Vísir - 24.06.1971, Blaðsíða 8

Vísir - 24.06.1971, Blaðsíða 8
V1SIR . Fimmtudagur 24. júni 197*. VISIR Otgefandí: KeyKJaprem oí. Framkvœmdastjóri: Sveino R Eyjolfssön Ritstjóri- Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstförnarfulltrúl í Valdimar H. löhannessoÐ Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Brðttugötu 3b Simai 15610 U660 Afgreiðsla- Bröttugötu 3b Simi 11660 Ritstiór.i: Laugavegi 178. Simi 11660 (S linur) Askriftargjald kr. 195.00 á mánuSi innanlands F tausasölu kr. 12.00 eintakið Prentsmiðia Vfsis — Edda ht. Vandamál Ólafíu £]ftir kosningarnar hefur smám saman verið að koma í ljós, að tvö vandamál Framsóknarflokksins munu hafa megináhrif á samningana um myndun hinnar nýju vinstri stjórnar, sem farið er að kalla Ólafíu í höfuðið á væntanlegum forsætisráðherra hennar. Fyrra vandamálið er sár þorsti f orustumanna Fram- sóknarflokksins í að komast í ríkisstjórn. Framsókn hefur nú verið utan ríkisstjórnar langtum lengur en nokkru sinni áður eða í löng þrettán ár. Það hefur komið æ berlegar í ljós, hve erfitt flokkurinn á með að sætta sig við hlutskipti sitt úti í kuldanum. Flokkúr- inn hefur alltaf verið byggður upp sem stjórnarflokk- ur en ekki sem stjórnarandstöðuflokkur. Nú eða aldrei, segja því fon1''.....i Framsóknar- flokksins, þegar þeir hafa r ~3kifæri til að hafa forgöngu um stjórnan ndreginn vilji þeirra leynir sér ekki. Og þann veikleika munu hin- ir flokkarnir notfæra sér í samningunum um ihyndun Ólafíu. Þeir telja sig munu geta teymt Framsóknar-- flokkinn langt. • Hinn veikleikinn er ósigur Framsóknarflokksins í . kosningunum. Hann tapaði verulegu fylgi og missti einn þingmann í kjördæmi hins væntanlega forsætis- ráðherra sjálfs. Þessi ósigur hefur vitanlega veruleg áhrif á samningsaðstoðu Framsóknarflokksins gagn- vart Alþýðubandalaginu og Hannibalistum, sem líta á sig sem sigurvegara kosninganna. Undir venjulegum og eðlilegum kringumstæðum á forustuflokkur ríkisstjórnar að hafa taumbaldið og ráða ferðinni að mestu leyti. Ef þessu skilyrði er ekki fullnægt, verður rikisstjórnin veik og ósamstæð og skortir samhengi í stjórnarathafnir. Og Frnircðknar- fjokkurinn hefur vegna hinna tveggja veikleika sinna ekki næ^an sJ:rrk til að ráða úrslitum um stefnu og gerðir vinstri stjC:Tr";r"T. Alþýðubandalasið og 1-Iai:: ¦ ibaiistar munu halda því fram, að kosningarnar sýni, að sjónarmið þeirra eigi að vera þyngst á metunum en ekki sjónarmið Fram- sóknarflokksins. ÞjóðvUjaliðið í Alþýðubandalaginu mun gera atrennu að ákveðnum ráðherraembættum, svo sem dómsmálum, utanrfkismálum, og mennta- málum, sem lýðræðissinnum er ákaflega iHa við, aö lendi í höndum kommúnista. Hversu fast mun Fram- sókn standa gegn þeim kröfum? Er Hannibalistum ef til vill frekar treystandi til að standa vörð um sjón- armið lýðræðissinna? Þetta er aðeins eitt dæmi um hin mörgu vandamái, sem forustumenn Framsóknarflokksins standa and- spænis. Þjóðin fylgist með því af mikilli athygli hversu langt þeir munu láta teyma sig í samningun- um. Og því miður fyrir flokkinn virðast menn hafa meiri trú á því, að Hannibalistar