Vísir - 03.07.1971, Blaðsíða 10
I
* T • r ‘
1 >0
V I S I R . Laugardagur 3. júli 1971.
I í KVÖLD | I DAG
I DAG
IKVÖLD
•tf
UTVARP IAUGARDAG XL. 20.40:
„Irma verður hrifin
af Þjóðverja"
Á dagskrá útvarpsins i kvöld,
mun Gréta Sigfúsdóttir rithöfund-
ur lesa upphafskafla nýrrar skáld
sögu sinnar „Fyrir opnum tjöld-
um“. Við hringdum í Grétu til að
fá nánari upplýsingar um þessa
sögu hennar. Hún sagðist nú vera
hálfnuð með að skrifa söguna.
1. hlutinn, sem hún er nú búin
að skrifa gerist í Noregi, en
seinni hlutinn gerist í Þýzkalandi.
í þessum mánuði fer Gréta til
Þýzkaiands, og ætlar hún að vera
þar í dálítinn tíma, til þess að
henni gangi betur að skrifa seinni
hluta sögunnar, sem gerist í
Þýzkalandi eins og fyrr segir.
Gréta sagði að þessi saga væri
framhald af sögunni ,,Bak við
byrgða glugga“, sem kom út hjá
Almenna bókafélaginu árið 1966.
Sama aðalpersónan er í báðum
sögunum, en hana nefnir Gréta
Irmu. Irma er norsk og er gift
kona i Noregi. Sagan gerist á
striðsárunum. Irma verður hrifin
af Þjóðverja, sem er staddur í
Noregi vegna stríðsins. Bftir stríó
ið ræður hún sig á langferðaskip
op ferðast víða um. En takmark
Irmu er að komast inn í Þýzka-
land, til þess að hitta elskhuga
sinn. Að sögn Grétu er sagan baeði
söguleg og spennandi og hefur
hún við rök að styðjast.
Gréta hefur skrifað fjöldan all-
an af smásögum. Fyrsta skáldsag-
an. sem hún skrifaói var ,,Bak
við byrgða glugga“, sem AB gaf út
en hún var valin í Noröurlanda-
samkeppnina árið 1968. 1969 gaf
bókaforlagið Skarð út bókina ,,í
skugga jarðar'* Einnig hefur
Gréta skrifað fjölda smásagna í
blöð og tímarit.
Gréta Sigfíisdóttur, rithöi'undur.
.... - - - - .. ...:-
” ■... .... . Í . " " ; ' “ ■ ' . ~ " '
'ý ' «n é
„Hart á móti hörðu44
a np> 1 * * •
i lonabioi
Nýlega hóf Tónabíó sýningar á
amerísku myndinni „Hart á móti
hörðu“. Myndin fjallar um þetta:
Loðdýraveiðimaðurinn Joe Bass
er á Ieið til byggða eftir árslanga
útivist i Klettafjöllunum. Á leið
hans til byggða ræöst hópur
Indíána á hann og tekur af honum
loðskinnin, en í staðinn fær hann
svartan strokuþræl. Indíánarnir
gleðjast yfir þessum feng sínum,
en þá ræðst hópur höfuðleðra-
veiðara á þá og falla þeir allir
i þeirri viðureign. Höfuðleðraveið
ararnir hafa i huga að selja skinn
in því aó þeir vita að þeir fá
25 dollara fyrir hvert koliskinn.
Joe og þrællinn veita þeim eftir-
för, en þeir handtaka hann. Nú
verður Joe að leggja sig allan
fram við að ná af þeim feng sín-
um. Og gerast þá margir skemmti
legir og spennandi atburðir.
Með aðalhlutverkin i myndinni
fara: Burt Lancaster, sem leikur
Joe Bass, Shelley Winters. Telly
Savalas, Ossie Davie og Armandi
Silvestre leika einnig stór hlut-
verk í myndinni. Leikstjóri mynd
arinnar er Sidney Pollack.
kvife.
mynair
•IgSLj
Messur •
Ásprestakall. Safnaöarferö. —
Messa að Krossi í Landeyjum kl.
2. Séra Grímur Grimsson.
Haligrímskirkja. Messa kl. 11.
Dr. Jakob Jónsson.
Laugarueskirkja. Messa kl. 11.
Séra GalSar Svavarsson.
Domkirkjan. Messa kl. 11. —
Séra Óskar J. Þorláksson,
Búfttaðaprestakall. Guðsþjón-
usta í Réttarlioltssköla kl. 11. —
Séra Ólafar Skúlason.
