Vísir - 14.02.1972, Blaðsíða 13
Vlsir. Mánudagur 14. febrúar 1972.
13
Omar á ekki I neinum erfiö-
leikum meö aö finna sér dans-
félaga, en ööru máli gegnir um
leit hans aö kvenmanni, sem hann
getur elskaö..
Eitt mesta kvennagullið
en finnur ekki
konuefni sér að skapi
islenzkir kvikmyndahúsgestir þurfa ekki aö fara I neinar grafgötur
meö baö, hver Omar Sharif er. Þann hlýlega.brúneyga Egypta, sem
brætt hefur milljónir kvennahjarta, þekkjum viö úr myndunum „Ara
blu Lawrence”, „Dr. Zhivago” og „Funny Girl”.
Þessi margfrægi leikari hefur nú I hyggju, aö snúa baki viö kvik-
myndavélunum. Omar, sem nú er 39 ára gamall, segir kvikmyndirnar
hafa um of truflandi áhrif á einkallf sitt. Þess vegna sé ekki um annaö
aö ræöa, en aö segja skiliö viö kvikmyndaleikinn. „Nú þrái ég mest aö
geta snúiö mér heilum og óskiptum aö þeim þrem áhugamála minum,
sem ég met ofar ööru”, segir leikarinn.
Og þaö sem Omar Sharif metur
ofar ööru er bridge, hestar og
kvenfólk. Hann er þó ekki full-
komlega sáttur viö allt þrennt.
Hann hefur svo sem ekki yfir
neinu aö kvarta varöandi bridgiö
og hrossin, en ööru máli gegnir
meö kvenfólkiö. Þetta mesta
kvennagull kvikmyndanna siöan
Rudolph Valentino var og hét, er
óánægöur meö ástarmál sin.
„Ég hef leitað ljósum logum aö
þeirri kvenpersónu, sem getur
orðiö mér allt,” segir hann, „Ég
gæti fórnaö svo gott sem öllu fyrir
hana. Hún mun lika fylla stórt
tóm i lifi minu. Ég mundu vilja
giftast henni og lifa langþráðu
heimilislifi.”
„En ég verð ekki ástfanginn viö
fyrstu sýn,” heldur hann áfram.
„Ég er ekki eins og fiðrildið, sem
flýgur frá blómi til blóms. Mitt
stærsta vandamál er allt kven-
fólkiö, sem álitur mig vera stór-
kostlegasta elskhuga veraldar-
innar. Er ég gef mig aö kven-
manni, sem mér likar^væntir hún
ætið einhvers óskaplega æsandi
af mér — einhvers óhugsandi.”
„En....,” segir Omar vand-
ræðalega, „ég er bara rétt eins
og hver annar karlmaöur. Og þó
ég kannski eigi eitthvaö — ja,
hvaö eigum viö aö segja — veru-
•lega æsandi i pokahorninu ein-
staka sinnum, hvernig má þá
samt ætlast til að ég geti gripið til
siiks endalaust? Þaö er ekki
endalaust um BINGO aö ræöa
hjá mér fremur en öörum karl-
mönnum.”
Omar hefur ekkert samneyti
átt viö eiginkonu sina, leikkonuna
Faten Hamama, siöan áriö 1966.
Hún býr í London ásamt 13 ára
gömlum syni þeirra hjóna.
Tourek heitir snáöinn.
„Allt sem ég bið um er ást
konu, sem elskar mig af öllu
hjarta og ég dái takmarkalaust,”
andvarpar Omar dreymandi. Og
hann heldur áfram máli sinu:
„Ég geri mér vissar hugmyndir
um þaö, hvernig viö munum
koma til meö aö lifa saman. Hún
verður aö bera jafn mikla
virðingu fyrir áhugamálum
minum og ég fyrir hennar. Ég
kysi lika helst, aö viö heföum sitt-
hvort svefnherbergið. Þegar ég
svo fæ áhuga á aö „ræöa viö
hana” mundi ég einfaldlega
banka uppá hjá henni og spyrja
kurteislega, hvort ég megi ónáða
hana stutta stund.”
Kvikmyndaleikari umgengst
stööugt fagrar kvikmyndaleik-
konur. „Já, en I sannleika sagt
eru þafer ekki svo áhugaveröar.
Þær eru allar svo hrifnar af
sjálfri sér aö þær eru ekki viö-
mælandi. Ég hitti líka fjölda
fagurra kvenna I bridge-
heiminum, auövitaö, en ég gæti
aldrei hugsaö me'r aö kvænast
kven-bridgeleikara. Þaö yröi
ábyggilega hræöilegt. Kvenfólk
kann ekki aö spila bridge. Þaö er
af þeirri ástæöu, sem ég spila
aldrei bridge i félagi viö kven-
mann.”
En hvaö um kvenmann, sem
hefur áhuga á hrossum?
„Off,” hrópar Omar upp yfir
sig. „Slikar konur eru jafnvel
verri en bridee-SDÍlakonur. Ég
gæti aldrei hrifizt af konu, sem
lltur út eins og hross. Það fer
alltaf þannig fyrir þeim, þú
skilur”.
Omar segist ekki taka kvik-
myndaleik svo alvarlega.
„Hvernig getur maöur tekiö
leikaraskap alvarlega?” spyr
hann — og lýsir þvl um leið yfir,
aö hann taki ekki heldur alvar-
lega þaö kvenfólk, sem dáir hann
fyrir kvikmyndaleik hans. „Þaö
kvenfólk dáist aö þeirri persónu,
sem þaö heldur, aö ég sé, en er
einungis aö dáöst aö þeim per-
sónum, sem ég er aö strembast
viö aö leika. Og þaö er ekki
ég....”
Og hvaö vill meistari Omar
Sharif segja aö lokum?
„Ég þarfnast kvenmanns, sem
elskar mig eins og ég er I raun-
inni. Þrátt fyrir reiðmennskuna
alla og spilamennskuna, sem ég
nýt innilega, er ég ekki nema
hálfur maður án slikrar.konu. Til
aö fylla þá hugmynd, sem ég hef
gert mér um fullkomna hamingju
verö ég aö finna þessa konu. Það
aö hætta kvikmyndaleik er ef til
vill fyrsta skref mitt til aö nálgast
takmarkiö........”
Omar spilar bridge baki brotnu, Fyrir frammistööu slna á
þvl sviöi hefur hann öölast mikla frægö, jafnframt þeirri er hann á
kvikmyndunum aö þakka..