Vísir - 24.06.1971, Blaðsíða 16

Vísir - 24.06.1971, Blaðsíða 16
Birgðir í álverksmiðjunni fyrir Þriðjungur ársframleibslunnar óseldur — útlit fyrir offramleiðslu áls i heiminum næstu 5 árin „Það hefur ekkert rof- að til í markaðsmálum, og enn stendur við það sama — mikil sölu- tregða á áli í heiminum," sagði Ragnar Halldórs- son, forstjóri álversins í Straumsvík. Full vinnsla er þó í álverinu og sólarhring hvern eru fram- leidd þar um 120 tonn af áli tilbúnu til útflutnings. „Það er ekki nema um tvennt að gera. Annað hvort vinna af fullum krafti, eða loka verk- smiðjunni alveg. Og það tæki marga mánuöi að byrja aftur. — En við erunt bjartsýnir og höldum áfram,“ sagði Ragnar Halldórsson. Nú fara í hönd sumarleyfis- tímar á meginlandinu, og marg- ar verksmiðjur munu loka yfir þann tíma. Það gæti haft áhrif á söluhorfurnar, en h’afi ekkert breytzt til batnaðar að þeim tíma 'liönum, þá fara horfurnar að verða iskyggilegar,“ sagði Ragnar forstjóri. Að því er Gunnar J. Friðriks- son í stjórn ÍSAL sagði Vísi í morgun mun láta nærri, að ó- seldar birgðir í verksmiðjunni sé um þriðjungur af ársfram- leiöslu eða um 15.000 tonn. Verð mæti þessara birgða eru um 800 milljónir króna, en því fylg- ir að sjálfsögðu gífurlegur kostn aður að liggja með svo mikiö magn af óseldri vöru. Aðeins ársvextirnir af birgðunum eru um 80 milljónir króna fyrir ut- an annan kostnaö og bundið fjár magn. — Gunnar taldi höfuð- ástæðuna fyrir söluerfiðleikum vera samdrátt á Bandarikjamark aði, sem stafar af verðbólguráð- stöfunum stjórnar Nixons, sem hefur leitt af sér offramleiðslu áls miðað við eftirspurn. Sölu- stjórar Alusuisse hafa spáð því, að offramleiðsla áls muni verða næstu 5 árin. Offramleiðslan hefur ekki enn náð aö hafa þau áhrif að lækka skráð heims- markaðsverö á áli, þó að Ijóst sé að verulegur hluti áls sé seld- ur undir skráðu verði. Fram- leiðslugjaldið, sem álverksmiðj- an greiðir íslendingum er miðaö við skráð heimsmarkaðsverð og hefur sölutregðan því ekki náð að hafa áhrif á tekjur, sem ís- land hefur af framleiðslunni. Fari hins vegar svo, að verk- smiðjan sýni tap á árinu mun framleiöslugjaldið lækka - GP VJ Vísindamenn á öræfum Útlendingar sækja i náttúru Islands Ferðalangar þeir sem í sumar leggja leið sína um öræfi íslands eiga án efa eftir að rekast á erlenda menn skeggjaða, sem ýmist eru einir á ráfi með bak- poka sinn, eða margir í flokk og búa í tjaldbúðum. Hingað til lands koma sem sé fjölmargir erlendir vísindamenn, sem velútbúnir ætla sér aö rann- saka ýmislegt í náttúru landsins. Bretar eru sem oft fyrr, harðast- ir af sér að senda náttúruskoðara hingað á hjara veraldar. Rann- sóknarráð ríkisins hefur gefið ein- um 10 aðilum frá Bretlandi leyfi til athugana hér. Fjölmennasti hóp- urinn sem frá Bretlandi kemur, telur 70 manns og er það skóla- leiðangur á vegum „British Scholls Exploring Society“ Ætla þessir 70 að vera við náttúrufræðirannsóknir á svæðinu við Eiríksjökul og á Arnarvatnsheiði frá 23. júli og fram til 4. september. Aðrir leiðangrar frá Bretlandi eru minni, 10 — 20 manna og koma þeir fyrstu nú um mánaðamótin. Frá USA koma einir 8 aðilar, i þeim leiðöngrum eru frá einum manni upp í 20 eða þar um. V.-Þjóöverjar senda eina 6 nátt- úruvísindamenn sem koma allir hver f sínu lagi til sjálfstæðra rannsókna. Frá Danmörku, Sviþjóð, Sviss, (N.