Vísir - 03.07.1971, Blaðsíða 5

Vísir - 03.07.1971, Blaðsíða 5
. Laugardagur 3. júlí 1971 5 Að lifa kristindóminn „AHt sem þér viljið, að mennirnir gjöri yður það skuluð þér og þeim gjöra“. Þ^tð er lítill vandi að teljast kristinn maður. Aftur á móti reynist öllu örðugra að vera það. — Sá, sem vill vtera ein- lægur og hreinskilinn, neyðist oft til aö taka undir með post- ulanum og segja: „Hið góða, sem ég vil, gjöri ég ekki, en hið vonda sem ég vil ekki, það gjöri ég“. Að standa stöðugur í straumi lífsins, samkvæmt boðskap krist innar trúar, er ekkj á valdi allra. Okkur hættir svo oft til að ber- ast með straumnum og láta jafn vej „fljóta sofandi að feigðar- ósi“ f volki lífsins. Við gleym- um iöulega að treysta þau varn arvirki, sem kristin trú hefur lagt okkur i hendur, þegar í æsku, Ailir eru á einu máli um það, aö kirkjan eigi í vök að verjast nú á dögum. Það eru svo marg ar raddir sem kalla til okk- ar. Þær berast til okkar úr ýms um átum og er alkunnugt, aö þær reynast iðulega mörgum sinnum háværari en rödd kirkj- unnar. Þó munu flestir viður- kenna að rödd hennar ætti að ná hærri og fegurri tónum en allt annað, sem bgrst að eyrum okkar — Kirkjan á að visa okkur leiðina til sannrar ham- ingju. lífsgieði og lífsorku. Shk undur á hún i fórum sínum. En kennimönnúm kirkjunnar er ærinn vandi á höndum .Það gildir ekki einu, hvernig hinn mikli gleðiboðskapur er fluttur, svo að hann náj eyrum fjöldans. „Bráðum kveð ég fólk og frón og fer í mína kistu — rétt að segja sama flón sem ég var í fyrstu". Svo kvað Matthías, eitt af höfuðskáldum þjóðarinnar á sín um tima, hann, sem hafði „lært bækur og tungumái og setið við lista lindir". En eftir því sem Matthias nam fleira, þeim mun meira fannst honum skorta á þekkinguna, sem hann þráði. Hvað* mun þá um okkur hin? Og um móður sína sagði hann: ,,en enginn kenndi mér eins og þú ið eilifa og stóra, kraft og trú, né gaf mér svo guðlegar myndir". Ég býst við ,að boðskapur Þóru í Skógum hafi ekkj verið flókinn eða kreddukenndur, ekki vafinn ,,dogmum“ eða kenni- setningum. Hún hefur ekki ver ið að flækja málið fyrir syni sínum með samþykktum kirkju- deilda eða sértrúarflokka, held ur boðað honum trúna i þeim einfaldleika sem hún er byggð á. Og á þann veg gat hún gefið honum svo „guðlegar myndir“, að þær stóðu honum fyrir sjón- um ævina á enda. Auk þess, að séra Matthías var þjóðskáld síns tíma, er hann talinn koma næstur Hallgrimi Péturssyni sem trúarskáld. — Hann var víðsýnn og frjálslynd- ari en flestir samtíðarmenn hans. — Og þó að efinn lædd- ist að honum endrum og sinn- um var það aðeins skamma stund. Upp úr þeirri lægð reis hann fljótt stærri og sterkari en nokkru sinni fyrr. Og þá boðaði hann: „Trú þú, Upp..dr djúpi dauða drottins rennur fagra hvel“. Og hvergi sést það að hiann hafi talið nauðsynlegt fyrir manninn að nálgast guð og frels arann eftir sérstakri „Knu“ — svo sem oft er boðað. — Sjálf- ur var hann hlaðinn bjartsýni og samúð, sem náði til yztu marka mannlegs lífs. Honum fannst allt fengið, ef maðurinn gat borið samðð og fórnarlund „fram að fótskör guðs“. Ég