Vísir - 28.08.1971, Page 2

Vísir - 28.08.1971, Page 2
 MERCA Sú fall- egasta í sumar Elsebeth Nörrung er ekki nema 17 ára — og í norðannepjunni hér norður viö Dumbshaf, getum við víst verið viss um, að þessi barmfagra stúlka hugsar ekki hingað í fásinnið og nepjuna eitt andartak — því ef hún geröi það, þá brosti hún ekki svona blítt — hún myndi kannski gapa af undr un yfir því, að á eylandi voru skuli engin almennileg baðströnd finnast — engin ber stelpa nálægt sjó, Bara grásleppukarlar á vorin og sauðkindin á haustin. Ungfrú Nörring lét birta þessa mynd af sér í síðdegifiblaðinu B.T. í Kaup- mannahöfn, og lesendur völdu hana fegurstu stúlku sumarsins. SPURNINGAR, SEM KOMA UPP UM PERSÓNULEIKAÞINN Persónuleikapróf eru nú notub, þegar valið er úr hópi umsækjenda um starf Hópferðir Margar stærðir hópferðabíia ) alltaf til leigu. BSÍ ( ; Umferðarmiöstöðinni. Jailmi 22300 'Hvort vilduð þér frekar vera, erkibiskup eða herforingi? >ér gæti fundizt þessi spurning út i hött, e? þú hefðir fyrst og fremst áhuga á því að verða póst méistari. Engu að síður eru menn spurðir svipaðra spurninga, ef þeim dettur í hug aö sækja um starf á pósthúsi. 1 sambandi við starfsmannaval eru persónuleikapróf sífellt að ná meiri útbreiðslu. Algengasta per- sónuleikaprófið sem lagt er fyrir umsækjendur um störf er kallað 16 PF. Það lítur út svipað og venju- legt prófblað, og á því eru næst- um 200 spurningar á borö við þessa: „Ég reiðist sjálfum mér oft tíkaflega mikið út af smámunum". Dæmigert Til að svara spurningunum merkir umsækjandinn í einhvern af þrem ur reitum: „Já, Nei eða Mitt á milli". Aðrar dæmigerðar spumingar eru þessar: „Ég er sífellt að segja brand- ara.“ „Helzt vildi ég leika mér við börn allan liðlangan daginn.“ „Helzt vildi ég vera götusóp- ari.“ „í fjörugum samræðum vildi ég helzt hlusta." Svörin við spurningunum tvö hundruö eiga að gefa til kynna eitthvað um 16 meginþætti per- sónuleikans. og þess vegna heitir prófið 16 PF. Meðal þessara meginþátta má telja, hvort maður er opinskár eða dulur, gáfnafar, tilfinninga- jafnvægi ákveðni, glaðværð eða súra varfærni, þvingandi sam- vizkusemi eða það áð vera þraut góður á raunastund, feimni eða framhleypni, seiglu eða uppgjöf tortryggnileysi, hvort maður á gott með að láta sér lynda við fólk, hvort maður er praktfskur og venjulegur eða hugmvndarík ur og óvenjulegur, sjálfsöruggi eða öryggisleysi. hvort maður pr reiðubúinn að breyta til eða full ur af íhaldssemi. Meginþættirnir eru fleiri og flóknari en þeir sem hér hafa verið taldir, og persónuleikaprófið á að segja mikið til um hvernig þeir eru. Samt er persónuleika- prófið engan veginn fullkomið. Kynferðismá'um kemur það ekki nálægt, nema kannski með spurn ingunni: „Yfirleitt er ég skemmti legasti maðurinn í öllum parti- um“. C9 ari vill verða forseti Banda- ríkjanna Hann er kallaður „Dizzy“ — því að hann getur látið áheyr- endur sina sundla, þegar hann leikur fyrir þá. Sumir segja. að Dizzy sé nú farið að svima, því að hann held ur þvi fram, að hann vilji verða forseti Bandaríkjanna. Hann heit ir Dizzy Gillespie og er heims- þekktur jass-leikari. Þó taka ekki allir alvarlega þessar ráðagerðir hans, þvi að jass-kóngurinn er þekktur fyrir hin furðulegustu uppátæki. Hann sagði nýlega í sjónvarps viðtali í Bandaríkjunum: „Nixon vill fá mig til að ferðast um heiminn sem nokkurs konar mús- ík-ambassardor Bandarfkjanna. Ég vil heldur vera forseti. Ætli ég taki ekki þátt í kosningabar- áttunni á næsta ári. Ég býst við að ég fái mörg atkvæöi hjá ungu kynslóðinni." Þetta er reyndar ekki í fyrsta skipti, sem Dizzy Gillespie bland ar sér í stjórnmál, Árið 1968 fór hann í mikla kosningaherferð og vildi verða forseti. Helztu stuðn ingsmenn hans voru stúdentar í Kaliforníu og New York, sem vildu gjarnan fá hann fyrir for- seta. En hann hætti viö allt saman, þegar gamanið stóð sem hæst. Þá gaf hann þá útskýringu, að trú sín bannaði sér að blanda sér í stjórnmál, því aö Gillespie er Bahá'í. „Eiginlega ætti ég heldur ekki að reykja,“ segir hann, „né drekka — en þaö geta ekki allir verið dýrlingar.“ Nú velta menn því fyrir sér, hvart GiIIespie hefur skipt um trú, eða hvort hann er bara að gera að gamni sínu. Mönnum finnst það síðarnefnda líklegra. •

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.