Vísir - 09.10.1971, Side 7

Vísir - 09.10.1971, Side 7
'»*SiR .t-augaMagur 9. oiuöber isn. Nákvæmni cTMenningarmál Stefán Eddstein skrifar um tórdist: og ögun Jorg JLJemus 'IXraðfleygni, nákvæmni, ögun- og festa einkenndi sprla- mennsku fyrsta verksins á fyrstu tónleikum Sinfóníuhljóm sveitar íslands á nýju starfsári. Tónsprotinn var í höndum banda ríska stjórnandans George Clev- es, manns, sem bersýnilega hef ur fullt vald á viöfangsefninu og sem hlýtur að hafa unnið hart og samvizkusamlega með sveitinnj undanfarið — árangur þessara fyrstu tónleika sannar það. Eftir Glinka-forleikinn var fluttur píanókonsert nr. 21 K 467 eftir Mozart, og var hinn vel þekkti píanóleikari Jörg Demus einleikari. Þessi ágæti listamað ur hefur verið gestur íslands áður, og hefur enginn orðið fyr ir vonbrigðum aö fá að heyra tii hans aftur. Hann túlkar Moz art hvorki um of né van, eins og oft á sér stað, hvorki með óþarfa dramatík né með spila- dósa-rokókóstíl. Þetta varð fersk ur og lifandi Mozart í höndum Demus. Það eina, sem kom ein kennilega fyrir, var hin ofhlaðna „kadensa“ í fyrsta þætti, í sjálfu sér ágæt og glæsilega leikin, en féll nokkuð úr ramma þáttar- ins. Hljómsveitarundirleikurinn var til fyrirmyndar, þýöur en all- kröftugur fiðlutónninn lofsöng Mozart, og allur samleikur sveit ar og sólista var mjög til fyrir myndar. Blásarar hefðu mátt vera eilítið mýkri f 2. þætti i hlutfalli við strengina. Jörg Demus mun leika á vegum Tónlistarfélagsins í dag eft- ir hádegi. Undirritaður, og reynd ar aðrir líka hafa margoft bent á, hversu gersamlega fáránleg ur sá timi er til tónleikahalds af ýmsum ástæðum, sem ekki skulu raktar hér enn einu sinni. Því miður eru báðir tónlistar- gagnrýnendur Visis bundnir við önnur störf f dag, og mun því engin umsögn birtast i Visi um þessa tónleika Jörg Demus. A velferðar 9563—3005—J Ijóð og Ijóðaþýðingar bf, reykjavik 1971, 82 bls. Tjorgeir Þorgeirsson auðkennir þessa bók nafnnúmeri og1; lófafari sínu í stað heitis. En ekki veit ég hvað skammstöfun sú merkir sem stendur þar sem útgefanda er venjulega • getið. Útgerð bókarinnar er samt ekki síður nýstárleg en nafn hennar, fjölrituð í litlu upplagi og fæst ekki til kaups í verzlunum, seld f áskriftum einvörðungu. Á hinn bóginn stingur efni bókarinnar ekki í stúf við það sem í öðr- um ljóðabókum gerist, svo að þess vegna gæti hún mætavel komið út meö venjulegum hætti. Ljóð og þýðingar Þorgeirs virð- ast mér satt að segja æðimiklu betri texti en gengur og gerist i margri ljóðabók ungra skálda svonefndra. 'P'rumort Ijóð eru í tveimur fyrri hlutum þessarar bókar, nokk urs konar ljóðrænar stílæfingar í fyrsta hlutanum, mjög mis- aldra texti að ég hygg þótt kvæðin séu ekki nema sjö tals ins. 1 öðrum hluta er hins veg- ar ort af ýmsum gefnum,1 sögu- legum tilefnum með hnyttinn orðaleik að einkunn: a poem should be mean! Þessi útúrsnún ingur hins a'lkunna v'igorös hygg ég að lýsi mætavel því sem fyrir höfundi vakir með þessum textum: aö styggja ef ekki hryggja sína' heiðruðu lesendur og gera þeim rúmrusk i velferð inni. Nokkrir hinir meinlegu textar í þessum kafla, Sjón- varp, Frétt í blaðinu, í ráðu- neytinu, eru líka þeir sem lang helzt hafa að svo komnu vakið athygli á ljóðagerð Þorgeirs Þor geirssonar. Þetta er haglega orð- aður texti, neyðarlegar, stund- um kvikindislegar athugasemd- ir um tíðindi líðandikstundar pg sómdi sér sem slíkur bezt í blöðum, eða hugsanlega útvarpi — það hneyksli sem hann veld- ur hverju sinni helzti mælikvarði á gildi hans. En vafasamt held ég væri að gera mikinn grein- armun á háðkvæðunum og hin- um ljóðrænni texta höfundar, eitt og sama óþol er undiralda allra kvæðanna í landi fullu af hráblautum krötuni sósíalhórum hangandi náttúrulausum á velferöar snærum. lY/feginhluti bókarinnar er þýð ingar á ljóðum eftir Brecht Miroslav Holub Ivan Malinovski, William