Vísir - 09.11.1971, Blaðsíða 8

Vísir - 09.11.1971, Blaðsíða 8
V1SIR , Þriðjudagur 9. nóvember 1971. n t>i I ii «■■■■■■■■ utgefanai: KeyKjapnsnc hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjómarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Bröttugötu 3b. Simar 15610, 11660 Afgx- ...la: Bröttugötu 3b. Sfmi 11660 Ritstjóm: Laugavegi 178. Simi 11660 (5 línur) Áskriftargjald kr. 195 á mánuði fnnanlands í lausasölu kr. 12.00 eintákið. Prentsmiöja Visis — Edda hf. Tilraun gegn feimni Vinsælustu skoðanakannanir erlendis eru þær, sem ) fjalla um fylgi stjórnmálaflokka. í flestum ríkjum ) Vesturlanda eru stjómmálaskoðanir kannaðar með \ reglubundnu og stuttu millibili. Sveiflurnar, sem l1 koma fram í fylgi flokkanna milli kannana, eru vin- ( sælt umræðuefni í dagblöðunum. Þar reyna fróðir / menn að leggja út af sveiflunum og tengja þær á- { kveðnum atburðum stjómmálanna. Blaðalesendur vl fylgjast með þessum könnunum og hugleiðingum af (í miklum áhuga. // Dagblaðið Vísir hefur í hartnær fjögur ár haldið ) úti reglubundnum skoðanakönnunum. Kannanirnar ) eru nú orðnar 75 talsins og gefa innsýn í viðhorf \ meðal íslendinga á ótal sviðum, allt frá pop-messum V yfir í Atlantshafsbandalagið- Það var samt ekki fyrr ( en í 75. könnuninni, sem birtist í Vísi í gær, að lagt / var út í að spyrja fólk um stjómmálaskoðanir þess. ) Orsakirnar fyrir því, að þessi forvitnilega spurn- ) ing kemur ékki fyrr fram í könnunum Vísis, eru \ fleiri en ein. íslendingar eru fámenn þjóð og þess ( vegna finnast mönnum meiri líkur vera á, að eftir f stjórnmálaskoðunum þeirra verði tekið, ef þeir láta II þær uppi, og kæra sig ekki um slíkt. Ennfremur eru ) menn ekki eins vanir könnunum og íbúar nálægra ) landa. Loks hafa verið kosningar bæði í ár og í fyrra, \ og á slíkum tíma er ekki heppilegt að kynna þessa \ grein skoðanakannana. ( Nú eru kosningar vel að baki og töluverð reynsla / komin á kannanir. Þess vegna var nú gerð tilraun til ) að spyrja um flokkafylgið. Niðurstaðan var sú, að J mikill fjöldi íslendinga kann ekki við að tiá stjórn- u málaskoðanir sínar með þessum hætti. 40% gátu / ekki eða vildu ekki svara spurningunni. Hlutfallið ) hefur aöeino nji'.'dan vcr’ð rvona hátt eða hærra. A’-'h ]j þess vitum við af i >ku í X;l:::cnnum kosningum \\ að innan við 10% þjóðarinnar eru án stjómmálaskoð- \y ana, svo að minnsta kosti 30% manna vildu halda f( skoðun sinni leyndri í könnuninni. Þetta bendir til // þess, að ástæða sé til að fara varlega í slíkum könn- )/ unum í framtíðinni. )) Vísir fór líka að með gát í könnuninni. Ekki var né \) er í þessari könnun, frekar en öðrum könnunum Vís- \\ is, vitað um nöfn hinna spurðu, og eiga því allir að ( hafa fullt öryggi um nafnleynd. Þar að auki höfðu ( spyrjendur það vegarnesti að ýta ekki á eftir svari ) við þessari spurningu, heldur tjá fólki, ef hik kæmi ) á það, að allt í lagi væri að sleppa svari við þessari n spumingu. Spyrjendur vom sammála um, að þeir, \\ sem ekki vildu svara, hefðu yfirleitt tekið spurning- (( unni vei Það lofar í sjálfu sér