Vísir - 24.06.1971, Side 6

Vísir - 24.06.1971, Side 6
6 V1SIR . Fimmtudagur 24. júní 1971, Tilboð óskast í innanhúss frágang á húsi Barnaskólans í Vestmannaeyjum. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Borgartúni 7, Reykjavík og hjá bæjarverkfræðingi Vest- mannaeyja gegn 2000 króna skilatryggingu. Tilboð verða opnuð 15. júlí n.k. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS B0RGARTÓNI7 SlMI 10140 Trésmiðir Trésmiöir óskast í innréttingasmíði og uppsetningar Gott kaup fyrir góöa menn. Trésmiöja Austurbæjar hf. Sími 19016 og 85420. Smurbrauðstofan Njálsgata 49 Sími 15105 Ferðafélagsferðir. Föstudagskvöld 25/6. 1. Landmannalaugar. Veiðivötn. 2. Eiríksjökull. Laugardag 26/6. Þórsmörk. Sunnudagsmorgun 27/6 kl. 9.30. 1. Keilir. Sogin. Ferðafélag- fslands, Öldugötu 3, símar: 19533 og 11798. SÓL- BRJN ÁN SÓLBRUNA Joiin Lindsay hf. HELLU ' OFNINN ÁVALLT 1 SÉRFLOKKl HF. OFNASMIÐJAN Einholti 10. — Simi 21220. ”í upphafi skyldi endirinn skoða” Karlmenn líta enn á konur eins og „beljur“ Sjötug kona skrifar: „Þeir, sem andmæla upp- þvottavélunum, ættu að gera sér grein fyrir því, að t'imi kon- unnar á heimilinu er dýrmætur engu síður en tími karlmanns- ins. Hver mínúta er peningur, og sá tími, sem sparast með uppþvottavélinni, getur verið notaður til annars. Margar kon- ur vinna myrkranna á milli, bæöi á heimilinu og utan þess. Það getur vissulega margfald- lega borgað sig að verja fé til að spara konunni stritið á heimil- inu. Karlmenn líta enn á okkur konurnar sem „beljur“. Beljan er húsdýr, sem gefur arð, og þaö má ekkj fara of ilia með hana, ef hún á að skila nægileg- um afurðum. En karlmennimir hugsa oft ekki jafnvel um kon- umar sínar og þeir gera um hinar „beljumar". Menn hafa skilið nauösyn þess að hafa aðrar vélar á heim- ilinu, svo sem þvottavélar. En hvenær ætla þeir að horfa lftiö eitt lengra?" Afgreiðslutími verzlana Neytandj skrifan „Afgreiðslutími verzlana hef- ur enn einu sinni skotið upp kollinum í umræðum upp á síð- kastið. Verzlunarfólk vill meira frf á sumrin og vill ekki vinna yfirvinnu eins og skiljanlegt er. En er lokunartíminn nokkurt vandamál? Undanfarin ár hafa ýmsir kaupmenn haft verzlanir sínar opnar fram eftir kvöld- um fram til tíu venjulegast. Mega þeir ekki halda því áfram eins og verið hefur og vinna þar ásamt fjölskyldu sinni? Ég er hræddur um að þama b’.andist einnig inn i sjónarmið þeirra „stóm“ í verzluninni — stærri verzlununum, sem vilja gína yfir öllu og vilja því láta tak- marka afgreiðslutimann. „Litlu“ kaupmennimir vilja halda á- fram að halda uppi kvö’.dsölu og óþarft er að spyrja neytend- ur — helzt vildu þeir að opið værj allan sólarhringinn.** Verður vamarliðið látið víkja? Steingrímur skrifar: „Ég skrifa þetta 1 tilefni af væntanlegri vinstristjóm. Lýsi því jafnframt yfir. að ég ber engan sérstakan kviðboga fyrir þeim væntanlegu stjórn- völdum, en mig langar að benda þeim mönnum á, að þótt þeir nennj ekki að reka herinn úr landi, þá ættu þeir nú að nota tækifærið, þann stutta tíma sem þeir sitja f ráðherrastó’um, því það er þjóðarskömm hvemig við látum þetta varnar- lið (sem verður vfst að sitja) fara með okkur. Hvað ætli ókunnir menn sem tij íslands koma haldi um okk- ur, þegar þeiT fá ekki að aka út af flugvallarsvæöinu, án þess að fá leyfi hjá bandarísk- um hliðverði í hermannafötum og með byssu í hönd? Hvaö ætli þeir ha'di þegar þeir fara úr landinu aftur, og verða Þá að brosa aftur framan í sama vörð, og útskýra fyrir honum að þeir séu að fara um borð Y flugvél? Ég get ekki ímyndað mér að ókunnugum detti annað f hug en að við séum hernumdir. Var ekki hugsanlegur ráð- herra, Ragnar Amalds, for- maður Alþýðubandalagsins einu sinni helzti forsvarsmaður sam- taka sem hétu eða heita Samtök hemámsandstæðinga? Getur hann setzt í ráðherrastól án þess að gera eitthvað í máliné? Gaman væri að heyra í her- námsandstæðingum út af þessu máli!“ Símaþjónustan Anna skrifar: „Svo gramdist mér við þjón- ustu landsímans í fyrradag, að ég get bara ekki orða bundizt yfir þvi. Þ6 er maður ekkert óvanur þessu hjá þeirri ágætu stofnun en aldrei get ég vanizt svo ókurteisinni, aö ég felli mig við hana. Fyrst hringdi ég og pantaði símtal út á land, og við mig var sagt: Augnablik. Síðan var sim- anum skellt á eins og venjulegt er hjá þeim. Augnablikið teygðist S 10 minútur, og þá hringdi ég aftur og spurði, hvort ekki væri hægt að ná sambandi. Jú, það var hægt, og samband fékk ég. Nú vill syo til, aö við mér blasir eldhúsklukkan, þar sem ég sit við símann. Þegar tæplega 3 mínútur voru liðnar af sam- talinu, sleit ég þvi, án þess að stöðvarstúlkan tilkynnti nokkru sinni þriðja viðtalsbilið. Strax á eftir hringdi ég að grennslast fyrir um, hvað sím- talið hefði verið langt og dýrt. Þá var mér sagt, að það hefði verið 4 viðtalsbil! Fyrst mætir maður snubbótt- um stúlkum, sem eru svo stuttar I spuna, að nálgast hortugheit. Þær þekkja ekki orð, eins og „Góðan daginn", „Gjörið svo vel“, „Þakka yður fyrir'* eða „Afsakið“ Þær ginna man„ til þess að bíða „augnablik", þeg- ar þær meina 10 mfnútur eða lengur. Og svo er maður hlunn- farinn á samtalstimanum!" Þetta er hvimleið reynsla ef rétt er. Svipaöar kvartanir höf- um við heyrt af líkum tilefnum. Ekki þó vegna mistalningar á lengd símtala, heldur af „frekju“ og „dónaskap“ sfma- stúlkna, eins og sumir hafa orðað það. — Þetta stingur þó alveg i stúf við reynslu blaöa- manna Vísis, sem hafa mikil samskipti við landsímann. Þeir bera símastúlkunum vel söguna, og undirritaður hefur aldrei mætt ókurteisi á þeim vígstöðv- um. Miklu fremur meiri lipurð og greiðvikni en með sanngimt var hægt að krefjast. — GP. HRINGIÐ í j SlMA 1-16-60 j KL13-15 | mw

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.