Vísir - 24.06.1971, Page 8

Vísir - 24.06.1971, Page 8
) V í SIR . Fimmtudagur 24. júní 197*. VISIR Otgefandi: Keyk)aprent nt. (I Framkvœmdastióri: Sveinn R EyföVsson ) Ritstjóri • Jónas Kristjðnsson ( Fréttastjðri: Jón Birgir Pétursson ) Ritstiómarfulltrúl Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jðhannessoo / Auglýsingar: Bröttugötu 3b. Simar 15610 11680 V Afgreiðsla- Bröttugðtu 3b Simi 11660 / Ritstjðrn: Laugavegi 178. Simi 11660 (5 Unur) \ Askriftargjald kr. 195.00 ð mðnuöi tananlands / I lausasölu kr. 12.00 eintaklð I Prentsmiðla Vísis — Edda ht. ( Vandamál Ólafíu j gftir kosningarnar hefur smám saman verið að koma / í ljós, að tvö vandamál Framsóknarflokksins munu ) hafa megináhrif á samningana um myndun hinnar \ nýju vinstri stjómar, sem farið er að kalla Ólafíu í \ höfuðið á væntanlegum forsætisráðherra hennar. í Fyrra vandamálið er sár þorsti forustumanna Fram- / sóknarflokksins í að komast í ríkisstjóm. Framsókn / hefur nú verið utan ríkisstjórnar langtum lengur en V nokkru sinni áður eða í löng þrettán ár. Það hefur ( komið æ berlegar í ljós, hve erfitt flokkurinn á með að / sætta sig við hlutskipti sitt úti í kuldanum. Flokkur- ) inn hefur alltaf verið byggður upp sem stjómarflokk- ) ur en ekki sem stjórnarandstöðuflokkur. \ Nú eða aldrei, segja því fon1 ' "*i Framsóknar- \ flokksins, þegar þeir hafa r ~)kifæri til að ( hafa forgöngu um stjórnan ndreginn vilji / þeirra leynir sér ekki. Og þann veikleika munu hin- / ir flokkamir notfæra sér í samningunum um myndun ) Ólafíu, Þeir telja sig munu geta teymt Framsóknar- ~\ flokkinn langt. \ Hinn veikleikinn er ósigur Framsóknarflokksins í ( kosningunum. Hann tapaði verulegu fylgi og missti / einn þingmann í kjördæmi hins væntanlega forsætis- / ráðherra sjálfs. Þessi ósigur hefur vitanlega veruleg ) áhrif á samningsaðstöðu Framsóknarflokksins gagn- ) vart Alþýðubandalaginu og Hannibalistum, sem líta \ á sig sem sigurvegara kosninganna. ( Undir venjulegum og eðlilegum kringumstæðum / á forustuflokkur ríkisstjómar að hafa taumhaldið og / ráða ferðinni að mestu leyti. Ef þessu skilyrði er ekki ) fullnægt, verður ríkisstjómin veik og ósamstæð og l skortir samhengi í stjórnarathafnir. Og Frairsóknar- / flokkurinn hefur vegna hinna tveggja veikleika sinna ) ekki nægan sJ'rrk til að ráða úrslitum um stefnu og ) gerðir vinstri stj J rr";r r. ) Alþýðubandalagið og I-Iai::* balistar munu halda því \\ fram, að kosningarnar sýni, að sjónarmið þeirra eigi (( að vera þyngst á metunum en ekki sjónarmið Fram- // sóknarflokksins. Þjóðviljaliðið í Alþýðubandalaginu ! mun gera atrennu að ákveðnum ráðherraembættum, j svo sem dómsmálum, utanríkismálum og mennta- ) málum, sem lýðræðissinnum er ákaflega illa við, að \ lendi í höndum kommúnista. Hversu fast mun Fram- (( sókn standa gegn þeim kröfum? Er Hannibalistum ef / til vill frekar treystandi til að standa vörð um sjón- / armið lýðræðissinna? ) Þetta er aðeins eitt dæmi um hin mörgu vandamál, ) sem forustumenn Framsóknarflokksins standa and- \ spænis. Þjóðin fylgist með því af mikilli athygli ( hversu langt þeir munu láta teyma