Vísir - 28.10.1971, Blaðsíða 10

Vísir - 28.10.1971, Blaðsíða 10
V I S I R . Fimmtudagur 28. október 1971. /Cr I i KVÖLD1 j DAG ~j IKVÖLD Wé—i—ninniiiwiiiiii iiiiiiin "• - i n" iii n ^HWn—wm \ n .. .—— — i SKEMMTISTAÐIR ® Þórscafé. Polkakvartett söngv ari Björn Þorgeirsson. Röðull. Hljómsveitin Haukar leikur og syngur. Glaumbær. Diskótek. Hótel Loftleiðir. Hljómsveit frá Jamaica. Tónabær. Opið hús frá kl. 8 — 11. Chaplin og félagar í heimsókn. — Diskótek, plötusnúður Magnús Magnússon. HEILSUGÆZLA ® SLYS: SLYSAVARÐSTOFAN: sími 81200, eftir lokun skiptiborðs 81212. SJÚKRABIFREIÐ: Reykjavík sími 11100, HafnarfjörSur sími 51336, Kópavogur sími 11100. LÆKNIR : REYKJAVIK, KÓPAVOGUR. Dagvakt: kl. 08:00—17:00, mánud. —föstudags, ef ekki næst f heim- ilislækni, sími 11510. Kvöld- og næturvakt: kl. 17:00— 08:00, mánudagur— fimmtudags sími 21230. Helgarvakt: Frá kl. 17:00 föstu- dagskvöld til kl. 08:00 mánudags- n.orgun. sími 21230. Kl. 9—12 laugardagsmorgun eru læknastofur lokaðar nema á Klapparstíg 27, símar 11360 og 11680 — vitjanabeiðnir teknar hjá helgidagavakt, sími 21230. HAFNARFJÖRÐUR. GARÐA- HREPPUR. Nætur- og helgidaga- varzla, upplýsingar lögregluvarð- stofunni símí 50131. Tannlæknavakt er I Heilsuvemd- arstöðinni. Opið laugardaga og sunnudaga kl. 5—6, sími 22411. APÓTEK: Kvöldvarzla til kl. 23:00 á Reykjavíkursvæðinu. Helgarvarzla kl. 10—23:00. 23.—29. okt.: Vesturbæjarapótek — Háaleitisapótek. Næturvarzla lyfjabúöa kl. 23:00 —09:00 á Reykjavíkursvæöinú er f Stórholti í, sími 23245. Kópavogs og Keflavíkurapótek eru opin virka daga kl. 9—19, Iaugardaga kl. 9—14, helga daga kl. 13—15. MINNINGARSPJÖLD ® Minningarspjöld líknarsjóðs Dómkirkjunnar eru afgreidd hjá Bókabúð Æskunnar Kirkjuhvoli, verzluninni Emmu, Skólavörðu- stíg, verzl. Reynimel, Bræðraborg arstíg 5 og 22 og prestkonunum. TILKYNNÍNGAR ® Sagnfræðingafélag Islands boð- ar til fundar í kvöld kl. 20.30 í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Fundarefni: Sögukennsla á skyldu náms og menntaskólastigi. Stjórnin Kvenfélag Fríkirkjunnar í Reykjavík heldur basar 2. nóv. kl. 2 í Iðnó uppi. Þeir vinir og vel- unnarar Fríkirkjunnar, sem vilja gefa á basarinn. eru góðfúslega beðnir aö koma gjöfum sínum til Bryndisar Melhaga 3, Kristínar Laugavegi 39. Margrétar I .uga- vegi 52, Elínar Freyjugötu 46. „Þið getið haldið áfram til Ameríku, ef þið viljið“, sagði starfsstúlkan á Prestvíkurflugvelli við 30 farþega Loftleiða, sem ætluðu til íslands fyrir skömmu, en þá var ófært á Keflavíkurflugvelli. Allir kusu hótel við flugvöllinn og skömmu eftir komuna þangað bættist annar eins hópur Loftleiðafarþega í hópinn. Lenti með 107 farþega í rokinu i gærkvöldi meðan BEA og Loftleiðir sneru frá Keflavik Erfiðleikar eru miklir um þessar mundir á lendingum á Keflavíkur- flugvelli. Fiugféagsþota lenti á Kefavíkurflugvelli, og þar með er umferðin upptalin utan það að þot an fór um morguninn, m.a. með farþega sem komu frá Loftleiðum, en vélar Loftleiða hafa vfirflogið flugvöllinn undanfarna daga. Flugvé] frá BEA kom fljúgandi í gærdag upp að ströndum landsins en flugstjóranum leizt ekki á blik una og sneri aftur til Glasgow. Þangað kom svo þotan frá Flugfé- laginu og tók alla BEA-farþegana að sér. í Keflavik lenti hún svo með 107 farþega innanborðs. Inn- anlandsflugið gekk eftir áætlun I gær, nema að ekki var flogið til Patreksfjarðar og Vestmananeyja. „Með nýjum og bættum vélakosti fækkar þeim tilfellum þegar ófært er“, sagði Sveinn Sæmundsson, þegar viö hringdum í hann í morg- un. Loftleiðaflugvélarnar geta ekki lent vegna hliöarvinda á flugbraut- ir í Keflavík, en þar vantar braut inn í þannig að lendandi sé i vindi eins og t gær, þá var hliöarvindur á austur-vestur brautina. Vatns- veður og hálka gera málið enn verra eins og gefur að skilja. Bogi Þorsteinsson, yfirflugum- ferðarstjóri sagði að þetta yfirflug gerðist ekki oft hjá