Vísir - 10.01.1972, Blaðsíða 3

Vísir - 10.01.1972, Blaðsíða 3
3 VISIR . Mánudagur 10. janúar 1972. I MORGUN UTLONDI MORGUN UTLOND I MORGUN UTLOND 8 MORGUN UTLOND Umsjón Haukur Helgason: NORBMENN AB KOMASTIEBE Sjávarútvegur viðurkenndur „lifshagsmuna- mál", og Norðmenn fá neitunarvald — Þrenns konar landhelgi i EBE „RÍKISSTJÓRNIN HEFUR EKKI LEYFI TIL AÐ LJÚGA“. Fréttaskýrandinn Jack Anderson heldur á leyniskjölunum, sem hann segir, að háttsettir embættismenn Nixons hafi fengið sér. Hann segir, að „ríkisstjómin hafi ekki leyfi til að ljúga“. Skjöl in sýna, að Nixon var mjög fylgjandi Pakistönum í stríði þeirra og Indverja og var stefnt að því að veita Pakistan aðstoð „gegnum þriðja land“ . Hótelræningjarnir og þýfið fundið Bandaríska rikisiögreglan FBI lagði í gær haid á demanta og skartgripi að verðmæti um 70 milljónir króna. Þetta er talinn mestur hluti fengs ræningjanna, sem rændu í lúxushóteli í New York í fyí-ri viku. Lögregilan segist hafa handtekið fimm manns í þessu sambandi. Þrírveru grunaðir um að hafa tekið þátt í ráninu en tveir aðrir að hafa tekið við stolnum verðmætum og haft þau undir höndum. Samningar um aðild Norð manna að Efnahagsbanda- lagi Evrópu kunna að nást í kvöld, segir í skeyti norsku fréttastofunnar í morgun. Hinn sögulegi fundur byrjar kl. fjögur, eftir að ráðherranefnd EBE hefur fyrr um daginn farið yfir tillögur Evrópu- nefndarinnar um, að í samningnum verði sérstök yfirlýsing, þar sem tekið er fram, að framtíð sjávar- útvegs séu lífshagsmunir fólks, sem býr við norsku ströndina. Með því eiga Norðmenn að fá neitunar- vald í framtíðinni um slílc mál. Norsku sendimennirnir í Bruss- el voru mjög bjartsýnir á, að lausn muni finnast, sem norska stjórnin verði ánægð með. Á borði ráöherranefndar EBE liggur einnig norsk tillaga um að Noregur fái tólf mílna fiskveiði- lögsögu meðfram allri strandlengj unni,, nema á svæðinu frá Lindes- nes til sænsku landamæranna en þar gildir nú þegar fjögurra mílna lögsaga gagnvart sænskum og dönskum fiskimönnum. Norðmenn hafa einnig sínar sérstöku tillögur um fyrirkomulagið eftir að 10 ára aðlöigunartími verður útrunninn, 31, desember 1972, en þetta er mikilvægt atriði í samningunum. Talið er vfst, að norska senl’- neifndin undir forystu Andreas Capp elens muni ekki koma heim með samning, þar sem Norðmönnum séu veitt sérstök réttindi í land- helgismálum um ótakmarkaðan tíma. Hins vegar mun viðurkenning Evrópu á því, að sjávarútvegurinn sé lífshagsmunamál strandbyggja hafa mikið gildi, þannig að Norð- menn geti' beitt neitunarvadi gagn ákvörðunum ráðherranefndar EBE, sem varða norskan sjávarútveg, eftir að Noregur verður kominn í bandalagið. „HEFÐI ORÐIÐ AÐ SITJA Á GÓLFINU“ „Enginn vafi, að Oswa/d var morðinginn" Fyrsta hlutlausa athugunin, sem hefur verið gerð á röntgenmyndum af líki John Kennedys forseta, hafa eytt öllum grun um, að Lee Harvey Oswald var morðinginn. Blaðið New York Times fullyrðir þetta í gær. Dr. John Lattimer frá Kolumbíu- háskóla fékk fyrir heigi aö skoða myndirnar, sem voru geymdar í rfkissafninu í Washington. Hann sagði í viðtali við blaðið, að enginn vafi væp á því aö niðurstöður Warxen nefndarínnar hefðu verið ;mttar. Nefndin, sem var kennd við þáverandi forseta hæstaréttar sagði að Oswald hefði skotið öJium skot unum, sem hæfðu Kennedy, og hefði hann ekki haft neina aðstoð- armenn. Hins vegar hefur alla daga síðan verið uppi mikil gagnrýni á starf