hef oft óskað þess, að kénnimenn kirkjunnar gætu í þessu efni fetað í fótspor séra Matthíasar. Ég heid að sumum þeirra hætti til að lenda utan við „höfuðatriði kristindómsins“ og gefi jafnvel „steina fyrir Borg á þar sem an. Þar settir. Mýrum — einn nafnkunnasti sögustaður landsins, Skallagrímur, Egill og Snorri hafa gert garðinn fræg- hefur um langan aldur vcrið kirkjustaður og prests- brauð“. Okkur skiptir engu máli um kennisetningar, smáatriði eða flækjur, sem eins og drepa boðskapinn í dróma. Hefur jafn vel komizt svo að orði, að til væru þeir predikarar er næst- um lokuðu himnaríki fyrir mönn um. Svo þröngar gerðu þeir dyrnar. Höfuðatriðið held ég sé að boða mönnum trú á aVóðan og alltsjáandi guð, þann góða föð- ur, er öllum vill hjálpa, er til hans leita — og að líkindum hinum líka. „Þú mátt þetta ekki því að guð sér til þín“, sagði danska ævintýraskáldiö H. C. Andersen við karlinn, sem ætlað; að berja hann með staf sínum. Þetta haföi gamli maðurinn aldrei hugleitt, hætti viö ætlunarverk sitt, lét stafinn falla og sneri hið bráðasta heim ti! s’i'n. Þetta, að „uð sér ti! þín“, er hol] og nauðsynleg hugvekja hverjum manni. En móðir Andersens hafði frætt hann í æsku, Tíkt og Þóra í skógum Matthias. Og boöskapur frelsarans, eins og hann er bezt boðaður í guð- spjöllunum, er svo stór og um húgsunarverður, að honum ber að gera góð skil í túlkun. svo að allir geti skiliö hann,,en forð- ast að vefja hann f smámuna- semi og kreddur. Hann er í eðli sínu gleðiboðskapur, sem á að vera hverju barni auðskilin. Eitt aðalverkefni kirkjunnar hlýtur áð ’ VéraA það að gera mennina sem bezt ■ sambúðar- hæfa. - skapa fagurt mannlíf á jörðu hér. Myndi sá kristni boðskapur draga langt, ef al- menningur hlýddi kalli þessu: „Allt. sem þér viljið, að menn- irnir gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra". Þarna er þunga miðja allrar siðfræði og lyki-11- inn að góðum sambúðarháttum manna. En menn gleyma þvi iðulega að sérhyggjan gefur aldrei góða raun fyrir almenning. Hins vegar á samhyggjan samleið með krist inni trú, þvi að hún felur í sér boðorðið: „Elska skaltu náung- ann eins og sjálfan þig“. Og fórnarlund og félagshyggja marka leið dyggðarinnar með orðunum: „Berið hver annars býrðar". En því miður á sú kenning of fáa fylgjendur. Hún er vissulega athyglisverð bæn séra Matthíasar: „0 faðir, gjör mig styrkan staf að styðja hvern, sem þarf, unz al'lt það pund, er guð mér gaf, ég gef sem bróður arf“. Við htjótum að iáta, að trú- in sé einskis virði ef okkur tekst ekki að lifa hana. Eitt af því, sem mér finnst kennimenn kirkjunnar láta und ir höfuð leggjast, er að tengja saman frásagnir guðspjallanna við nútímann. Við vitum, að kær leiks -og kraftaverk eiga sögur frá öllum tímum liðinna alda Oa þær söaur m°ga ekki elevm ast og verða að seaiast Fjöl- marga þyrstir í þær. — Oa ef ekkert kærleiks- og kraftaverk varðar 'eiðina frá hinni fvrstu kristni til okkar daga. læðist sú hugsun að möraum. að ..bráður- inn að nfan" sé slitinn. Þó að af mörgu sé að taka, vil ég i Ix-ssu samhandi segja frá smáþætti f Hfj eins manns. Kristleifur