sig í samningun- / um. Og því miður fyrir flokkinn virðast menn hafa / meiri trú á því, að Hannibalistar hafi styrk til að ) standa gegn kröfum Alþýðubandalagsins. ) 4 Kennedy „situr hjá“ og gleðst Vonir Kennedys glæðast: Meira fylgi ungra kjósenda en keppinautarnir samanlagt Það er miðsumars 1972, og á flokksþingi demðkrata er þrátefli. Nixon forseti hefur dregið úr hemaðinum í Vlet- nam og bætt efnahaginn. — Hann er harðvítugur andstæð ingur og hefur færzt í aukana Þeir foringjar demókrata, er börðust í forkosningunum, Muskie, McGovem og Birch Bayh, hafa unnið einhverja sigra en einnig beðið ósigra. Þeir bera ör eftir harðan slag. Hubert Humphrey kem- ur til, þingsins með peninga og einhvem stuðning fulltrúa gamalla flokksmanna og nokkurra verkalýðsforingja. Ýmsir aðrir hafa stuðnings- menn. Þama em menn sem vilja að Lindsay borgarstjóri í New York fari fram fyrir demókrata. Sumir styðja enn McCarthy. Svertingjar á þing inu bíða átekta. Enginn hefur afgerandi fylgi. Og þá er það, að flokksþingið sameinast i nokkurri örvæntingu og með blandnar vonir um Edward Moore KENNEDY. Kennedy hagnast á leyniskýrslunum Eitthvað á þessa leiö lýsir tímaritiö Newsweek möguleik- um Ted Kennedys á því aö veröa frambjóöandi demókrata í forsetakosningunum næsta ár, og þá ef til vill annar Kennedy- inn í forsetastóli. Þau tíðindi geröust í máilok, að Kennedy varð allt í einu fyigissterkastur af demókrötum samkvæmt skoö- anakönnunum. Edmund Muskie hafði áöur um langan tíma haft mest fylgi. Kennedy kallar sjálf- an sig þessa dagana „eina þing- manninn f öldungadeildinni, sem ekki býður sig fram til aö verða forseti". Rétt er þaö, að það er ekki lítill hópur, sem stefnir að því aö verða í framboði fyrir demókrata í kosningunum. Síð- ustu skoðanakannanir sýna. aö þar getúr enn allt gem. Muskie hefur sett ofan. Menn hlæja aö síendurtekn- um yfirlýsingum Kennedys um, að hann hafi ekki minnsta á- huga á forsetatign. Skoðana- kannanirnar gefa til kynna, aö fólk sé smám saman aö ,g!eyma“ slysinu og hneykslinu, sem gerðist á Chappaquiddick- höfða. Kennedy hefur verið i fararbroddi andstæöinga striðs- ins í Víetnam. Margir aörir af leiðtogum demókrataflokksins hafa þar fetað í fótspor hans, en með vaxandi tortryggni al- mennings á athöfnum stjórn- valda í Víetnam, sem hefur enn aukizt meö birtingu leyni- skýrstaa um máliö, hlýtur Kennedy að hagnast meira en aðrir. Meðmæltur aðild kin- verskra kommúnista Kennedy gekk nú í vikunni fram fyrir skjöldu i ööru máli, sem er „viðkvæmt" í Bandaríkj- unum. Hann mælti meö því, að kínverskir kommúnistar fengju sæti KVna hjá Sameinuðu þjóð- unum. Þetta hefur nánast eng- inn annar forystumanna f stjómmálum vogað sér að gera, en skoðanakannanir í Bandarikjunum hafa leitt í ljós, að meirihlutinn er nú fylgjandi aðild kínverskra kommúnista. Það er ein afleiðingin af því, sem kallað hefur verið „ping- pong þýðan", sem hljómar klaufalega en með þvi er átt við bætta sambúð Kína og Bandaríkjanna, sem kom í ljós með ferðalagi bandarískra tennisleikara til KSna og síðan afnámi ýmissa hafta í viðskipt- um Bandaríkjanna við