Vísir - 28.10.1971, Blaðsíða 8

Vísir - 28.10.1971, Blaðsíða 8
ö V í S I R . Fimmtudagur 2?. október 1971, ISIR Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjóri Fréttastjóri Ritstjómarfulltrúi Auglýsingastjóri Auglýsingar Afgrv „.,la Ritstjóm Áskriftargjald kr. í lausasölu kr. 12 Prentsmiðja Vísis : Reykjaprent hf. • Sveinn R. Eyjólfsson ■ Jónas Kristjánsson : Jón Birgir Pétursson : Valdimar H. Jóhannesson : Skúli G. Jóhannesson : Bröttugötu 3b. Simar 15610, 11660 : Bröttugötu 3b. Sími 11660 : Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur) 195 á mánuöi innanlands .00 eintakið. — Edda hf. ■ s af rf'io'syi^um og 1 eins og afnámi sö1 tolla af rafmagnstækjum, né heldur afnámi véla- tolla. Þegar núverandi fjármálaráðherra var í stjórnar- andstöðu, lagði hann mikla áherzlu á, að tekjur af umferðinni ættu að renna til framkvæmda Vegasjóðs. í þessu mundi felast meira en 600 milljón króna tekjuhækkun sjóðsins. í nýja fjárlagafrumvarpinu er ekki gert ráð fyrir neinu slíku- Þar er heldur ekki gert ráð fyrir, að 2% af tekjum ríkisins renni til að- gerða til eflingar jafnvægi í byggð landsins eins og framsóknarmenn lögðu til á síðasta þingi. Næst þegar Frameóknarflokkurinn verður í stjórn arandstöðu, ættu forustumenn hans að minnast út- reiðar stefnumála sinna í fyrsta fjárlagafrumvarpi fiájTA-álaráðherra síns. Hin ábyrgðarlausu yfirboð mundu þá væntanlega verða minni en þau hafa verið á undanförnum árum. Það er aldrei of seint að bæta sig, sérstaklega þegar gott svigrúm er til að bæta sig. Hugsjónir horfnar ókunnugum gæti virzt, að á tímum verðstöðvunar hljóti að vera hægt að gera margt gagnlegt fyrir þrjá milljarða króna. Þegar fjárlagafrumvarp ríkisstjórn- arinnar lítur dagsins ljós með slíkri hækkun, er nem- ur hvorki meira né minna en 27%, ætti að vera rúm á síðum frumvarpsins fyrir mörg hugsjónamál rík- isstjórnarinnar, til dæmis umbótatillögur þær, sem þingmenn Framsóknarflokksins hafa komið fram með á undanförnum árum. Þegar núverandi fjármálaráðherra var í stjórnar- andstöðu, lagði hann jafnan áherzlu á, að fjárveit- ingar til verklegra framkvæmda ættu að hækka hlut- fallslegc. jafnt og fjárlögin í heild. Þetta baráttumál sitt hefur hann ekki framkvæmt að þessu sinni. Þótt fjárlagafrumvarp hans sé 27% hærra en frumvarpið í fyrra, hækka framlög til hafnargerða ekki um eina einustu krónu. Framlög til skólabygginga hækka sama sem ekkert, svo að samdráttur í þeim efnum er fyrirsjáanlegur. Framlög til lánasjóðs námsmanna hækka svo lítið, að fjölgun námsmanna gerir meira en éta hækkunina upp, og er það annað dæmi um hornrekuhlutverk skólamálanna í þessu fjárlagafrum- varpi. Framlög til byggingar læknamiðstöðva og sjúkrahúsa hækka sama sem ekkert og sama er að segja um framlög til framkvæmda í flugmálum. Og ekki er séð fyrir neinu fé í hina bráðnauðsynlegu eins milljarðs króna þverbraut á Keflavíkurflugvelli. Áður en núverandi stjórnarflokkar komust í ríkis- stjórn, lögðu þeir mikla