Vísir - 28.10.1971, Blaðsíða 5

Vísir - 28.10.1971, Blaðsíða 5
 Mikil óvissa um 1. deildar- sætið í meistaraflokki kvenna Það var oft hart barizt í kvennaleiknum. Hér er bezta leikkona Breiðabliks komin í færi og send ir knöttinn í netið. Ljósm. BB. — jafntefli i fyrri leik Breibabliks og KR Breiðablik og KR léku fyrri leik sinn í meistara- flokki kvenna um réttinn til að leika í 1- deildinni í vetur og lauk leiknum eftir talsvert spennandi leik með jafntefli 9—9 og verð ur leikurinn á sunnudag milli liðanna því hreinn úr- slitaleikur. Þetta lausa sæti. sem um er keppt, orsakaðist af því, að stúlk- urnar í Völsungum á Húsavík, sem sigruðu i 2. deild í vor, sáu sér ekki fært aö taka þátt í keppninni. KR sem féll niður úr 1. deild, og Breiðablik sem varö í öðru sæti í 2. deild, keppa því um sætið. Leikur liðanna í gærkvöldi var mjög jafn nær allan tímann. KR byrjaðj á þvi að skora, en síðan komst Breiðablik í 2—1. KR-stúlk- urnar skoruðu þrjú næstu mörk. Staðan var 4—2 og var þaö mesti 'munurinn í leiknum. En nú var sama uppi á teningnum aftur — en breyting þó, þar sem Breiðablik skoraði næstu þrjú mörk og hafði yfir í hálfleik 5—4. KR jafnaði fljótlega í siðarj hálf- leik og leikurinn hélzt í miklu jafnvægi ailan hálfleikinn. Oftast var jafnt, en liðin skiptust á að hafa eitt mark yfir á milli og loka- tölur urðu eins og áður segir 9 — 9. Handknattleikur sá sem stúlk- urnar buðu upp á var yfirleitt slakur, en þó komu fyrir inn á milli leikkaflar, sem sýndu, að bæðj liðin geta betur. Mikilvægi leiksins hafði talsvert þrúgandi á- hrif á hinar ungu handknattleiks- konur. — ssím. Aðeins West Ham vann í gærkvöldi — Tottenham átti i erfiðleikum með Preston á heimavelli Aðeins West Ham tryggði sér rétt í næstu umferð í enska deildabikarnum, þegar liðið vann Liverpool í gærkvöldi á leikvelli sín um í Lundúnum, Upton Park, með 2—1. Graham skoraði fyrsta markið í leiknum fyrir Liverpool, en síðan jafnaði Hurst og Robson skoraði sigurmark ið rétt fyrir leikslok. Tottenham tókst ekki áð vinna Preston úr 2. deild á White Hart Lane og kom það vissul. á óvart. Martin Chivers skoraði fyrir Tottenham á 4. mVn. og þannig stóð þaf til fimm mínútur voru eftir af leikn um, að Lyall jafnaði fyrir Preston. Ekki gekk Chelsea betur á leikvelli sínum í Lundúnum gegn Bolton úr 3. deild og langt fram í leikinn leit út fyrir, að Bolton— sem sigraði Manch. City í umferðinni á undan — mundi einnig slá Chelsea út. Jcmes skoraði fyrir Bolton á 13. mín., en Hudson tókst að jafna fyrir Chelsea. Manch. Utd. lék ekki vel gegn Stoke á Old Trafford og var frekár heppið að ná jafntefli. Mark var dæmt af John Ritchie, Stoke, sem mörgum fannst lög- lega skorað. Ekkert mark var skorað ¥ fyrr; hálfleik, en á 72. mín. náði Gerry Conroy forustu fyrir Stoke. en sex m&i. fyrir leiksiok jafnáðj A4an Gcnwiíag fyrir Manch. Uéd. Liðin f deitdabrkamum, sem gerðu jafntefli í gær og fjwœa- kvöld, mnnu mætasf á af í næstu vikc. — þsim. unnu Norð- menn í Evrópukeppni Ungverjar eru á góðri leið með að vinna sinn riðil í Evrópukeppni landsliða. í gærkvöldi sigraði Ung- verjaland Noreg í Buda- pest með 4—0 og hefur þá náð níu stigum — stigatölu sem að vísu Frakkland og Búlgaría hafa möguleika að ná. Gegn Norðmönnum skoraði hinn kunni leikmaður Bene eftir 21 mín. og nokkrum m’in. síðar var Dunai á ferðinni fyrir Ungverja- land og sendj knöttinn í netið. Þriðja mark sitt skoruðu Ugverjar beint úr hornspyrnu, og hið fjórðá skoraði Szocs. Ungverjar höfðu talsveröa yfir- burði í leiknum, en Norðmenn voru mjög óánægðir með tyrkneska dómarann, sem þeir segja að eigi að strikast út af lista alþjóðadóm- ara fyrir alla framtíð, eins og Nic Johansen komst að orði eftir leik- inn Staðan í riðlinum er nú þannig: Ungverjaland 6 4 11 12:5 9 Búlgaria 4 2 1 1 8:4 5 Frakkland 4 2 1 1 7r5 5 Noregur 6 0 1 5 5:18 1 Frakkland og Búlgaría eiga eftiT að leika báða s’ina leiki innbyrðis, en Ungverjaland og Noregur hafa lokið sínum leikjum. B0LH0LTI 6 - SÍMI 82143

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.