Loftleiðum. en greinilegt væri að nauðsyn bæri til að lengja þverbrautina, þ.e. norður-suður brautina. Eins og gefur aö skilja kostar það Loftleiðir hunduð þúsunda, jaínvel miiljónir, að þurfa að halda I farþegum uppi á hótelum, jafnvel svo dögum skiptir. Að auki missir hótel þeirra í Reykjavik viðskipti, ; áningarfarþegarnir mæta ekki af ; þessum ástæðum, og þeir sem ætla ti) íslands óttast áð lenda l yfir- flugi, sem þýöir e.t.v eina eða tvær : nætur í Luxemborg, — óvænt , en oft án mikilla fjárráða. — JBP 1 j DAG I 1KVÖLD Á fundi í Lögfræðingafélagi Is- lands i kvökl (fimmtudagskvöld) verða rædd nokkur viöfangsefni réttarheimspeki. Frummælandi verður Garðar Gíslason lögfræðingur, en hann stundaði að loknu embættisprófi frá Háskóla íslands, nám í réttar heimspeki við Háskólann í Ox- ford og varöi þar sl. vor ritgerð til gráðunnar Bachelor of Litera- ture. Garðar vinnur nú við dóms störf í Borgardómi Reykjavíkur. í erindinu mun hann fjalla um réttarheimspeki almennt og leit- ast við að gefa hugmynd um þau viðfangsefni, sem nú á tímum er mest fjallað um í þessari fræði grein. Þá mun hann fjalla ummun inn á lögfræði og réttarheimspeki og væntanlega hvort réttarheim- speki eigi almennt erindi til lög- fræðinga. Að loknu erindi frummælanda veröa frjálsar umræður að venju. Fundurinn verður haldinn i Átt hagasal Hótel Sögu og hefst kl. 20.30. KFUM AB. Aðaldeildarfund ur verður í húsi félaganna við Amtmannsstíg i kvöld kl. 8.30. Efni: Þrír ungir félagsmenn svara spurningunni: Hvers vænti ég af ? KFUM? Hugleiðing: Árni Sigur- 1 jónsson. Kvenfélag Hreyfils. — Fundur fimmtudaginn 28. okt. kl. 20.30 í Hreyfilshúsinu. Takið með ykk- ur handavinnu. Kvenfélag Áspresfcakalls. Handa vinnunámskeið í Ásheimilinu Hóls • '-"vgl 17. hefst ( byrjun nóv. — Kennt verður tvisvar i viku á þriðjudagskvöldum frá kl. 20 — 22.30 og á fimmtudögum frá kl. 14—16.30. Þátttaka tilkynnist i síma 32195 (Guðrún) eða 37234 (Sigriður). Islenzka dýrasafnið er opið frá kl. 1—6 alla daga Skólavörðustíg 6 b, Breiðfirðingabúð. S. 26628. BaSar Kvenfélags Háteigssókn- ar verður í Alþýöuhúsinu Hverfis- götu mánud. 1. nóv. kl. 2.00. — Vel þegnar eru hvers konar gjafir til basarsins og veita þeim mót- töku Sigriður Jafetsdóttir Máva- hlíð 14, s. 14040, María Hálfdánar dóttir, Barmahlíð 36, s. 16070, Vilhelmina Vilhelmsdóttir, Stiga- hlíð 4, s. 34114, Kristín Halldórs- dóttir Flókagötu 27, s. 23626 og Pála Kristjánsdóttir, Nóatúni 26, s. 16952. Frá Dómkirkjunni. Viðtalstimi séra Jóns Auöuns verður eftirleiö- is að Garðastræti 4° kl. 6—7 e.h. alla virka daga nema laugardaga. en ekki fyrir hádegi. Viðtalstími séra Þórs Stephensens verður i Dómkirkjunni mánud þriðjud. miðvikud og fimmtud milli kl 4 og 5 oe eftir samkomulagi heimili hans er á Hagamel 10 sími 13487 Vottorð og kirkju- bókanir sem séra Jón Auðuns hef- ur haft gefur séra Þórir Stephen- sen t Dómkirkjunni Grænlandsvaka fer fram í fé- Iagsheimili Kópavogs annað kvöld kl 20.30. Herdís Vigfús- dóttir, menntaskólakennari tók sjálf kvikmynd i Grænlandi og flvtur skýrincar með henni, en dr. Björn Þorsteinsson flvtur erindi um Grænland að fomu og nýju, en dr Björn er búinn að stjóma feröum til Grænlands um árabil. Ýmsir grænlenzkir munir verða sýndir þarna og kaffiveitingar bornar frarr. að vökunni lokinni. BELLA Ég vil fá bitann með óskabein- inu í — það hefur nefnilega svo voðalega margt farið úrskeiðis hjá mér upp á síðkastið. VEÐRIÐ DAG Suðvestan gola eða kaldi og skúrir fyrst. Austan kaldi og skúrir í kvöld. Hiti 6—9 stig t andlAt Þórhallur Kristjánsson. Klepps- vegi 20, andaðist 22. okt. 48 ára að aldri. Hann verður jarösunginn frá Fossvogskirkju kl. 1.30 á morgun. Haraldur GuðmundsSon, fyrrv. ráðherra, Hávallagötu 33, andaö- ist 23. okt. 79 ára aö aldri. Hann verður jarðsunginn frá Ðómkirkj unni kl. 2 á morgun.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.