Vísir - 26.02.1972, Side 16
vísm
„Kem einhvern tíma
seinna"
Laugardagur 26. febrúar 1972.
„Nei, ég varekki vitund
skelkué, það þýðir ekkert
að vera að fá taugaáfall,
þótt einhverjir menn með
undarlega kímnigáfu segi
sprengju um borð í vél-
inni. Ég frétti heldur ekki
um hana frekar en aðrir
farþegar, fyrr en um 10
minútum áðuren við lent-
um hér á íslandi", sagði
Britt Ekland, leikkona,
sem var með TWA-þot-
unni, sem lenti í Keflavik
i gærkvöldi.
„Ég er að fara til Los Angeles
i fimm eða sex vikna fri.Sann-
arlega þörf á að slaka ofurlitið
á núna, og ég er i svo góðu skapi
— þess vegna hafði þessi til-
kynning engin áhrif á mig. Ég
hef verið i London lengi að leika
i kvikmynd sem heitir „The
Boy”, drengurinn, leikstjórinn
er Lionel Jeffrey — frægur
enskur leikhúsmaöur”.
— Komið til lslands áður?
„Nei aldrei —-sannarlega hélt
ég að hér væri allt á kafi i is!”
Og leikkonan var klædd eins
og heimskautafari, i loðfeld,
sem sennilega hefur kostað árs-
laun islenzks rikisstarfsmanns,
og var varla, að grillti i laglegt
brúðuandlit undan loðhúfunni.
„Já, ég er að fara i þetta fri
með vini minum, Adler, og vona
sannarlega aö geta notið þess.
Það væri annars upplagt að
koma einhvern tima hingað i fri,
það virðist vera eitthvað meira
til hér en þessi grámóskulega
flugstöð”.
— Nokkru sinni séð ljótari
stað?
„Jú svo sannarlega. London i
þoku og kolareyk! Og svo á
maður ekki að horfa bara á hús-
in og flugvélarnar og skýlin hér
i kring. Sjáðu! ” Og Britt Ekland
benti á keflviskan himininn:
„Þetta er svo skandinaviskt!
Alveg eins og i Sviþjóð, birtan
hérna og svo virðist fremur
hlýtt. Þú ættir bara að vita,
hvað það getur orðið hræðilega
kalt i Sviþjóð á veturna. Allt
snjóhvitt dögum, vikum
saman”.
Britt Ekland var sem kunn-
ugt er áður gift enska leikaran-
um fræga, Peter Sellers, en
hefur siöan þau skildu, sam-
vizkulega haldið sig frá alvar-
legum ástarævintýrum.
Við spurðum hana, hver
herramaðurinn væri, sem hún
færi með i friið: Skuggalegur
maður nokkur, með sitt flaks-
andi hár, og snerisá sér gjarnan
undan, þegar ljósmyndarinn
„skaut” á hann.
„Hann Adler, hann er bara
vinur minn”, sagði leikkonan,
og brosti blitt, sneri sér siðan að
öryggisvörðum hersins i Kefla-
vik og aðstoðaði þá við að fletta
sundur fatabirgðum sinum i
ferðatöskum. Þeir þurftu nefni-
lega að leita af sér allan grun
varðandi sprengjutil-
kynninguna — og virtust svo
sem ekkert hafa á móti þvi að
aðstoða „bombuna” við að leita
að bombunni. —GG
,Nei, ég hef aldrei áður
lent i því, að tilkynnt væri
um sprengju um borð í
þotu hjá mér", þegar ég
hef verið á flugi , sagði
Theodore Lapadalis, flug-
stjóri Jumbó-þotunnar frá
TWA, sem lenti i Keflavík
i gærkvöldi.
„Ég fékk skeyti frá London,
og i þvi stóð ekkert annað en að
hFÍngt hefði verið i flugturninn á
Heathrow og sagt, að sprengja
væri i Boeing-þotu frá TWA,
sem nýlega hefði farið i loftið —
reyndar voru fjórar „Jumbó”
þá nýlegar farnar frá London,
allar frá TWA, og okkur var
bara sagt, að við yrðum að
lenda á næsta flugvelli þegar i
stað”.
- Heldurðu að um gabb hafi
verið að ræða?
