Vísir - 05.02.1972, Page 3
VÍSIR. Laugardagur 5. febrdar 1972.
3
Málarinn hvíldi
sig á penslinum
— og tók til við pennann — út kom barnaleikritið Glókollur
„Mér fannst afskaplega
gaman að skrifa þetta leikrit
eftir ævintýrinu um Glókoll —
við vorum i fimm mánuði i
Suður-Frakklandi fyrir
þremur árum, og þá greip mig
allt i einu löngun til að skrifa
leik upp úr þessu ævintýri”,
sagði Magnús A. Arnason,
listmálari og myndhöggvari,
en hann er höfundur næsta
barnaleikrits, sem Þjóðleik-
húsiö frumsýnir 20. febrúar
nk.
Kona hans, Barbara
Arnason listakona, gerði tjöld-
in við leikritiö — en skrifaði
það ekki — eins og misritaðist
i Visi i gær.
,,Ég hafði svo gaman af að
skrifa þetta — mér stóð þá
alveg á sama um, hvort það
yrði sýnt eða ekki — greip
pennan- af þvi ég hafði ekki
annað að gera þá stundina”,
Glókollur er leikrit af fullri
sýningarlengd, tekur um tvo
tima að sýna, og undirleik
annast fimm manna hljóm-
sveit og kór.
Magnús A. Arnason samdi
sjálfur tónlistina við leikritið,
og ballettmeistari Þjóðieik-
hússins, ungur Búlgari, Vasil
Tinterov að nafni, samdi
ballett við þá tónlist. Ekki
kvaðst Magnús hafa uppi
áform um að skrifa fleiri leik-
rit, ,,ég veit ekkert, hvað ég
tek mér fyrir hendur i fram-
tiðinni, en þetta hefur verið
sérlega ánægjulegt. Og sam-
vinnan verið mjög góð við
leikstjórann, Benedikt Arna-
son”. — GG.
Hver ber ábyrgðina?
Prófmál vegna inn-
brots í bílasölu?
,,Ég held, að það hafi bara
aldrei reynt á þetta fyrr, og þess
vegna getur þetta orðið nokkurs
konar prófmál”, sagði Ólafur B.
Thors deildarstjóri hjá Almenn-
um tryggingum i samtali við Visi.
Umrætt mál er innbrotið i Bila-
söluna Höfðatúni sem Visir skýrði
frá fyrir stuttu.
Þjófurinn brauzt inn, stal bil-
lyklum og greip siðan farkostinn,
sem stóð fyrir utan. Starfsmaður
hjá öðru tryggingafélagi vildi
hins vegar fullyrða að Bilasalan
væri ábyrg, þar sem hún geymdi
lyklana.
Ólafur sagði, að fyrir nokkrum
árum hefði verið brotizt inn i bila-
verkstæði. Billyklum stolið og
siðan bilnum sjálfum, sem þar
var inni til viðgerðar. Þá hefði
verkstæðið verið dæmt til að
greiða skaðann. Svo væri bara
eftir að vita, hvort það sama gilti
um bilasölur, sem yrðu fyrir
ásókn þjófa. En það mætti búast
við, að tryggingafélögin væru litt
áfjáð i að tryggja bílasölurnar
gegn svona óhöppum.
Tryggingafélögin virðast vera
á öndverðum meiði i þessu máli,
og veröur fróðlegt að fylgjast með
framhaldinu. — SG.
Læknar vilja opinbera rannsókn
Eiturlyf jaákærurnar á
læknastéttina hafa orðið til þess
að Læknafélag Reykjavikur og
Læknafélag Islands hafa óskað
eftir opinberri rannsókn á
ummælunum i fjölmiðlum að
undanförnu. Hefur verið látið
liggja að þvi, að ákveðnir.
ónafngreindir iæknar, hafi sýnt
misferli i starfi við ávisanir
þeirra á ávana og fiknilyf.
Saksóknari rikisins mun nú hafa
fengið beiöni læknanna til
meðferðar og mun á næstunni
taka afstöðu til hennar.
FLUGFREYJUDRAUMURINN:
ÁHUGINN
VAKNAÐUR
jr
AÐ NYJU
Flugfreyjustarfið virðisl nú
aftur vera orðið mjög eftir-
sóknarvert meðal ungra meyja.
Bæði flugfélögin auglýstu eftir
flugfrcyjum ekki alls fyrir löngu
og bárust þrisvar sinnum fleiri
umsóknir en hægt var að sinna.
Flugfélagiö þurfti
að ráða 20-25 flugfreyjur og
bárust 107 umsóknir. Loftleiðir
þurftu á 05 að halda og fengu 200
umsóknir. P’yrir nokkrum árum
var nokkur tregða i umsóknum
um flugfreyjustörf en greinilegt
er að nú hefur áhuginn vaknað
aftur. _ cr.
Eitrið í kring-
um okkur eykst
íslenzkur kokkteill
vann silfur í Tokíó
Annar barmeistaranna á Hotel
Loftleiðum, Bjarni Guðjónsson
gerði góða ferð alla leiðina til
Tókió i Japan nýlega. Hann héít
þangað með kokkteilinn sinn,
Bahamas Special, og fékk að
launum silfurverðlaun á 21. þingi
albióðafélagskapar barþjóna.
Sigurvegarinn kom frá Noregi.
Virðast frændþjóðirnar þvi vel að
sér i faginu.