Árbæjarkirkja. Guðsþjónusta
kl. 11 árdegis. Séra Guðmundur
Þorsteinsson
Kópavogskirkja. Guðsþjónusta
kl. 2. Séra Gunnar Árnason.
Háteigskirkja. Lesmessa kl, 10.
Séra Arngrimur Jónsson. Messa
kl. 2. Séra Jón Þorvarðsson.
Langholtsprestakall. Engin
messa júlímánuð. Sóknarprestar:
Neskirkja. Messa kl. 11. Fermd
verður Þorbjörg Þyri Valdimars-
dóttir, Hjarðarhaga 58. — Séra
Frank M. Halldórsson.
ÁRMAfj HEILLA •
Þann 15/5 voru gefin saman í
hjónaband í Garöakirkju af séra
Braga Friðrikssyni ungfrú ída
Atladóttir hjúkrunarnemi og hr.
Jón Magnússon kjötiðnaðarmað-
ur. Heimili þeirra er að Hraun-
tungu 59, Kópavogi.
(Ljósmyndastofa Kristjáns)
Laugardaginn 29. 5. voru gefin
saman í hjónaband í Langholts-
kirkju af séra Árelíusi Níelssyni,
ungfrú Elínborg Karlsdóttir og hr.
Erlendur Hálfdánarson. Heimili
þeirra verður að Kirkjuvegi 15,
Selfossi.
(Ljósmyndastofa Þóris)
Þann 10/4 voru gefin saman í
hjónaband í Fríkirkjunni I Hafn-
arfirði af séra Kristni Stefánssyni
ungfrú Sigurlín Hermannsdóttir
og hr. Ingólfur Sigurjónsson. —
Heimili þeirra er að Reykjavíkur-
vegi 9, Hafnarfirði.
(Ljósmynda-stofa Kristjáns)
MINNiNGARSP 'ÖLÐ •
Minningarspjöld Barnaspítala
sjóðs Hringsins fást á eftirtöldum
stöðum; Blómav. Blómið, Hafnar-
stræti 16, Skartgripaverzl. Jóhann
esaj- Norðfjörð Laugavegi 5 og
Hverfisgötu 49, Minningabúðinni.
Laugavegi 56, Þorsteinsbúð.
Snorrabraut 60, Vesturbæjar-
apóteki. Garðsapóteki. 'Háaleitis-
Minningarspjöld kristniboösins
í Konsó fást í Laugamesbúðinni,
Laugarnesvegi 52 og i aðalskrif-
stofunni, Amt.mannsstíg 2 B, sími
17536.
Minningarspjöld Háteigskirkju
eru afgreidd hjá Guðrúnu Þor-
steinsdóttur. Stangarholti 32. —
simi 22501 Gróu Guðjónsdóttur.
Háaleitisbraut 47, sími 31339.
Sigriði Benónvsdóttur. Stigahlíð
49. stmi 82959 Bókabúðinni Hlíð
ar, Miklubraut 68 og Minninga-
búðinni. Laugavegi 56
SKEMMTISTAÐIR •
Tjarnarbúð. Lokað vegna einka
samkvæma laugard. og sunnudag.
Silfurtunglið. Torrek laugardag og
sunnudag.
Glaumbær. Náttúra laugardag
og sunnudag.
Lækjarteigur 2. Laugardag Jak-
ob og Tríó Guðmundar, Sunnu-
dag, Rútur Hannesson og Tríó
Guðmundar.
Tónabær. Laugardag, Gaddavír
’75, sunnudag ekkert.
SÝNINGAR •
Sýning Jóhannesar Geirs i Casa
Nova M.R. er opin frá kl. 2 — 10
til 7. júlí.
Málverkasýning Öldu Snæhó^m
Einarsson f Menntaskólanum viö
Hamrahlíð er opin frá 5—10 til
4. júlí.
lngibjörg Einarsdóttir frá Reyk
holti heldur sýningu í Mokká.
Sýningin verðúr út júlímánuð.
TILKYNNINGAR •
Félagsstarf eldri borgara i
Tónabæ. Grasaferð verður farin
mánudaginn 5. júli að Atlahamri
í Þrengslum. Lagt af stað frá Aust
urvelii kl. 1 e.h. Vinsamlegast til-
kynnið þátttöku í síma 18800 —
félagsstarf eldri borgara kl. 9—11
fyrir hádegi.
Hjálpræöisherinn. Sunnudag kl.
11 helgunarsamkoma. Kapt. Káre
Morker talar. KI. 20.30. Hjálp-
ræðisiierssamkoma. Lautinant
Klara Gundérsen talar. Foringjar
og hermenn taka þátt í samkom
unum. Allir velkomnir.