Heinesen ásamt þremur eskimóaljóðum. Það á viö um þýðingar Þor- geirs eins og frumort ljóð hans að manni virðist hann gæti með meiri ástundun náð verulegri árangri á þessu sviði en bók hans lætur uppi, einskonar sýnisbók hæfileika hans. Þorgeir ræður augljóslega meira og margbreyttara máli en gerist á Ijóðaþýðingum „ungra skálda" og þýðingar, hans njóta að því skapi frjálsræðis af orðalagi frumtextans, en markmið þýð- ingar er auðvitað að gerast full gildur skáldlegur texti á sinu máli. Þær þýðingarnar er ég hef getað borið saman við frum- texta virðist mér þar fyrir mjög trúlega gerðar, eftirtektarverður text; — þött t.a.m. hinu tignar- lega kvæði Heinesens um dauða Einars Benediktssonar sé engan veginn skilað til hlítar í islenzku gerðinni og það vefjist fyrir Þor geiri eins og fleirum að orða fullgildan Brecht-stíl á íslenzku. Ef til vill eru kvæði tékkneska skáldsins Holubs jafnbezti text- Olafur Jónsson skrifar um bókmenntin snærum inn, — af því hve einf^ldur hann er og tekst að svara þörf hans á náttúrlegu daglegu málfari. ipjölritun bóka af þessu tagi er engin nýjung en hefur veriö reynd áður og stundum a. m. kosti tekizt betur en á þess ari bók: frágangur hennar er tæka bókaútgáfu í svipuðum sniðum —íslenzka Underground Press fyrir rit og höfunda sem af einhverjum ástæðmn eiga ekki mnangengt á venjubundinn bókamarkað. A ð siðustu var flutt 4. sin- 1 fónía Brahms. George Cleve kýs frekar hröð „tempi“ og frekar órómantískan Brahms, hann kærir sig ekki um að týn ast í ólgusjó ástríðna. Þetta varð frekar harður og kantaður Brahms, en (sérstaklega í 1. og 4. þætti) mjög nákvæmur og skýrt mótaður. Stjómandinn virtist frekar vilja skýr smá- atriði en stóra heildarboga. Mér finnst hefldarhljómur sveitarinnar í þessu húsi hafa stórum batnað við uppsetningu endurvarpsflennanna bak við hljómsveitina. Fiðlutónninn er gerbreyttur, en blásarar, og þá sérstaklega málmblásarar, mega vara sig á að spfla ekki of sterkt, jafnvel í forte, tíl að tefla ekki jafnvægi sveitarinn- ar í hættu. Tjegar tónleikaskrá vetrarins er " flett, kemur í ljós, að ís- lenzkir einleikarar koma fram þrisvar sinnum á tónleikum (og einsöngvarar og kór tvisvar sinn um), en erlendir einleikarar éll- efu sinnum. Heldur þykir mér hér hallað á Mut innlendta Ksta m-anna. Tónleikagestir fá aö njóta eitrleikara, sem leBcur á blásturshljóöfæri, einu skaii afl an veturinn, en fiölan (og lág- fiðlan) og píanóið komast fimm sinnum að hvort um sig! Aftur á móti er gleðilegt, aS allmörg ný verk eftir ung is- lenzk tónskáld prýða tónleika- skrána, veröur forvitnílegt að kynnast þeim. Troðfuflur satar áreyrenda lofar gððu nm áhuga — og staðfestir, að Sinfóniu- hljömsveit íslands ej- stofhim, sem öhugsandi væri að vera án. Þorgeir Þorgeirsson ekki bara fábrotinn heldur bein línis óhreinlegur, Betri árangri má eflaust ná án þess sérlega sé kostað til uppsetningar eða útlits. Kostir slíki-ar bókagerðar eru hins vegar augljósir: út- gáfukostnaður ekkí nema brot af venjulegum prentkostnaði. Ve! rná vera að héf sé fordæmi sem fleiri ættu að huga að. Kannski mætti hugsa sér víð- Notaðar bifreiðar Tilboð óskast í neðangreindar bifreiðar: Willys jeppi árg. 1963 Willys Wagoneer, árg. 1963 Chevrolet fólksbifreið árg. 1968. Bifreiðarnar verða til sýnis hjá Vélsmiðjimni Bjarg að Höfðatúni 8, n.k. mánudag 11. okt. 1971, kl. 3 til kl. 7 e.h. Verða þar afhent eyðu blöð fyrir tilboð og gefnar upplýsingar um greiðslukjör. Tilboð verða opnuð á sama stað miðvikud. 13. okt. kl. 3 e.h. og tekið við tilboðum þar til þess tíma. Meirapróf bifreiðastjóra Námskeið til undirbúnings fyrir meirapróf bifreiðastjóra verður haldið í Reykjavik og hefst í þessum mánuði. Skriflegar umsóknir skulu berast til Bifreiðaeftirlits ríkisins fyrir 15. þessa mánaðar. Bifreiðaeftirlit ríkisins.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.