Vísir - 26.02.1972, Qupperneq 6
6
Visir. Laugardagur 26. febrúar 1972.
vísm
Útgefandi: Reykjaprent hf.
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
Ritstjóri: Jónas Kristjáasson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson
Auglýsingastjóri: Sköli G. Jóhannesson
Auglýsingar: Hverfisgötu 22. Simar 15610 11660
Afgreiösla: Hverfisgötu 32. Simi 11660
Ritstjórn: Siöumúla 14. Simi 11660 (5 línuri
Askriftargjald kr. 225 á mánuöi inranlands
i lausasölu kr. 15.00 eintakiö.
Blaöaprent hf.
Sjálfdautt samkomulag
í orðsendingu rikisstjórnar íslands til rikisstjórna \
Bretlands og Vestur-Þýzkalands um útfærslu land- y
helginnar felst ekki bein uppsögn samkomulagsins í
frá 1961. í stað þess segir i hinni nýju orðsendingu: /
„...að nú hafi verið náð að fullu tilgangi og mark- )
miði orðsendinganna frá 1961 um að visa tilteknum \
ágreiningsatriðum til dómsúrlausnar. Rikisstjórn ((
íslands telur, að ákvæði orðsendinganna eigi ekki /
lengur við og að íslendingar séu þess vegna ekki )
bundnir af þeim”. \
Þetta hófsamlega orðalag er árangur hins algera (
samkomulags, sem náðist um landhelgismálið á al- /
þingi 15. febrúar. Þá slökuðu bæði stjórn og stjórn- )
arandstaða á sérsjónarmiðum sinum til þess að al- \
ger þjóðareining næðist og alþingi gæti sjálft ákveð- (
ið með 60 atkvæðum gegn engu, að landhelgin yrði (
50 milur 1. september á þessu ári. Með hinni nýju /
orðsendingu er rikisstjórnin þvi raunar aðeins að )
flytja áfram skilaboð um ákvörðun alþingis. (
Nýja orðsendingin ber þess merki, að fram- (
kvæmd útfærslunnar hefur verið sveigð inn á dipló- /
matiskari og skynsamlegri braut. í þvi felst mesti )
kosturinn við hið algera samkomulag islenzku \
stjórnmálaflokkanna i málinu.Hinar diplómatisku (
leiðir, eru yfirleitt skynsamlegri en einstefna, eins /
og kom fram hjá Norðurlandaráði, þegar það sam-)
þykkti stuðning við sérstakan rétt strandrikja, en \)
samþykkti hins vegar ekki stuðning við einhliða (\
aðgerðir i landhelgismálum. (i
Samkomulagið i orðsendingunum frá 1961 fól i sér /
yfirlýsingu íslendinga um, að áfram yrði haldið á )
braut útfærslunnar. Samkomulagið tryggði Bretum \
og Vestur-Þjóðverjum viss réttindi um takmarkað- f1
an tima. Þau réttindi hafa siðan fallið úr gildi. Jafn- /
framt hefur það gerzt, að þorri rikja heims hefur)
tekið upp 12 milna eða stærri landhelgi. Þess vegna l
verður ekki séð, að um slika landhf Igi þurfi að vera (
sérstakt samkomulag i einu tilviki en ekki öðrum. /
í nýjuorðsendingunni er lýst yfir þeirri von ,,...að )
sem verða má, leiða til hagfelldrar lausnar á þeim )
vandamálum, sem hér er um að ræða”. Dyrunum (
til samkomulags er þar með haldið opnum, enda (
væri æskilegast, að viðræðurnar leiddu til nýs sam- /
komulags, sem tæki við af hinu gamla. )
Nú reynir á mannasiði rikisstjórna Bretlands og ((
Vestur-Þýzkalands. Þær hafa þvi miður reynt að //
hefna þess i Efnahagsbandalaginu, sem hallaðist i))
landhelgismálinu, og stuðlað að hinu óaðgengilega \
og allt að þvi ruddalega tilboði bandalagsins um (
viðskiptasamning við Island. Þessar stjórnir verða (
að lita i kringum sig og taka eftir þvi, að meira en /
önnur hver þjóð heimsins er nú hlynnt 50 milna eða)
stærri landhelgi og að þessum þjóðum fer mjög ört \\
fjölgandi. Þróunin hefur sinn gang, þótt menn berji((
höfðinu við steininn. (í
Ilatriö risti djúpt, og Bengalir áttu harma aö hefna. Myndin sýnir misþyrmingu á Biharimönnum, sem
sjálfstæðisherinn hafði tekið til fanga.
„Gerum þetto að landi
betlara og hóra"
Þúsundir bengalskra kvenna í þrœlabúðum Jaja Kans
— nú útskúfaðar eins og holdsveikir á miðöldum '
Bangladess — PEJ
llatriö ristir djúpt i Bangla-
dess. 1 borgarastyrjöldinni hjálp-
uöu menn i Bihariþjóöernis-
minnihlutanum her Vestur-
Pakistana gegn meirihluta ibúa
Austur-Pakistans. Þeir gengu
ekki siður en Vestur-Pakistanir
fram i morðum, ránum ognauðg
unum. Bengalir hafa hefnt sin
meö þvi að myrða marga Bihari-
menn eftir stríðið og væntanlega
mikiu fleiri cn fréttir herma frá.
