Vísir - 24.06.1971, Blaðsíða 13

Vísir - 24.06.1971, Blaðsíða 13
V í SIR. Fimmtudagur 24. júní 1971. /O „Ekki erfitt en dálítið álag" ^í^vwm. — spjallað v/ð tvær húsmæour, sem nábu frábærum námsárangri, eftir nýlokib gagnfræbapráf úr Kvöldskólanum „'C'g er fasdd og uppalin í sveit svo að frekari skolaganga kom ekki til greina í þá daga", segir Ásta Ólafsdóttir, sem er eáa þeirra nemenda, sem ný- lega útsfcrifuðust með gagn- fræðapróf frá Kvöldskólanum. Áista, sem er 48 ára húsmóðir, náði frábærum árangri, hlaut einkunnina 8.70 og va? semi- dúx, en fyrir utan heimiliö standaði hun fuíla vinnu ásarnt námimi. „Mig hefur alWaf langað til þess að læra og hefur alltaf þófct skömm að því að haf a ekM gagnfrasðapróf, og ég sé eftir þvi að hafa ekki gert þetta fyrr. Maður hefur haft þetta skólafólk í krmgum sig, en staðurinn hef- ur aMtaf fyrst og fremst verið heima í kringum fjölskylduna." —Og þú vannst utan heim- ilisins jafnhliða náminu? „Ég vann átta tíma á dag á skrifstofn barnaskólans í Breið- holti og svo hafði ég mitt heim- ili, en ég hef nú bara strákinn eftír, sem er 16 ára, manninn minn og mig." - Var þetta ekki epfitt? „Að vísu fóf ég ekki I alla tíma, ekkert f ensku og lftið í fslenzku og dönsku en samt hef ég farið í rúman mánuð í hvort fyrir sig, hitt sótti ég alveg. Þetta var ekki voðalega erfitt, ég hafði miklu meiri ánaegju af en erfiði. Ég dáðist nukið að unglingunum þarna því ég veit, að það er meira átak fyrir þá að vinna á daginn og eyða kvðkl unum svona en fyrir þá, sem eru eldri, en þau gerðu þetta vel mörg. Ég hafði voða gaman af þessu. Þarna kynntist eg nýju fólki, og ég hvet alla sem hafa áhuga á námi að gera það sama." — Kom skólagangan niður á heimilinu? „Það var góð samvinna hérna heima, ég var ósköp lftið heima og þurfti líka að undirbúa mig, það er svo langt sfðan ég hef verið í skóla, en þetta gekk allt áRætlega." — Hvernig stðð á því, að þú sóttir færri tfma í málunum, hafðir þú þekkingu f þeim fyrir? „Ég átti heima í Bandaríkjun- um sem lítið barn og það hjálp- aði mér í enskunni, dönskuna hafði ég lært einhvern veginn af sjálfu sér og íslenzkuna var ég búin að taka í bréfaskóla fyrir tveim árum, en ég tók bókmenntirnar f skólanum." — Og hvaö var erfiðast? „Stærðfræöin, en hitt var allt miög þægilegt." '¦"¦' — Hvað ætlastu fyrir í fram- tíðinni, halda áfram námi? „Það er alveg óákveðið. Ég sé til næsta vetur. Það fer kann- ski eftir því hvað verður gert þarna niður frá.. Annars hef ég ekki tfma til að vera við nám á hverjum vetri, það veröur eitt og annað útundan." Tjóra Björgvinsdóttir er önnur húsmóðir, sem stóð sig af- bragðsvel í Kvöldskólanum með 8.25 f aðaleinkunn. Hún er 42 ára og á fimm börn á aldrinum 9-20 ára lyölskyfclan og Ijeimilict „Mér líkaði alveg sérstaklega vel. Þetta var miklu betra en ég bjóst við. Kennslan var virkilega góð og nemendurnir virtust vera samstillt fólk, ein- b'eitt við að læra. — Var þetta ekki erfitt? vEkki erfitt, en dálítið álag sérstaklega fyrir fjölskylduna. Skólinn var þrjá tíma á dag frá kl. 6—9 síðdegis. Þetta var ágæt is tími fyrir mig að minnsta kosti. Ég bjó til matinn áður en ég fór í skólann og svo hjálpuðust hin við að ganga frá eftir matinn. Ég lærði á daginn þegar ég haföi tíma og það var ekki svo voðalegt, ánægjan flyt- ur mann svo langt." — Hvað va,- erfiðast l skól- anum? „Það var eitt fagið aöallega, sem mér fannst seinlegt aö læra og hefði þurft meiri kennslu í því. Það er fag, sem maður hef- ur aldrei komið nálægt fyrr en í vetur, algebra og hlutir eins og tölur og mengi. Hins vegar hef ég afskaplega gaman af reikningi, en ég hafðiaídrei tek- ið nema barnaskólaprófið og það er stórt stökk að fara yfir fjóra bekki í einu." — En slepptirðu einhverjum tímum? „Já, ég sleppti málunum, eig- inlega eftir það, sem þeir köll- uðu miðsvetrarpróf, og ég fékk ágætt út úr því". — Hefuröu ákveðið framhald á námi? . „ɧ hef ekki ákveðið neitt „Þaö er stórt stökk að fara yfir f jóra bekki í einu", segir Þóra Björgvinsdóttir. ennþá, ég sé bara tfl. En mér finnst voðalega gaman að læra, reglulega nýt þess.*' — SB Heilsuverndarstöð Reykjavíkur Ónæmisaögerðir gegn mænusótt fara fram í Heilsu- verndarstöö Reykjavíkur til loka júní-mánaðar alla virka daga frá kl 14—18, nema laugardaga. Inngangur frá baklóð Sérstaklega eru þeir áminntir um að koma nú til end- urbólusetningar, sem bólusettir voru tvísvar í fyrra og þá sagt aö koma að ári liðnu til þriðju bólusetningar. Hei|suverndarstöð Reykjavíkur MER(M: ' *% "ssprt Húsnæðismálastofnun ríkisins AUGLÝSIR Húsnæðismálastof nunin verður lokuð föstu- daginn 25. júní n.k. vegna sumarferðafegs starfsfólks. HÚSWÆÐISMÁLASTOFNUW RIKiSINS LAUGAVEGI77, SÍMI22453 Trésmiðjan Víðir auglýsir Nú geta alir eignazt borðstofuhúsgögn. Greiðsluskilmálar: 2.000 kr. útborgun og 1.500 kr. á mánuði. Verzlið þar sem úrvalið er mest og kjörin bezt. Verzlið í Víði Laugavegi 166 — Simi 22229 í-Mí

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.