áherzlu á auknar bætur al- mannatrygginga. í fjárlagafrumvarpinu !er hins veg- ar ekki gert ráð fyrir, að stigið verði neinu skrcri fram- ar á því sviði en fyrri ríkisstjórn hafði gert. Þar er ekki heldur - -rt ráð fvrir gömlum baráttumálum Kjarnakljúfur í ísrael. ísraelsaeM sagðir hafa eldflaugar fyrir atómvopn — Gætu gert kjarnorkusprengjur, hvenær sem þeir vildu ísraelsmenn byggðu her gagnaframleiðslu sína fyrst á gömlum leifum og offramleiðslu ann- arra ríkja á hergögnum. Nú er fullyrt, að þeir hafi smíðað eldflaugar, sem borið gætu kjarn- orkuvopn. ísraelsnienn neita þessu, en margir kunnugir telja sig vita þetta fyrir víst. Sé svo, munu aðstæður í Mið- Austurlöndum gjörbreyt ast. 300 milljónir á dag í hergagnaframleiðslu í biblíunni er sagt, aö ísra- elsmenn hafi fellt múra Jeríkó, borgar Kanverja, með lúðra- blæstri. Nú segja blaðamenn, að þeir muni geta blásið Asvan- stVflu Egypta í rúst með „Jerí- kó“-eldflaugum sínum. Jeríkó- eldflaugar ógni arabískum borg- um, Kafró, Alexandríu, Amman og Damaskus. ísraelsmenn ráði. nú yfir tveggja þrepa meðal- drægum eldflaugum, sem dragi 500 kílómetra. ' ";;;n, sem heitir í höf- uö.O á hinni frægu borg, sé nýj- asta töfravopn, sem hergagnaiðn aður Israels hafi framleitt. ísra- elsmenn leggja dag hvern meira en 300 milljónir króna í her- gagnaframleiðslu, meira en 40 prósent af fjárlögum ríkisins. í bandaríska fagtímaritinu „Fréttir af vísindum og opinber um málum“ (Science’and Gov- ernment Report) eru ísraels- menn jafningjar allra ríkja heim= nema Bandaríkíanna og Sovét- rikjanna á hernaðarsviðinu. og yfirmaður hergagnaframleiðsl- unnar í tsrael segir. að hergögn in, sem þeir framleiöi, séu „að komast á sama stig og hergögn stórveldanna". Herstyrkur byggist á f jölda rafreikna fremur en manna Hins vegar hafa tsraelsmenn undanfarna daga verið að neita því að nokkuð sé hæft i fréttun- um um eldflaugamar. Abba Eb- an utanríkisráðherra ísraels bað bandarísku stjórnina um auk- inn stuðning vegna þess að Rúss ar auki alltaf stuðning sinn við Egypta. Bandarfkjamenn munu l'ika ætla að auka stuðning við ísrael, þótt það muni móðga ýmsa aöila innan lands og utan. Aðrir fullyrða að þessi „út- vörður vestrænna rikja“ hafi aftur á mótj enn sem jafnan fyrr mikla yfirburði yfir and- stæðinga sfna f hernaðatmálum. ísraelsmenn hafa margsinnis sigrazt á sameinuðum, marg- falt fjölmennari Arabaríkjum. Bent er á, að styrkur nýtizku hernaðarvelda byggist ekki á fjölda herm. heldur tölva, það er á vélum fremur en mönnum. Millj ísraels og Arabaríkj- anna er gifurlegt bii í tæknileg- um efnum. Þetta hlutfall var tal ið hafa verið fjórir gegn einum ísrael í hag árið 1967. Nú er fullyrt að hlutfallið sé 7:1. Hernaðarmáttur Arabaríkjanna er sagður hafa vaxið um 30— 50% síðan í sex daga stríðinu 1967. Hins vegar hafi styrkur ísraels fjór- eða fimmfaldazt á þessum tíma. Það er vitað, áð flugher ísraels hefur haft al- gera yfirburð; og Egyptar urðu að kalla á hjálp