Vísir - 03.07.1971, Blaðsíða 8

Vísir - 03.07.1971, Blaðsíða 8
8 V í S IR . Laugardagur 3. júlí 1971. VISIR Otgefandi: ReyKjaprenr ní. Framkvæmdastjóri: Sveinn R Eyjólfsson Ritstjóri • Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Vaidimar H. ióhannesson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannessoo Auglýsingar: Bröttugötu 3b Simar 15610 11660 Afgreiösla- Bröttugötu 3b Simi 11660 Ritstjóm: Laugavegi 178 Simi 11660 (5 linur) Áskriftargjald kr. 195.00 á mánufli innanlands I lausasölu kr. 12.00 eintakifl Prentsmiöia Vtsis — Edda hl. Heimsmethafi Yahya Khan forseti Pakistan á tvímælalaust metið sem mesti fjöldamorðingi okkar tíma, að minnsta kosti síðan þeir kumpánar Hitler og Stalín voru all- ir. Gowon í Nígeríu kemst ekki í hálfkvisti við Khan. Grimma einræðisherra skortir ekki í mannkyns- sögunni. Á okkar tími ríkir einræðið í fjölmörgum löndum heims, kommúnistískt og fasistískt einræði og hvers konar afbrigði þar á milli. Harmsaga þess fólks, sem byggir austurhluta Pak- istan, er okkur ekki jafn ljóslifandi og hún ætti að vera vegna fjarlægðar og ofurveldis einræðisins, sem hindrar fréttir af ástandinu. Það orkar hins vegar ekki tvímælis, hvað gerzt hefur í Austur-Pakistan. Um það eru allar fréttir á einn veg. Ríkisstjórnin í Vestur- Pakistan hefur látið myrða hundruð þúsunda al- mennra borgara í austurhlutanum. Sumir segja meira en milljón. Þetta fólk hefur ekki fallið á vígvelli. Augljóst er, að hermenn stjórnarinnar hafa beit. aðferðum, sem eru jafnvel svívirðilegri en meðferð nasista var á sigr- uðum þjóðum. Með ofstækisfullu hatri hafa saklausir borgarar verið reknir út af heimilum sínum, hús brennd, konum nauðgað og fólk myrt, karlar, kon- ur og börn. Afleiðing þessarar grimmdar er öllum ljós. Sex milljónir manna hafa flúið frá Austur-Pakistan til Indlands langan og örðugan veg. Flóttafólkið kem- ur til Indlands sjúkt og örmagfia. Þess bíður engin velsæld. í hinu nýja landi hírast milljónimar skjól- og matarlitlar. Kólera og hvers konar sjúkdómar taka sinn toll. Þrát fyrir samúð Indverja með málstað fólks- ins er það þeim þung raun að ala önn fyrir þessum sæg flóttafólks. Indverjar hafa átt nú" með sig. Ind- land, þar sem 600 milljónir búa, hefur vr.rt getað brauðfætt sitt eigið fólk. IndveHar t"1;a sig þurfa 40 milliarða íslenzkra króna til að ala önn fyrir flóttr.fí'kinu næstu sex mánuðina. Stjórnin í Vestur-Pakistan sýndi hug sinn til fólksins í Austur-Pakistan, þegar flóðin miklu urðu þar í fyrra. Stjórnvöld virtust jafnvel áhugalaus um að koma matvæla- og lyfjagjöfum, sem bárust frá er- lendum ríkjum og alþjóðastofnunum, til hins þurfandi fólks. Það hefur aldrei upplýstst, hversu margir biðu bana af afleiðingum flóðanna, en flestir telja, að ein milljón manna hafi farizt. í Austur-Pakistan býr fleira fólk en í vesturhlutan- um. Khan forseti, sem kom til valda án kosninga, mis- reiknaði sig hrapalega. Hann taldi, að Austur-Pakist- anir væru sundraðir og því væri sér óhætt að efna til kosninga. f kosningunum fékk hins vegar sá flokk- ur, sem berst fyrir auknu sjálfstæði austurhlutans, al- geran meirihluta og þá jafnframt meirihluta þing- manna á þingi alls Pakistanríkis. Þá gerðist Yahya Khan methafi í