Vísir - 09.11.1971, Blaðsíða 7

Vísir - 09.11.1971, Blaðsíða 7
VlSIR. Þriðjudagur 9. nðvember 1971. cyWenningarmál Olafur Jðnsson skritar um bókmenntir Hugsjónir og veru- leiki Bjarni Benediktsson frá Hofteigi: Bðkmenntagreinar Einar Bragi bjó til prentunar Reykjavík, Heimskringla 1971. 390 bis. T þessarj bók eru um það bil 80 greinar og ritgerðir frá 19 árum, 1948—67. Á þeim tima skrifaöi Bjarni Benedikts son frá Hofteigj ritdóma að staðaldri í Þjóðviljann um 12 ára skeið, 1948 — 59 en eftir það einkum í Frjálsa þjóð. í bókariok eru taldar nær 400 greinar aðrar um bókmenntaleg efni eftir Bjarna í ýmsum blöð- um og tímaritum. T'' reinarnar i bókinni flokkar útgefandi í fjóra .staði eft ir efni þeiiTa, og er þátturinn um samtímabókmenntir eins og vænta m(ftti langsamlega fyrir- feróarmestur, meira en helming- ur bókarinnar, en aðrir efnisþætt ir eru um eldri bókmenntir, er- lendar bókmenntir og um hlut lista í þjóðlffinu. Ýms. viðfangsefnj Bjarna í þessum síðastnefndu greinum hans koma kunnuglega fyrir enn f dag: vanmáttur íslenzkrar leik ritunar og vanræksla Þjóð- leikhússins á því sviði, laim og kjör listamanna og nauðsyn á starfsfé handa listum, og er viðiíka skoðunum aðfi-noshim og ábendingum og í greinum hans ennþá iðulega hreyft í um ræðum um þessi efni. Það breytist ekki ýkja margt á hverjum óratug í íslenzku menn- ingarlífi. En kynlega er þessi flokkur fáskipaður og einhæfur hjá höfundi með brennandi pöli- tiskan og félagslegan áhuga Bjarna frá Hofteigi. Ætla mætti samt að úrval úr bókmennta- gagnrýni og greinum um önn- ur menningarmál eftir höfund sem að staðaldri fjallar um þessi efnj í dagblaði veitti jafnharðan nokkurt yfirlit yfir atburðarás sinna tima, breytileg ábugamál og umræöuefni á þessu sviði ekki síður en helztu verk- og höfunda, strauma og stefnumið í bókmenntunum frá árj til árs. En þegar litið er yfir þáttinn um samtímabókmenntir hér í bókinni reynist einnig hann kyn lega glompóttur, Hér eru t. a. m. umsagnir um ýmsar bækur eftir Halldör Laxness frá ár unum 1948—66 Atómstöðinni tii Dúfnaveizlunnar — en Bjami hefur ekki skrifaö um Gerplu. Hann fjallar i nokkrum grein- um af meirj og næmari -Hn- ingi en aðvir hafa gert um nokkr ar bækur Stefáns Jónssonar, en um hans mesta verk, Veginn að brúnni, skrifar Bjarni ekki. Þarf laust er að leita umsagna um aðra atkvæðamestu skáldsögu- höfunda í kynslóðinni eftir Laxness, Ólaf Jóh. Sigurðsson og Guðmund Dariielsson í bók- inni, og um formbylting skáld skaparins, hina nýju ljóðiist sem fram kom áratuginn eftir stríð fjallar Bjarni frá Hofteigi lítt eða ekki. Oókmenntagremar Bjarna frá Hofteigi eru með öðrum bókmenntum orðum ekki „annáll bókmennt anna“ áratugina eftir strið, og yrðu það vist ekkj þótt efnis vali væri öðruvísj hagað. En skýringin á ýmsum glompum ’i efní bókarinnar er reyndar jafn einföld og hún er nærtæk: sann- Ieikurinn mun vera sá að Bjarni hafj ekki einu sinni á bíaða- mannsárum s’inum við Þjóðvilj ann átt þess kost að gefa sig óskiptan að þvi að fjalla um bókmenntir og menningarmál. Þessi bók mun að mestu eða öilu leyti samin í tómstundum frá öðrum erilsömum skylduverkum. — það er skýring á ýmsum tak- mörkunum hennar og verður í senn til marks um það hverju Bjami hefði getað annað á þessu sviði við betri kjör. En vafalaúst hefði greinasafn hans um samtímabókmenntir litið öðruv’isi út hefði honum sjálfum auðnazt að ganga frá þvi til útgáfu P’n máj er að víkja frá því sem þessi bðk er ekki að því sem í hennj stendur. Bjarni Benediktsson frá Hof- teigi var eins og Einar Bragi segir í hlýlegum formálsorðum „stefnuboðandi gagnrýnandi", bar að bókmenntum meðmðtað' ar róttækar skoðanir á pólitík — og pólitík hans tók til menn ingar- og þjóðræknisefna ekki siður en beinna þjóðfélagsmála. Hann