Vísir - 21.06.1971, Síða 16

Vísir - 21.06.1971, Síða 16
I ISIR Geir Hallgrímsson, borgar- stjóri kastaði fyrstur að venju — og var heppinn að venju, en Iaxinn var fremur smár, þótt laxveiðimenn segðust sjá þá „stóru stökkva upp alla á.“ ► 'Steingrimur Jónsson, fyrrver andi rafmagnsstjóri, er iðinn við Elliðaárnar og laxinn. — Hann er þarna með fyrsta lax ciimarcinc iit* FlliAoómim *•' Laxveiðimenn i vigamóð — Elliðárnar opnaðar i gær „Það er talsvert af fiski og maður sér hann stökkva upp eftir öllum ám“, sögðu veiðimenn í EUiðaám, sem Vísir hitti í gær, á fyrsta veiðidegi í ánum. Fiskur sá sem veiði- menn kræktu í var ekki sérlega stór, „en það er miklu stærri fiskur í ánni, maður hefur svo sem séð hann“, sagði ein aflaklóin, „og svo er ekk ert að marka þetta enn- þá, hann er ekki almenni lega genginn upp enn.“ Veiðimenn héldu sig aðalilega neðst í ánum, og yfir daginn munu þeir hafa veifct innan við 10 laxa — sem er nú ekki sem verst þegar þess er gœtt hve lítið hann er genginn upp og þar fyrir utan var mikið tekið úr ánum tíl klaks. Veiðimenn munu hafa kastað í fyrsta sinn á sumrinu viöa um land, til dæmis fréttum við úr Haukadalsá í Dölum að þar hefði f gær verið einmuna bliða og aflinn meiri en áöur hefur verið í ánni. Á 2 ta'mum komu 9 laxar á land og það bara á 2 stangir — annar veiðimaður- inn fékk reyndar 7 en hinn 2. Sagði heimildarmaður Vísis, að Haukadalsá væri helmingi heit- ari en venjulegast hefur verið „hún er 9—10 gráðu heit, en hefur ekki verið nema 4 stig eða þar um“. — GG Kappakstur endaði á 2 Siósastaurum — Vilja koma aífur, ef nóg rafmagn fæst Það fór illa fyrir Deep Purple á hljómleikum þeirra i Laugardals- höllinni, það var ekki til nóg raf- magfi handa þeim. Þegar mestar styrkur var á hljómflutningi þeirra var rafmagnseyðsla þeirra allt að 35 amper, en rafmagnskerfi hallar- innar leyfir því miður ekki nema 30 amp. eyðslu og því fór sem fór. Kappakstri tveggja ungra öku manna eftir Skipagötunni á Ak ureyri lauk með því, að annar híliinn slóst utan í ljósastaur og nentist áfram stjórnlaust 40-50 raetra á næsta ljósastaur, þar sem bíllinn stöðvaöist. Piltarnir óku suður Skipagötu á hraða, sem þeir síðar viðurkenndu, að var milli 70 og 80 km/klst. í beygjunni á mótum Hafnarstrætis slóst afturendi annarrar bifreiðar- innar utan í ijósastaur með fyrr- ■reindum afleiðinguia. B'illinn braut niður síðari Ijósa- staurinn og skemmdist við á- reksturinn allmikið. í bílnum voru fjórir farþegar auk ökumannsins. Þar á meðal var í aftursætinu ung stúlka með lítið barn, en þau sluppu ómeidd. Tveir farþeganna voru fluttir á sjúkrahúsið, en aðeins annar þeirra varö þar eftir. Ökumaður hinnar bifreiöarinnar, sem tók þátt I kappakstrinum, nam staðar, þegar hann sá, hvaö orðið hafði. Við yfirheyrslur viðurkenndu báðir ökumennirnir ökuhraðann og fram kom, að þeir höfðu ekið í kapp. — GP Brutu flöskur á tjaldstæði túristanna Eriendir túristar fengu í gær- kvöldí smjörþefinn af umgengni reykvískra ungmenna, sem gerðu þeim iieimsókn á tjaldsvæöið í Laugardal. Fóru unglingarnir þar um brjót- andi flöskur á tjaldstæðinu og ' voru með háreysti um það leyti, sem sumir tjaldbúa voru að taka á sig náðir kl. 22.45. Lögreglan | var kvödd til, en unglingarnir voru farnir, þegar hana bar að garði. j Hins vegar báru flöskubrotin liggj- (andi um allt i grasinu vitni því, Ihvað þarna hafði gerat. —GP Fjórum sinnum fóru öryggin og jafnoft gerðu þeir félagarnij. í Deep Purple tilratm til að hefja leik að nýju. „Áheyrendur okkar áttu það fyllilega skilið,“ sögðu þeir, en áheyrendurnir urðu b'ka að virða viljann fyrir verkið, eftir að raf- magnið haföi farið í fjórða skiptiö komst það ekki á aö nýju. Þaö þótti þeim í Deep Purple ákaflega leitt, sem þeir og sýndu í verki, með því I að söngvarinn mölvaöi gat á gólfiö með míkrófónfætinum, trommu- leikarinn stóð upp frá trommum sínum og þeytti þeim út um al!a Senu og »oks óð gítarleikarinn á hátaiarasamstæðu sína, þriggja metra háa og velti henniium koM með miklum dynk. „Við vildum gjaman koma tti Islands aftur og fá aö ljúka hljóm- leikum okkar“, sagði söngvarinn eftir á — og bætti þvi við, að þá yröi það sett sem sktlyrði, að nóg rafmagn yrði fyrir hendi. Deep Purple héldu með skrúfu- þotu sinni til London klukkan 2.30 aðfaranótt laugardagsins og með þeim slógust í förina tólf eða þrett- án íslenzk ungmenni, sem aðeins þurftu að greiöa stimpilgjaid og því um líkt, samtals 450 krórmr. — Hvemig heimferðinni skyMi sivo „reddað" var svo höfuðverkur morg undagsins. „Mér finnst brjáðsnjallt af krökk unum að koma með okkur út, fyrst það er nóg pláss í vélinni okkar", sagði orgelleikarinn Jon Lord. — ÞJM 15 ungmenm í luugunum um húnótt Komið var að 15 ungmennum buslandi i sundiaugunum i Laug- ardai kl. 1.45 í nótt, þegar flest fólk í nágrenninu hafði tekið á sig náðir. Hafði einhver séð til hópsins syndandi í laugunum og gert lög- regiunni viðvart. Ekki höfðu ung- lingarnir baðföt með sér en busl- j uðu í nærfötum og öðrum flíkum, — rétt til þess að skýla nektinni, ! en hins vegar á kcstnað hreinlæt- isins. Krökkunum var stökkt á burt úr laugunum, en ekki var á þeim að merkja að áfengi hefði átt neinn þátt í uppátæki beirra. — GP EKKI NÓG RAFMAGN FYRIR DEEP PURPLE

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.