Vísir - 09.11.1971, Blaðsíða 3
V1SIR. Þriðjudagur 9. nóvember 1971.
1
í MORGUN UTLÖNDI MORGUN UTLÖND f MORGUN ÚTLÖND Í MORGUN UTLÖND
Umsjón Haukur Helgason
Palme vill stofna tolla-
bandalag fyrir Norðuriönd
Svíar munu ekki sætta j um. „Við eigum að notfæra
sig við, að nýir tollmúrar okkur aukna samstöðu í
verði reistir á Norðurlönd | Evrópu til að setja á fót
það norræna tollabandalag
sem við höfum stefnt að í
tuttugu ár“, sagði Olof
Palme forsætisráðherra
Svíþjóðar á blaðamanna-
fundi í Osló í gær.
Palme viðurkenndi, að það gæti
orðið erfiðieikum bundið í fyrstu
að koma á fót tollabandalagi milli
Efnahagsbandal. Evrópu og þeirra
ríkja í EFTA, sem ekki hafa sóttum
aðild að Efnahagsbandaiaginu, en
meðal þeirra er Island.
Hann sagði, að víðtækur fríverzl
unarsamningur fyrir Svíþjóö og
Finnland gæti oröið góð lausn fyrir
Norðurlönd.
Eftir að Svíar höfðu haft opin
huga gagnvart EBE síðan 1967, kom
það í ljós í fyrra. að aðild að banda
laginu gat ekki samrýmzt hlutleysis
stefnu Svía, að því er Palme segir.
Þetta á meðal annars rætur að
rekja til hugmynda sem ríkja í EBE
um sameiginlega stefnu aðidlar-
ríkjanna í utanríkismálum og þar
Olof Palme
með varnarmálum. Edward Heath
forsætisráðherra Breta er formæl-
andi þessarar stefnu ásamt flestum
stjórnmálaforingjum á meginland-
inu.
Palme sagði, að fríverzlunar-
bandalagið EFTA hefði leitt til
margs konar framfara. EFTA hefði
leyst hlutverk sitt fullkomlega af
hendi, ef nú tækist að fá stórt frí
verzlunarsamband, sem næði til
300 milljóna manna.
Hann vildi ekki ræða möguleik
ana á að hefja aftur viðræður um
stofnun NORDEK, ef svo færi aö
Danir og Norðmenn gengju ekki í
EBE. Palme sagði, að þessi spum-
ing væri ekki raunhæf á þessari
stundu.
Loftárásir Nixons ekki
minni en Johnsons
Blóðgjafir fyrir herinn. — Spennan fer vaxandi á landamærum Indlands og Pakistan, og margir
óttast, aö upp úr sjóði, svo að alger styrjöld verði á þessum slóðum. Myndin sýnir indverska hús-
móður í Nýju Delhi gefa blóð, og fjöldi fólks bíður færis að gefa til þessa blóðbanka, sem er ætlað
ur indversku hermönnunum.
Bandaríkin fella niður
aðstoð við Pakistanher
Bandaríkin hafa afturkall-
að leyfi til að flytja út vopn
til Pakistan fyrir um 300
milljónir íslenzkra króna.
Með þessu er ýtt úr vegi
verstu hindruninni í sam-
skiptum Bandaríkjanna og
Indlands.
Einu hergögnin, em ekki faWa
undir þetta, eru varahlutir fyrir
um 15 miHjónir króna. ToHurinn
í New York hefur nú þegar af-
greitt þennan farm og er aðeins
beðið eftir skipi tiil flutnings til
Paikistan, um leið og verkfaMi hafn
arverkamanna á austurströnd
Bandaríkjanna lýkur.
Talsmaður utanríkisráðuneytis-
ins Charles Bray segir, að stjóm
Pakistan hafi sætt sig við þessa
ákvörðun og ekki hafi verið skýrt
frá þessu fynr, því að uitanríkis-
ráðuneytið heföi viljað tiiikynna
þinginu þaö fyrst.
Bray sagði, að bandaríska stjóm
in 'hafi komizt að þeirri niðurstöðu,
að þaö sé ekki „tiil neiws gagnis"
að halda áfram að fiytja hérgögn
tiil Pakistan.
Indiru Gandhi forsætisráðherra
Indlands var skýrt frá þessum ráð
„Rottan króuð"
segir Faulkner um IRA
Forsætisráðherra Noröur-írlands
Brian Faulkner segir, að her og lög-
regla séu í þann veginn að vinna
striðið við írska lýöveldisherinn,
IRA. Þó mætti búast við vaxandi
ofþeldisaðgerðum, áður en lyki.
„Rottan er aitaf hættulegust,
þegar hún hefur verið króuð". sagði
Faulkner.
Bjórkrá í norðurhluU, Belfastborg
ar var eyðilögð með sprengju í
gærkvöldi. Ekkj hefur frétzt af
imanntjóni þar.
stöfuinum, þegar hún var f heim-
sökn í Washington fyrir nokkrum
dögum.
Bandaríski hermálaráð-
herrann Melvin Laird gerði
bíaðamönnum grein fyrir
þvl eftir komu sína frá Suð
ur Víetnam, að Bandaríkin
muni ekki hætta alveg af-
skiptum sínum í Víetnam,
þótt hraðað verði heimköll
un herliðs þaðan.
Laird lagði áherzlu á, að sprengju
árásir á stöðvar kommúnista í
Indókína mundu halda áfram. eins
„lengi og þeirra verður þörf“. Með
an einhverjir bandarískiir hermenn
verði í Suður-Víetnam muni verða
þar flugsveitir til aö aðstoða þá.
Eftir því sem fækkar í banda-
ríska hemum í Suður-Víetnam hafa
Bandaríkjamenn lagt meiri áherzlu
á flugherinn þar. í síðustu viku
var skýrt frá fjölmörgum svoköll
'uðum vamarárásum bandarískra
flugvéla á loftvarnarstöðvar í N-
Víetnam. Bandarískar flugvélar réð
ust í gær gegn skotmörkum lengra
í norður en þær höfðu nokkru sinni
gert, síðan Bandaríkjamerih gerðu
misheppnaða ti'lraun til að bjarga
bandarískum stríðsföngum úr hönd
um Norður-Víetnama í nóvember
í fyrra. Norður-Víetnamar sögðust
í gær hafa skotið niður tvær
bandarískar flugvélar.
Rannsókn sem gerð var í banda
rískum háskóla sýnir, aö jafn miklu
magni sprengja og eldflauga hefur
verið beitt í Indókína fyrstu þrjú
stjórnarár Nixons og gert var síð-
ustu þrjú stjómarár fyrirrennara
hans Johnsons.
Sennilega munu Bandarikjamenn
halda áfram loftárásum á stöðvar
kommúnista frá flugvöMum í Thai-
landi og flugmóðurskipum á Kfna
hafi löngu eftir aö herlið þeirra
verður komið niöur í 50 þúsund
manns.
NÝJU ANDLITIN. — Þessir menn munu koma fram fyrir hönd Alþýðulýðveldisins Kína, þegar
það hefur tekið sæti á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Aðstoðarutanríkisráðherrann Chia Kuan-
hua (til virjstri), sem hefur verið blaðamaður og diplómat, verður formaður kínversku sendinefnd
i arinnar. Sendiherra Kína í Kanada HUang Hua, til hægri, verður fulltrúi ríkisins í öryggisráðinu.