nefndarinnar og niðurstöður og þá leynd, sem hefur hvílt vfir málinu. Sumir hafa haldið því fram að þaö mundi koma í ljós, ef röntgen- myndirnar væru skoðaðar, að fleiri en tvær kúlur heföu hæft Kennedy, nefndin hafði úrskurðað það. Warr- en-nefndin fékk ekki aðgang að röntgenmyndunum, þegar hún samdi skýrslu sína. Dr. Lattimer segir í viðtalinu, að aðeins tvær kúlur hefðu hæft forsetann. Önnur hafi hæft hann í hnakkann og farið út gegnum hálsinn. Röntgenmydirnár sýna, að skotstefnan var í kröppum vinkli og var skotið ofan að, Sumir, sem hafa gagnrýnt niður stöður nefndarinnar, höfða haldið því fram að Kennedy hefði verið skotinn af manni fyrir framan hann, en dr. Lattimer, segir að af myndunum megj sjá að þá hefði skotmaðurinn þurft að sitja á gölf- inu fyrir framan forsetann Þess vegna hljóti sú kúla, sem hafi far- ið gegnum háls hans, að hafa komið aftan frá. Dr. Lattimer segir, að forsetinn hafi hlotið hæðilegar hófuð- skemmdir af hinni kúlunni, sem hæfði hann, og mundu þessar myndir aidre; verða birtar opinber lega. Trygve Bratteli forsætdsráðherra Noregs hefur undanfarna daga ferð azt til EBElanda. Hann segist hafa fengið fulla tryggingu fyrir pvi, að Efnahagsbandalagið hafi aldrei gert neinar samþykktir, sem hafi bakað tjón hagsmunum einstakra landa í bandalaginu og mun það ekki held ur gerast i framfiðinni Bratteli sagði á fundi í Brussel í gær- kvöldi. að EBE-löndin viðurkenndu sérstöðu Norðmanna og síðustu efa semdunum hefði verið rutt úi vegi á fundi sínum við Edward Heath forsætisráðherra Breta. | Bratteli sagðist hafa gert sér Ijóst að Brétar mundu ekki skapa erfiðleika í samningum við banda- lagið þótt Norðmenn heföu fengið sérákvæði um landhelgismál. Öll ríkin, að Bretlandi meðtöldu hetðu talið mjög mikilvægt að Norö- menn fengju aðild. I rauninni verður þrenns konar fyrirkomulag á landhelgj innan bandalagsins. í fyrsta lagi hið venjulega skipulag Efnahagsbanda- iagsins, þar sem landhelgi er sex mílur og ríkin hafa frjálsan aðgang í landhelgd hvers annars. í ööru iagi verður aðlögunartímabil á sár stökum- svæðum í 10 ár. þar sem fiskveiðar innan tólf mílna eru tak mörkunum háðar, og loks er nú að fást sérlausn fyrir Noreg. Mujibur kominn heim Mujibur Rahman leiðtogi Austur Pakistana er nú frjáls maður. Hann kom til Dacca. höfuðborgar Bangla Desh í morgun. Honum var sileppt um helgina, og fór hann til London og síðan heim með viðkomu í Indlandi, þar sem honum var ákaft fagnað. AÐRIR FINNAST EKKI Þetta er Julíana Koepke, 17 ára stúlkan, sem komst lifandi frá flugslysinu í Perú. Aðrir hafa ekki fundizt á lífi. Átti að hengj Mujibur44 • Einn af samstarfsmönnum 2 Mujibur Rahmans segir, að • stjórnarliðar Pakistanstjórnar • hafi ætlaö aö taka hann af lifi, 2 skömmu áður en stríði Indverja • og Pakistana lauk, en fangclsis- 2 stjóri hafi gripið í taumana og 2 falið hann í skrifstofu sinni. • Ætlunin hafði verið aö hengja 2 leiðtoga Austur-Pakistana og • dysja hann síðan f sementsgólf- • inu í næsta fangaklefa. Búið var að gera gröfina, og böðulinn var • kominn til fangelsisdns. Böðull 2 inn hafði einnig með sér fölsuð • skjöl sem áttu að sýna, að • Mujibur hafði verið tekinn af 2 lífi í lok október. Fangelsisstjórinn hafði heyrt • orðróm um að Jæja Kan for- 2 seti væri að velta úr sessi. Hann • faldi þá Mujibur í skrifatafu • sinni í tvo daga og bjargaði lífi J hans. •

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.