Vísir - 28.10.1971, Blaðsíða 2

Vísir - 28.10.1971, Blaðsíða 2
Ratko Andric, 27 ára gamall Júgóslavi stóð í 32 klukkustundir í baráttu við sænsku lögregluna. Hann raendi eiginkonu sinni og 15 mánaða syni og vildi fá þau með sér til Júgóslavíu, þar sem hann áleit að Þau ættu helzt að búa', enda þótt hann standi svo í skilnaðarmáli gegn konunni. Sem frægt er oröið af fréttum gat lögreglan ekkert aðhafzt meö- an Andric beindi skammbyssu að » *■ 32 tíma stríð baki konu sinnar, en öruggt má telja að hefði hann ekki verið svo fast bundinn við formsatriði hefði hann komizt langt með konu sína. Hann kraföist vega- bréfs handa henni og syni þeirra, og allt það umstang tók langan tíma. Loks tókst lögreglunni að yfir- buga hann, og þá valt konan út af sofandi, hafði þá enda vakað í 32 klukkustundir. Frú Andric valt sofandi út af í aftursæti lögreglubílsins, er maður hennar hafði verið hand- tekinn. VIITU CIFTAST ■: ■ „Fólk leitar til mín á miðlunarskrifstofuna, og hefur þá oft á tíðum geng ið gegnum hina ólíkleg- ustu reynslu í mannlegum samskiptum. Það hefur kannski eytt milljónum og löngum tíma í að skemmta sér á dýrum stöðum, farið umhverfis jörðina á fínustu skemmti ferðaskipum heimsins, en svo endar það hér hjá mér og vantar að kynnast fólki.“ Irving Field heitir hann, maður á fimmtugsaldri, sem árum sam- an hefur rekið kynningarskrif- stofu fyrir einmana fólk, en skrif stofu sína kallar hann „Match“. Margt starfsfólk starfar með Field við stofnun þessa sálfræðing ar og félagsfræðingar, auk raf- magnsheila, sem vinnur raunar það verkið við kynningu tveggja persóna, sem mestu máli skiptir. „Þegar fólk kemur hingað“, segir Field, „þá veit það oft ekki að hverju það leitar. Ég hlusta á það og síðan geri ,ég upp við mig, að hverju þetta fðlk leftar. Fólk segir nefnilega einn hlut en meinar annan, þegar það reynir að lýsa þeirri persónu sem það heldur að það vilji kynnast — oft með hjónaband fyrir augum". Stéttamunur Field segir, að fólk sem á sér mjög ólíka fortíð, er ekki sömu trúar og ekki úr sömu þjóðfélags- stétt, ætti ekki að ganga í hjóna- band. „Ég vel aldrei verkamann handa yfirstéttarkonu — eöa öf- ugt. Ég lít svo á, að það sé h'lut- verk mitt aö forðast slíkan rugl- ing. Hjónabönd aðila af ólíkum kynþáttum ganga ekki heldur, og enda hef ég nægar manneskjur skráðar í mitt skjaiasafn til að halda röð og reglu í þessum mál- um — hvers vegna ætti ég að hræra fólki saman?" Field segir að á sínum langa miðlaraferli hafi hann stuðlað að 3000 hjónaböndum, „og ekkert þeirra hefur endað með skilnaði", montar hann sig. „Ég lofa hverj- um viðskiptavini ars þjónustu af þendi stofnunar minnar en það tekur sjaldan svo langan tíma aö koma því í kynni við mótpart er hentar. Stundum kynni ég per- sónuna fyrir þremur öðrum, stund um fyrir sex, stundum fyrir tíu — en það er mjög sjaldan sem þarf 10 kynningar. Mér finnst fólk nú til dags miklu harðgerðara og þroskaðra en hér áður. Fyrir mörgum árum töluðu 99% viðskiptamanna minna við mig um ást, og ekkert annað. — Núna talar enginn um ást. Konur vilja kynnast karlmönnum sem eiga peninga — eða hafa mögu- ieika á að eignast þá. Og ég áfell- ist þær ekki fyrir það. Karlmenn eru alltaf eins, þeir segjast bara vilja laglega stúlku með eitthvað í kollinum“. Foreldrar „bjóða“ dætur sínar í seinni tið hefur Field orðið var við það í auknum mæli, að foreldrar leggja nafn dætra sinna inn á spjaldskrá Fields,.lýsa kost- um þeirra, útliti, menntun og þjóðerni, og mælast til þess að Field dragi út einhvern laglegan, góðan pilt til að senda heim til þeirra. Foreldrarnir skrökva því svo að dóttur sinni, að þarna sé kominn gamall fjölskylduvinur. — „Fjölskylduvinurinn” býöur svo heimasætunni út og stundum tak ast ástir. Field segir, að það sé ekkert annað en einmanaleiki, sem reki fólk til að.leita til hans. „2500 manns fremja sjálfsmorð árlega í New York af því að þeim leiðist þeir eru einmana", segir Field, „einmanakenndin er bitur reynsla, og hún er fyrirbæri sem aldrer Va'r'til hér áður. Okkar nú- tíma þjóöfélag hefur fundið upp einmanaleikann". Fieíd ákveður- gjald það sem hver . yiðskiþtavinanna greiðir hverju -sinni. — Surna lætur hann borga 100 dollara aðra 300 doll- ara, ,,ég ákveð þetta sjálfur“, seg ir Field „og ég segi ekki meira um það. Ég ákveð það. — Engar skýringar.“ Fimm karlar og ein kona Field fullyröir að ungt fólk leiti til „Match“ ekki síður en eldra. „Ég skipti fólki f tvo ald- ursflokka", segir hann, „þ. e. frá 18 — 30 ára og frá 30 ára til fimm- tugs. Eldrá fólk kemur ekkj hing- að“. Svo segir hann sögu af kátri ^túlku, sem kom til hans og bað hann að kynna sig, ungum, lag- legum pilti. Field lét sálfræðinga sína prófa stúlkuna og komast að einhverri niðurstöðu um persónu- leika hennar. Síðan dró hann upp úr spjaldskrá sinni nöfn og heim- ilisföng fimm pilta. Stúlkan fór heim og hringdi í þá alla og bauð þeim f kokkteil partí. Drengjunum fannst þetta ágætt — öllum nema einum. — Honum fannst þetta heldur óvið- kunnanlegt og fór heim. Stúlkan giftist svo einum þeirra sem eftir voru. Irving Field á skrifstofunni — sérfræðingur í að velja saman fóik í hjónabönd.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.