Sjaldan annað eins
byggt i Hafnarfirði
Núna um áramótin voru i smiðum
415 ibúðir i Hafnarfirði að sögn
Friðþjófs Sigurðssonar,
byggingafulltrfúa. 1 fyrra var
verið að smiða 566 ibúöir þar
syðra, þar af var lokið við 151
ibúð. Samkvæmt skýrslunni hefur
aðeins einu sinni áður verið svo
mikið um að vera I bygginga-
iönaðinum i bænum, það var 1957.
Eins og kunnugt er, er þaö
Hafnarfjörður, sem bólgnar
einna mest út þessi árin hvað
ibúafjöldann áhrærir. Er skammt
i þaö, aö Hafnarfjörður fari fram
úr Kópavogi i þessu tilliti.
Áfengisbölið
rætt á ráðstefnu
Um næstu helgi, dagana 5. og 6.
febrúar, munu heilbrigöis- og
tryggingaráðuneytiö, Félags-
stofnun Reykjavikurborgar og
Landssambandið gegn áfengis-
bölinu gangast fyrir ráðstefnu um
áfengismál. Ætlunin er, að þarna
verði rætt á breiðum grundvelli,
en umræður snúist um tvo megin-
þætti: Fyrirbyggjandi aðgerðir,
s.s. fræðslu, félagsleg störf og
löggjöf, og svo i öðru lagi um
drykkjusýki, lækningu og endur-
næiingu drykkjusjúkra. Fram-
sögumenn verða fjórir, en að
erindum þeirra loknum verður
starfað i umræðuhópum.
Gúmmitékkafé til hjarta-
verndar — Ásbjörn opnar
veskið
Tvær stórgjafir, sem heilbrigöis- og
tryggingamálará
herra breyta mjög aðstöðunni hjá
þeim, sem berjast á sviöi hjarta-
varna. Seðlabankinn gaf 1.5 millj.
króna úr tékkasjóði, en það eru
sektir, sem menn hafa orðiö aö inna
af hendi vegna innistæðulausra
ávisana. Þá gaf Asbjörn Olafsson
1.5 millji-, en féö er úr minmngar-
sjóði Vigdisar Ketilsdóttur og Ólafs
Asbjarnarsonar. Fenu skal variö til
að kaupa tækjabúnaö, til að gera
mögulegar opnar skurðaögerðir á
hjarta hér á landi.
Nýr ritstjóri Faxa
1 rúm 30 ár hefur Málfundafélagiö
Faxi I Keflavik gefið út mánaðar-
blaðið Faxa, -fréttir greinar og
ýmislegt sem varðar Suöurnesja-
búa öörum fremur. Allan þennan
tima hefur Hallgrimur Th.
Björnsson, yfirkennari, séðum að
blaðið hefur birzt kaupendum
reglulega þann 20. hvers mán.
Nú hefur Hallgrimur látið af rit-
stjórninni, en við tekur yngri
maður, Magnús Gislason úr
Garðinum. t siðasta blaöi eru
Hallgrimi þökkuð óeigingjörn
störf fyrir blaöið, en hinn nýji rit-
stjóri boðinn velkominn til starfa.
Það er kannski huggun að vita
það, að eiturefnamagn i ýmsum
fiskuin og dýrum i sjó hér við land
cr þó svipað og hefur fundizt i
sýnum.teknum fráöðrum hlutum
Atlantshafsins. I Auslur—Græn-
landsstrauminum hefur hins veg-
ar fundizt mcsta magn eiturefnis
i svifþörungum úthafa. Ný
rannsókn segir, að loftstraumur
frá iðnvæddum meginlöndum
hafi aukið magn eiturefna i
Atlantshafinu.
Visi barst frétt frá Hafrann-
sóknastofnunni, þar sem segir frá
samvinnu stofnunarinnar við
bandarisku haffræðistofnunina
við könnun á magni ýmissa lif-
rænna og ólifrænna eiturefna i
Atlantshafi og lifverum þess.
Þessi samvinna komst á sl. haust.
Þá kom hingað dr. Harvey frá
hafrannsóknastofnunni banda-
risku, og ásamt islenzkum
visindamönnum safnaði hann
sýnum af sjávarlifverum út af
Vestfjörðum i leiðangri rann-
sóknaskipsins Bjarna Sæmunds-
sonar.
Dr. Harvey vinnur að rann-
sóknum á D.D.T. og P.C.B., en
næsta litlar upplýsingar hafa
verið til um magn þessara efna i
lifverum og fiskum úthafa, þvi að
athygli visindamanna hefur fram
að þessu einkum beinzt að inn-
höfum og strandhöfum megin-
landa.
I greinargerð doktorsins, sem
hann sendi Hafrannsóknastofn
uninni, segir m.a., að magn eilur-
efna i fiskum og dýrum hér við
land sé stórum minna en finnst
t.d. i Eystrasalti, sem er orðið all-
mengað. Auk þess, sem rann
sökuð voru sýni sjávarlifs hér við
land, var einnig mælt magn
D.D.T. og P.C.B. i silungum úr
Mývatni, en i þeim fannst litið
sem ekkert af þessum efnum.
Telur doktorinn, að vegna þess
hve eiturefni þessi finnist vitt og
jafnt um Atlantshaf, þá muni
þessi efni vera borin þangað með
loftstraumnum frá iðnvæddum
meginlöndum. Bendi hið mikla
magn P.C.B. i svifþörungum úr
Austur-Grænlandsstraumi sér-
stakiega lil þess.
Um það bil tveim vikum áður
en svifþörungasýni þetta var
tekið i september, barst mjög
mistrað loft frá meginlandi
Evrópu yfir norðanvert Atlans-
haf.
—SB—
Smurbraudstofan
BJÖRNÍNIM
Njálsgata 49 Sími 15105
y/,\