KFUM. Almenn samkoma í
húsi félagsins við Amtmannsstíg
annað kvöld kl. 8.30. Björgvin
Jörgensen kennari, form. KFUM á
Akureyri talar. Fómarsamkoma.
Allir velkomnir.
Kvenfé‘ag Háteigssóknar fer
hina árlegu skemmtiferð sunnu-
daginn 4. júlí n. k. Farið verður i
gróðursetningarferö að Gullfossi.
Á heimleiS verður komið við á
Selfossi og kirkjan þar skoöuð.
Vinsamlega tilkynnið þátttöku i
síðasta lagi á fimmtudag.
Langholtsprestakall. Verð fjar-
verandi til 31. júlí. Beiðni um vott
orð úr kirkjubókum svaraö M. 19
á þriðjudögum í sima 38011. Sími
séra Árelíusar Níelssonar et
33580. Séra Sigurður Haukitr Guð
jónsson.
HEILSÖGÆZLA •
Læknavakt er opin virka daga
frá kl. 17—08 (5 á daginn fcil 8
að morgni) Laugardaga frá kl. 12
til 8 á mánudagsmorgni. — Sími
21230.
Neyðarvakt ef ekki næst í heim
ilislækni eða staðgengil. — Opið
virka daga kl. 8—17, laugardaga
kl. 8—13 Sími 11510.
Kvöldvarzla helgidaga- og
sunnudagavarzla á Reykjavíkur
svæðinu 3. júli — 9. júft Reykja
vikur Apótek — Borgar Apótek.
Opið virka daga til kl. 23, helgi-
daga kl. 10—23.
Tannlæknavakt er ( Heilsuvemd
arstöðiniii. Opið laugardaga og
sunnudaga kl 5—6. Sími 22411.
Sjúkrabifreið: Reykjavfk, simi
11100 Hafnarfjörður, sími 51336,
Kópavogur. sími 11100.
Slysavarðstoían, sími 81200, eft
ir lokun skiptiborðs 81213.
Kópavogs. og Keflavíkurapótek
eru opin virka daga kl. 9—19,
laugardaga 9 — 14. helga daga
13-15.
Næturvarzla lyfjabúöa á Reykja
víkursvæöinu er f stórholti t-
sími 23245
ÚTVARP LAUGARDAG KL. 15.15:
y \
„Vona að þessi þáttur
lifi sem
„Þessi þáttur, sem ég sé um
er ’sniðinn eftir norskri fyrir-
mynd Þátturi-nn i Noregi hefur
notið mikilla vinsælda þar. en
hann byggist á bréfaskrifum frá
hlustendum". Þetta sagði Björn
Bergsson, stjórnandi umferðar-
þáttarins ,,Stanz“, sem er á dag-
skrá útvarpsins í dag. Aö sögn
Björns er þessi þáttur enn i mót-
un, þátturinn hefur til þessa
byggzt á bréfaskrjfum frá hlúst-
endum, sem hafa spurningar að
bera fram um umferðarmál og því
■viðvíkjandi.Á milli þess sem Björn
greiðir úr spurningum hlustenda
leikur hann tónlist af ftijómplöt-
um. Hann segist aðallega leika
bítlatónlist, en hann s-'gist gera
það. til þess að fá unga fóíkið
til að hlusta á þáttinn. Biörn sagði
að mikið aif þeim bré'rum, sem
þættinum þærust væri frá ungu
fólki. svo að það virtist sem þátt
lengst"
urinn hefði náð tilgangi sínum.
Björn sagði aö þaö væri alltaf nóg
af bréfum, sem bærust þættinum,
og aö ha-nn hefði aldrei orðið
uppiskroppa með bréf. Bjöm
sagði að í framtíðinni kæmi til
greina aö hann færi meö mikró-
fóninn út á götu og spyrði fólk,
sem hann hitti á förnum vegi alls
konar spurninga varðandi umferð-
armál ‘ Einnig sagðist hann hafa
í huga að taka ýmsa hluti fyrir í
þessum þáttum sínum, svo sem
tala um bílinn og allt það sem að
umferðarmálum lýtur. Þessir
þættir Björns byrjuöu í janúar
síðastliðnum. og hafa þeir verið
vikulega á laugardagseftirmiðdög
um síðan. Að lókum sagði Björn
að hann vonaði að þessi þáttur
lifði sem lengst, en hann verður
alla vega á dagskrá útvarps-
ins í allt sumar.