„Fullyrði ekkert vitanlega, en
mér er nær að halda það — það
var vist hringt frá einhverju
hóteli i London, og sá sem talaði
hafði ekki fyrir þvi að segja til
nafns — alveg eins og fyrir
nokkrum árum, þegar ég var að
fara á loft i New York — þá var
hringt og tilkynnt um sprengju i
minni vél. Sem betur fer vorum
við ekki komnir upp, og þvi var
bara leitaö i snarhasti þar á
Kennedy-velli. Engin sprengja
fannst sem betur fer”.
Visir ræddi við Lapadalis
flugstjóra á flugbrautinni undir
stéli risafuglsins, og Lapadalis
sagði „þreytandi” að vera i
kuldanum þar — bauð okkur inri
að ganga til bjórdrykkju þar á
barnum á fyrsta farrými.
Tóm gafst þó litið til svallsins,
þvi um leið og flugstjórinn birt-
ist i vélinni, vatt sér að honum
stæðilegur Amerikani, hélt á
handtösku sinni, benti á hana og
fnæsti: Hvern... sjálfan á það
að þýða að sprengja upp lásinn
á dýrri tösku? Ég þoli ekki
svonalagaða framkomu!
„Get þvi miður ekkert gert
núna”, sagði Lapadalis við
manninn, „annað en að sam-
hryggjast — ég er viss um að
TWA mun bæta skaðann um leið
og við lendum i Los Angeles”.
„Mér er sama um fjárans
töskuna”, æpti þá maðurinn,
„en ég þoli ekki svona fram-
komu skithæla við almennilegt
fólk.”
Og Lapadalis forðaði sér frá
frekari orðadembu með þvi aö
hefja hárri röddu fyrirlestur um
ágæti Jumbó-þota viö Visis-
menn: „Fyrir utan okkur, flug-
mennina, þá er fjórtán manna
starfslið um borð. Flugfreyjur,
þjónar og sérstakur starfs-
mannahaldari — og þið getið
rétt imyndað ykkur, að þetta
hefur verið dýr dagur hjá TWA,
þegar fjórar svona þotur þurfa
að lenda skyndilega, biða
marga klukkutima i einhverri
flugstöð, greiða vallargjöld og
hugsanlega borga reiðum
farþegum eitthvað sem þeim
finnst þeir verði að fá bætt —
það eru nefnilega ekki allir jafn-
kurteisir og skilningsrikir og
ungfrú Ekland þarna”, sagði
flugstjórinn og kinkaði kolli til
einu „bombunnar” um borð.
Og svo klifraði Lapadalis upp
i flugstjórnarklefann i turni
þotunnar, gekk úr skugga um að
farþegar væru komnir i sæti, og
tilkynnti siðan, að vegna þessa
leiðinlega atburðar væri far-
þegunum boðið að sitja hvar
sem þeir vildu i vélinni og panta
að vild af barnum.
—GG.
— sagði Britt Ekland — ,,og stoppa þá lengur . . ." — Vísismaður rœddi við Britt Ekland í kulda og
trekki á flugbrautarenda í Keflavík
Gœti verið
tímasprengja
— froktinni hoidið eftir ó Keflavíkurflugvelli
„Við höldum fraktinni, sem
með „Juinbó-þotunni" var,
eftir hér i Keflavik — sendum
hana áfram til New York með
I.oftleiðavél á inorgun”, sagði
Pétur Guðmundsson flug-
vallarstjóri Visi i gærkvöldi,
„það er gert vegna þess — að
þótt hermennirnir hafi leitað i
farþegarými, farangri far-
þega og frakt, þá hættum við
ekki á að þeim hafi yfirsézt.
Það var áætlað að flugvélin
lenti i Los Angeles klukkan
rúmlega 22, og hafi veriö um
timasprengju að ræða, þá
getur hún verið stillt á að
springa fyrir 10 i kvöld”.
Og það ætti varia að koma
að sök. Kraktin, mest póstur
að likindum, vegur tvö tonn,
og þótt Loftleiðaþotur scu ekki
þvilikir risafuglar sem Boeing
747, þá munar þær lítið um að
innbyrða þessi tonn aukalega.
—GG
BrittEkland á Keflavfkurflugvelli: Loftið hér eins og ISviþjóð”.
Dýr dagur hjó TWA
— flugstjóri Boeing-þotunnor forinn oð „venjast" sprengjutilkynningum
Thcodore Lapadalis flugstjóri i stjórnklefanum rétt fyrir brottför