Vísir - 28.10.1971, Page 4

Vísir - 28.10.1971, Page 4
4 V 1 S I R . Fimmtudagur 28. október 1971 Risinn Hreinn Halldórsson í Ármannsliðinu hefur rutt sér braut gegnum Víkingsvörnina og skorar. Ljósmynd BB, Víkingur náði þriggja marka farskotigegn Ármanni 17-14 — og spurning hvort jboð nægir, þar sem Jón Hjaltalin fór utan i morgun i t k ,M , „ ,i .. 4 - - * ** *- - 0 •' *5 **' d Víkingur náði’ þ’riggja marka forskoti gegn Ár- manni í gærkvöldi — sigr- aái í fyrri leik liðanna um réttinn til að leika í 1. deild í vetur með 17—14. Og nú er spurningin. Nægir Vík- ing þetta forskot, því Jón Hjaltalín Magnússon kom gagngert frá Svíþjóð í gær til að taka þátt í leiknum, en hann fór utan aftur í morgun? — Jón skoraði sex af mörkuiw Víkings þrátt fyrir hörkulegar varnaraðgerðir Ármenn- inga gagnvart honum — að gerðir, sem þeir sluppu á- tölulaust frá og því gengu þeir á lagið. Síðari leikur liðanna verður á sunnu- dag kl. fjögur og má þá bú- ast við mikilli baráttu — því bæði liðin hafa fullan hug á því að ná sætinu í 1. deildinni. Þetta var mikill baráttuleikur, þar sem Ármenningar lögðu aðal- fáher?þ^na á sterka vörn, jafnframt 'pvijís SemSþeir. reyriSu. að halda knettinum sem lengst I éigin sókn- araðgerðum, og halda með því markatölunnj niðri. Þetta heppnað- ist þeim að vissu marki með góðri aðstoð lélegs dómara — Váls Bene- diktssonar. Víkingur hafði allan tímann for- ustu í mörkum — mest sex mörk, en misstu leikinn talsvert niður lokamínúturnar og Ármenningar skoruðu þrjú síðustu mörkin í leikn um. Jón Hjaltalín byrjaði á því að skora tvö fyrstu mörk leiksins með miklum þrumuskotum eins og hann getur bezt og Ármenningar sáu að viö svo búiö mátti ekki standa — og léku mjög harkalega vörn gegn Víking eftir það. Björn Jóhannes- son skoraði fyrsta mark Ármanns, en Magnús og Guöjón svöruðu fyr- ir Víking og staðan varð 4—1. Ármenningar voru heldur betur óheppnir með skot sín fyrst í leiknum og þeir áttu ein fjögur stangarskot. Hins vegar jafnað- ist þetta upp síðar í fyrrí hálf* lciknum, því þá fengu Ármenn- ingar nokkur heppnismörk. En áfram hélt leikurinn. Kjartan skoraði annaö mark Ármanns, en síðan var Magnús aftur á ferðinni, en Kjartan og Jón Ástvaldsson skoruðu fyrir Ármann 5—4 og það var minnsti munurinn í leiknum og þá varði Rösmundur m.a. víti frá Heröi, Ármanni. En síöan skor uðu Víkingar næstu þrjú mörk — komust í 8 — 4 og sá munur hélst til loka hálfleiksins, en þá stóð 10— 6 fyrir Víking. í síðari hálfleik bjuggust áhorf- endur við að V’ikingur mundi enn auka forskot sitt og góðar líkur virtust á því um miðjan hálfleik- inn. Þeir komust sex mörkum yfir 17—11, þegar rúmar tuttugu mín- útur voru af síðari hálfleik, en Ár- menningum tókst mjög að laga stöðuna í lokin og þá var Vilberg Sigtryggsson drjúgur við að skora fyrir Ármann af línu. Ár- menningar fenau einnic tvö vjta- köst f þessum hálfleik, en Rósmund ur varði í báðum tilfellum og á síðustu sekúndum leiksins fékk Víkingur vítakast, en Ragnar Gunn- arsson varði frá Páli Björgvinssyni. Víkingar voru allan tímann betra liðið í þessum leik og voru sann- arlega óheppnir aö vinna ekki með talsvert meiri mun. Jón Hjaltalín var mjög ógnándi í leik sínum og tókst sex sinnum að senda knött- inn f netið og