Rauða- Kfna. Trúaekki „hneykslissögum“ Vinsældir Kennedys hafa ver- ið upp og ofan/allt frá þvf að slysið varð á Chappaquiddick. Öldungadeildarmenn demókrata viku honum síðast I haust úr sæti aðstoðarleiðtoga í deild- inni. Var sagt, að Kennedy hefði verið „latur" forystu- maður. Einhverjar „hneyklis- sögur“ hafa gengið um Ted og sagt, að hann lifði „hátt“, en ótvírætt hefur alþýða manna trúað þeim sögum varlega til þessa. Foringjar demókrata hafa haft mörg járn í eldinum. Óvin- sældir Víetnamstríðsins og efnahagslegur vandi, atvinnu- leysi og þó verðbólga, hafa lagt þeim vopn 'i hendur. Kosningar til þings á síöasta hausti gáfu demókrötum nýjar vonir, jafn- vel að þeim kynni að takast að fella Nixon í forsetakosningum. Edmund Muskie hafði farið á kostum í þeirri baráttu, sem hann hefur fyrir löngu hafið opinberlega fyrir þvf að verða frambj. demókrata. Hagur Musk ies stóð í mestum blóma, eftir aö hann og Nixon deildu í sjónvarpi fyrir kosningamar i fyrrahaust og Muskie þótti hafa betur. Að minnsta kosti í bili verður vart þreytu í baráttu Muskies. Honum er fjár vant. Greinilega hefur Mtiskie ekki vakið mikinn eldmóð í hjörtum a'mennra kjósenda, þó aö margir virðist treysta honum betur en Nixon, enda er Muskie talinn manna heiðarlegastur og traustastur. Illlllllllll asi'B'ass Umsjón: Haukur Helgason Gamlir, góðir flokks- menn sterkir á þingum Margir horfa enn vonaraug- um til Huberts Humphreys fyrr- um varaforseta, e^ hann og Muskie munu koma til með að deila um nærri sama hóp kjós- enda, hina „gömlu, góðu flokks- menn". Þessi harði kjami flokksins er gffurlega stericur á flokksþingum. Prófkosningar fara hvergi nærri fram í öllum fylkjunum, og frá þeim fylkjum, þar sem ekki eru sérstaÚega kosnir fulltrúar ákveðinna „kandidata", koma hópum saman tryggir flokksmennV sem eru líklegri til að styðja Hump- hrey eða Muskie en Kennedy, nema flokksþingið lendi í „þrá- skák", eins og áður segir. Hins vegar er Kennedy litrfk- astur. Niðurstöður skoðanakann ana nú eru mikill sigur fyrir hann. Hann fékk átta prósent- um meira en Muskie og ellefu prósentum meira fylgi en Hump- hrey. Hann fékk í könnunum meira fylgi nýrra kjósenda, 20—21s árs, en þeir Humphrey og Muskie samanlagt. Munu menn ríf ja upp Chappaquiddick? Hættan fyrir Kennedy er sú, að menn „muni aftur eftir Chappaquiddick", þegar fulltrú- ar á flokksþinginu eiga í fúl- ustu alvöru að gera upp við sig, hvort hann skuli ganga fram gegn Nixon. Sumir segja, að í reyndinni þurfi Kennedy meiri reynslu en hann hefur, til að verða forseti. Tillögur hafa komið fram, að Kennedy verði varaforsetaefni i næstu kosningum. en annað hvort Humphrey eða Muskie verði forsetaefnið. Þessi Hump- hrey— Kennedy eða Muskie— Kennedy listi getur orðið sig- urstranglegur, sameinað að- dráttarafl trausts og reynds stjórnmálaforingja og „sjarma" Ted Kennedys og vinsældir hans hjá ungum kjósendum og hinum róttækari. Kennedy segist þurfa „tíma til að anda". Á meðan „situr hann hjá" í slagnum um framboðið og gleðst yfír öllu saman, að minnsta kosti um þessar mund- ir.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.