góðu um framtíðina. (( Enginn vafi er á, að kannanir á fylgi flokka geta )| veitt gagnlegar upplýsingar um stjómmálaþróunina /) milli kosninea. ' I skóla allt / Bandarikjunum er mikill áhugi á að starf- rækja skólana allt árið og \bað talið draga úr siðspillingu og leiðindum nemenda og kostnaði við skólahaldið " ■ Margir mæla með því, að skólatíminn, „skóla- árið“, verði lengdur hér á landi, en jafnmargir hafa mótmælt þeim skoðunum. í Bandaríkj- unum em menn hins veg ar að verða sannfærðir um kosti þess, að hafa skóla allt árið, ef marka Sumir spáðu þessum breyting- um innan fimm ára. Byggingar og tæki skólanna nýtast betur Stuðningsmenn breytinganna síkortir ekki sennileg rök. Þeir segja', að nemendur jafnt sem kennarar og allt samféiagið muni hagnast. Ef skólamir starfi allt sumarið iétti þrýst- ingnum á vinnuhiarkaðinum, þar sem milljónir táninga hafa leitað sér að vinnu, en ekki fundið Á lslandi hafa heyrzt raddir um lengingu skólaársins, en margir hafa mótmælt því. í skoðanakönnun Vísis í október voru 72 prósent andvígir Iengingu og 23 prósent fyigjandi. má blaðaskrif um það. Sá er nefnilega munur- inn á íslenzkum og bandarískum skólaungl- ingum að hér hafa ungl ingar vanizt einhverri vinnu í skólaleyfum, en í Bandaríkjunum vita þeir naumast, hvað þeir eiga af sér að gera þann tíma. Vandræði með að „drepa tímann“ um sumarið í Bandaríkjunum eru 52 miiljónir nemenda \ skyldunámi og framhaldsskólum ýmiss kon- ar. Þetta er fjóröungur lands- manna. Þetta fólk er yfirleitt í skóla frá september fram f júní. Flestar skólabyggingar eru lokaðar í júní—september. „Þetta er eyðsla“, segja sumir skólamenn. „Ósköp leiðinlegt", segja sumir nemendur, sem v,ita ekki, hvernig þeir eiga „að drepa t’imann" um sumarið. Bent er á, að það sé nú ónauð- synlegt að rjúfa skólatímann. Engin þörf sé á þessum leyfum í nútímaþjóðfélaginu. I skoðanakönnun í sumar voru 333 skölamenn spurðir um framtíö í skólamálum Banda- ríkjanna. 84 af hverjum 100 töldu, að innan 15 ára mundi verða breytt til og skólaganga yrði allt árið um gervalit landið. undanfarin ár. Það mundi draga úr skemrndarverkum unglinga, sem hafa verið tíð. einkum spjöll á auðum skólabyggingum. Það mundi draga úr lausung, eiturlyfjaneyzlu og öðru slíku, segja þeir sem fyigir atvinnu- leysi og leiðindum. Meira máli mundi hins vegar skipta, frá sjónarhóli mennta- málanna, að með því að starfa alit árið yrði unnt að bæfja menntunina. Tæki skólanna, byggingar og þess háttar stend-, ur ónotað allan sumart’tmann og gengur úr sér. Sé litið á skóla sem „verksmiðjur” með sinum hætti, væri það greini- lega ekki hagkvæmt að reka þær þannig, að vélar og tæki væri ónotað i þrjá—fjóra mán- uöi á ári. Framleiðslan yrði minni og kostnaðurinn meiri, enda segja þeir, sem vllja skóla allt áriö, að sama máli gegni um skólana. 