gerir þá kröfu tii skáld skapar að hann taki þátt í lífi og striði sinnar tíðar, einangri sig aldrei frá manninum sjálf- um og vanda hans — lifi á og af „réttri“ sögu- og heimskoðun. Skilningur hans og smekkur á bókmenntir, krafa til þeirra kem ur að minni hyggju betur fram í ýmsum greinum hans urn eldri og kiassískar bókmenntir og höfunda en f flestum samtiðar dómum. „Það er eins og nútímamað ur sé að tala viö okkur af þessum fornu blöðum þessi orð hefðu getað staðið í Þjóðviljan um í fyrradag,1' segir t. a. m. í grein um Heinrich Heine, frá 1954. „Hér er freisi fólksins á dagskrá. Niður með kúgarana! stendur þar — og það er ekki óraunhæft skraf, heldur byggt á jaröneskum staðreyndum, tulk að á auðugu aiþýðumáli, með sífelldri ski'rskotan til hiuta sem við þekkjum öM úr daglegu iifi.“ Og í annarri grein tveimur ár- um síðar: „í hjarta Heines lýst- ur saman stormum og straum um þess tíma sem hann lifði, og það er til marks um mátt hans að í þeim átökum vanð hann ekkj rekald, eins og raun in hefur oröið á um margan næman og viðkvæman anda, heldur hófst hann með stórum brag yfir andstæðurnar, túlk- aði öll manndómsár sín geiglaus ar skoðanir, skapaði stóra list af þversögnum aldarinnaT sem börðust um brjóst hans.“ í þættinum um erlendar bók- 1 menntir fjallar Bjarni af að dáun um Jack London og Nordahl Grieg meðal annarra — baráttumenn og boðberendur lýðfrelsis og sósíalisma bylt- ingarinnar sem koma skai. Af skáldum 19du aldar á íslandi eru Bólu-Hjálmar. Gestur Páls- son Þorsteinn Erlingsson, Stephan G. Stephansson hans menn. „Þú ættir að lifa núna, Gest- ur, og sjá hvernig alþýðan þVn leggur undir sig heiminn sigr- ar auðvaldið, gerist nienntuð og hamingjusöm,, og hvernig fólkið þitt hérna heima hefur bundizt samtökum um sigurinn og fram- tíðina," segir hann í grein um Gest Pálsson 1952. „Miðað við það dauða svartnætti er grúfð- ist yfir stórum hlutum heims- ins á dögum Stephans G. Stephanssonár mætti segja að nú sé risinn aagur — þótt hann sé blóðugur i morgunsárið. 1 til samtimans — eru sígildar beinlínis vegna þátttöku sinn- ar í baráttu líðandi stundar sem höfundur tekur sjálfur þátt í af l’ifi og sál. Dómar hans og umsagnir um samtíðarbókmennt ir eru hins vegar tii marks um hversu tókst aö semja hugsjóna- kröfuna sjálfri bókmenntastarf- seminnj eins og hun gerðist um hans daga. 'P’lzta grein f bókinni fjallar * J um Atómstööina vörn gegn ádeilu Kristjáns Alberts sónar á höfundinn og bókina’. Bókmenntalegur bakhjall Bjama frá Hofteigj er annars vegar skáldskapararfur 19du aldar, kvæði Þorsteins og Stephans G. höfuðdráttum er alþýða heims ins í sókn með frelsi sitt og sósialisma .. Stephan G. Stephansson mundi fagna þeirri baráttu ef uppi værj V dag, á sama hátt og kúgaðar þjóðir allrar álfu bera með sér hjarta hans f frelsisstríðum sínum, á sama' hátt og hersetning ísiands mundi skipa höfuðrúm í næstu Andvökum,“ segir ári síðar í grein um Stephan G. Þetta eru velskrifaðar greinar, bornar uppi af ándheitri mælsku sem líklég er að hrifa lesanda með sér, áreiðanlega á- hrifamiklar blaðagTeinar á sinni tíð — hversu sem þær standast gáðari lestur. Bjarni frá Hofteigi skrifaði þegar á leið Iéttvigari, ákefðarminni, fík ast tij viðfeildnari stíl en í þess- um tilfærðu greinum. En þær lýsa bezt i þessari bók upp- runalegrj hugsjónakröfu hans til bókmenntanna, sem óbreytt hélzt þótt hann ætti fyrir hönd um djúptæk pölitísk vonbrigöi eins og fleiri róttækir menn ’i hans kynslóð. Hinar sfgildu bók menntir tala lifandj rödd, beint hins vegar skáldsögur Halldórs Laxness frá fjórða áratugi ald- arinnar. Á við þær finnst hon- um lítið til um flest seinni verk Halidórs - dómar hans um þau lýsa vaxandi óþoli, eins konar ósjálfráðri gremju í garð höfundarins sem útilokar V' ver- unni