Vísir - 10.01.1972, Blaðsíða 2

Vísir - 10.01.1972, Blaðsíða 2
SÍÐAN Spriklandi hafmeyjar Sá hávaxni, breaki leikari, Christopher Lee er af mörgum álitin einhver afkastamesti gæsa húðarframleiöandi sem nú er uppi í kvi'kmyndaheiminum. Hann hefur nefniilega um ára- bi! fátt eitt leikið annað en greif- ann .hræðilega Dracula. Myndir hans urn Dracula eru sýndar um allan heim og hvar sem hann kemur, hvort það er til Japan eða á íslandi, stífnar fólk af hræðslu — en dáist í laumi af leik — og tæknibrögðum Lees. Lee er kvæntur danskiri konu. Og eins og gefur að skilja, eru danskir afskaplega stoltir af því að eiga helminginn i sjálfum Christopher Lee — eins og sum dönsk blöð orða það. Bitt vikuritið sagði um daginn: „Gitta Kröncke, sem um margra ára skeið var hin eftirsóttasta fyr irsæta I Kaupmannahöfn, og þar fyrir utan einhver „flottasta" stúlkan í Kaupmannahöfn, sem stundaði samkvæmislífiö hér af kappi, hefur nú leynidegt símanúm er í London" (!). Gitta Kröncke Lee er þarna í heimsókn með dóttur sína, Christinu, í upptökusíúdíói kvikmyndavers við London. Christ- opiier, lengst til hægri á myndinni, er þarna að leika Dracula, þann ilia greifa. V/iuiaiuiiiici ci tnciiii. civivi svu vuuaicgui ao^uuum ci naiiii hefur tekið á sig gervi heimilisföðurins og spásserar um heim ili sitt. Hér að ofan eru myridir, sérii teknar eru af honum með fjölskyldunni heimafyrir. Þær fundust, hafmeyjarnar á myndinni, sprikilandi og iðandi uppi á hraðbátum, sem voru til sýrtis á sérstakri hraðbátasýningu sem haldin var í London nú í árs byrjun, ’72. Samkomugestir, sem faastir höifðu áður séð hafmeyjar, þyrpt ust að þeim og litu ekki við vél- skrímsilunum, sem þær sátu á. Aðspurðar kváðust þær heita Rina Brown (sú til vinstri) og Nicola Pearch Þegar sýningunni var lokið, demibdu þaer sér fljótt aftur út í Thames-fljót og syntu niður það út í Norðursjó, þar sem þær eiga hei'ma. Þær segja að Thames hafi nýlega verið hreinsuð sæmiiega, það sé ekiki líkt því eins mengað og áður var, því sé í lagi að svamla upp það og skreppa á sýn ingar. — Cliristopher Lee, sem leikur Öract/fa, er kvæntur danskri fyrirsætu Reyndar hefur Gitta danska ekk; þetta leyninúmer sjálfrar sín vegna, heldur til þess að maður hennar, Lee hryllingsmyndaleik- ari fái einhvern frið — það er nefnilega svo, að konur, enskar, ungar, sem aldnar, eru slæmar með að festa ást á skrímsli eins og Dracula Og af því að Drccula er erfitt að finna í símaskrám ver aldar, þá láta þær sér duga að reyna að hafa uppi á Christopher Lee. Hjónaband með hraði Hvernig Lee kynntist Gittu? Jú — dönsk blöð kunna góð skil á þvl Það var amerísk fyrirsæta, — Sandra að nafni, en sú var gift dönskum manni, og Sandra þessi hafðj oft lýst og mjög hrósað Gittu í eyru Lees, sem hún þekktj vel Lee vildi þá óður og uppvægur kynnast þessari fögru Kaupmannahafnarstelpu, sem ekki einasta va-r ásjáleg, heldur lí'ka forrfk dóttir eins aðalmanns ins í hinu konunglega brugghúsi í Kaupmannahöfn. Lee reyndi miög að koma á stefnumóti við Gittu. Og Gitta hafðj svo sem ekkert á móti því að hitta þann hávaxna ieikara — en var þá í önnum vegna tízku sýninga og annars. Atta mánuðir liðu og ekki rákust þau hvort á annað, þótt mikið reyndu — Sérstaklega Lee. Svo var það eitt sinn, að Christo pher var á leið heim en gisti af einhverjum ástæðum á leiðinni í Kaupmannahöfn. — Eitt sinn er hann þrammaði gegnum anddyrið á Hótel d’Angleterre í Kaup- mannahöfn, gengu þau í flasið hvort á öðru. Gitta var skelkuð að hlaupa svona upp í fangið á leikaranum. Og iei'karinn var fokvondur yfir að fá ‘kvenmannsbelg framan á sig, Samt giftu þau sig svo að segja strax. Terpentínupestin bönnuð Síðan hjúin rákust hvort á ann að í Kaupmannahöfn, hefur mik ið vatn runnið til sjávar. Þau hafa farið út um allan heim. — Christopher leikur jafnan annað slagið í kúrekamyndum, og þær eru oft teknar á Spáni eða í Ame ríku, og þá eltir Gitta hann og hefur með sér dóttur þeirra, — Christinu. í þrjú ár bjuggu þau í Sviss, en fluttu síðan til London „Og það var þegar við fliittum til London að ég hætti að stunda málaralist”, segir Gitta, „við er um nefnilega svo mikið f boðum með fínu fólki, leikurum, lista- mönnum og aðalsfólki, og þá er óhæfa að lykta af terpentínu!” En eitthvað verður hún að gera við tímann samt sem áður, þar eð hún er oftast ein í stóra hús- inu þeirra. Og síðasta hugdettan var að byrja að skrifa skáldsögu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.