Vísir - 03.07.1971, Blaðsíða 13
VÝ'áÉSJR« SLaugardagur 3. júlí 1971.
' r Tf 'r i.i'f-i’!;f r!,';i i i i f 'T-T >r ” i-’-m'i 7 r'i!' ! 1!- ri
r
Yistir í
útileguna
— feknar saman fyrir vikudvöl hjóna með
tvö börn — og litið er i litlu bókina, sem
dugað hefur i 25 ár sem minnisbók fyrir
útileguna
T ítil, svört vasabök hefur kom-
ið Þorbjörgu Sigurðard. að
miklum notum undanfarin 25 ár,
þegar hún hefur verið að útbúa
sig fyrir ferðalög. 1 litlu vasa-
bókrna hefur hún skráð allt það
helzta sem hún þarf á að halda
fyrir ferðalögin bæði mat og
ferðaútbúnað.
Litla bókin var fyrst tekin i
notkun, þegar Þorbjörg var
skáti, síðar meir, þegar hún
var að útbúa nestið í ferðalagið
með fjölskyldunni.
„Ekkert mátti gleymast, for-
inginn varð að muna eftir öllu“,
segir Þorbjörg um það, þegar
hún tók bókina fyrst í notkun
sem skáti. „Eftir að við giftum
okkur og eignuðumst dreng
kom ýmislegt annað á daginn,
sem þurfti að hafa með sér i
útileguna. Það er alveg nauð-
synlegt að hafa svona listh til
að líta í ár frá ári, þegar byrjaö
er að fara TÍerðalögin, til þess
að ekkert gieymist.“
TVfú grípur eiginmaður Þor-
' bjargar, Kolbeinn Kristins-
son, kaupmaður í Kostakjöri
fram í þessar viðræður og seg-
ir: „Ekki má gleyma fatakrók-
unum í tjaldið og kertunum,
þegar kemur fram í ágúst“. Þor-
björg bætir við og segir: ,,já og
spilunum".
Þau hjónin gerðu mikið af
því áður fyrr að fara 1 tjaldúti-
legur um helgar, en nú eiga þau
sumarbústað á Selfossi og þang-
að fara þau yfirleitt. „En skil-
yrðislaust förum við I eina eða
tvær tjaldútilegur á sumri“. Þau
hafa ferðazt vítt og breitt um
Iandið bæði í byggð og óbyggð.
í sumar á að skoða Snæfellsnes-
ið. Og litla bókin, hún er tekin
fram áður en haldið er af stað.
J^n nú snúum við okkur að þvli
að velja vistir handa hjón-
um með tvö börn f útileguna.
Miðað er við sjö daga vist. Sam-
anlagður kostnaður kom heim
og saman við þær hugmyndir,
sem gerðar höfðu verið fyrir-
fram um kóstnaðinn — en fyrst
verða taldar upp þær matarteg-
undir, sem valdar voru. Við
hugsum okkur, að fjölskyldan
útbúí sig fyrirfram með smurt
brauð f nesti og káldár kðtlíétt-
ur til að létta matseldina fyrstu
dagana. • Fýrsti; dagurinn fer yf-
irleitt í að koma sér á staðinn,
en um kvöldið má taka fram
pylsupakkann og sjóða nokkrar
pylsur f snarheitum, börnin
hefðu ekkert á móti því, eða
geyma þær til næsta dags. ef
langt er liðið á kvöld. en ekki
lensur því geymsluþolið er
mjög takmarkað. Þegar lensra
líður á útileguna eru niðursuðu-
dósir teknar fram og niðursoðin
Þorbjörg með bókina í annarri hendi — þama sjáum við mestan hluta af vikuforða, sem
hjón með tvö börn þurfa að hafa með sér í! útileguna.
mjólk. Ef ferðazt er í byggð er
auðvit að hægt að endumýja
mjólkurbirgðirnar. Og hangikjöt
er soðið áður en lagt er af stað,
það geymist' vel ög' hægt er að
nota afganginn sem álegg. Eins
pg kemur í ljós er ríflega
skammtað, reyndar höfum við
grun um að eitthvað smáve^is
verði afgangs, en e.t.v. eyðist
'meira af öörtím vörum ‘því
-þetta er ekki tæmandi listi að-
eins ábending. ..........
