Vísir - 24.06.1971, Blaðsíða 5

Vísir - 24.06.1971, Blaðsíða 5
VlSIR. Fimmtudagur 24. júní 1971. Nokkrir sigruðu í mörgum greinum — á unglingameistaramótunum i frjálsiþróttum Heldur var nú dauft yf- ir unglingameistaramótum Reykjavíkur í frjálsum í- þrótÉum, sem lauk á Mela- A^linum í gærkvöldi. Þrír keppendur voru mjög sigur sælir, Vilmundur Vilhjálms son, KR í drengja flokki, Sigrún Sveinsdóttir Á í meyjaflokki og vann hún jafnframt athyglisverðustu afrekin, og Árni Þorsteins- son, KR í drengjaflokki. Keppnin hófst á þriðjudagskvöld og þá var merkilegast — eins og við sögðum frá í gær — þegar Sigrún Sveinsdóttir hljóp á 13.0 sek i 100 m., en Islandsmetið á vegalengdinni er 12.7 sek. og á Sigrún ekki langt í það. Hún sigr- aði einnig í 200 m. í gærkvöldi á þokkalegum tíma 27.7 sek. — en hvassviðri setti mjög svip sinn á mótið þá, og 400 m. hlaupi á 65.9 sek. og sigraði þá meðal ann- ars Lilju Guömundsdóttir, ÍR, sem hafðj sigrað með nokkrum yfirburð- um á þeirri vegalengd á Þjóðhátíð- armótinu. Þá var Sigrún einnig Reykjavíkurmeistarj í kúluvarpi i meyjaflokki. Vilmundur Vilhjálmsson — sonur hins kunna kúluvarpara hér áður fyrr Vilmundarsonar — er að verða ágætur hlaupari, þó ungur sé. Hann sigraði í 100 m. hlaupi í drengjaflokki á 11.1 sek. og hljóp 200 m. á 23.5 sek. og á áreiðanlega eftir að láta kveða mun meira að !sér f sumar. Árni Þorsteinsson, KR, sigraði 'i mörgum greinum í þessum flokki eins og t.d. kúluvarpi. spjótkasti, langstökki, en þar stökk hann 5.84 m. og kringlukasti. Aðrir keppendur, sem vöktu talsverða athygli, voru Hörður Há- konarson, ÍR, í sveinaflokki (kepp- endur fæddir 1955 eöa síðar) og sigraði í mörgum greinum eins og 400 m. á 59.1 sek., 200 m. og spjótkasti. Bezta afrekið í þeim flokki vann hins vegar Óskar Jakobsson, ÍR, í 'kririgliikásti" 'óg þar er mikið efni á ferðinni. Hann kastaði nú 53.42 m., en hefur áð- ur kastað rúma 56 metra. Það er aðeins nokkrum sentimetrum lak- ará en Gunnar Huseby, sá mikli kappi, náöi á hans aldri og. var Gunnar þó enginn venjulegur sveinn — eins og fullvaxinn karl- maður rétt eftir fermingju, sem var svo sterkur að hann sparkaði til dæmis knettinum milli marka í knattspyrunnj á vellinum fyrir vestan Melavöllinn, þar sem nú eru glæsilegar íbúðarblokkir.. Af öðrum afrekum á mótlnu má nefna, að Magnús Geic Einarsson, ÍR, hljóp 800 m. á 2:23.4 min. í drengjaflokkj og sigraði einnig í þrístökki með 11.06 m. og Anna Haraldsdóttir, ÍR, hijóp 800 m. á 2:53.7 mín. í stúlknaflokki. Nokkr- um greinum varð aö fresta í gær- kvöldi og verða þær síðar báðar. — hsím. Jón Asgeirsson. Jón Ásgeirsson formaður Samtaka íþróttafréttamanna Hver Nii.er aðeins rúmt ár þar tU Ólympíuleikarnir veröa í Mun- chen og allur undirbúningur fyr - ir leikana- gepgur með mikiunr < ágætum hjp Þjóðverjum enda standa fáar þjóðir þeim á sporði, þegar að skipulagningu kemur. Flugfélag Islands selur miða hér heima á leikana og vitað er að margir Islendingar verða þar meðal gesta. En hvern ræður framkvæmdanefndin þýzka til að fylgjast með þessum íslend- inguin? — >að kemur sennilega í ljós einhvem næstu daga, Eftir því. sem segir i frétta- bréfi frá Ólympíunefndinni, munu 1500 fallegar o.g gáfaðar stúlkur víðs vegar að verða gestum tii aðstoðar meðan á leikunum stendur — og þær munu tala öll tungumál heims. Hinar. átta fyrstu hafa nýlega verið valdar úr ,hópi 6000 um- sækjenda. Þæ'r séhi . valdar eru til þessara starfa verða að tala ¦tvö til þrjú tungumá] "^- auk lýtalausrar. þýzku. Á myndinni hér að ofan eru þessar átta stúlkur ásamt þrem- ur mönnum úr framkvæmda- nefnd leikanna. Fremst til hægrj er til dæmis Ravibala Shenoy, sem er inöversk eiginkona leik- fimikennara, sem aðsetur hefur í • Miinohen. Hún er kennari i ensku og rithöfundur. Auk ensku, frönsku og þýzku talar húp þrjú af tungumálum lands s'ins — Hindi, Konkanj og Marathi: Við hlið hennar er Joyce Dárko frá Ghana, sem talar afríkönsku mállýskurnar Twi og Ga auk ensku og þýzku. Og hinar stúlkurnar eru frá I Brazilíu, Japan og fjórar frá íslandi? Þýzkalandi — allt málastúdent- ar. Af þeim 1005"stúlkum, sem ákveðið erN að ráða í starfann, eru 523 frá Miinchen og ná- grenni, en 55 erlendar. 