Vísir - 03.07.1971, Blaðsíða 1

Vísir - 03.07.1971, Blaðsíða 1
VÍSIR 61. árg. — Laugardagur 3. júlí 1971. — 147. tbl. 75 brýr byggðar í sismar Brúarsmiðir Vegagerðarinnar munu víða bera niður með tæki sín i sumar að brúa stórár. Næstu daga verður lokið smíði brúar yfir Hvítá í Borgar- firði. Er þ-að 70 m löng stálbita brú á steyptum stöplum, og eft- ir því, sem brúarverkfræðingur Vegagerðarinnar tjáði Vísi í morgun, verður hægt að aka •þar yfir um miðjan júlí. í sumar verður svo byrjað á ■langri brú á Norðurá hjá Haugum. Verður sú brú 118 m, en ekki verður þeirri smíðlokið fyrr en næsta sumar. 56 m löng bogabrú verður gerð yfir Haukadalsá í Dölum. Allar nefndar brýr verða aðeins gerðar með einni akbraut, þannig að á þeim geta bílar ekki mætzt, sama er að segja um 20 m langa brú yfir Þórsá á Vatnsnesi og 70 m langa stálbitabrú yfir-Köldukvísl á Tiörnesi. — Helga Eldon tekur i jbessum mánuði jbátt i Miss Young International keppninni • Nú líður senn að þvf, að íslenzkar stúlkur fari utan til þátttöku í fyrstu alþjóðlegu fegurðarsamkeppnum ársins. Fyrsta stúlkan, sem legg- ur af stað til keppni verður að öllum líkindum Helga Eld- on, 17 ára gömul ballettdans mær úr Kópavogi, en hún var í janúarmánuði sl. kjörin full trúi ungu kynslóðarinnar og þar af leiðandi fulltrúi íslands í keppninni um titilinn Miss Young Internatinoal 1971, en sú keppni fer fram í Tokyo um miðjan þennan mánuð. Sem kunnugt er var það Henný Hermannsdóttir. sem hlaut Miss Young-titilinn í fyrra og mun hún því krýna þá -túlku sem hlýtur titilinn næst. t>að var líka Henný, sem í vet ur stóð fyrir vali fulltrúa ís- lands til keppninnar, þar eð Einari Jónssyni, sem til þessa hefu,- staðið að vali allra þeirra íslenzku stúlkna sem farið hafa utan til þátttöku í fegurðarsam keppnum — var meinaö af hálfu samtaka alþjóðlegra feguröar- samkeppna að eiga þátt í vali stúlkna til þátttöku í Internati- onal-keppnum, sem þá stóöu ut- an við samvinnu annarra alþjóð legra fegurðarsamkeppna. Síðan Henný hélt keppnina á Sögu hafa veöur skipazt þann ig í lofti, að International-keppn in hefur verið tekin í sátt við alþjóðlegu samtökin og Einari veitt að nýju umboð keppninn ar hér á íandi. Er það því fýrir milligöngu Einars, sem Helga Eldon fer utan ti] þátttöku í keppninni í Japan. Henný og Unnur móðir hennar hafa þó ekki sleppt hendinni með öllu af Helgu, heldur hafa þær unn ið aö því af miklu kappi, að búa hana sem bezt undir Japansferð ina. —'ÞJM „Ég var til að byrja með á móti þvi, að taka þátt í þessari keppni, en nú hef ég sannfærzt að svona keppnir eru ekki svo vitlausar“, segir Helga Eldon og rökstyður mál sitt með því, að þær stúlkur, sem ná langt í fegurðarsamkeppnum fá oft mörg stór tækifæri sem þær ella hefðu ekki fengið. CR ÓLAFlA AB FÆÐAST? — miðar i áttina Fulltrúar þríflokkanna sátu á fundum í gær, hátt í fimm tíma. Fundir verða í dag í undirnefnd um og síðan á morgun. Þó að mörg mál séu ó- leyst, töldu fulltrúar um vinstri stjórn flokkanna í gærkvöldi, að talsvert hefði miðað í áttina. Fulltrúarnþ lögöu áherzlu á það, að raunverulegar viðræöur þeirra hefðu ekki staðið nema í eina viku. Fjórar undirnefndir starfa, og hafa þær ekki s'kilað endanlegum niðurstöðum. Sam kotnulag er um sum mál og nokkur ágreiningur um önnur. Opinberlega er ekki annaö