fjöldamorðum. Hafði Joe Colombo staðið of lengi í sviðsljósinu? Margir glæpaforingjar hafa fallið fyrir hendi starfsbræðra sinrta „Drottinn gaf, og drottinn tók“. Segðu þetta Albert Ana stasia og „óða hundinum” Vincent Coll eða „hollenzka“ Schultz. Einu sinni „gáfu þeir og tóku“, þessir drottnarar undirheimanna. Þelr tóku og tóku, unz þeirhöfðuaðlokum samkvæmt dularfullum lög- málum undirheimanna Hfað einum of lengi. — Þessir for ingjar glæpamanna luku ævi sinni eins og margir aðrir starfsbræður þeirra fyrir hendi keppinautanna f glæpa- hreyfingunni. Þessi áttu að verða öriög Joe Colombos, er svertlngi réyndi að myrða nú i vikunni. Stofnuðu allri glæpa- starfsemi í voða Þeir höfðu framið þá dauða- synd afl hreykja sér of lengi f sviðsljósinu og vekja of mikla athygli á sjdlfum sér og iðju sinni. Á sinn hátt voru þeir eins og Hollywoodstjömiir. — Þetta töldu aðrir foringjar und irheimanna óhagstætt. Hver „elskar" sigurvegarann og stjörnuna? Mestu skipti, að sú athygli, sem þessar „stjömur undirheimanna" vöktu, ógnaði öllum „bísness"' i glæpastarf- isemi. - ao>i aui, ói. Þess vegna eru þeir dauðir all ir saman. Andlát þeirra skipti reyndár Iitlu. Aðeins ný nöfn komu i dagsljósið, nýir menn vom nefndir foringjar glæpa- hreyfingarinnar. Ef til viil sett ust Gyðingar í sæti íranna og svo ftalir i sæti Gyflinganna. Mafían var söm við sig. Morðtilræðið við Joe Colombo var ef til vill aðeins verk eins mann? i örvæntingu. Tilræðis- maðurinn var drepinn á staðn- um. Hann er ekk; til frásagnar fremur en Lee Harvey Oswald morðingi John Kennedys. En margir telja að tilræðið við Colombo hafi verið verk glæpaforingja í Mafíunni hans. 1400 féllu á bannárunum Lögreglan athuear þann mögu leika að útsendarar „geðveika Gallos" eða flokkur Car’o Gam- binos haC; s*aðið aö bessu. Löb- reglan óttast. að sé svo þá veröi aðrir ,.á undan b°nni“ að grípa sögudólginn og koma honum fyrir kattamef nokkuð fliótar en gerist í dómsmálum. Þeear áfengisbann var í Bandaríkjunum voru fjórtán hundruð glæpamenn mvrtir af öðrum glæpamönnum. f annál- um glænafræðinga er sagt. að ..glæpir hafi orðið b^’ersdxgs’es- ir viöburð;r“ meö fjöMamofö- unum 1929. Þá voru siö af út- sendurum glæpaforingians Bua Morans drepnir í bYlskúr í Chicago. Þá geisaöi sú frægasta allra styrialda glænaflokka. Það var barizt um áfengisgróöann og annan „bísness". „Óði hundur“ myrtur í í símaklefa Minna handahófsbragð var að morðunum, sem bræðurnir Vincent og Peter Coll frömdu i uanboði „holienzka" Schultz, sem stóð f harðri samkeppni I órugginu. Vincent fékk brátt viðurnefnið „óði hundur" vegna afhafna sinna með byssu. Af öllu þessu varð hann upp með sér og fór að líta girndarauga hinn blómlega ölöglega „bís- ness" Schultz. Óskadraumur Vincents voru tjáöir með „iporsemerkjum" vélbyssunnar. Staðan varö þessi, reiknuð í mannfalli: Schultz drap 10, „óði hundur" 7. „Óði hundur" myrti ungbarn í vagni í brjálæði sínu. Það leið nokkur ttmi. Loks gerð- ist það 8. febrúar 1932, aö skila- boð bárust til „Óða hunds Vincent Coll". „Siminn til yðar," sagði sendimaður í lyfjabúð einni. Þegar Vincent Coll gekk inn í símaklefann, var hann skotinn til bana. Keppinautur hans Schultz gekk hinn 23. október 1935 út frá salemi