Vísir - 28.10.1971, Blaðsíða 9

Vísir - 28.10.1971, Blaðsíða 9
V 1 S I R . Fimmtudagur 28. október 1971. — fyrrverandi framkvæmdastjóri hefur veriB rábinn aftur — Konráð Adoiphsson bar hann bungum sökum á fuHtrúaþingi fyrir helgi Júlíusson, skólastjóri, sem var meðal þeirra er sögðu af sér stjórnar störfum, tók mjög í sama streng á fulltrúa- fundi sem FÍB hélt í Neðri-Bæ, veitingastof- unni í húsi Grænmetis- verzlunarinnar við Síðu- múla- „Þetta er ekki félag íslenzkra bifreiðaeigenda“, sagði Konráð í ræðu sinni, „þetta er öllu held- ur félag íslenzkra hagtryggingar manna. Gagnrýndi Konráð mjög að aukaþing þetta skyldi ekki leyfa 5 fulltrúum Reykjavíkur að hlusta á þingstörfin en þeim var vísað út í þingbyrjun eftir að Guðmar Magnússon bar upp tillögu þess efnis, að þeir skyldu fá fundarsetu án málfrelsis og tillöguréttar. í Arinbjörn heiðursfélagi Á ársþingi FÍB í jólamánuöi 1970 var Arinbjörn Kolbeinsson felldur í formannskjöri, og á meöan hann brá sér frá £ nokkr ar mínútur meðan á þinghaldi stóð, var gerð samþykkt um að hann skyldi kjörinn heiðursfé- lagi FÍB. Fallega gert. Hefur samt þær aukaverkanir, að Arinbjöm er ekki lengur kjörgengur til for- manns, enda þótt hann hefði á- huga á slíku. Á aukaþinginu á laugardaginn kom fram, að forstjóri Hag- tryggingar, Vaidimar J. Magnús- son, fékk þá þrjá er nú hafa sagt sig úr stjórninni, Konráð Adoiphsson, Ragnar Júlíusson og séra Jónas Gísiason til að taka sæti í stjórninni á sínum tíma. ,,Ég gerði þeim strax greinfyr ir þvi“, sagöi Konráð, „að ég vissi ýmislegt í rekstrinum sem iagfæra þyrfti“. Kvað hann aug- ijóst að Arinbirni hefði verið . sparkað vegna þess að hann hefði viljað stinga á kýlum, og það án deyfingar. Þetta hefðu hann og hans stjórnarmenn líka viljað gera, en þá hefði líka átt að sparka þeim. Óeðlileg faðmlög Konráð sagöi, að faðmlög FÍB og Hagtryggingar hefðu verið í fyllsta máta óeðlileg. Öll vél- ritun bréfa frá FÍB hefði átt sér stað hjá Hagtryggingu, fjármál- in hefðu verið í megnasta ólagi og víxlar til stutts tíma upp á 900 þús. krónur blasað viö, þeg ar hann tók við formennsku í félaginu og 8 opnir bankareikn- ingar í gangi. Bað hann þegar um gagnrýn- andi endurskoðun á reikningun- um. Sakaði Konráð þá feögana Valdimar Magnússon og Magn- ús Valdimarsson um að þeir hefðu haft í höndunum „fjárhags legt fjölskyldúhagsmunamál". en á milli herbergja sinna hefðu þeir haft sérstakt talkerfi. Sagði Konráð, að Valdimar teldi sig hafa tögl og hagldir í félaginu, og hefði hann sagt við sig norður á Akuréyri: „Ég læt þirigfulltrúán¥ kjósá eins'' óg' mér sýnist". Skrifstofa FÍB skrif- stofa Hagtryggingar „Mikil samskipti hafa ætíð verið milli Hagtryggingar og FÍB“, segir í fréttatilkynningu sem fjórmenningamir, Ragnar, Konráð, Jónas og Guðmundur, allir fyrrverandi stjórnairnenn hjá FÍB, sendu fjölmiðlum, „því var þannig komið, að margir ' bíleigendur álitu þetta eitt og sama félagið Þetta átti sínar orsakir, þar sem félögin höfðu húsnæði á sama stað og skrif- stofuaðstoð sótt til Hagtrygg- ingar. Skrifstofa FÍB var flutt á ár- inu 1971 áð Ármúla 27 og leigu samningi við Hagtryggingu rift- að. Ennfremur var ákveðið að selja þau hlutabréf sem félagið átti í Hagtryggingu að mats- verði 100.000 krónur. Stjórnin áleit að FÍB væru neytendasamtök og ætti ekki að taka þátt í rekstri neins trygg- ingafélags. Margir af fulltrúum FlB voru umboðsmenn Hagtrygging ar og gerði það sitt til að gera málið flóknara. Ofekur varð fljótlega ljóst eftir að við tókum við stjórnar störfum í félaginu og kynntum okkur rekstur þess og fjármál að þar varð að gera róttækar breytingar á, í viötölum við fyrrverandi stjórnarmenn kom £ ljós, að' fyrri stjórnir höföu gert sér grein fyrir þessu sama vanda- máli, án þess að lausn fengist á