Þorsteinsson fræði- maður á Stóra-Kroppi skrifaði á sínum tíma minningargreinar um marga Borgfirðinga, þar á meðal um Jón bónda Þorsteins son á Úlfsstöðum í Hálsasveit. Tek ég hér upp örfáar I’inur. Þar segir meðal annars: Jón var strax á barnsaldri hvers manns hugljúfi, svo orð var á gert. Entist sú skapgerð til æviloka ... Fátækur og jarðnæðislaus ekkjumaður átti þrjá syni, alla vel gefna. En innan við ferm ingaraidur missir einn þeirra bræðra heilsuna. svo að líkami hans hrömaði smátt og smátt, að sama skapi sem önnur börn þroskuðust ár frá ári. Ég minn ist þess eitt sinn er ég við Reyk holtskirkju sá föðurinn leiða þennan sjúka son. fríöan og greindarlegan, en þá orðinn nær magnþróta. Allir hltu að hrærast til meðaumkunar er litu þeta ólæknandi bam, en fáir munu hafa treyst sér að bæta við önn ur heimilisstörf að taka það á arma s'ina. En þetta gat Jón á Clfsstöðum. Með aðstoð konu sinnar og barna gekk hann þess um dreng í stað góðrar móöur. bar hann út og inn, útvegaði hon um góðar bækur, meðan hann gat haft þeirra not og eftir erf iði dagsins var hann óþreytandi1 að annast þetta lifandi lík daga og næfur þar til yfir lauk eftir margra ara hélsfríð". Þetta og annað slíkt, má , kallast að • lifa<. kristindóminn. Borgarkirkja. Það er leikmaöur, sem skrif- ar hugvekju Kirkjusíðunnar í dag — Björn Jakobsson, fyrr verandi kennari í Borgarnesi. Hann er fæddur að Varmalæk í Borgarfiröi áriö 1894, stund aöi einn vetur nám f Hvítár bakkaskóla og var þar kenn ari árin 1920—1926. Síðan kenndi hann lengi viö hér- aðsskólann í Reykholti. Á unga aldri lærði Björn orgel leik nokkrar vikur í Reykja- vík. Hefur hann veriö organ isti í ýmsum kirkjum í Borgar firði og er það enn þrátt fyrir háan aldur. Ennfremur hefur hann kennt söng á vegum Kirkjukórasambands íslands. Björn er maöur sögufróöur einkum um menn og málefni í héraöi sínu og hefur skrifað um það góöar greinar í blöö og tímarit. Undanfarin ára- tug hefur Björn stýrt riti sem Kaupfélag Borgfirðinga gefur út og skrifað í það margar gagnfróölegar greinar. Þaö er eigulegt rit og vel úr garði gert og ber ritstjóra sínum gott vitni. -13il i/fc - , Björn Jakobsson var kvænt ur Guðnýju Kristleifsdóttur frá Stóra-Kroppi. Hún andað ist 1932. BlessaÖ lífið Níokkru áður en Páll sagnfræðingur Melsteð andaðist kom Tryggvi Gunnarsson í heimsókn til hans. Gamli maðurinn var þreyttur, þvi aö nokkrir kunningjar hans höföu verið í heimsókn hjá honum áður en ég kom, segir Tr. G. Samt var hann skrafhreifur og glaður í rúmi sinu. Eftir nokkra stund sagði ég, að nú ætlaði ég að fara svo að hann gæti hvílt sig. En í því féll hann í dvala og var að tala við sjálfan sig hálf-vakandi og hálf- sofandi: „Blessað landiö.. . Það er svo fallegt. — Blessað lífiö . . .Það hefur veriö svo ánægjulegt.Blessaður Guð, hann er svo miskunnsamur og góöur.“ Þetta voru síðustu orðin, sem ég heyrði til þessa' hug- ljúfa öldungs, Litlu síöar andaðist hann á 98. aldursári. Seinna kom mér i hug, að þessi fáu orö Páls væru ljösmynd af lifi hans. Tr. G.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.