gef ið upp en að afstaða Alþýöu- flokksins hafi engu breytt um viöræðurnar. Það mun þó mála sannast að Hannibalistum sé nokkur vandi á höndum. Þeir hafa lýst því yfir, að aðal tak- mark þeirra sé sameining „jafn aðarmanna“ á íslandi. Slfk sam eining yrði örðug ef Hannibalist ar verða í stjórn en Alþýðu- flokkurinn í stjórnarandstöðu. Sögusagnir gengu um bæinn í gær, um að vinstri stjórn væri í burðarliðnum, og væru ráö- herrar þeir Ólafur Jóhannesson, Einar Ágústsson, Halldór E. Sig urðsson, Lúðvík Jósefsson, Ragn ar Arnalds og Hannibal Valdi marsson. Þessi stjórn var að minnsta kosti ekki mynduö i gær, og var nokkur í land, að endanlegt samkomulag tækist um stjórnarmyndun. —HH - ■ "í, EKKI REFSIVERT MAÐUR STRÝK- ÚR FANGELSI EF UR MARGIR velta þvl fyrirsér, hvort ekki liggi refsing við því að brjótast út úr fang- elsi hér á landi, upp á það AEvarlegt slys við Gunnarshólina Alvarlegt slys varð við Gunnars hólma í gærkvöldi. Bifreið, sem var á leið austur jijóðveginn, ðk á gangandi mann, sem slas- aðist lífshættulega. Maðurinn var fluttur á slysavarðstofuna, og nánari fréttir höfðu ekki bor- izt, þegar blaðið fór í prent- un. —HH aö gera, hvort strokumenn hafa erindi sem erfiöi, þegar þeir saga sig út úr „hripleku" tukthúsi til að komast á kend erí í einn sólarhring eða svo. Lög, sem fjalla um strok úr fangelsi, eru einkennileg að því leyti, að strokiö er hegningar- lagabrot, ef fleiri en einn taka sig saman um að stinga áf. Laumist einhver einn fangi brott upp á eigin spýtur, telst það einungis vera agabrot, og engu er bætt viö refsingu hans. Samsæri tveggja eða fleiri manna um að brjótast úr fang- elsj er hins vegar tekið fyrir af dómstólum, og er refsaö fyrir brotið meö þyngdum fangelsis- dómi. — ÞB Austurlandi í smíðum. eru þær yfir Gilsá, 100 m löng stálbitabrú, sem ekki verður Iokið fyrr en næsta sumar. og svo yfir Rjúkandj i Jökuldal. 1 Hornafirði verður byggð 40 m steypt bitabrú yfir Laxá 5 Nesjum. Bráðlega munu hefjast fram- kvæmdir við brúarbyggingu á Fjallabaksvegi, verður þar byggð yfir Syðri-Ófæru, 20 m stálbitabrú, og verður sú brú eina brúin á hálendinu, sem Vegagerðin gerir, en FjaHabaksleið er á framkvæmda áætlun Vegagerðarinnar. Sunnanlands verður byggð yfis? Deildará í Mýrdal, 14 m steypt brú og yfir Svalbælisá og Bakkakotsá undir Eyjafjöllum. Síðar í sumar verður svo byggð ný brú yfir Glerá við Akureyri Eru þá upptaldar aliar þær brýr sem Vegagerðin sjálf hefur afskipti af, þ.e. auk ýmissa smábrúa, minni en 10 m langar, en auk nefndra brúarsmíða munu verktakar byggja 2 brýr á Suðurlandi, þ.e. brú yfir Korpu á Vesturlandsvegi og brú á Suðurlandsvegj í Ölfusi. — GG 0 Islendmgar fundu upp föstudags- og laugardagskvöidin fil að sigrast á leiðindum OKKUR íslendingum þykir jafn an fróSIegt að lesa, hvað erlend um mönnum finnst um okkur og hvað þeir skrifa í erlend blöð um Iand og þjóð og hegðan henf ar. í blaðinu er skýrt frá skrif- um bandarísks blaðamanns, sem segir að íslendingar hafi sigrazt á eldi, fs, vatnsflóðum og leið- indum. Hið síðastnefnda hafi þeir sigrað með því að finna upp föstudags- og Iaugardagskvöldin sem á íslandi séu nokkuð frá- brugðin því, sem gerist annars staðar. S/O bls. 2 Einar sendir stúlkuna. sem Henný valdi, til Japan

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.