Vísir - 09.11.1971, Síða 5

Vísir - 09.11.1971, Síða 5
Vl*S I R, Þriðjudagur 9. nóvember 1971 5 m \ H ■ : ' ||^ 't V'^í" ■ jj J| jfKJm .........* IÉ Gísli Blöndal skoraði flest mörk íslenzku leikmannanna í gær- Víkingur — Breiðablik í kvöld! Ákveðið er að úrsiitaletkur | Bikarkeppni KSl verði f kvöld I á Melavellinum og munu Vík- ingur og Breiðablik mætast þar ’ og leika í flóðljósum. Aldrei | fyrr hefur jafn þýðingarmikill l leikur verið leikinn í flóðljósum hér á landi. Leikurinn hefst kl. átta og . þar sem áður hefur verið rætt um leikmenn liðanna bér á síð unni verður það ekki endurtekið 1 — en bæði liðin mutvu mæta | I með sína beztu menn. Fyrirliði íslenzka liðsins Ólafur H. Jónsson, hefur sent knöttinn í netið. Danski landsliðsmaðurinn Ole Sandhöj kom við litlum vörnum. Ljósm. BB. Léku eins 10 mín.. • • svo — Furðulegar sveiflur i leik landsliðsins i gær- kvöldi og liðið tapaði fyrir Árósa KFUM með eins marks mun Hvemig getur slíkt átt sér stað? Úrvalslið HSÍ — ís- lenzka landsliðið — tapaði í gærkvöldi fyrir danska lið inu KFUM Árósa með eins marks mun, 20—19, eftir að bæði Valur og FH höfðu sigrað þetta danska lið örugglega- Vissulega er þetta mikið áfall fyrir íslenzk- an handknattleik og óafsakanlegt tap — en kennir. leikmönnum okkar um leið að vanmeta aldrei neinn, hversu slaklega, sem hann hefur leikið áður. Dönsku leikmennirnir sýndu að vísu mun betri leik en áður í heimsókninni og voru jafnvel óheppnir að vinna ekki með meiri mun — öll vítaköst þeirra, fjögur að tölu, misheppnuðust. Lentu í stöngum íslenzka marksins. Ég verð þó að viðurkenna að innst | inni er ég ekkert mjög óhress yfir j þessu tapi íslenzka liðsins — þó i það sé neyðaríegt, svo ekki sé í meira sagt. Fyrstu tíu mínútur leiksins lék fslenzka Iiðið Geir: Björgvin og Valsmennirnir fimm Ólafur Jónsson, Gunnsteinn, Gísli, Stef án og Ólafur Benediktsson hreint eins og heimsmeistarar. Ótrúlega hraður leikur liðsins ásamt leiftursnöggum skipting- um, línuspili og fallegum flétt- um, er áreiðanlega eitt hið bezta ef ekki það bezta, sem íslenzkt Iið hefur sýnt. Hreint frábær handknattleikur, sem danirnir áttu lítið sem ekkert svar við. Mörkin hlóðust upp og staðan el’tir 10 mín. var 7:3 fyrir ís- Ienzka liðið. Sigfús kom inn í stað Björgvins og féll vel inn í hraðan lcik Iiðsins — en þegar Geir, fyrst, og síðan Ólafur Jóns son og Gísli Blöndal fóru út af — bá fór að halla undan fæti. Eftir þessa glæsilegu byrjun er ef tij vill enn óskiljanlegra hversu langt niður liðið komst — leikur þess í síðari hálfleiknum var meira í ætt við leik 2. deildarliðs, en okkar beztu leikmanna. Og ofan á þetta bættist ein aumasta mark- varzla, sem sést hefur hér í leik — Ólafur Benediktsson stóð sig rétt sæmilega upphafsminúturnar en síðan hljóp allt f baklás hjá honum — og markvarzla Guðjóns Erlendsson mest allan síðari hálf- leikinn var jafnve-1 ennþá verri. Furðulegt, þar sem þessir ungu piltar hafa átt glæsileiki að undan- fömu með liðum sínum. Dönsku leikmennirnir þunftu ekki annað en hitta markið — þá var mark. Eins og áöur segir var leikur ísl. liðsins glæsilegur í byrjun — samleikur Ólafs og Geirs þar há- punkturinn — og ef þetta er það, sem við megum eiga von á í vetur, þá mun ekiki vanta áhorfendur í Laugardölshö'Hina. Reynum að gleyma því, sem á eftir kom — það h-lýtur að vera einfaltfyrir hinn ágæta iandsliðsþjálfara, Hilmar Björnsson, að laga slíkt. I fyrri hálfleik var staöan 11:9 fýrir íslenzka og fékk iiðið þó á sig klaufalegt mark síða'st— þeg- ar Tholstrup skoraöi beint úr aukakasri eftár að leiktfma lauk. Þrábt fyiTir slappan kafla eftir hina góöu byrjun, var yfirieitt þriggja marka munur þar til í lok- in. í býrjun síðari hálfleiks lék sama lið,;—f>riema Guðjón var í markinu — og leikiö haföi upphafsmínútur leiksins. Og nú sýndi þaö l'ítiö sem ekkert af þeim glæsilega leik. Dön um tókst að jafna í 11:11, en enn benti þó ekkert á það, sem koma átti, þegar Gísli og Björgvin skor- uöu tvö mörk. En þegar 17 min. voru af leik tókst Dönum aftur að jafna í 16:16. Leikurinn var jafn það, sem eftir var — oftast jafn eða íslenzka liðið marki yfir þar tii rétt f lokin að KFUM tókst að jafna og skora sigurmarkiö — Kaae skoraði fjögur síðustu mörk þess. Þrátt fyrir áfallið voru ýmsar bjartar hliðar á leik íslenzka liðs- ins — samvinna Ólafs og Geirs, þrumuskot Gísla og oft sæmilegur varnarleikur í fyrri hálfleik þar sem Stefán, Gunnsteinn, Björgvin og Sigfús komu nokkuð vel út. En þv'i miður féllu ekki allir leik- mennirnir inn í leik liðsins. Axel Axelsson brást, því miður, og þessi stórhættulegi skotmaður var tauga óstyrkur í leiknum hverju sem um er að kenna. Sama er einnig að segia um Vilhiálm og Auðunn hefur oftast leikið betur en að þessu sinni. En alvarlegast er þó kannski — þegar upphafsmínút- urnar eru undanskildar — aö linu- spil sást varla. Það kemur eirrnig vel fram i' því hverjir skoruöu mörkin Gísij 6, Geir 5 Ólafur 5, Stefán 1, ViíhjáLmur 1 og Björg- vin 1. Við skukim ekkert draga af danska liðinu — það sýndi smn langbezta leik í heimsökninni og það þótt Bjarni Jónsson væri ekki með vegna meiösia, en í fyrri leikj- um var hann bezti maöur liösins. Kaae var nú afar hættulegur og skoraöi átta mörk, Stenkjær 4, Tholstrup 3, Weinreich og Sören- sen 2 hvor pg Holst.i^..En þrátt fyrir þennan sigur þeirra hef ég ekki skipt um skoðun . — Það er að mínu áliti ekki eins gobt hand- knattleikslið eins og okkar beztu lið, FH og Valur. Dómarar leiksins voru Björn Kristjánsson og Karl Jóhannsson og ágætir að venja. Þeir eru nú tv’imælalalust bezta dömarapar okkar. — hsím. Jörgcn Tholstrup, danskur landsliðsmaður, fái hindraft hann.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.