karla i bar í Newark. Þá rigndi yfir hann kúlunum. Grát- andi hringdi glæpaforinginn Schultz til lögreglu og bað um hjálp. Hann var látinn fyrir sól- setur. Rakarinn lét volgt hand- klæði á andlit Mafíu- foringjans Anastasia Þeir kumpánar höfðu um hríð rotnað f gröfum sínum og blöð- in gulnað, sem sagt höfðu frá striði þeirra, þegar Albert Ana- stasia sneri baki við dyrum og leyfði rökaranum að dáta volgt handkjæöi yfir andlit sitt. Mafíu- foringinn Anastasia fékk ekki ttma til að gera sér grein fyrir þessum mistökum. Tveir leigumorðingjar 6- grímuklæddir, löbbuðu inn í „Geðveiki“ Joe Gaiio. rakarastofuna í Park-Sheraton hóteli í New York og komu tíu byssukúlum fyrir f skrokk AI- berts Anastasia. LöBreglan þyk- ist vita, hver framdi verknaðinn, en enginn hefur enn komið fyrir rét.t út af málinu. Morðið var framið árið 1969. Tilræðisimður Colom- hos var að komast í álnir Var sagan að endurtaka sig, begar Joe Colombo var skotinn? Þetta vita menn ekki enn. Til- ræðismaðurinn var svertinginn Jerome Johnson. Vinur hans 6- nefndur s^gir, að „hann hafi verið eitthvað skrýtinn í hausn- um“. Hann hafði sýnt vininum flugfarmiða lfklega til eyju f Karabíahafj. Hann sagði vinin- Umsjón: Haukur Helgason Var Johnson tilræðismaður Colombos myrtur af „verk- kaupanda“ sínum? um, að hann væri að fá mikla peninga og væri á förum. John- son þóttj vænt um vopn alls konar, og hann kom oft meí- vopn er hann heimsótti vin sinn, axir sverö, hnífa og sagir. Leynilögreglumenn i New York gátu sér þess fljótt til, að John- son hefði verið „keyptur" af „geðveika Gallo" til verksins. Gallo hefur löngum keppt við flokk Colombos, Leynilögreglu- menn segja, að „geðveiki Gallo" hafi kunnað til, verks. Johnson hefði verið lofað hndankomu og fjárfúlgu, en í rauninni hafi út- sendari Gallos staðið nálægt honum og skotið hann. jafn- skjótt og Johnson hafðj skotið á Colombo. Þessi aðferð væri hentugust fyrir Joe Gallo. Svertingjar f leynilögreglunni hafa reynt að komast aö því með samböndum sínum f svert- ingjahverfinuu Harlem, hvort Johnson hafi verið f tengslum við glæpaflokk svertingja, sem sagt er, að „geðveiki" Joe Gallo" hafi myndað, þegar hann var eitt sinn í fangelsi. Gallo var fyrir skömmu látinn laus úr fangelsi, eftir að hafa setið inni I níu ár fyrir fjársvik. Lögreglan yfirheyröi einnig Carlo Gambino sem er sagöur valdamestur allra, „glæpakon- ungur glæpakonunga" í Mafí- unni. Kapnhlaup lögreglu og Mafíunnar í leit að sökudólg Joe Colombo hefur verið V sviðáljósinu. Eins og skýrt var frá hér í blaðinu í vor, hugðist lögreg'an hafa hendur f hári hans Hann sat í fangelsi stuttan tlma, og saksóknari kvaðst hafa í höndum sannanir. Col- ombo svaraði þessu, sem hann kallaði „ofsóknir stjðmvalda á hendur fólki af ftölskum ætt- um“ með áróöursherferð. Þús- undir fólks af ítölsku bergi lýstu stuðningi við Colombo. sem er foringi í samtökum þessa fólks „amerísk-ítölskum samtökum" og sagðist starfa að mannúöar- málum. Lögreglan og ýmsir Mafíufor- ingjar eru nú í kapphlaupi viö að finna þá, sem stóðu á bak við tilræðið við Cqlombo. Hvað sem líður er ðlíklegt, að hðfuð- paur þess lifi það að segja barnabflmum sfnum sflguna.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.