Guðjón og S.igfús áttu einnig ágætan leik og voru drjúgir við að skora. Varnarleikur- inn var ekki alltaf sem beztur, eink um var línumanna illa gætt og skoruðu' Ármenningar flest mörk sín af línu. Rósmundur átti misjafn an leik í marki — varði vítin glæsi lega og ýmislegt annað, en sá svo á eftir auðveldum boltum í markið á milli. Varnarleikur Ármanns var góður í þessum leik, og markvarzla Ragn ars Gunnarssonar mjög góð og var hann bezti maður liðsins ásamt Vil- berg. Kjartan og Olfert áttu einn- ig góðan leik, en minna bar á Herði en oftast áöur, nema hvaö hann komst upp meö mjög harðan varn- arleik. Dómgæzlan í þessum leik var kapituli út af fyrir sig. Maður er ýmsu vanur frá Val Benediktssyni, en þetta er þó með því Iakasta sem hann hefur sýnt — mikils misræm- is gætti í dómum hans, og nær undantekningarlaust högnuð- ust Ármenningar á þvi. — Hann dæmdj oft á annan veg en Sveinn Kristjánsson o*g það svo. að Sveinn beinlínis gafst upp á því aö reyna að hafa áhrif á dóm- gæzluna. Þetta var ekki gott í jafn þýðingarmiklum leik og þarna var. Mörk Víkings í leiknum skoruðu Jón 6 Guðjón 4. Sigfús 3, Magnús 0g Skarphéðinn 2 hvor. Fyrir Ár- mann skoruðu, Vilberg 4, Kjartan 3, Hreinn og Jón 2 hvor, og Björn. HÖrður og Olfert 1 hver. Síðari leikur liöanna verður á mnnudag klukkan fjögur. — Jón Hjaltalin leikur þá ekki með Vík- ingi, en hins vegar eru allar líkur á því, að hinn landsliðsmaður fé- lagsins, Einar Magnússon, verði með í beirn leik. — hsím Ármenningar flugu upp í fang Jóns Hjaltalín, þegar hann nálgað- ist markið. Hér reynir Vilberg að hindra Jón. Ljósm. BB. FH gegnj Yvryí | kvöld j FH-ingar eru komnir til • Frakklands og í kvöld verður J síðari leikur liðsins við Ivry,* Frakklandsmeistarana, f Evrópu • keppninni. I fyrri leiknum hérj heima vann FH með sex marka • mun og liðið hefur því gottj veganestj fyrir leikinn i kvöld. • Að vísu segia þeir. sem til* þekkja, að mjög erfitt sé aðj leika á velli Ivry fyrir lið, sem* ekk) þekkja þar aðstæður. en« það kæmi þó mjög á óvart, ef J FH-ingar misstu niður þetta* góða forskot sitt. J Magnús Gíslason, fréttaritari • Vísis í Keflavik, er staddur f* Frakklandj og mun hann skrifaj um leikinn i blaðið á morgun. • Juventus vann 2-0 Italska liðið Juventus vann Aberdeen frá Skotlandi í gær í Torinó með 2—0 i EUFA-keppn- innj í knattspyrnu. Tveir leikir voru háðir í 1. deildinnj skozku. Celtic vann Dunfermline 2—1, en Dundee og Partic Thistle gerðu jafntefli án þess mark væri skorað. Sovét áfram Sovétríkin hafa tryggt sér rétt í átta liða úrslit í Evrópukeppni landsliða. í gærkvöldi léku Spánn og Sovétríkin í Sevilla og varð :afntefli án þess mark væri ■^orað 0—0. Sovétrikin sem urðu Evrópu- meistarar í knattspyrnu 1960, hafa nú leikið alla sína leikj i riðlinum og hafa tryggt sér sigur þar. Staðan er þessi: Sovét 6 4 2 0 13:4 10 Spánn 4 2 1 1 6:2 5 N.-írland 5 2 1 2 6:2 5 Kýpur 5 0 0 5 2:19 0 Happ- drætti FRÍ Dregið hefur verið i hapjxlrætti Frjáls’iþróttasambands íslands. — Upp komu þessj númer: 1316 — ferð ti] Majorka, 1909 — ferð til Maiorka og 2517 einnig ferð til Majorka. Vinningshafar vitji vinn- inga sinna tij Svavars Markússon- ar í Búnaðarbankann í Austur- stræti.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.