gagn eða gaman af þeim. Hann skrifar af aiúð og virð- ingu um ýmsar bækur Jóhann- esar úr’ Kotlum, en það er fyrst og fremst baráttu- og hugsjðna- skáld kreppuáranna sem hann dáir. Af þessum dæmum er þegar ijóst að bókmenntir samtíðar hans og þróun þeirra veldur Bjarna vonbrigðum, megna' ekki að standast von hans um þær eða kröfu til þeirra. Áreiðanlega eru þessi bókmenntalegu von brigði samfara og háð pólitísk- um vonsvikum hans á sama túna. En Bjarni frá Hofteigi reyndist rnaður til að taka sin- um pólitVsku vonbrigðum án þess að rifta hugsjónum sínum. Hann brýnir þráfaldlega fyrir samherjum sfnum í vinstrihreyf ingu nauðsyn ]>ess að endur- skoða fyrri skoðanir og stefnu- mið. Hann leiðist aldrei tij aö mæla upp ónýtar bókmenntir af pólitískum ástæðum, halda augljóslega vondum bökum frarn sem góðum og hafnar ekki póð- um skáldskap sem honum feliur ekki af pólitiskum ástæðum, En f þeim nýju bókum sem honum fellur þó bezt, sögum Indriða G. Þorsteinssonar kvæðum Hannes- ar Péturssonar, saknar hann óhjá kvæmiiega félagslegrar i'hlutun- ar, baráttu, hugsjöna fyrrj tíð- ar — og megnar ekki að hríf ast án þessa. Og kveðskaparsikyn og smekkur hans mótast um of af hefðbundnum viðhorfum til að hann fái áhuga eða öðlist skilning á nýjum viðhorfum i ljóðlist sem hann leiöir að mestu hjá sér a'ð ræða. Það sem segir hér um Stein Steinar er fjarska marklítið, það eru fremur viðfangsefni en Ustar- aðferð Jóns úr Vör sem laða hug hans að sér. En það skáld af yngrj kynslóð sem hann bind ur mestar vonir við og fer um lofsamlegustum orðum er Þorst Valdimarsson. Með allri virðmgu fyrir kvæðum Þorsteins finnst mér þetta augljðsa ofmat vitn isglöggt um hinar pólitísku og bókmenntalegu takmarkanir sem bókmenntamati Bjama frá Hofteig; voru settar. gjarni Benediktsson frá Hof- teigj fékkst við fleiri grefti ar bókmennta, en IVkiegt er að bezta gagnrýni hans verðj vrir anlegust verka hans. Veigamesta verk hans á þessn sviði var bókin um Þorstein Eriingsson sem út kom 1958. Hin prýði lega' ritgerð um „staðreynd og hugsmíð" f Fjal'Ikirkjunni í þöss ari bók er til marks um það hvað Bjami hefði getað unnið á sviði „fræðilegrar“ gagnrýni hefðu honum veitzt ástæður til. En samfara' hinni sterku hug- sjónakröfu tii bókmennta sem dægurgagnrýni og greinar hans lýsa, bera þær einnig vott um samfellda, viðleitn; hans til að styðja mat sitt öðrum rökiun en tilfinningalegum, leggja hlut iægt og vímulaust mat á hók- menntirnar. Og Bjarni frá Hof teigj hefur að náttúrufa'rj haft næman og vandiátan smekk á bókmenntir, óbrigðulan áhuga á góðum skáldskap og mikla ritleikni sjálfur til að bera — ómissandj gáfur hverjum ga'gn- rýnanda í daglegu starfi hans og lfklegar að draga iengra en Vfs- vitaðar skoðanir. Til marks tun það er þessi bók sem geymir nógar heimildir um markverða, einlæga og drengilega bók- menntaskoðun - umræðu bök- mennta sem ekki hefur fymzt á þeim árum sem liöin eru siðan greinarnar voru samdar né þótt lesandj sé fráleitt samdóma höf undinum f hverri grein. Þannig tekst Einari Braga það sem tij var stofnað: að veita sanna mynd af bókmenntamati og bókmenntastefnu Bjarna frá Hofteigj og hlut hans að bðk menntalegrj umræðú á Islandi um sína daga. En revndar hyga ég að betri og nákvæmari mynd hefði mátt veita. með þv’i að velja efni vandlegar í bókina, en óneitanlega flýtur hér margt. smálegt með, og leyfa í annan stað hugmyndaþróun höfundar- ins að koma betur fram með því að skipa greinunum f tíma röð fremur en eftir efnisfiokk- um. Hvað sem þvY iíður verður þessi bók kærkomin rnörgum fornum lesendum Bjarna fná Hof teigi tij að rifja upp iiðna tfð, og nýjum lesendum veitir hún marga fróðlega visbending um bókmenntalíf undanfaHnna ára-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.