hafi styrk til að standa gegn kröfum Alþýðubandalagsins. ¦4 Kennedy „situr hjá" og gleðst Vonir Kennedys glæöast: Meira fylgi ungra kjósenda en keppinautarnir samanlagt Það er miösumurs 1972, og á flokksþingi demökrata er þrátefli. Nixon forseti hefur dregið úr hernaðinum i Vfet- nam og bætt efnahaginn. — Hann er harðvítugur andstæð ingur og hefur færzt í aukana Þeir foringjar demókrata, er börðúst í forkosningunum, Muskie, McGovern og Birch Bayh, hafa unnið einhverja sigra en einnig beðið ösigra. Þeir bera ör eftir harðan slag. Hubert Humphrey kem- ur til/þingsins með peninga og einhvern stuðning fulltrúa gamalla flokksmanna og nokkurra verkalýðsforingja. Ýmsir aðrir hafa stuðnings- menn. Þarna eru menn sem vilja að Lindsay borgarstjóri X New, York fari fram fýrir demókrata. Sumir styðja enn McCarthy. Svertingjar á þing inu bíða átekta. Enginn hefur afgerandi fyigi. Og þá er það, að flokksþingið sameinast i nokkurri örvæntingu og með biandnar vonir um Edward Moore KENNEDY. Kennedy hagnast á leyniskýrslunum Eitthvað á þessa leið lýsir tímaritið Newsweek möguleik- um Ted Kennedys á því aö veröa frambjóðandi demókrata í forsetakosningunum næsta ár, og þá ef til vill annar Kennedy- inn í forsetastóli. Þau tíðindi geröust í mallok, að Kennedy varð allt i einu fyigissterkastur af demókrötum samkvæmt skoð- anakönnunum. Edmund Muskie hafði áður um langan tíma haft mest fylgi. Kennedy kallar sjálf- an sig þessa dagana „eina þing- manninn í öldungadeildinni, sem ekki býður sig fram til að verða forseti". Rétt er það, að það er ekki lítill hópur, sem stefnir að því aö verða í framboði fyrir demókrata i kosningunum. Síð- ustu skoðanakannanir syna. að þar getúr enn allt gerzt. Muskie hefur sett ofan, : Menn hlæja að síendurtekn- um yfirlýsingum Kennedys um, að hann haf i ekki minnsta á- huga á forsetatign. Skoðana- kanhanirnar gefa til kynna, að fólk sé smám saman að .gleyma" slysinu og hneykslinu, sem gerðist á Chappaquiddick- höfða. Kennedy hefur verið i fararbroddi andstæðinga striðs- ins í Vietnam. Margir aörir af leiðtogum demókrataflokksins hafa þar fetað í fótspor hans, en með vaxandi tortryggni al- mennings á athöfnum stjórn- valda í Víetnam, sem hefur enn aukizt með birtingu leyni- skýrslna um málið, hlýtur Kennedy að hagnast meira en aðrir. Meðmæltur aðild kín- verskra kommúnista Kennedy gekk nú i vikunni fram fyrir skjöldu f öðru máli, sem er „viðkvæmt" í Bandaríkj- unum. Hann mælti með því, að kínverskir kommúnistar fengju sæti K\na hjá Sameinuðu þjoð- unum. Þetta hefur nánast eng- inn annar forystumanna í stjórnmálum vogað sér að gera, en skoðanakannanir i Bandaríkjunum hafa leitt I ljós, að meirihlutinn er nú fylgjandi aðild kínverskra kommúnista. Það er ein afleiðingin af pvi, sem kallað he^fur verið „ping- .pong þýðan", sem hljómar klaufalega en með þvi er átt við bætta sambúð Kína Og Bahdaríkjanna, sem kom £ ljðs með ferðalagi bandarískrá tennisleikara til Kína og síðan afnámi ýmissa hafta í viðskipt- um Bandarikjanna við Rauða- Kína. Trúaekki „hneykslissögum" Vinsældir Kennedys hafa ver- ið upp og ofan.'allt