Vísir - 26.02.1972, Síða 8

Vísir - 26.02.1972, Síða 8
8 Vísir. Laugardagur 26. febrúar 1972. Armann varö sigurvegari I Sundknattleiksmóti Reykjavíkur, sem lauk nú i vikunni. Siöasti leikur mótsins var milli Ármanns og KR og varö jafntefli 4—4, en KR-ingar þurftu aö vinna til þess aö fá aukaleik viö Armann. Leikin var tvöföld umferö og voru þrjú liö i mótinu, auk þeirra fyrrnefndu Ægir. t fyrri umferöinni vann Armann KR, og baéöi félögin unnu Ægi. Armann hlaut þvi sjö stig, KR fimm og Ægir ekkert. Meistaramót Þrír leikir í körfubolta Sportsmenn í Keflavík — nýtt félag til styrktar knattspyrnuliði IBK stofnað Á þriðjudagskvöld var stofnað í Keflavík nýtt féiag og því gefið nafnið Sportsmenn ÍBK — algjörlega sjálfstætt félag, byggt upp að enskri fyrirmynd þar sem Supportes klúbbamir eru. k'élagið hefur á stefnuskrá sinni að stuðla að framgangi knattspyrnuliðs íþróttabanda- lags Keflavikur og mun gera það á allan hátt — fylgja þvi eftir á leiki viðs vegar á landinu sem erlendis og styrkja það eins og félagsmönnum er framast kostur. Á stofnfundinum mættu um 50 manns — en á annað hundrað hafa nú gerzt stofnfélagar. 1 stjórn voru kjörin Jóhann Pétursson, formaður, Runólfur Elentinusson, Hulda Karls- dóttir, Kristinn Danivalsson og Zakarias Hjartarson. Akveðið var að halda framhaldsstofnfund fljótlega, þar sem fjallað verður um lög, tilgang og markmið félagsins og undirbúa það betur.Félagiö er ékki bundið við Keflavik og geta þeir, sem vilja, gerazt stofn- félagar fyrir fram- haldsaðalfundinn, Tveir ánægöir kappar, en heldur skitugir eftir at leiksins, Gordon Banks og Bobbv Charlton. og greinilegt aö enska landsliöiö hefur sigraö i leiknum. 1 dag veröa báöir i eldlinunni I bikarkeppninni ensku — Bobby meö Manch. Utd gegn Middlesbro, en Gordon mun reyna aö hindra leikmenn Hull aö skora hjá Stoke. ■ Ármann Reykjavíkurmeistari í fimleikum Fimleikameistaramót islands verður háð i iþróttahúsinu á Seltjarnarnesi dagana 25. og 26. marz næstkomandi. Fyrri daginn verður keppt i skylduæfingum, en siðari daginn i frjálsum æfingum. Þátttöku- tilkynningar þurfa að berast til Fimleikasambands Islands fyrir 5. marz. Mótið i fyrra var vel sótt bæöi af keppendum og áhorfendum og fór hið bezta fram og létu áhorf endur i ljós mikla hrifningu, enda fimleikar afar fögur Iþrótt. Brynhildur Ásgeirsdóttir, Armanni, varð íslandsmeistari i kvennagreinum, en Herbert Halldórsson, Ármanni, i karla- greinuih. Þrir leikir verða háðir i l.deildarkeppni Islandsmótsins I körfuknattleik um helgina og má búast við skemmtilegri keppni i þeim öllum. Á laugardag fara KR-ingar til Akureyrar og leika þar viö Þór i iþróttaskemmunni. Sá leikur hefst kl. fjögur. A sunnudag verða tveir leikir i iþróttahúsinu á Seltjarnarnesi, sá fyrri - sem hefst kl. 7.30 - verður milli Vals og tR, en hinn siðari milli Reykjavikurmeistara Armanns og stúdenta, tS. Úrvalslið KSÍ Fjölhœfur piltur 1 Þcir eru f jölhæfir margir islenzku piltarnir I iþróttum. Hér sjáum viöeinn þeirra, Kristin Jörundsson, meö knöttinn I körfuknattleik. Hann er aö undirbúa aö setja hann i körfu varnarliösmanna i leiknum á þriöjudagskvöld. En Kristni er fleira til lista lagt I iþróttum, i dag leikur hann meö úrvalsliöi KSt I knattspyrnu gegn KR- —Ljósm.BB. gegn Enn einn æfingaleikur úrvalsliðs Knattspyrnu- sambands islands, sem Hafsteinn Guðmundsson velur, verður í dag og leikur lið Hafsteins þá við KR á Melavellinum. Leikurinn hefst kl. tvö að venju. Liðinu hefur gengið prýðilega að undanförnu og virðist sem Hafsteinn sé kominn niður á ágætan kjarna, enda fer nú að styttast I leikina við Hollendinga, Belga og Norðmenn i undan- keppni heimsmeistarakeppn- innar. Úrvalsliö KSl verður þannig skipaö i dag i leiknum gegn KR. — Markverðir: Magnús Guðmundsson, KR, og Þorbergur Atlason, Fram. Varnarmenn: Olafur Sigurvinsson, Vestmanna- eyjum, Róbert Eyjólfsson, Val, í dag Guðni Kjartansson, Keflavik, Þröstur Stefánsson, Akranesi og Marteinn Geirsson," Fram. Framverðin Guðgeir Leifsson, Viking, Asgeir Eliasson, Fram, Eyleifur Hafsteinsson, Akranesi, og Haraldur Sturlaugsson, Akranesi. Framherjar: Hermann Gunnarsson, Val, Steinar Jóhannsson, Keflavik, Eirikur Þorsteinsson, Viking, og Krístínn Jörundsson, Fram. KR

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.