-írlandi, Belgíu og Rúss- landi koma svo fáeinir menn. - GG 20 þús. flöskur af tindavodka á markaðinn 9 „Tindavodkað ætti að koma í búðimar í dag,“ sagði Baldur Stefánsson hjá ÁTVR í viðtali við Vísj í morgun, en hann sér um að blanda þennan drykk, sem ávann sér svo mikl- ar vinsældir, þegar hann kom á markaðinn, að hann seldist upp á samri stundu. „Síöast voru þetta um 6000 flöskur og það hrökk skammt," sagði Baldur. „Núna blönduin við í um 20 þúsund flöskur, og einhverju af því ætlum við að reyna aö koma 'i búðirnar i dag.‘‘ Að sögn Baldurs varð þetta hlé á vodkaframleiðslunnj vegna þess. að pólskur spíri er notað- ur í vodkaö, en ekki danskur spíri eins og í brennivínið „Vodkað er sterkara en . brennivíniö," sagði Baldur. „Það er um 45%. Um 5% sterk- ara en brennivínið. Allt er þetta hlandað úr 96% spira, og það getur vel verið, að einhverjum finnist synd að maður skuli vera að blanda þetta. Hvanna- rótin er sterkust af íslenzku á- fengi, því að hún er um 46% að styrkleika.“ Baldur sagði aö blöndunin væri ekki sérlega flókið fyrir- tæki, þvi að í sp'irann er blandaö dufti. sem ÁTVR fær hjá Lyfjaverzlun ríkisins, en því miður var Baldur aldeilis ófá- anlegur til að segja frá þvi, hvernig þetta duft er samsett. Tindavodkað kemur sem sagt á markaðinn í dag, og nú er eftir aö sjá, hvort það selst jafnört og síðast. en þá seldist það næstum eins og gosdrykk- ur. — ÞB Var með ótoll- skoðaðan varning í hílnum og lenti í árekstri © Lögreglumenn fundu ótollskoð- aöan varning í bifreið, sem lent hafði í árekstri á Rrúnavegi um kl. 19 í gær, en verið ekið á brott af árekstursstað. © Ökumaðurinn hafði rekizt utan í leigubifreið, sem stóð og beið eftir farþega við eitt húsið á Brúna- vegi. Leigubílstjórinn bar, að hinni bifreiðinni hefði verið ekið f sveigj- um eftir götunni, og vaknaöi grunur um að ökumaður hennar hefði ver- ið ölvaður, har sem hann líka hljópst á brott. Lögreglubifreið á eftirlitsferð um Langholtsveg kom aö árekstursbíln- um, þa,- sem ökumaðurinn var að leggja honum og læsa. Viðurkenndi hann að hafa drukk ið vodka o>g bjór um borð í milli- landaskipi, sem lá í Reykjavíkur- hö6n. Við athugun fannst í bílnum Stollskoðaður varningur— 11 kjúkl ingar og 36 dósir af Mackintosh- sælgæti. Va^ lagt hald á vaming- ínn og maöurinn færður á lögreglu- stöðina til yfirheyrslu. — GP Álið hleðst upp í fjallháa stafla suður í Straumsvík, en framleiðsl unni er haldið áfram af fullum krafti. Myndin sýnir aðeins hluta af birgðunum. Gömui bílhræ og annað drasl, sem „prýtt“ hefur landslagið getur nú fengið farsælan endi í „apparati“ Sindra. Stærstu klippur landsins 9 — Þetta eru brotajám- klippur“, sögöu starfsmenn Sindra, sem Vísismenn hittu inn við Sundahöfn i gær, „þetta er ekki pressa, og það þýðir ekki að bjóða okkur að setja bílhræ í þetta áhald. Við tökum aðeins við járnadóti — reyndar alls konar járnarusli, en bílhræ tökum við ekki. Járnið sem ’i klippurnar fer, er fyrst sett ofan í kassa, og úr þeim kassa mata klippuirnar sig sjá'.far. Þær klippa eða skera járnið næstum því eins smátt og við viljum“. Klippur, þær sem myndin hér er af, komu til landsins í vetur, og munu sennilega þær stór- virkustu sem jám skera á þessu landi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.