Eitt af alvarlegri viðfangsefnum
stjórnarinnar i hinu nýja Bangla-
dessriki er mál þeirra þúsunda
kvenna, sem Vestur-Pakistanir
og Bihari-menn nauðguöu á
valdaskeiöi sfn.
Margar hroðalegar frásagnir
eru um ofbeldi „Rasakaranna”,
sveitanna, sem Bihari-menn
stofnuðu til að aðstoða her Jaja
Kans. Ótalinn fjöldi kvenna og
barnungra stúlkna var fórnar-
lömb þeirra. Margar myrtu þeir.
„Ætti ég kannski aö senda menn
mina til Vestur-Pakistan eftir
kvenfólki? ” Svo spurði Tikka Kan
hershöfðingi, þegar hann varði
nauðganir manna sinna. Bihari-
menn vildu vist ekki verða eftir-
bátar vina sinna i her Tikka
Kans.
„Þetta er strið”, sagði hers-
höfðinginn ennfremur. Hann tal-
aði digurbarkalega löngum um að
gera Austur-Pakistan að „landi
betlara og hóra”, ef Bengalir létu
ekki segjast.
Fötin tekin, svo aö þær
hengdu sig ekki.
Eftirmaður Tikka Kans, Niasi
hershöfðingi, sá, sem gafst upp i
Dacca fyrir her Indverja, hafði
mestan áhuga á menntuðum
Bengalkonum. Sumir sögðu, að
þetta kæmi til af menntunarleysi
hershöfðingjans. Herinn hafði
viða kvennabúðir, þar sem
Bengalstúlkum var safnað sam-
an. Með þær var farið sem kvik-
fénað i flestu. 1 herbúðunum við
flugvöllinn i höfuðborginni Dacca
höfðu hernámsmenn búðir með
fjögur þúsund konum. Þær voru
gögn hermanna eftir pöntun.
Edschas höfuðsmaður haföi sitt
eigið kvennabúr, sex kornungur
stúlkur. Hann lét klippa hár
þeirra og taka öll föt frá þeim, svo
að „þær gætu ekki hengt sig i
Sari-klæðunum eða lokkum”.
Margar stúlknanna i hórubúð-
um hersins frömdu sjálfsmorð.
Annar höfuðsmaður, Khalid,
geymdi tólf ára stúlku, Rasiu að
nafni, i fjóra mánuði nakta i ibúð
sinni.
Indverjar fundu i herbúöum viö
Comilla, Dschessore og Hilli lik
fjölda nakinna stúlkna.
Þegar Indverjar og Bengalir
höfðu unnið sigur sinn, sóttust
skæruliðar Bengala, Mukti
Bahini eftir lifi Bihari-
manna. Skæruliðar voru stað-
ráðnir i að koma fram hefndum
með sams konar óhæfuverkum og
hernámsliðið hafði áður framið
gegn þeirra fólki.
Eftir töluverð manndráp fyrstu
dagana stöðvuðu Indverjar of-
sóknirnar. Nýja stjórnin i
imimim
Umsjón:
Haukur Helgason
Bangladess krafðist þess, að
skæruliöar afhentu byssur sinar.
Mikill fjöldi þeirra hefur hlýtt
þessum skipunum.
Jafnframt söfnuðust Bihari-
menn saman i sérstökum hverf-
um eða búðum, skelfingu lostnir
vegna hefndarþorsta Bengala.
Inverski herinn varði Bihari
menn þar fyrir ofsóknum skæru-
liða. Eftir að stjórn Bangladess
hefur tekið við herstjórn, hafa
aftur frétzt dæmi um morð og of-
beldisverk á hendur Biharimönn-
um. Þó hefur stjórnin reynt eftir
megni að hindra þetta, en ekki
munu öll kurl komin til grafar i
þeim efnum.
Mörg hundruð frömdu
sjálfsmorð eftir stríðið.
Eftirlifandi fórnardýr nauðg-
aranna eiga ekki sæla daga. Ekki
færri en 200 þúsund og ef til vill
mun fleiri Bengalkonum var
nauðgað i striðinu. Margar þeirra
urðu barnshafnadi. Mörg hundr-
uð hafa framið sjálfsmorð, eftir
að striðinu lauk. Fjölskyldur
kvennanna og stúlknanna, sem
margar eru börn að aldri, hafa oft
hafnað þeim.
I karlmannariki múhameðs-
trúarmanna, þar sem konur
ganga oft með andlitsblæjur,
þykir ekki sómi, ef annar maður
litur konu auga, i raunverulegri
merkingu þess hugtaks. Hvað þá,
ef kona hefur einhver mök við
karlmann, viljandi eða nauðug.
Þessar konur eru verr settar en
holdsveikir voru fyrr á timum i
Evrópu.
Fáum hefur tekizt að fá fóstri
eytt. Bandariskir læknar hafa þó
komið til skjalanna til að aðstoða
innfædda við það.
Danskar fjölskyldur hafa boðizt
til að taka sumar stúlknanna aö
sér. Kaþólskar stofnanir og fleiri
hafa rétt hjálparhönd. I Dacca og
viðar er reynt að stofnsetja
heimili fyrir þessar stúlkur, sem i
landi þeirra teljast vist „afvega-
leiddar”.
Fagnandi skæruliðar Muhti Bahini. — Stjórnvöld knúðu þá til aö
afhenda byssurnar.