Vísir - 24.06.1971, Blaðsíða 6

Vísir - 24.06.1971, Blaðsíða 6
v°PAsV £m% *\m*r v*m\it Tilboð óskast í innanhúss frágang á húsi Barnaskólans í Vestmannaeyjum. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Borgartúni 7, Reykjavík og hjá bæjarverkfræðingi Vest- mannaeyja gegn 2000 króna skilatryggingu. Tilboð verða opnuð 15. júlí n.k. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS BOBGflRTÚNI rSÍMI 10)40 Trésmiðir Trésmiðir óskast i innréttingasmíði og uppsetningar Gott kaup fyrir góða menn. Trésmiðja Austurbæjar hf. Sími 19016 og 85420. Ferðafélagsferðir. Föstudagskvöld 25/6. 1. Landmannalaugar. Veiðivötn. 2. Eiríksjökull. Laugardag 26/6. Þórsmörk. Sunnudagsmorgun 27/6 kl. 9.30. 1. Keilir. Sogin. Ferðafélag> Islands, öldugötu 3, símar: 19533 og 11798. SÓL- BRJN ÁN SÓLBRUNA &SKI SUHTAMWTKm waaycSrastr John Lindsay hí. HELLU OFNINN AVALLT 1 SÉRFLOKKJ HF. OFNASMIÐJAN Einholtí 10. — Simi 212J20. AVGMéghrik, með gleraugumíiú Austurstræti 20. Simi 14566. %ii 2 <roSmurbrauðstofan BJQRNINN Njálsgata 49 Sími 15105 'í upphafi skyldi éndirinn skoða" SBS.ÍUT.BÍK. Karlmenn líta enn á konur eins og „beljur" Sjötug kona skrifar: „Þeir, sem andmæla upp- þvottavélunum, ættu að gera sér grein fyrir þvi, að ttaii kon- unnar á heimilinu er dýrmætur engu síður en tími karlmanns- ins. Hver mínúta er peningur, og sá tíini, sem sparast með uppþvottavélinni, getur verið notaður til annars. Margar kon- ur vinna myrkranna á milli, bæði á heimilinu og utan þess. Það getur vissulega margfald- lega borgað sig að verja fé til að spara konunni stritið á heimil- inu. Karlmenn líta enn á okkur konumar sem „beljur". Beljan er húsdýr, sem gefur arð, og það má ekk; fara of illa með hana, ef hún á að skila nægileg- um afurðum. En karlmennirnir hugsa oft ekki jafnvel um kon- urnar sínar og þeir gera um hinar „beljurnar". Menn hafa skilið nauðsyn þess að hafa aðrar vélar á heim- ilinu, svo sem þvottavélar. En hyenær ætla þeir að horfa lítið eitt lengra?" Afgreiðslutími verzlana Neytandj skritur: „Afgreiðslutími verzlana hef- ur enn einu sinni skotið upp kollinum í umræðum upp á sfð- kastiÖL Verzlunarfðlk vill meira frt á sumrin og vill ekki vinna yfirvinnu eins og skiljanlegt er. En er lokunartíminn nokkurt vandamál? Undanfarin ár hafa ýmsir kaupmenn haft verzlanir sínar opnar fram eftir kvöld- um fram til tíu venjulegast. Mega þeir ekki halda því áfram eins og yerið hefur og vinna þar asamt fjölskyldu sinni? Ég er hræddur um að þarna blandist einnig inn i sjónarmið þeirra „stóru" í verzluninni — stærri verzlununum, sem vilja gina yfir öllu og vilja því láta tak- marka afgreiðsluttoiann. „Litlu" kaupmennirnir vilja halda á- fram að halda uppi kvöldsölu og óþarft er að spyrja neytend- ur — helzt vildu þeir að opið værj allan sólarhringinn." Verður varnarliðið látiðvíkja? Steingrfmur skrifan „Ég skrifa þetta \ tilefni af væntanlegri vinstristjórn. Lýsi þvi jafnframt yfir. að ég ber engan