748 tala ensku, 572 frönsku og þær geta saman talað 34 af hinum skráöu tungumálum heims. Og Þjóðverjar stefna að því, að þessar leiðsögustúlkur — 1500 talsins — tali öll tungúmál heims. Sennilega verða til dæm- is gestir frá Eþiópíu hissa, þeg- ar þeir hitta fyrir þýzka stúlku, sem talar Amharic — og Þjóð- verjar verða áreiðanlega ekki í vandræðum með að finna ein- hverja þýzka stúlku, sem talar íslenzku vel — en mpguleiki er enn á því, að það verði íslenzk námsmær í Þýzkalandi. sem verður fyrir valinu. John Holsgrove á tíu miHj. Aðalfundur Samtaka í- þróttafréttamanna var ; haldinn nýlega. — Sam- I þykkt voru ný lög fyrir f é- lagið og ný reglugerð um kiör íþróttamanns ársins. Aðalfélagar samtakanna' geta ^þeir orðið, sem eru ábyrgir fyrir ¦ fþróttafréttum dagblaða, útvarps I o'g sjónvarps. Ennfremur þeir, sem I starfa hjá áðurgreindum aðilum, og í'eru íþróttafréttamenn að aðalstarfi. •> Aðalfélagar skulu jafnan viður- [ kenndir af fréttastjórum viðkom- ^andi aðila, og hljóta samþykki 2/3 > hluta aðalfélaga. — Á aðalfundin- um voru samþ. 6 nýir aðalfélagar. Fráfarandi formaður gerði greiri fyrir störfum samtakanna, ag kosin var ný stjórn. Hana skipa: Jón Ásgeirsson, fonmaður, Alfreð Þor- steinsson, ritari og Steinar J. Lúð- víksson, gjaldkeri. — Frijfarahd' formanni, Siguröi Sigurðssyni sem nú hefur hætt störfum fþróttafrétta manns voru færðar þakkir fyrir störf í þágu samtakanna á liðnum árum, en hann var fonmaður þeirra frá 1965. Samtök iþröttafréttamanna voru stofnuð árið 1956, og 1960 fengu þau aðild að Alþjöðasamtökum íþróttafréttamanna. Árið 1962 var haldið norrænt mót fþróttafrétta- manna 'i Reykjavík. Leikið í Evrópu National, meistaralið Suður- Ameríku sem leika mun við Ajax, Amsterdam, í heimsmeistarakeppni félagsliða. hefur nú óskað eftir þvi að báðir leikirnir veröi háðir í Evrðpu, það er annar á leikvelli Aj'ax, en hinn á hlutlausum velli. En leiki Nationa! á heimavelli sín- um í Morrteviöeq í Uruguay mun ,¦}{)% af tekjum leiksins fara í skatt'a-. * John Holsgrove, hinn kunni mið- vörður ÚJfanna, var í gær seldur til Sheff. Wed. fyrir 50 þösund pund. Hann hefur verið einn bezti maður Úlfanna undanfarin ár, en meiddist á síðasta leiktímabili og missti þá stöðu sína til Frank Munro — skozka landsliðsmanns- ins Holsgrove hefur leikið með mörgum kunnum liðum eins og til dæmis Arsenal, Birmingham og West. Ham. Þá réðist Jimmy Blomfield í gær i sem framkvæmdastjóri Leicester í ' stað Frank O'Farrels sem er kom- iinn til Manchester United. Blom- I field er 37 ára og hefur að undan- ! förnu verið með Lundúnaliðið 'Orient í 2. deild. Hann var áður jmjög kunnur leikmaður. Leicester reyndi að fá Don ; Howe, aðstoðarframkvæmdastjóra '¦. Arsenal til sin, en þegar til kom ;og eftir mikil fundahöld ákvað Howe að vera áfram hjá Arsenal. Tommy Docherty sótti einnig um starfið en kom ekki til greina, og er nú af sem áður var. þegar mörg lið vildu fá Tommy. Hann var mjög umdeildur framkvæmdastjóri Chel- Nániskeiö Körfuknattleiksdeild Vals gengst fyrir körfuknattleiksnámskeiði fyr- ir pilta, 8—14 ára, í sumar. Hefst ! Finnskir kúluvarpar tryggöu sér ¦þa, n.k. föstudag, 25. júní^ í Vals- j tvö fyrstu sætin í landskeppninni heimilinu, og stendur frá kl. 18.00 ,við Rúmena. Seppo Simola sigraði til 19,30 einu sinni (ef til vill I með 19.17 m. og Marri Yrjola tvisvar) í viku. varjaöi 18.73 m,- Mesta athygli i FINNI Á 10.2 SEK keppninni vakti 100 fn. hlaup Raimo Vilen, Finnlandi, sn íiann hljóp á 10.2 sek. og var fjórum metrum á undan næsta keppanda.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.