Tjá er listinn þessi: Hangi-
kjötslæri, kótelettur 9 stk.,
2 pk. egg. 750 gr. smjör, fransk-
brauð, heilhveitibrauð, 2 pk.
flatbrauð (gott að hafa meö
hangikjötinu), kartöflur (ekki
nauðsynlegar). 1 gúrka, 8 stk.
tómatar, ostur sem álegg, pyls-
ur, 3 pk. harðfiskur, 2 stk.
suðusúkkulaði (gott að hafa
I^ölskyldan ogtjeimilid
súkkulaðibfta f lengri göngu-
ferðir) appelsínur einnig 2 kg.,
1 kg. epli 6 bananar. Drykkur:
2 1. mjólk, 2 dósir niður-
soðin mjólk, 1 lítri ávaxtasafi,
sem er blandað f 4 1. af vatni,
kakó, te, neskaffi, 3 pk. súpa
(fljóteldað), I pk. súputeningar
(ódýrir, auðveldir, notadrjúgiT
og .nærandi), 2 pk. hrökkbrauð,
þegar nýja brauöið er búið, 2
pk. kex sætt. Niðursoðnar vör-
ur: .2 dósir' sardT'ntir, 2 dósir
grænar baunir, 2 dósir blandað
grænmeti (til að létta matseld-
ina), 1 heildós fiskibollur, heil-
dós nautasmásteik, heildós kjöt-
bollur og sviðadós, 1 pk. kar-
töflumús. Heildarkostnaður
2.783 kr. 20 aurar.
Þessum lista má auðvitað
breyta og bæta, t.d. búðings-
pakka. með köldum búðing við.
Sleppt var tómatsósu og sinn-
epi, sykri og salti, sem tekið er
með í litlum flátum að heiman.
Þetta kostar eldamennsku, sem
veldur fjölskyldunni lítilli sem
engri fyrirhöfn þann tíma, sem
hún er í útilegunni. Við þennan
kostað bætist kannsk; sælgæti
og gosdrykkir en það er ein-
staklingsbundin neyzla. í stað
er betra að hita fcakö
snemma morguns áður en lagt
er af stað og setja á hitabrúsa
— það er gobt og nærandi á
ferðalaginu.
T litftu bókinní hennar Þor-
bjargar fáum við lista yfír
leikföng handa bömum: Bítl,
skófla indfánatjald, fata og
bolti, en það er eitt nauðsynleg-
asta leikfapgið, Svo hafa þau
skráð hjá sér badmintonspaða,
en feðgamir hafa gaman af
þeirri iþrótt.
Tjaídútbúnaðurinn skiptár
ehmig máli, fyrir utan tjaild
og svefnpoka má ekki gleyma
tjaldhælum og krókum, hitunar-
tæki, potti, diskum, hnffapörum,
flöskuopnara, dósahníf, fcerii,
eldspýtum. uppþvottabursta,
þurrku, hreiniætlsáhöldum,
sápu handklæðum, sjúfcrafcassa,
magnyl — teppi er gott að hafa
með. vasaljósi, blöðum, mynda-
vél, fílmum, sólgleraugim, sóJ-
kremi, sundfötum, stígvétom og
öðrum klæðnaði til að verja
gegn vætu, Mýjum og léttnm
fclæðnaöi og góðum gönguskóm.
— SB
Nauðungaruppboð
sem auglýst var i 14., 15. og 17. tbl. Lögbirtingablaðs-
ins 1970 á íbúð á 1. hæð Álfaskeiði 92 Hafnarfirði þing
lesin eign Ólafs Ólafssonar fer fram eftir kröfu Inn-
heimtu ríkissjóðs á eigninni sjálfri miðvikudaginn 7.
júlí 1971 kl. 3.30 e.h.
Bæjarfógetinn f Hafnarfirði.
LOKAÐ
Skrifstofur vorar og afgreiðsla verða lokaðar
mánudaginn 5. júlí vegna ferðalags starfs-
fólks.
TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS
Laugavegi 114.
Sé hringt fyrir kl. 16,
sœkjum við gegn vœgu
gjaldi, smóauglýsingar
ó fímanum 16—18.
Staðgreiðsla. VÍSIR
Nuuðunguruppboð
sem auglýst var í 34., 37. og 38. tbl. Lögbirtingablaðs-
ins 1970 á eigninni Smyrlahrauni 24, neðri hæð, Hafn-
arfirði þinglesin eign Sigurðar Jónssonar fer fram eft-
ir kröfu Innheimtu ríkissjóðs á eigninni sjálfri mið-
vikudaginn 7. júlí 1971 kl. 4.15 e.h.
Bæjarfógetinn í Hafnarfirði.
SCörfubíll til leigu
Upplýsingar í símum 36548 og 18733.
i