því,,. v»r þvi ákveöið að þte^ta . störfu m fyrrverandi ’fram- ' I 'kv'£emdastjóra''féiagsins, jafn-'’”, framt því sem honum var veitt sex mánaða veikindafri á fullum launum, enda hafði hann átt við langvarandi veikindi aö stríða. Var síðan ráöinn nýr fram- kvæmdastjóri til félagsins, Guð- laugur Biörgvinsson". Margir vörðu Magnús Margir fulltrúanna á auka- þinginu urðu til að verja fram- kvæmdastjórn Magnúsar Valdi- marssonar. Magnús hefur undan farin ár verið sjúklingur, en hann stýröi félaginu og dagleg- um rekstri á þeim tíma sem FlB varð stærst allra bileigenda félaga í Evrópu að tiltölu, en um það leyti fór félagið út í rekstur ýmissa fyrirtækja, m. a. Ha-gtryggingar, skoðunarstöðvar innar við Suðurlandsbraut, inn- flutning á japönskum hjólbörð- um og kranabílaþjónustu svo eitthvað sé nefnt. „Bíðið þar til formaður verður aftur til“ Guðlaugur Björgvinsson, sá er ráðinn var framkvæmdastjóri FÍB i formannstíð Konráðs Adolphssonar, sagði af sér starfi sínu og hefur Magnús Valdimars son verið ráðinn framkvæmda- stjóri aftur. Vísir hafði tal af Magnúsi í gær og ætlaði að inna hann eftir því, hvaða þjónusta, það væri sem FÍB léti félagsmönn- um i té, en Magnús svaraði því til, að kjörnir stjómarmenn myndu í kvöld (miðvikudag) koma saman til fundar og yrði þá ákveðið hver yrði formaður félagsins. „Ég hef verið beðinn um aö svara engum fjölmiðlum, hvorki útvarpi né blöðum, fyrr en for- maðurinn hefur tekið við sinu starfi“, sagði Magnús. Og þá er að biða og sjá hvað verður í málefnum FÍB á næstunni. — GG Hvað er að gerast hjá FÍB? Fjórir menn úr stjórn þessara samtaka bfleigenda á íslandi sögðu af sér stjórnar- störfum í september sl., og hafa síðan haldið uppi gagnrýni á starfandi stjórn samtakanna. Þeir hafa haft við orð, að sitthvað sé óhreint í pokahorninu hjá FÍB, svo sem skoðunarstöð, kranabílsmál, Hagtrygg ing, Hagbarði, fjöl- skyldufjármál — hingað til hafa þessi orð verið hvísluð, en á laugardag- inn var tók Konráð Adolphsson, fyrrverandi formaður félagsins þau til meðferðar, og talaði enga tæpitungu. Ragnar Sá frægi kranabíll FÍB að störfum. Viðgeröarreikningur vegna bilunar hans hljóðaði upp á hálfa milljón króna — og sá reikningur var greiddur athugasemdalaust á sínum tíma. í málum FÍB y — Eruð þér í Félagi íslenzkra bifreiðaeigenda? — Ef svo er, hvað hafið þér fengið fyrir árgjaldið? Magnús Hannesson, rafvirkja- meistari: — Ég hef nú ekkert fengið fyrir mVn iðgjöld ennþá. En það kemur einfaldlega tii af því, að það hefur ekkert komið fyrir bílinn minn enn sem kom- ið er. — Ég hef hugsað mér aö vera áfram í félaginu. Það veit- ir víst öryggi. Sigurður Jóhannesson, skrifvéla- meistari: — Ég er ekki í FÍB. Tel nefnilega þá stofnun ekki hafa staðið sig í stykkinu. Hún hefur staðið V of mörgu, sem ekki kemur neytendaþjónust- unni við. Ásgeir Þorvaldsson. verzlunar- maður: — NEI ég kem sko ekki nálægt svoleiðis stofnun. Sé ekk; ástæöu til þess, því eins og FÍB er rekið i dag er starfsemi félagsins tómt píp. Þeir Þar gera meira að því að tala en fram- kvæma'. Sigurbjörn Helgason, sjómaður: — Ég var í FlB en fór sjálf- krafa úr félaginu þegar ég hafði bílaskipti og hef ekki gengið V' félagiö á ný af þeirri ástæðu enn; saman, að ég er allt eins líklegur til að fara að selja bílinn minn. Ég er það mikið á sjónum, að ég hef ekki not fyrir hann. Ég kom t.d. i land í nótt og fer sennilega áftur á morgun. Ég hafði góða reynslu af viðskiptum mínum við FÍB, þeir hjálpuðu mér tvisvar er óhapp henti mig úti á vegum stjóri: — Ég hef verið í FÍB V' fjölda ára og ætla að vera það áfram. Það hefur ekki reynt á aðstoð þeirra við mig ennþá, en mér finnst ágætt að vera félagi ef svo skyld, fara, að ég þyrfti á þeirra aðstoð að halda

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.