Vísir - 28.10.1971, Blaðsíða 13
13
V í S I R . Fimmtudagur 28. október 1971.
TTin nýja kvenfrelsishreyfing á
upptök sín í Bandaríkjun
um. Þar er ætíð mikdð að ger
ast í kvenfrelsismá'lum. Frétta-
ritarri brezka tímaritsins Econom
ist, sem hetfi!«r aðsetur í Was-
hington, skrtfaði nýlega grein,
sem fer hér á eftir í lauslegri
þýðingu, um það, sem er að ger
ist á vettvangi hinnar banda-
rísku kvenfrelsishreýfjngar.
, .Kvenfrelsi shreyf in gi n hefur
snúið sér að nýju að gömlu
takmarki kvenréttindahreyfing-
arinnar — pölitísku valdi. Vissu
legaer átfram haldið þeim aögerð
œn, sem fyrir tveim árum opn
uðu augu almennings fyrir til-
vist hreyfingarinnar. Smáhópar
bvenna, sem margar hverjar eru
otfariega í þjóðfólagsstiganum,
hittast enn til að bera saman
reynshi sína á því að vera hald
ið niðri — í störfum, í iöggjöf,
fjárhagslega og sáifræðilega.
Einnig er haldið áfram að reyna
að skapa það, sem væri hægt
að kalia (en er ekki) „stolt kon
unnar“ og stundum með árangri.
Nokkrir bamabókaútgetfendur
hafa verið taldir á þáð að gefa
út bamabækur, sem iýsa kon
rtm í öðrum athöfnum en móð-
urhlutverkinu og nokkrir
stærstu háskólanna hafa hafið
námskeið um hlutverk kvenna í
mannkynssögunn,- og bókmennt
um og lagalega stöðu þeirra og
almenna stöðu í þjóðfélaginu.
Það kunna jafnvel að vera færri
auglýsingar f sjónvarpi, sem
sýna heiialamaðar konur, sem
hafa það eitt að markmiði í líf-
inu að fá þvottinn sinn hvitari
eða verða sér út um failegri
hárgreiðski.
„TTið upphaflega markmið
kvenfrelsishreyfingarinnar
að gera konur meira með-
vitandi um sjálfar sig, hefur
ekki gleymzt. Ennþá er kon-
um bent á þær mörgu kringum
steeður þar sem þær eru í ann-
ars flokks aðstöðu. Þeim er einn
ig bent á að una því ekki. Engu
að s'fður hefur orðið breyting í
þá átt að leggja meiri áherzlu
á pólitískar og lagalegar aðgerð
ir, sem lofa meiru í aðra hönd
en hið fjarlægara markmið að
breyta grundvallarviðhorfum
Kvenfrelsiskonur með breytingartiilöguna í höndunum og áróðurskonur þeirra Friedan og Steinem.
55
Stjórnmál eru kvennaverkí4
— segir kvenfrelsaður fréttaritari timaritsins
Economist um hib nýja markmið kvenfrelsis-
hreyfingarinnar i Bandarikjunum
bæöi karla og kvenna á hlut-
verki kvenna.
Hinar lagalegu aðgerðir hafa
aðallega beinzt að því að hefja
og vinna óteljandi dómsmál,
sem hafa oftast nær haft það
að markmiði að binda enda á
mismunun í starfi og launum.
Mikið af launum hafa verið
greidd áftur í tímann samkvæmt
ákvæðum laga um sömu laun
fyrir sömu vinnu frá árinu
1963. Þessum málum hafa fylgt
önnur mál þar sem hefur verið
skorið úr í undirrétti um það
mikilvæga atriði, að vinnan, sem
um ræðir, þarf ekki að vera
sama vinnan heldur aðeins í
grundvallaratriðum hin sama til
þess að sömu laun séu greidd
fyrir. Þannig er t. d. hinn héfð-
bundni og mikli mismunur á
launum karla og kvenna í fata
verzlunum að hverfa.
JJeglur, sem vinnuveitendur
hafa sett, þeir, sem halda
því fram að sum störf séu ein-
göngu karlmannsstörf, hafa
hver af annarri verið brotnar á
bak aftur fyrir rétti samkv. borg
araréttindalögunum frá 1964.
Suðurríkjaþingmenn í fulltrúa-
þinginu komu með viðauka við
þau lög þess efnis að ekki yrði
gerður greinarmunur á kynferði
fremur en kynþáttum. í þeirri
von að ákvæðið um kvnferði
myndi gera út af við frumvarp-
ið. Þeim mistókst sú ætlun sín
og ákvæðin um bann á kynferð
ismisréttj hafa styrkzt með flóði
af málshöfðunum. Meðal ann-
ars þess, sem mikilvægt telst,
er, að þessi löggjöf er notuð
til þess að drepa í dróma ýmis
lög fylkjanna, sem setja tak-
mörk á vinnustundafjölda
kvenna eða takmörk á yfirvinnu
þeirra eða þyngd beirra hluta-.
sem konur mega lyfta í starfi.