Rússa til að hafa einhverjar vonir um a'ð vernda borgir sl'nar, sem voru orðnar „opnar“ fyrir sprengjuárásum. Fyrirmyndir í Sovét, Bandaríkjunum og Bret- landi Um eitt hundrað verksmiöjur og rannsóknarstöðvar með tug- þúsundum sérfræðinga starfa nú við hergagnaframleiðsluna í ísrael. Framleiddar eru um sex hundruð tegundir vopna og skotfæra. Meðal þess er margt, sem hefur vakiö aðdáun hernað- arfræðinep annarra ríkja, fall- bvssur eldflaugar og flugvélar. fsraelsmenn hafa gert eigin flugvélar að fyrirmyud þeirra 72ja Mirageþota sem Frakkar höfðu látið bá fá fyrir sex daga stríðið. Frakkar hafa nú snúið baki við ísraelsmönnum. Þetta er hvergi nærr; eina dæmið um aðferðir ísraelsmanna við hergagnagerð sem svipar til aðferða Japana í iðn- aðarframleiðslu almennt. Þeir taka framleiðslu þeirra þ.ióða', sem lengst eru komnar, sér til fyrirmyndar og gera síðan eigin vörur eftir því. Úr bandarísku M-16 byssunni gerðu ísraelsmenn eigin byssur. Eftir hinni sovézku „Katjuscha“ var gerð fullkomin ísraelsk eld- fiaugavarpa. Skriðdrekar Isra- elsmanna Sabra eru gerðir eftir sovézku skriðdrekunum T-54 en Israelsmenn tóku eina 400 slíka í herfang í sex daga stríðinu, en auk þess eru nokkur atriði skrið drekanna eftirlíking brezkra og bandarfskra skriðdreka. Bar-Lev yfirmaður herráðsins sagði í vor, að aldrei faefði her- gögnum farið jafnmikið fram og síðasta ár. Hafa nóg úraníum Hafi ísraelsmenn „Jerikó- eldflaugar“ að auki, sem geta borið kjamorkuvopn, er stærri tíðinda aö vænta. Israelsmenn hafa nefnilega engin kjamorku vopn til að láta flaugamar bera. Samkvæmt lýsingum á Jerikó- eldflaugunum gætu þær ekki bor iö nema um hálft tonn af venju- legu sprengjuefni. en Phantom- sprengjuþota gæt; borið sjð tonn. Þar sem ísraelsmenn munu væntanlega fá frá Banda- rfkjamönnum Phantomþotur á næstunni, væri til lftils að gera Jerikóeldflaugar fyrir 150 milljónir króna stykkið til þess ama. Þvi mundi tilkoma eld flauganna beina athygli þeirra að gerð kjamorkuvopna. Engum blöðum er um það að fletta, að ísraelsmenn gætu framleitt kjamorkusprengjur, hvenær sem þeim vildu. Kjam- orkustöðin f Dimona f Negev- eyðimörkinni framleiðir á ári 1,5 kíló af plútóníum sem sam- svarar sprengiafli kjamorku- sprengjunnar. sem varpað var á Híróshfma. Til framleiðslunn- ar þarf um 24 kfló af úraníum, en af því vinna Israelsmenn sjálfir úr jörðu um 15 kíló í Negeveyðimörkinni og afgang- urinn er keyptur frá Suður- Afríku, Madagaskar og Kongó. Frakkar hjálpuðu þeiro af stað Sagt er, að Frakkar hafi í byrjun átt mikinn þátt í undir- búningi að gerð Jeríkóeldflaug- arinnar. Á árabilinu 1961 til 1968 unnu Israelsmenn með Marcel-Dassault verksmiðjunum að þessu og lögðu til þess um 14 milljarða króna í sérstakri verksmiðju f grennd við borgina Bordeaux 5 Frakklandi. Þegar Frakkar drógu sig út úr þessu, héldu Israelsmenn áfram. Nú era þeir sagði gera þrjár til sex Jerfkóeldflaugar á mánuði.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.