóðandi demókrata í næstu
forsetakosningum, sagöi í gær að
leyniskýrslurnar sýndu að John-
son fyrmm forseti hefði blekkt
þjóðina árið 1964.
1 kosningabaráttunni 1964 gerði
Johnson gys að keppinaut sinum,
Goldwater, því að republikaninn
Gcnldwater mælti með sprengjuárás
um á Norður-Víetnam og auknu her
liði Bandaríkjamanna f Víetnam. —
„En þetta var einmitt það, sem ríkis
stjóm Johnsons ætlaði að gera“,
sagði McGovern. „Það kom í Ijós
að Johnson vildi eins og Gold-
water auka stríðiö en allir vissu,
hvar þeir höfðu Goldwater en ekki
Johnson.'*
McGovem segir að ríkisstjórn
Nixons ætti að fjarlægja leynistimp
ilinn að skýrslunum og leyfa birt-
ingu þeirra. Þeir hlutar sem hafa
verið birtir, hafa ekki skaðað ör-
yggi Bandaríkjanna. „Það er ekki
birtingin, sem skapar hættu, heldur
tilraunir til að stöðva birtinguna",
sagði MoGovern.
William Fulbright öldungadeiidar
maður, sem var formaður utanrílí-
isnefndar deildarinnar i
stjómartíð Johnsons, sagði í brezka
útvarpinu, að hann sæi nú, að hann
hafi farið villur vegar á þeim tíma.
Hann hafi lagt of mikinn trúnað á
yfirlýsingar Johnsons, en Johnson
hafi farið meö blekkingar.
Johnson fyrrum forseti segir, að
það hafi verið sín stærstu mistök
í Víetnammálinu, að hann hafi beð-
iö í 18 mánuði, áður en hann sendi
fleiri hermenn á vfgvöfflinn. Þetta
segir í tímaritinu Time í dag, og ér
þetta svar Johnsons við ásökun
um, sem hann hefur orðið fyrir, eft
ir að hiluti af leyniskjölum um
Víetnam hefur verið birtur í tveim
ur blöðum.
Engin sérstök heimild er borin
fyrir þessum ummælum, en sagt,
aö Johnson telji einnig, að hann
hefði átt að beita ritskoöun til að
koma í veg fyrir að óvinurinn fengi
jafnóðum upplýsingar um, hvað
Bandaríkin ætluðu > sér að gera í
Víetnam. Tfmaritið segir að Jbftn
son hafi viljað halda leyndú, ao
hann ætlaði að „færa út“ Víetnam
stríðið, og því hafi hann á sfnum
tíma ekki skýrt þjóðinni frá staö-
reyndum heldur sagt allt annaö en
hann hugsaði, en fvrir þaö er John
son nú harðast gagnrýndur.