1 borginni Atlanta f Georgíu- fylki hefur þetta verið gert. í tengsiun við breytinguna juku borjaryfirvöldin framlög tii skóla um 176 milljónir króna og fjöldi af nýjum menntunar- leiðum var opnaður. Áður gátu nemendur valið milli 100 mis- munandi greina, en nú geta þeir í þessu valgreinakerfi valið milli hvorkj meira né minna en 860 námsgreina. Með þéttbýli og vél- væðingu er lítil þörf fyrir unglinga við sveitastörf. Meðan bandarískir skóiar árið voru sveitaskólar, unnu nem- endurnir á sumrum við búskap- inn. Með stækkun þéttbýlis og véivæðingu í landbúnaði er þörf in orðin lítil á þessu sviði. Það hefur gengið á ýmsu um skóla- árið í Bandaríkjunum, og reynd- ar hefur það verið reynt hér og þar síðustu öld að hafa skóla- göngu allt árið. Um miðja 19. öld voru sKkir skólar algengir f borgunum. Þá voru skóiar f New York yfirieitt í 49 og f Chicago f 48 af 52 vikum árs- ins. Borgaskólamir fóru þá að stytta sinn skólattma, og upp úr aldamótum vom flestir skólar í níu .mánuði ársins. Um það leyti vaknaði enn á ný áhugi á skóla allt árið, Eitt form þess var að nemendur skiptust á að vera í skóla', þann- ig að fjórðungur nemenda var í leyfi á hverjum tíma, V þrjá mánuði í senn, en skólinn var starfræktur allan ársins hring. Þetta kerfi náði hámarki um 1925 en fór upp úr þvf hnign- andi, og skólar sneru aftur til nfu mánaða skólaárs. Sá háttur hefur mest verið ttðkaður síðan. þar til nú, að áhugi á lengingu skólaársins fer vaxandi. Almenningur hlynntur breytinerunni Almenningur styður þessar hugmyndir f ríkum mæli. Þegar Gaiilupstofnunin spurðist fyrir um ieiðir til að draga úr skóla- kostnaði benti næstum helming- ur manna á möguleikann áð hafa skólann allt árið til að draga úr heildarkostnáðj við kennslu. Með því gætu nemend- ur að sjálfsögðu tekið við meirf menntun á hverju ári og út- skrifazt fyrr. — Kennarasamtök með rúmri milljón félaga hafa hvatt félaga sína til að gefa sérstákan gaum möguleik- unum á að hafa skóla allt árið, Um það bil eitt hundrað af átján þúsund skólahéruðum i Bandar’ikjunum hafa nú í haust skólagöngu allt árið, Tvenns konar kerfj eru aðallega á döf- inni. í fyrsta lagi að skipta skóláárinu f 13 vikna fjórðunga, þar sem hver ársfjórðunaur er nfu vikna skólanám og fjögurra vikna leyfi. Nemendur byrja nám sitt á mismunandi tímum hvert ár, og fjórðungur þeirra er f leyfi á hverjum tíma. Allir nemendur eru þó ’i skóla í 180 daga á ári þegar frídagar hafa verið frádregnir, eins og nú tíðkast í níu mánaða skólaári. Með þessu er skólinn nýttur a]lt árið, en hins vegar eru nemendur f leyfi jafnlengi og áður. Hitt kerfið skiptir árinu i fjögur tólf vikna tímabil. Nem- endur byrja nám á mismunandi timum á hveriu ári, og ein vikan af þessum tólf er frítími. Skól- inn er með þessu aðeins lokaður í fjórar vikur á ári. Nemendur eru \ leyfi svipaðan tima og áður samanlágt. Skólaárið lengt um 30 daea Auk þess eru nú gerðar til- raunir með að samræma það, að skólinn sé starfræktur allt árið og skólaárið sé jafnframt lengt frá þvf sem nú er. 1 sum- um skólum hefur verið bætt við 30 dögum í skólaárið, svo að samtals eru nemendur f skóla f 210 dagn á ári, þegar levfis- dagar að meðtöldum helgidögum hafa verið dreenir frá. (Jmsión: Haukur Hefnason

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.