Vísir - 14.02.1972, Page 9

Vísir - 14.02.1972, Page 9
. / , Stefán Þórðarson sendir knöttinn i mark Vals — óvænt hörkuskot, sem Valsvörnin kom engum vörnum viö Ljósm. BB Frábær leikur Fram gegn Val Það er ekki oft, sem okkur iþróttafréttamenn vantar lýsingarorð - en sem það kom þó að þvi, Þegar Fram sigraði Val i 1. deildarkeppninni i handknattleik i gær- kvöldi með 12-10 sást sá bezti handknattleikur, ízlenzkt lið hefur sýnt hér i Laugardals höllinni — það var i einu orði sagt frábær hand- knattleikur, sem Fram lék og það nægði auð- vitað til sigurs gegn Valsliði, sem þó lék betur en áður i mótinu. Ahorfendasvæðin voru þétt- skipuð i gærkvöldi og það voru ánægðir áhorfendur, sem sáu þennan leik og spennandi var hann frá upphafi til loka. Tveir leikmenn áttu öðrum fremur þátt i sigri Fram - Þor- steinn Björnsson, sem nú lék i r- fyrsta skipti i marki i vetur, og varði snilldarlega og Stefán Þórðarson, ungur leikmaður, sem var sá leikmaðurinn er leikur Fram snérist um - afar leikinn, örfhentur piltur. Leikurinn var jafn i fyrstu, en siðansigu Valsmeismámsaman framúr. Þeir komust i 6-3, þegar 20 min. voru af leik og það var Agúst ögmundsson, sem sýnt hafði beztan leik Valsmanna. tín þá varð mjög mikil breyting hjá Fram. Karl Benediktsson, þjálfari, setti Þor- stein i markið og um leið kom Stefán Þórðarson inn á. Varnar- leikur Fram varð afar sterkur og það, sem fór i gegn varöi Þor- steinn. t leikhléi var staðan 6-5 fyrir Val - aöeins 11 mörk skoruð og það gefur til kynna góðan varnarleik beggja liða. Fram vann tljótt upp þennan mun með sama liði fyrst i sðari hálfleik og eftir 10 min. var staðan orðin 9-7 Fram i hag. Agúst ögmundsson hafði þó ekki sagt sitt síðasta orð fyrir Val og tókst að jafna með tveimur ágætum mörkum - en þá kom sá kafli, sem gerði út úm leikinn: Fram skoraði þrjú næstu mörk og var þar einkum stórglæsilegt mark Stefáns á 20. minútu. Það er ánægjulegt að sjá jafn góðan leik og Fram og Valur sýndu I gærkvöldi og það rétt fyrir Ólympiukeppnina á Spáni - leik- menn liðanna eru komnir i góða æfingu á réttum tima. Auk þeirra Þorsteins og Stefáns voru lands- liðsmenn Fram góðir - Axel stór- hættulegur með sin skot, en hann skoraði fimm mörk i leiknum - og Björgvin og Sigurbergur afar lif- andi i öllum leik sinum. Hjá Val var Agúst beztur og Stefán, Gunnsteinn og Ólafur ágætir, þótt svo leikur þeirra K.R. tókst enn að krækja sér í stig „Þessi er minn” er eins og Þor- steinn Björnsson segi og mark- varzla hans var frábær i gærkvöldi. Enn tókst KR-ingum að kræk- ja sér i stig i 1. deildarkeppninni i handknattleik i gærkvöldi. Það var gegn Viking, aö visu ekki verðskuldað stig, en afar þýðingarmikið, þar sem KR er þar með úr allri fallhættu i deildinni. Vikingur var sterkari aðilinn i þessari viðureign en eins og svo oft áður var markvarzlan aðal- orsök þess, aö liðið glataöi stigi. A timabili þurftu KR-ingar aðeins að hitta markið - þá var mark - en Vikingar þurftu aö hafa miklu meira fyrir sinum mörkum, þvi Emil Karlsson átti enn einn glæsileikinn i marki KR. Dómarar leiksins, Valur Beneditsson og Kristófer Magnússon, voru einnig góöir við KR-inga og tvivegis á loka- minútunni dæmdu þeir góð mörk af Viking, vegna fljótfær- ni, og gáfu liðinu i stað þess aukaköst, sem ekki nýttust til marka. Vikingur hafði þrjú mörk yfir i hálfleik 12-9, en um miðbik 1 siðari hálfleiks voru KR-ingar ( komnir tveimur mörkum yfir. Þann mun vann Vikingur upp og komst i 21-20, en Björn Péturs- son skoraöi siöasta mark KR úr ' viti, þegar rúm minúta var eftir af leiktimanum. Mörk KR i leiknum skoruöu Björn 8, Haukur 7, Hilmar 3, Geir 2 og Bogi 1, en fyrir Viking skoruðu Einar 6, Páll 5, Magnús 3, Guðjón 2, Stefán 2, Sigfús 2 og Georg 1. nægði ekki gegn Fram i þeim ham, sem liðið var. Mörk Fram i leiknum skoruðu Axel 5, Björgvin Björgvinsson 3. Stefán 2, Sigurður Einarsson 1 og Pálmi Pálmason 1. Fyrir Val skoruðu Agúst 5, Bergur 2, Gisli 2 (bæði viti) og Ólafur eitt. Guöjón Magnússon.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.