Vísir - 28.10.1971, Blaðsíða 7

Vísir - 28.10.1971, Blaðsíða 7
VT^sr.rji.-fjL V 1 S 1 R . Fimmtuaagur *&. OKtoDer cTPlenningarmál Ólafur Jónsson skrifar um leiklist: Allt í lielvíti brennur og frýs 'O'iálp er fyrir minn smekk 1 ógeðfellt og fráhrindándi verk, ruddaháttur efnisins ekki siður en hin stílfærða heims- mynd ofbeldis og ánauðar sem hann dregur jafnharðan upp. Verðleikar leiksins á sviði hygg ég að fremur staf; af natúralískri efnismeðferð hans, uppistöðu verulegs tilfinninga- lifs i leiknum í sinni klúru og afbökuðu mynd. Og sakleysi þess handan landamarká og siðamats venjulegs mannlegs fé- lags, virðist sem fyrr segir furðu rikur þáttur ’i lýsing fólksins I ieiknum. Leikfélag Reykjavíkur: Hjálp eftir Edward Bond Þýðandi: Olfur Hjörvar Leikmynd: Steinþór Sigurðsson Leikstjóri: Pétur. Einarsson TJjálp eftir Edward Bond lýsir einskonar helvíti — óhrjá- legu nútímavíti þar sem menn búa við ólinnandj þjáning. án vonar, án þess að koma orðum að kvöl sinni né skilja hvers vegna refsing sé á þá lögð. Allt í helv’ítj brennur og frýs: brenn- ur af losta frýs í kvöl sinni. Og fólkið i leiknum hvert af öðru og leikurinn í heild lýsir þeim skilningj að allt sem fram kemur við það sé þess eigin sök, allt hljótj að verða sem það er. Það er engin útgönguleiö úr víti. T eikurinn gerist í brezkri slömm og fer með natúrál- iskum hætti að efninu. Ég ímynda mér að áhrifamáttur sýningar sé einkanlega undir þVí komið hversu trúverðugt, náttúrlegt tekst að gera fólkið sem byggir þennan heim, mál- færj þess og hugsunarhátt, all- an útgang þess við hina fá- brotnu, allt að því auðu sviðs- mynd. Að því leyti tij hefur þetta tekizt f Iðnó að þar er á að skipa ungu fóik; sem megnar að sýna fram á persónur leiks- ins. Hvernig sem þýðing Úlfs Hjörvars, áreiðaniega fjarska vandasamt verk kann að standa af sér við slangurmál frumtext- ans, er máifar hennar trúlegt íslenzkt götumái sem allajafna lætur alveg náttúrlega á vörum leikenda. Og mér virðist sýn- ingin miða að raunsæislegum, ó- þvinguðum leikstíl þesslegum að gera persónulýsingar leiksins náttúrlegar og nærtækar áhorf- endum Annað mál er það tij hversu mikiílar hl'ítar leikurinn tekst — j eða er líklegur að takast. Hann Jæat.T.^ýna.,. natúraþ'ska „sneið af veruleika”, en inni- hald hennar er auðvitaö stækk- að. grófgert og stílfært. Texti leiksins hygg ég að sé æðj vand- meðfarinn svo hann skili sér til hlítar, og vantar með köflum á fyllsta vald leikenda á honum í áköfustu atriðum leiksins. En leikurinn á mikið komið undir fjarska náinnj geðbrigðalýsingu hvers og eins hlutverks og ieik- hópsins ’i heiid. Þetta á ekki sízt við um lýsing strákahöpsins í leiknum og greypilegasta atriði hans, barnsmorðið sem ýtarleg ast birtir hugarheim og heims- mynd leiksins skefjalausan sadisma sem er undirrót hans. Þetta atriðj vekur frekar ógeð en óhugnað á sýningunni í Iðnó — en það hefur öðru fremur vakið athygli á höfund- inum og umtal um verk hans, e.t.v. að einhverju leytj oröið til að færa út mörk þess sem sæmilegt þykir að sýna og segja á leiksviði en þau voru að vísu tey^janleg fyrir, einnig hér hjá okkur. En miklu hygg ég að varði J,ejkin,n.,.að Ijóst sé að það er öðrum þræðj sprottið af „öfugsnúnu sakleysi“, verið að iýsa fóiki sem í raun og sann veit ekkj hvað það gerir, byrjar í leik sem fyrr en varir er snúinn upp1 H blinda fúl- mennsku. Kjartan Ragnarsson og Sigríður Hagalín: Mary T sýningu Leikfélags Reykja- víkur, við leikstjóm Péturs Einarssonar, lágu þessir úr- kostir Ieiksins að minnsta kosti Ijósir fyrr, þótt efni hans nytu sín betur í einstökum atriðum, átökum og mannlýsingum en framvindu leiksins í heild. En sýningin svarar þVi markmiði að leyfa ungu fólki í félaginu að neyta' kraftanna: Hrönn Steingr’imsdóttir kom fjarska gerðarlega fyrir í sínu fyrsta hlutverki, Pam, en ekki var mér ljóst hvort bilið milli sljó- leika og kæruleysis annars veg- ár ofsa hennar hins vegar á að vera jafn m.iótt og það sýnd- ist í þessari sýningu. Guð- mundur Magnússon, Fred, og Kjartan Ragnarsson, Len held ég að báðir hafi unnið sín beztu verk hingað til í þessum leik. Len er torráðnasta manngerð hans og veitir væntanlega mestra kosta völ V leik — en sakleysi, góðvild, hjálpfýsi hans var í rauninni óráðin gáta Kjartan Ragnarsson: Len og Guðmundur Pálsson: Harry .þessarar raannlýsingar í með- förum Kjartans, Sigríður Haga- ifn og Guðmundur Pálsson, Mary og Harry lýstu einföldum skopgervingum gömlu hjónanna i leiknum, forskrift ókominnar ævi hinna ungu. En einkenni- Iega varð markKtið atriði þeirra Kjartans og Sigríðar saman, hálf forfæring svo dæmigert sem það virðist um spaugsemi Ieiksins, skop sem jafnharðan snýst upp í grettu. Harald G. Haraldsson, Jón Þórisson, Borgar Garöarsson, Sigurður tMOIáháw; i. "'H s>!íá „. f Karlsson fóru nieö minni hlpt- verk strákar í hóp, ósparir á groddagang, klúra og klám- fengna tilburði sem við áttj — lýstu trúlega sálufélagi leiksins sem fyrr en varir verður að marklausu æði. Það voru í stytztu máli áhrifin af þessum leik og sýningu — sem var þó haganlega á svið sett og lýsti umtalsverðum en fjarska tor- kennilegum efnum leikræns skáldskapar. Hrönn Steiiigrímsdóttir: Pam og Sigriður Hagalín.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.