frá þvi að slysið varð á Chappaquiddick. Öldungadeildarmenn demókrata viku honum síðast í haust dr sæti aðstoðarleiðtoga í deild- inni. Var sagt, að Kennedy hefði verið „latur" forystu- maður. Einhverjar „hneyklis- sögur" hafa gengið um Ted og sagt, að hann lifði „hátt", en ótvírætt hefur alþýða manna trúað þeim sögum varlega til þessa. Foringjar demókrata hafa haft mörg járn i eldinum. Óvhv sældir Víetnamstríðsins og efnahagslegur vandi, atvinnu- leysi og þó verðbólga, hafa lagt þeim vopn 1 hendur. Kosningar til þings á síðasta hausti gáfu demókrötum nýjar vonir, jafn- vel að beim kynni að takast að fella Nixon í forsetakosningum. Edmund Muskie hafði fariö á' kostum í þeirri baráttu, sem hann hefur fyrir löngu hafið opinberlega fyrir því að verða frambj. demókrata. Hagur Musk ies stóð í mestum blóma, eftir aö hann og Nixon deildu i sjónvarpi fyrir kosningarnar i fyrrahaust og Muskie þótti hafa betur. Að minnsta kosti í bili verður vart þreytú í baráttu Muskies. Honum er fjár vant. Greinilega hefur Muskie ekki vakið mikinn eldmóð í hjörtum a'mennra kjósenda, þð að margir virðist treysta bonum betur en Nixon, enda er Muskie talinn manna heiðarlegastur og traustastur. Illlllllllll Umsjón: Haukur Belgason Gamlir, góðir flokks- menn sterkir á þingum Margir horfa enn vonaraug- um til Huberts Humphreys fyrr- um varaforseta, % hann og Muskie munu koma til með að deila um nærri sama hóp kjós- enda, hina „gömlu, góðu flokks- menn". Þessi harði kjarni flokksins er gífurlega sterkur á flokksþingum. Prófkosningar fara hvérgi nærri fram í öllum fylkjunum, og frá peim fylkjum, þar sem ekki eru sérstaklega kosnir fulltrúar ákveðinna „kandidata", koma hópum saman tryggir flokksmenni sem- eru llklegri til að styðja Hump- hrey eða Muskie en Kennedy, nema flokksþingið lendi í „þrá- skák", eins og áður segir. Hins vegar er Kennedy litrfk- astur. Niðurstöður skoðanakann ana nú eru mikill sigur fyrir hann. Hann fékk átta prósent- um meira en Muskie og ellefu prosentum meirafylgi en Hump- hrey. Hann fékk í könnunum meira fylgi nýrra kjósenda, 20—21s árs, en þeir Humphrey og Muskie samanlagt. i Munu menn rifja upp Chappaquiddick? Hættan fyrir Kennedy er 9ú, að menn „muni aftur eftir Chappaquiddick", þegar fulltrú- ar á flokksþinginu eiga í fúl- ustu alvöru að gera upp við sig, hvort hann skuli ganga fram gegn Nixon. Sumir segja, að í reyndinni þurfi Kennedy meiri reynslu en hann hefur, til að verða forseti. Tillögur hafa komið fram, að Kennedy verði varaforsetaefni í næstu kosningum. en annað hvort Humphrey eða Muskie verði forsetaefnið. Þessi Hump- hrey— Kennedy eða Muskie— Kennedy listi getur orðið sig- urstrang'.egur, sameinað að- dráttarafl trausts og reynds stjórnmálaforingja og „sjarma" Ted Kennedys og vinsældir hans hjá ungum kjósendum og hinum róttækari. Kennedy segist þurfa „tíma til að anda". Á meðan „situr hann hjá" f slagnum um framboðið og gleðst yfir öllu saman, að minnsta kosti um þessar mund- ¦ ¦ '¦ . ¦ .Vf>3?í : - ¦m • iAnibir ðbieul ¦ ai ,¦¦ 'íanti rtrcsri . ðiðoda

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.