sérstakan kvfðboga fyrir þeim væntanlegu stjórn- völdum, en mig langar að benda þeim mönnum á, að þótt þeir nenn; ekki að reka herinn úr landi, þa ættu þeir nú að nota tækifærið, þann stutta tíma sem þeir sitja í ráðherrastð'um, þvi það er þjóðarskömm hvernig yið látum þetta varnar- lið (sem verður vist að sitja) fara með okkur. V1SIR . Fimmtudagur 24. júní 1971. Hvað ætli ókunnir menn sem tii fslands koma haldi um okk- ur, þegar þeir fá ekki að aka út af flugvallarsvæóinu, án þess aö fá leyfi hjá ibandarísk- um hliðverði í hermannafötum og með byssu í hönd? Hvaö ætli þeir ha'di þegar þeir fara úr landinu aftur, og verða þá að brosa aftur framan í sama vörð, og útskýra fyrir honum að þeir séu að fara um borð \ flugvél? Ég get ekki tayndað mér að ókunnugum detti annað I hug en að við séum hernumdir. Var ekki hugsanlegur ráð- herra, Ragnar Arnalds, for- maður Alþýðubandalagsins einu sinni helzti forsvarsmaður sam- taka sem hétu eða heita Samtök hernámsandstæðinga? Getur hann setzt í ráöherrastól án þess að gera eitthvað f málinu? Gaman væri að heyra I her- námsandstæðingum út af þessu máli!" Símaþjónustan Anna skrifar: „Svo gramdist mér við þjón- ustu landsímans í fyrradag, að ég get bara ekki orða bundizt yfir því. Þ6 er maöur ekkert óvanur þessu hjá þeirri ágætu stofnun en aldrei get ég vanizt svo ókurteisinni, að ég felli mig við hana. Fyrst hringdi ég og pantaði símtal út á land, og við mig var sagt: Augnablik. Síðan var stai- anum skellt á eins og venjulegt er hjá þeiín. Augnablikið teygðist i 10 mímitur, og þá hringdi ég aftur og spurði, hvort ekki væri hægt að ná sambandi. Jú, það var hægt, og samband fékk ég. . Nú vilí syo til, aB við mér blasir eldhúsklukkan, þar sem ég sit við sfaiann. Þegar tæplega 3 mínútur voru liðnar af sam- talinu, sleit ég þvi, án þess að stöðvarstúlkan tilkynnti nokkru sinni þriðja viðtalsbilið. Strax á eftir hringdi ég að grennslast fyrir um, hvað sím- talið hefði verið langt og dýrt. Þá var mér sagt, að það hefði verið 4 viðtalsbil! Fyrst mætir maður snubbótt- um stúlkum, sem eru svo stuttar f spuna, að nálgast hortugheit. Þær þekkja ekki orð, eins og „Góðan daginn", „Gjörið svo vel", „Þakka yður fyrir" eða „Afsakið" Þær ginna mann til þess að bíða „augnablik", þeg- ar þær meina 10 mínútur eða lengur. Og svo er maður hlunn- farinn á samtalstfmanum!" Þetta er hvimleið reynsla ef rétt er. Svipaðar kvartanir höf- um við heyrt af lfkum tilefnum. Ekkí þó vegna mistalningar á lengd símtala, heldur af „frekju" og „dónaskap" suna- stúlkna, eins og sumir hafa orOaS það. — Þetta stingur þö alveg í stóf við reynslu blaSa- manna Vfsís, sem hafa mikil samskipti við landsímann. Þeir bera símastúlkunum vel söguna, og undirritaSur hefur aldrei mætt ókurteisi á beim vigstöðv- um. Miklu fremur meiri lipurS og greiSvikni en með sanngirni var hægt að krefjast. — GP. HRINGIÐ í SfMA 1-16-60 KL13-15 ¦ -

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.