: Þessi - lög, stem sett voru
snemma á öldinnd til verndar
konum eru almennt notuð núna
til þess að neita konum um
yfirvinnu sem þær raunverulega
óska eftir, til þess að halda kon
um frá velborg'uðum störfum og
hindra þær í að ná yfirmanna-
stöðum þar sem krafizt er lengri
vinnustundafjölda eða óreglu-
legra.
Stjómmálaafskipti nýju kven
frelsishreyfingarinnar hafa eink
um beinzt að stofnun stjórn-
málahreyfingar kvenna, sem
hefur það að markmiði, að
konur skuli vera í helming allra
embætta sem ríkisstjórnin veit
ir, í fyrstu í nefndum þeim, sem
verða viðstaddar, þegar stjóm-
málaflokkarnir útnefna forseta-
efni sitt næsta ár. Þessá stjóm
má’lafiokkur kvenna hélt fyrsta
fund sinn í júlí og lýsti þar yfir
því, að sams konar stjórnmála-
hreyfing yrði stofnuð í hverju
hinna 50 ríkja fyrir lok septem
ber. Þessu markmiði hefur ekki
verið náð, skrpulagðar stjórn-
málahreyfingar hafa ekki verið
stofnaðar nema í tæpum helm-
ingi ríkjanna.
Almennt talað leitast stjóm-
málahreyfingin við að kona sé
kosin þar sem mögulegt er. Þar
sem það er ekki hægt. er leit-
azt við að kjósa þá fulltrúa, sem
hafi.. „rétta“ 1 afstöðu til mikil-
vægis kvenna. Hún getur verið
fóigin í þvf að styðja kröfur
sem fram koma fvrir meiri
styrk hins opinbera til barna-
heimila fyrir útivinnandi mæð-
ur (þetta er mál, sem aldrei er
greitt atkvæði gegn á fundum
kvenfrelsiskvenna). Kröfurnar
geta einnig verið fólgnar í and
stöðu við kynþáttaofsóknir eða
með frjáls’legri fóstureyðingar-
löggjöf eða gegn stríðinu í Vfet-
nam og innritana í herinn. Á
fyrsta fundi stjórnmáláhreyfing
ar kvenna var samhljóða á'lit að
beita sér gegn hvers konar mis
rétti milli kynþátta hver svo
sem væri talsmaður þeirrar
stefnu."
J greininni segir einnig, að
helzti framgangur stjórnmála
hreyfingar kvenna sé fölginn í
því hvemig hún hefur skipu-
lagt álitsgerðir ýmissa áhrifa-
hópa sem krefjast þess af Nix-
on forseta að hann útnefni konu
í a. m. k. eitt af hinum lausu
embættum í hæstarétti.
1 vetur megi búast við að sett
verði fram í þinginu breytingar
tillaga við stiórnarskrána, sem
banni misréttj kynjanna —
svokölluð jafnréttisbreytmgartil
laga, sem hópar kvenna hafa
borið fram árlega síðustu 48
ár. Þrátt fyrir allar umbætur
varðandi atvinnurétt kvenna séu
önnur vandamál til, eins og t.
d. misrétti, sem sé beitt af
hálfu ríkisháskólanna með inn
ritun stúdenta, og ekki sé hægt
að ráða bót á nema með breyt
ingartillögu við stjómarskrána.
Þótt andstaða á þingi sé ekki
meðal margra sé hún þö hörð.
Einkum hafi einn þingmannanna
verið í andstöðu og með viðbót
arklausu hafi honum tekizt aö
drepa niður breytingartillöguna
á síðasta þingi en kvenfrelsis-
konur segja að eftir því sem
kosningamar árið 1972 nálgist
muni þær geta þrýst á fleiri og
fleiri þingmenn til þess að lita
málið sömu augum og þær. Þvi
mun atkvæðagreiðsla þingsins
um breytingartillöguna geta
sannað árangur kven'frelsishreyf
ingarinnar núna, þegar hún hafi
snúið sér að stjórnmálum."
-SB
Tryggingastofnun ríkisins
Lokað vegna j arðarfarar föstudaginn 29.
október frá kl. 12.
TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS
GÓÐUR BÍLL
Til sölu mjög góður Fiat 125 SpeciaJ, árg. 1970 hvítur
að lit. Ekinn 28 þús. km. Bifreiðin er á góðum dekkj-
um og fylgir útvarp og höfuðpúðar. Verð kr. 320 þús.
150—200 þús. kr. útborgun, afgangur á tryggum
mánaðargreiðslum. Til sýnis og sölu á
BÍLASÖLUNNI HAFNARFIRÐI
Lœkjargötu 32. Sími 52266.
Ӓ upphafi skyldi
éndirinn skoða”
SBS.ÍUT.BÍK.
Auglýsing
um laust starf
Starf kvenfangavarðar í fangageymslu lög-
reglustöðvarinnar við Hverfisgötu er laust
til umsóknar.
Upplýsingar um starfið gefur Guðmundur
Hermannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn.
Umsóknir með upplýsingum um aldur,
menntun og fyrri störf berist fyrir 15. nóvem-
ber n. k-
Lögreglustjórinn í Reykjavík,
27. október 1971.